Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Side 5
M I IM J A R N R
u M H V E R F 1
O K K A R
Eftirþankar
Viðeyjarvígslu
Eftir MAGNÚS
ÞORKELSSON
g man ekki hvað er langt síðan að ég steig
fyrst í bát hjá Hafsteini Sveinssyni og sigldi út
í Viðey. Ég man það þó að uppgangan í eyna
var frumstæð og manni þótti flotbrúin, sem
gekk til og frá af kjölfari flutningaskips á
leið inn Sundin, helst til glannaleg fyrir land-
krabba eins og mig. Oft fór ég síðan í eyna,
fyrst með leikfélögum og hentist um í leit
að ævintýrum sjóræningja, klausturræn-
ingja og annarra þeirra sem þá prýddu síður
bama- og unglingabóka, og síðar með Við-
eyingum sem sögðu mér sögur sínar og
gáfu þúfum og hólum líf. Nýverið átti ég
þess kost að skoða endurreista Viðeyjar-
stofu og kirkju, ganga upp steypta og glæsi-
lega btyggju og skeggræða við staðarhald-
ara eyjar og eigna hennar. Nú þegar Viðeyj-
arstofa er á ný hafín til vegs og virðingar
fínnst mér við hæfí að fara úr hátíðargallan-
um og hugleiða aðeins afrekið sem unnið
var úti á Sundum.
Langur tími og mörg
handtök
Eftir því sem ég gerst veit er nú nærri
aldarfjórðungur síðan Þjóðminjasafnsmenn
sigldu á bátskektu út í eyna með hlera til
að loka stofunni sem var þá ekki fjarri al-
gerri eyðileggingu. Fjórum árum seinna
eignaðist ríkið húsið og kirkjuna og hóf
hægfara endurbyggingu sem stóð næstu
átján ár. Þá fékk Reykjavíkurborg eyjarpart
ríkisins að gjöf og hefur lokið verkinu að
mestu á tveimur árum.
Maður heyrir því fleygt á fömum vegi
að þetta sýni nú mest aumingjaskapinn í
minjavörslunni að ekki var hægt að ljúka
verkinu fyrr. En ég er ekki sammála því.
Það var ekki aumingjaskapur í minjavörsl-
unni heldur áhugaleysi ríkisvaldsins sem
réði þar mestu. Viðmælendur mínir vilja þá
meina að ekki verði skilið þar á milli og svo
má vera. Raunin er sú að þjóðfélagið hefur
ákveðnar tekjur og þeim þarf að skipta víða.
Ekki em menn ávallt á eitt sáttir um for-
gangsmál en svo virðist sem minjavarsla
sé oftlega aftarlega á merinni er að úthlut-
un kemur. Enda fara sjaldnast stórar upp-
hæðir þangað.
Lesandi getur gert sér í hugarlund hve
hratt mál gátu gengið þegar litið er á fjár-
veitingar húsfriðunarsjóðs. Á árinu 1987
útdeildi hann 3,4 millj. til viðgerða ein-
stakra húsa og deildi því fé í 36 staði að
upphæð frá 90 þúsund krónum og upp í
heilar 130 þúsundir. Þeir sem hafa haft
iðnaðarmenn hjá sér í verkefnum vita hve
mörg daglaun það eru. Það sem ég á við
með þessu er að þó okkur hafí flestum fund-
ist hægt ganga með viðgerðir í Viðey þá
var þó eitthvað unnið sem kannski, þegar
upp er staðið, kom í veg fyrir hran stofunn-
ar eða óbætanlegt tjón.
Hlutur Viðeyinga
Oft hefur mér komið í hug þrautseigja
þeirra sem taugar hafa borið til eyjarinnar
og kærleikurinn sem þeir hafa sýnt henni
í verki. Þannig hefði kirkjan án efa verið í
verra ástandi en raun bar vitni ef ekki hefði
verið fyrir áhuga Viðeyinga sem héldu henni
í horfínu til að geta notað hana fyrir sína
árlegu messugerð. Hafsteinn Sveinsson á
einnig sinn þátt fyrir að hafa flutt útivistar-
fólk til eyjarinnar svo það mætti njóta um-
hverfís, fegurðar og náttúra staðarins.
Þrautseigja, kærleikur og þolinmæði þeirra
Viðeyinga hefur borið ávöxt. Þetta fólk
hefur haldið vöku sinni, glætt áhuga al-
mennings og ráðamanna.
Mig hefur ósjaldan borið þarna að ströndu
með nemendur og annað áhugafólk, tii að
mega sýna því þessa perlu og minjamar sem
hún geymir. Ávallt hefur hún vakið forvitni
og komið á óvart. Saga hennar frá glæsi-
leik til gleymsku, minjamar um háttsetta
embættismenn og venjulegt alþýðufólk. Allt-
af vekur þetta athygli og spumingamar
iðulega fleiri en maður á von á. Sjaldnast
hefur fólki legið á að komast burtu, ekki
einu sinni er þama hélt til, í leiðinlegu febrú-
arveðri, hópur nemenda úr Menntaskólanum
við Sund, sem meira að segja grillaði úti í
slyddu!
Glæsilegur staður - á ný
En nú er Viðey að nýju glæsileg. Stofan
án efa fegurri en nokkra sinni fyrr og kirkj-
an yndislegt hús. Meira að segja hefur ver-
ið leitað fomminja þama af meiri atorku
en víðast annars staðar á landinu og líkur
fyrir framhaldi þar á. Umhverfí stofunnar
hefur verið snyrt á mjög viðkunnanlegan
hátt, þannig að nú skín í stétt eins og kom
upp í rannsóknum á síðasta ári. Jarðhýsi
hefur verið gert til að geta hýst ýmislegt
sem annars kynni að valda óbætanlegu tjóni
á stofunni sjálfri. Það er vel heppnað og
sést ekki ofanfrá, svo það er ekki ljóður á
umhverfinu.
Er von á meiru?
Það var ekki seinna vænna að þessu verki
lyki. Ég hef ávallt undrast þá tvöfeldni okk-
ar íslendinga að geta tekið við handritum
okkar varðveittum og viðgerðum úr höndum
Dana en látið eitt af húsum frægasta arki-
tekts þeirra grotna niður á sama tíma. Mér
fannst í raun tímaspursmál hvenær þeir
settu skilyrði um að stofan yrði varðveitt á
móti þeirra alúð. En kannski sannar verkið
eitt fyrir okkur. Nefnilega það að það er
hægt að vinna svona verk og að það borgar
sig þó dýrt sé. Sem er einmitt vandinn. Það
er svo dýrt að lítil sveitarfélög standa ekki
undir því. Því verður ríkið að koma sköruleg-
ar til hjálpar minjavörslunni í landinu. Á
síðasta ári fengu byggðasöfn styrki frá
ríkinu vegna annars en launa upp á 50
þúsund til 500 þúsund krónur. Velvilji
stjómmálamanna er mikill og þeir fleipra
oft með hann milli fjárlaga. En hann sést
ekki alltaf á borði. Er ekki tími til kominn
að bæta úr?
Nú þegar ég set aftan við þennan pistil
punktinn, vil ég óska Reykvikingum til ham-
ingju með endurreista Viðey. Ég vona að
komandi ráðamönnum takist að varðveita
hana áfram. Ég græt samt í hjarta mínu
húsin mörg sem horfín era, ekki síst húsið
sem var svo svipmikill nágranni Morgun-
blaðsins og hefði einnig sómt sér vel í borg-
arlandinu, ef ráðamenn hefðu sýnt því sama
vilja og þeir sýndu í verki í Viðey.
Höfundurinn er fornleifafræðingur
GERÐUR KRISTNÝ
Þegar
■ ■ ■
... lestarflautið líkist
lóukvaki
verður viðkunnanlegt,
... þrúgur þekur snjór
þó aðjörðu
ylji ágústsólin,
... sölt sjávarlykt
slæðist inn í stofu
mitt í stórborg,
ætti þér eitthvað
innra að segja
þú átt að halda heim.
Höfundur er 18 ára og hefur birt ýmis Ijóð áður.
HERDÍS
H ALLVARÐS DÓTTIR
Að kvöldi
Hvítkalkaðir veggir
svitna
og stynja
undan þunga loftsins
Grænar plöntur
nærri kafnaðar
úr tóbaksreyk
hengslast út yfir pottbarmana
Við eitt af kringlóttu borðunum
situr þú
og aldurhnignar hendur þínar
halda sér fast í kaffíbollann
Ég hef aldrei séð þig fyrr
Þú horfír á mig
og í eitt örstutt andartak
fæ ég að vita
allt
í huga mínum
þakka ég þér traustið
gamli maður
Höfundur er húsmóðir og tónlistarmaöur í
Reykjavík
JÓN JÓNSSON FRÁBRÚN
Skorpu-
maður
Jarðskorpan undir fótum mínum
og sjálfur er ég
skorpumaður
eins og faðir minn og afí
sem dóu standandi
í síðustu skorpunni.
Allt verður mér að skorpum:
í svefni og vöku
hver skorpan af annarri.
Jafnvel Moggann les ég í skorpu.
Orðinn þreyttur og þvældur
og skorpinn í framan.
Skorpinn í kverkum fæ ég mér
einn
og fleiri í skorpu
skorpinn á sál
með skorpulifur.
Höfundurinn er skorpumaður í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 1988 5