Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Blaðsíða 7
Kyrralífsmyndir frá þessum tíma geyma
oft falin tákn, fyrirbæri sem virðast ofur
venjuleg í augum nútímamanneskjunnar,
en hafa verið augljós 17. aldar listneytanda
í Hollandi. Taka má dæmi eins og kerti,
handþurrku eða vaskafat sem skírskota í
réttu samhengi til frásagnar úr biblíunni.
Inntak þessa táknmáls gat t.d. verið
hverfulleiki hinna veraldlegu gæða eða óum-
flýjanleiki dauðans. Blómamyndir féllu inn
í þetta táknmál, blómin gátu táknað hina
skömmu jarðvist og andstæður fegurðar og
hrömunar. Einstök blóm höfðu einnig sína
merkingu, t.d. hvít lilja táknaði hreinleika
Maríu meyjar, sömuleiðis rósin þar sem
María er í biblíunni kölluð rós án þyma.
Franska málaranum Chardin, sem uppi var
á 18. öld, tókst að hefja kyrralíf sitt til
vegs og virðingar í Frakklandi. Myndheimur
hans er hið borgaralega heimili. Hann sótti
fyrirmyndir sínar í eldhúsið og borðstofuna
og málaði hversdagslega hluti sem höfðu
augljóst notagildi á óvenjulegan hátt. Hjá
honum liggur að baki myndhugsun sem er
gjörólík myndhugsun hollensku meistar-
anna. Chardin lítur á kyrralífíð út frá mynd-
rænu lögmáli. Hann er fyrst og fremst að
túlka form og liti og tekst að líta fram hjá
hlutgildi myndefnisins.
Cézanne landi Chardins, fæddur rétt fyr-
ir miðbik 19. aldarinnar, hefur stundum af
virðingarleysi verið kallaður eplamálarinn,
en kyrralíf var umfangsmikill þáttur í list
hans. Cézanne var sá listamaður sem lagði
brautina fyrir list 20. aldarinnar, jafnt
kyrralífsmálara sem aðra og kúbistamir
héldu áfram brautryðjandastarfí hans með
enn róttækari lausnir.
Að öllum likindum er Cézanne málari sem
Kristín hefur litið hvað mest til og lært af,
þó hún hafí reynt fyrir sér og gert tilraunir
með kúbisma ættaðan frá Braque og geng-
ið í smiðju Chardins.
Kyrralífíð var mikilvæg forsenda fyrir
þróun kúbismans á árunum 1906—12. Kúb-
istamir bmtu upp hina hefðbundnu flarvídd
og innleiddu geómetríska einföldun forma.
Picasso og Braque vom svo uppteknir af
þróun hins nýja myndmáls að myndefnið
og jafnvel liturinn kom í aðra hönd.
Með því að velja hluti sem vom flatir
með einföldum formum, gátu þeir einbeitt
sér að hinu kúbíska vandamáli. Myndefninu
fylgdi jafnframt sá kostur, að það var
hvorki tilfinningalegs né frásagnarlegs eðl-
is, þannig að þeir gátu nálgast það á hlut-
lausan hátt. Pípur, sígarettupakkar, dagblöð
og hljóðfæri eins og mandólín og fíðlur vom
algeng fyrirbæri í kúbískum kyrralífsmynd-
um. Kúbistamir urðu fyrstir til að koma
fyrir raunverulegum hlutum í málverkum
sínum. í stað þess að mála síðu úr dag-
blaði, limdu þeir hana á strigann. Á meðan
kúbistamir unnu með afetöðu formsins til
rýmisins einbeittu fauvistamir með Matisse
í broddi fylkingar sér að hlutverki litarins
í sköpuninni og afstöðu hans til rýmisins.
Matisse benti á mikilvægi þess að túlka
rýmið án hinnar hefðbundnu fjarvíddar.
Matisse hafði byijað að mála í veikindum
sem unglingur, eins og á reyndar við um
marga listamenn. Hann notaðist við hand-
bók þar sem mælt var með kyrralífínu sem
fyrsta viðfangsefninu. Kyrralffíð var mikil-
vægur gmnnur I þroskaferli Matisse sem
listamanns. Það sem fyrir honum vakti var
að fá listamanninn til að koma yfir á léreft-
ið í lit þeim tilfinningum sem myndefnið
vakti í bijósti hans.
Dadaistar og síðar súrrealistar voru und-
ir sterkum áhrifum frá niðurstöðum rann-
sókna á sviði sálkönnunar. Þeir gáfii kyrra-
lífínu nýja og óvænta merkingu með því að
tengja það lifandi fyrirbærum. Myndheimur
þeirra er heimur drauma og dulvitundar.
Einkum voru það spænski málarinn Dali og
Belginn Magritte sem sóttu fyrirmyndir
sínar í hlutaheim daglegs lífe. Dali af-
myndaði hlutina þannig að þeir voru oft ill-
þekkjanlegir. Margir minnast eflaust mynd-
ar hans „Asókn minningar" þar sem „mjúk
úr“, teygð og toguð, liggja á víð og dreif í
eyðilegu landslagi. Áðferð Magrittes fólst í
því að hann brenglaði hlutföll hlutanna,
breytti efniskennd þeirra eða setti þá inn í
nýtt og óvænt samhengi, þannig að ný hug-
myndatengsl mynduðust. Sem dæmi um það
má nefna myndina „Póstkort" þar sem risa-
stórt epli svífur líkt og framandi fyrirbæri
frá öðrum hnetti yfír fjallalandslagi en í
forgrunni er baksvipur manns. Staða kyrra-
lífeins í nútímamyndlistinni virðist ekki sterk
jafnvel þó málun kyrralífsins sé enn hið
klassíska viðfangsefni listnema um allan
heim. En eins og sagan sýnir mun það vafa-
lítið koma fram á sjónarsviðið aftur sem
viðfangsefni nýrrar kynslóðar.
Höfundurinn er listfræöingur.
H u s
s K A L D A
BENEDIKT GRÖNDAL
í REYKJAVÍK
Benedikt Gröndal var eitt af höfðuskáldum ís-
lendinga á seinni hluta 19. aldar og oft eru
þeir nefndir í sömu andrá hann, Steingrímur
Thorsteinsson og Matthías Jochumson. Allir
voru þeir kallaðir þjóðskáld. Benedikt Gröndal
Benedikt Gröndal var
eitt af höfuðskáldum
íslendinga á seinni hluta
19. aldar og oft eru þeir
nefndir í sömu andrá
hann, Steingrímur
Thorsteinsson og
Matthías Jochumsson.
Allir voru þeir kallaðir
þjóðskáld.
Eftir GUÐJÓN
FRIÐRIKSSON
var að ýmsu leyti sérstæður og frásagnar-
háttur hans hefur haft töluverð áhrif á skáld
okkar aldar svo sem Þórberg og Halldór
Laxness. Hann er því verður þess að minn-
ingu hans sé haldið hátt á loft. Húsið, sem
Benedikt átti og bjó í síðustu tvo áratugi
ævi sinnar, stendur enn lltið breytt við Vest-
urgötu og bíður eftir því að vera gert að
minningarhúsi um skáldið.
Benedikt var fæddur á Bessastöðum
1826, sonur hjónanna Sveinbjamar Egils-
sonar skólakennara og Helgu Gröndal. Eft-
ir að hann komst til fullorðinsára bjó hann
lengstum í Reykjavík eða samtals í 40 ár
en 20 ár var hann í Kaupmannahöfn. Hann
er því reykvískt skáld. Hér verður honum
fylgt eftir í höfuðstaðnum og rakið hvar
hann átti heima en mörg af húsunum, sem
hann bjó í, standa ennþá.
Árið 1850 kom Benedikt frá námi í Kaup-
mannahöfn og settist að í föðurhúsum í
Reykjavík en Sveinbjöm rektor bjó þá ein-
lyftu timburhúsi í Austurstræti 1 (á homi
Austurstrætis og Veltusunds) sem síðar var
kallað Veltan. Þama bjó Benedikt uppi á
lofti og leiddist heimilislífíð hjá foreldmm
sínum. Sennilega hefur Sveinbjöm rektor
verið niðurdreginn en hann hafði verið hróp-
aður niður, einmitt fyrir utan þetta hús, af
skólapiltum f janúar 1850. Það er hið fræga
pereat Sveinbjöm dó 1852 og þá fluttist
hinn ungi og fjörugi Benedikt til maddömu
Ottesen í Dillonshús í Suðurgötu 2 og bjó
þar í tveimur herbergjum í norðurenda húss-
ins. Eins og kunnugt er hafði Dillon lávarð-
ur reist þetta hús handa bamsmóður sinni,
Sire Ottesen, Dillonshúsið er nú í Árbæjar-
safni en ekki er mér kunnugt um að því
sé haldið á loft þar að Benedikt Gröndal bjó
i húsinu í fímm ár.
Árið 1857 fór Gröndal á ný til Kaup-
mannahafnar og var þar nú samfleytt til
1874 og er hann kom aftur var hann nýlega
genginn í hjónaband með Ingiríði Zoega.
Hann var orðinn 45 ára er hann kvæntist.
Þau fengu fyrsta veturinn inni í svokölluðu
Doktorshúsi en það stóð þar sem nú er
Ránargata 13. Það var rifíð 1965. Sumarið
1875 vom ungu hjónin í húsi Jóns Guð-
mundssonar í Aðalstræti 16 en fengu um
haustið leigt húsnæði hjá Bjama borgara
Bjamasyni $ Lækjargötu 4. Þama bjuggu
þau næstu sjö árin en á þeim tfma sóttu
sorgir á skáldið. Þau hjón misstu f þessu
húsi tvær dætur sfnar ungar. Benedikt var
kennari við Lærða skólann en virðist ekki
hafa verið hátt skrifaður hjá hinni virðulegu
og þóttafullu embættismannastétt
Reykjavíkur. Hann segir í ævisögu sinni,
Dægradvöl, um veisluhöld sín í Lækjargötu
4:
„Ýmislegt fólk kom þá til okkar og við
aftur til þess á víxl;... — um 30 manns
vom hjá okkur stöku sinnum, því við vildum
þá steypa öllu saman í einu, heldur en vera
að sífelldum smágildum; embættisfólk var
ekkert nema kannski einn eða tveir kennar-
ar af lægri tegundinni eins og ég.“
Húsið f Lækjargötu 4 stendur enn þó að
byggt hafí verið við báða enda þess en nú
stendur til að flytja það í Árbæjarsafíi. Það
var upphaflega reist árið 1852 og virðist
þá hafa verið fyrsta tvílyfta fbúðarhúsið í
Reykjavík. Þau Benedikt bjuggu þar til
1882 en þá var fjölskylda Þorláks Ó. John-
sonar, tengdasonar Bjama borgara, orðin
svo stór að skáldinu var sagt upp.
Um þessar mundir vom ýmsir embættis-
menn að byggja vegleg íbúðarhús við Þing-
holtsstræti og réðst Benedikt nú f að slá lán
til að byggja eitt slíkt. Þetta er húsið Þing-
holtsstræti 14, eitt af fallegustu húsunum
sem enn standa við þessa götu. Hann fékk
Helga Helgason trésmið og tónskáld til að
teikna og reisa húsið og átti það að kosta
fullbúið 4.000 krónur en þegar til kom fór
kostnaðurinn upp úr öllu valdi og varð að
lokum 7.000 krónur. Reisugillið fór fram í
júlí 1881 en um haustið andaðist kona Bene-
dikts og stóð hann nú uppi ekkjumaður,
vafínn skuldum, með litla dóttur sína, Helgu.
„Þá byijuðu aðrir dagar,“ segir hann í ævi-
sögu sinni.
Færðist nú einmanaleiki og drykkjuskap-
ur skáldsins f vöxt og 1883 var honum vik-
ið frá Lærða skólanum vegna drykkjuskap-
ar. Um það leyti var hann að draga sig
eftir einni stórbrotnustu kvenpersónu höfuð-
staðarins, Þorbjörgu Sveinsdóttur yfírsetu-
konu, og flutti hún inn til hans þá um
haustið. Ekki munu þau hafa átt skap sam-
an og varð stutt í þeirri sambúð. Benedikt
réði ekki við afborganir af húsi sínu og
neyddist til að selja það árið 1887. Fékk
hann aðeins 136 krónur út úr þeirri sölu
en hitt fór í skuldir.
Benedikt bjó 1887 til 1888 í húsi sem
Thomsen kaupmaður átti við Vesturgötu
38. Það stendur enn og er nú f eigu Jóns
Baldvins Hannibalssonar ráðherra og
Bryndísar Schram. Árið 1888 keypti Bene-
dikt svo sérkennilegt hús við Vesturgötu
16 og bjó þar til æviloka. Hann segir sjálf-
ur að húsið hafí verið uppnefnt vegna lögun-
ar sinnar og ýmist kallað Skrinan, Púltið
eða Skattholið. Það er tvíloftað að framan-
verðu en þakið hallar aftur af húsinu. Þetta
hús, sem telst númer 16a, kúrir nú þarna
Beaedikt Gröndal í
stofu á húsi sinu að
Vesturgötu 16 A sumar-
ið 1906, sama árið og
hann varð áttræður. Til
hægri eru málaratrönur
hans
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 1988 7