Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Síða 9
INORÐANMENN i KJ ARVALSST ÖÐUM Guðmundur Ármann Sigurjónsson til vinstri og Kristinn G. Jóhannsson, sem báðir búa og starfa á Akureyri og sýna nú á Kjarvalsstöðum. ósköp en staðreynd engu að ir myndlistarmenn búa vart í Reykjavík. Undantekning- nenn á Akureyri, þar á með- eru tilefni þessa pistils, svo og Gunnar Öm, sem hefur flutzt austur í Holt og Páll Guðmundsson, sem kýs að búa og starfa í Húsafelli, þar sem hann er alinn upp. Elías er ekki lengur á Króknum og annarsstaðar utan Reykjavíkur veit ég ekki um neina, aðra en einstaka áhugamenn, sem hafa myndlist fyrir hobby. Jafnvel á Suður- nesjum og í bæjunum fyrir austan Fjall eða uppá Skaga búa ekki neinir atvinnumenn í myndlist og er þó ekki fjarlægðinni fyrir að fara fá höfuðstaðnum. Einhver kynni að álykta sem svo, að þetta hljóti að helgast af því, að myndlistarmenn vilji búa sem næst sýningarstöðunum til þess að geta sem gerst fylgst með því sem upp er hengt. Þetta gæti virzt eðlileg ástæða, en er líklega út í hött. Þótt undar- legt megi virðast, má segja að fjölmargir myndlistarmenn sæki sáralítið sýningar. Þeir sjást þar hvorki við opnanir né í annan tíma. Þegar svo hefur borið við, að framúr- skarandi athyglisverðar erlendar sýningar hafa ratað hingað, hef ég orðið var við, að myndlistarmenn sáu þær ekki og koma oft af fjöllum, þegar slíkar sýningar eru gerðar að umtalsefni. Og stundum er viðkvæðið: „Æjá, ég ætlaði reyndar að sjá hana, en...“ Akureyri er sumsé eini staðurinn utan Reykjavíkur, þar sem hópur myndlistar- manna býr og starfar; þar er ágætur mynd- listarskóli undir stjóm listamannsins Helga Vilbergs og er ómetanlegt fyrir framþróun myndlistar á Akureyri. Hinsvegar hefur genrið í brösum með sýningarhúsnæði frá því Oli G. Jóhannsson hætti með Háhól og það er afleitt; ekki má minna vera en til sé einn staður utan Reykjavíkur, þar sem hægt er að sýna; Akureyrarmálarar hafa hinsvegar stund- um kvartað yfir því að hafa ekki fengið rettlátar og sanngjamar viðtökur hér syðra. Ég held, að sú umkvörtun sé ástæðulaus og að enginn sé í gagnrýni eða kynningum flölmiðla settur skör lægra, vegna þess að hann býr við Eyjafjörð fremur en á Seltjam- amesi. Nú koma tveir norðanmenn færandi hendi: Kristinn G. Jóhannsson og Guðmund- ur Ármann Siguijónsson; báðir sjóaðir myndlistarmenn og reyndir í sýningabrans- anum. Þeir skipta á milli sín austursal Kjarv- alsstaða og opna sýningu sína í dag. Það ber annars furðu sjaldan við, að menn skipti á milli sín þessum stóm sölum, sem em vitaskuld alltof stórir fyrir sýningar aðrar en til yfirlits. Kristinn er þeirra eldri, f. 1936 og eftir listnám hér heima var hann í Edinburgh College of Art. Einkasýningar hans em 15 orðnar og 13 samsýningum hefur hann tek- ið þátt í hér og erlendis. Kristinn hefur á sínum ferli gengið í gegnum ýmis breytinga- skeið eins og eðlilegt er. Nýlega sýndi hann á athyglisverðan hátt, hvernig hægt er að nota gömul íslenzk munstur og sveigja und- ir þarfir nútíma myndlistar. Núna hefur hann horfið frá því, en hverfur aftur á móti til náttúmnnar og málar „Haustkvíða- kvæði“ og „Frostnæturljóð", eða með öðmm orðum árstíðabundnar stemmningar úr ríki náttúmnnar, en eins og myndin sýnir, ná- lega abstakt. Ljóðræni þátturinn í myndlist hefur alltaf staðið Kristni hjarta nærrri. Guðmundur Ármann stundaði framhalds- nám við Valand-listaskólann í Gautaborg á þeim tíma þegar listaskólar urðu pólitísk tæki í höndum þeirra, sem vildu virkja nyt- sama sakleysingja. Strax að námi loknu réðist Guðmundur til myndlistarkennslu á Akureyri og hefur búið þar síðan. Það er nú ár og dagur síðan pólitískrar innræting- ar úr Svíaríki hætti að gæta í verkum hans; sú breyting gat einungis orðið til bóta. Eins og margir nútíma málarar, fjallar Guðmund- ur nú um manneskjuna og ýmislegt annað úr náttúmnnar ríki. Hann hefur jafnframt unnið í grafík um langt skeið og er í félag- inu íslenzk grafík. Guðmundur Ármann hefur tekið þáttí fjölmörgum sýningum, bæði fyrir norðan og sunnan, svo og erlend- is. GÍSLI SIGURÐSSON. eði“, olia á striga, 150x120 sm. Guðmundur Ármann Siguzjónsson: Til minningar um drukknaðan sjómann, olia á striga, 1984. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 198P 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.