Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Page 10
Hjá Manólí. Krístjón heldur & Rúfógali.
Jóbanna I tveimur húsum, í okkar húsi ... og við.
Niðjatalið á ævintýra-
veiðum í sól og sjó
Garpur: Hvað er sjónvarp á grísku? Jökull:
Mótorhjól. Garpur: Rétt! En hvað er munnur
á grísku? Jökull: Bátur. Garpur: Alveg rétt,
en mamma hvemig segir þú stóll á grísku?
Ég: Ég veit það ekki. Garpur: Ávextir. Krist-
jón: Þið eruð ruglaðir.
Við erum á leið til Castelorizo, þarsem
blái litur heimsins er falinn og bergmáiið
býr inní helli; ljóð i litlum fiskum og skútur
sem varðveita ferðalög. Ég ákvað að fara
með niðjatalið til Grikklands, að leika í sól
og sjó og veiða krabba. Það er ég, matríark-
inn, og strákamir Kristjón, 12 ára, og
tvíburamir Garpur og Jökull, 4 ára. Og
reyndar er ritvélin með í ferðinni. Við ætlum
■ að vera í tvo mánuði á lítilli eyju, þar sem
aldrei gerist neitt.
Eftir átta tíma siglingu dugir þrekið rétt
fyrir kókfiösku og við förum í háttinn. Ég
syng um gimbilinn og bíumbambaló. Daginn
eftir eiga krabbaveiðamar að hefjast. Krist-
jón verður að vera inni vegna brunasára sem
hann hlaut á Rhodos. Hann ætlar að lesa
og tefla við sjálfan sig. Ég og tvíburamir
ætlum í sjóinn. En það tók hins vegar viku
að venja þá ofan í sjóinn. í fyrstu trúðu
þeir því að allt þetta bláa væri grimm og
blá ófreskja sem myndi gieypa þá í sig, ef
þeir dirfðust að stinga svo mikið sem litlu
tá ofani. en eftir nokkrar vikur slepptu þeir
kútunum og syntu og köfuðu af hjartans
lyst Veiddu kuðunga og steina af botninum,
seinna krabba og ígulker. Jökull var meira
að segja svo glúrinn að fanga lítinn fisk og
varð svo glaður að hann hljóp um allt þorp-
ið með fískinn í litla lófanum sínum og vakti
óskipta aðdáun gamalreyndra fiskimanna á
Með Garpi, Jökli og
Kristjóni á grísku
eyjunni Castelorizo þar
sem ekkert gerist. Samt
er hver dagur ævintýri.
Myndir og textí:
ELÍSABET
JÖKULSDÓTTIR
eyjunni. Þessir litlu fískar synda hraðar en
auga á festir.
Þegar við komum heim úr fyrsta túmum
með froskalappir, kafaragleraugu, kaf-
arapípur og kúta, allt ónotað, er Kristjón
búinn að veiða engisprettu. Þetta er vinur
minn, segir Kristjón kotroskinn. Engisprett-
an virðist á sama máli, er sallaróleg hvort
sem Kristjón stillir henni upp á nefið á sér
eða lætur hana spásséra eftir handleggnum.
Kristjón tínir handa henni laufblöð að éta.
Jökuíl og Garpur eiga ekki orð og líta með
lotningu á stóra bróður sinn, sem getur
veitt svona grænt dýr með langar lappir og
ósýnilega Vængi.
DOTTIÐÍSJÓINN
Við föram út að borða um kvöldið og á
meðan við bfðum eftir að sverðfískurinn
grillist skoða þeir fískalífíð. Þeir fara í torf-
um eða einir á ferð. í ótrúlegum litum.
Búbí og Skúbf, rytjulegir hvolpar mæta á
svæðið og kynna sig f von um bita af borð-
inu okkar. Hér era engir bílar, bara þessi
eini sem keyrir til og frá flugvellinum. Niðja-
talið hleypur því um óáreitt og engin
mamma sem kallar á eftir þeim: Passið
ykkur. Passið ykkur á bílunum. Auðvitað
er hægt að detta f sjóinn, hrafla sig á þvf
að klifra í rústuðu húsi, vera bitinn af sporð-
dreka eða drukkna í sjónum. Hafíð hefur
ótrúlegt aðdráttarafl eftir að þeir hafa
kynnst skrfmslinu og fengið svolftið vald
yfir þvf. En svo dettur Garpur f sjóinn.
Hann hefur verið að teygja sig eftir priki,
en fer á bólakaf. Kristjón sýnir mikið snar-
ræði og kastar sér á eftir litla bróður og
heppnast að draga hann upp úr. Þeim er
svo hjálpað upp á hafíiarbakkann en í flýtin-
um hoppaði Kristjón með væna melónu.
Melónan varð eftir á hafsbotni og það varð
töluverð sorg. Þetta var sfðasta melónan í
ávaxtabúðinni og skipið kemur ekki aftur
með melónur fyrr en eftir þijá daga. í
nokkra daga minnir Kristjón Garp á vel
unnin björgunarstörf, en Garpur skilur ekki
alvöru málsins.
Fyrstu vikumar er of heitt, yfír 40 gráð-
ur hvem dag. Sólin er einsog glóandi óvinur
á himinhvolfinu. Við tökum fjórar kaldar
sturtur á dag, smurð í olíu og brynjuð hött-
um og sólgleraugum. Við drekkum milljón
lítra af vatni og ávaxtasafa og melónur ein-
sog vínber. Þegar hitinn er að sliga Garp
og Jökul eða randaflugur verða of ágengar,
hreyta þeir í móður sína: Ég bað sko aldrei
um að fá að fara til Grikklands! Þá höfðum
við nefnilega ekki náð nógu mikilli leikni í
krabbaveiðum, sem gat réttlætt þennan
óskaplega hita. Um tíma er ég farin að
halda að ég sé á röngum stað í tilveranni
— og svo bætast við moskítópiágur. Heit-
asta tímabilið er „ísöldin mikla". Ekki duga
minna en Qórir fsar á mann á dag. Líka
vegna þess að á botninum liggur lítill
Svona er maður & svipinn í spíttbát.
gúmmíkall. Niðjatalið safnar 70 svona
ísköllum. Stundum læt ég tilleiðast að kaupa
fleiri ísa en hitinn krefur. En mömmur era
nú einu sinni til þess að hægt sé að plata
þær af og til.
HALLÓ PRINSESSA
Kristjón má fara í sjóinn eftir tvær vikur
og gleðin hefst fyrir alvöru. Það er ævin-
týri að eiga svona stóran bróður, sem kafar
svona djúpt og getur veitt öll þessi ígulker
og krabba. Þegar fram í sæltír dregur Krist-
jón ýmsa furðuhluti úr undirdjúpunum.
Gömul leirker og áhöld og við leikum fom-
leifafræðinga. Það era skór, bjórkassar og
ljósakrónur. Ég ligg f sólbaði en Garpur og
Jökull hjálpa til við fenginn. Svo koma þeir
upp úr kafinu og smfða geimskip.
Halló, prinsessa, segir Jökull. (Það er
víst ég.)
Halló geimmaður, segir prinsessan.
Viltu koma með í eldflaugina okkar. Ég
er geimmaður og þetta er elddrekinn.
En gaman, hvert föram við, segir prins-
essan aldeilis hugfangin.
Á aðra sljömu að hitta litla prinsinn,
segja elddrekinn og geimmaðurinn.
Við leggjum af stað út í buskann og blá-
inn, til Ameríku, Ástralíu, til stjamanna,
Tyrklands og stundum alla leið til íslands.
Oft dæsir fólk hástöfum og vill fá skýr-
ingu á því, hvemig ég fari að því að vera
með þijá svona fyrirferðarmikla en
skemmtilega stráka ein í brennandi heitu
landi. — Það er ekkert mál, segi ég. Þegar
ég vakna á morgnana fæ ég prinsessubún-
ing og við morgunverðarborðið sitja elddrek-
ar, eiturslöngur og geimálfar og ræða há-
stöfiim. Við förum í ferðalag og inn í því
er annað ævintýri. ímyndunaraflið á sér
engin takmörk og hægt að leika leik úr
hveiju atviki og andartaki. Það gerast ótrú-
leg ævintýri á þessari eyju, þarsem aldrei
gerist neitt og sumum túristum er svo nóg
boðið að þeir flýja burt. En þeir kynnast
Panajótu, sem málar með minnsta pensli í
heimi og á fugl sem étur úr lófa, Áleskos
sem hefur gert sér hús undir beram himni,
Chico er með plathönd en sveiflar þeim í
kringum sig og kann leiki með andlitinu,
þeir sigla f tyrkneskum flóttamannabátum,
búa til brúðuleikhús, það er blindur maður
í tóbaksbúðinni, Agis, sem býr í yfírgefíiu
húsi og er með sólbrot á veggnum hjá sér,
hægt er að tína vínber, ferskjur og plómur,
það er meiraðsegja gaman að hjálpa mömmu
að þvo f höndunum, einn daginn kemur
bogin gömul kona í heimsókn, en næsta dag
þykjast þeir sjá hana í líkkistu f líkgöngu.
En „dána konan" lætur ekki að sér hæða
og birtist seinna með nammi f bleikri blúndu.
Það er alltaf eitthvað að gerast og „þama
er servíetta sem fauk“...
Að Borða marga
LitlaFiska
Dag einn býður Manólí okkur í mat.
Hann er sagður besti fískimaðurinn á eyj-
unni. Býr í húsi við aðalgötuna, situr þar
fyrir utan, gerir að netum og hlustar á tón-
list Manólí gefur strákunum nöfíi á gríska
vísu, Kristjó, Garpó og Jökló, og með þeim
takast miklir kærleikar. Manólf á kettling
sem heitir Rúfógali. Það útleggst á íslensku
sá sem drekkur mikla mjólk. Manólf sýður
foriáta fiskisúpu og veit að litlir menn vilja
borða litla físka. Stundum fara þeir í sjóinn
hjá Manólf og klifra upp í bátinn hans.
Dag einn er ég að koma af pósthúsinu
og segi Jassú, þegar ég fer framhjá húsinu
hans Manólí, sé útundan mér að hann er
með mataigesti en Manóií hefur gaman af
að bjóða fólki í mat og býður þvf líka gjarna
að búa hjá sér. Manólí kemur þá hlaupandi
út og leiðir mig inn. Og viti menn: Niðjatal-
ið er mætt. Þeir sifja eins og fyrirmyndar-
böm í matarboði og háma í sig marga litla
fiska. Svo fáum við senda spólu með Bubba,
Megasi og Sykurmolunum. Manólí er hrifínn
af Bubba, hlustar lengi í vasadiskóinu og
segir: Gut stimme. Manólf talar nefíiilega
bæði þýsku og ítölsku en enga ensku.
TÖFRASÚPA OG GÆJAHÚS
Við verðum vinir læknisins. Hann verður
að vera ár á Castelorizo og er ekkert hrif-
inn af þvf að vera svo fjarri heiminum, þar
sem aldrei gerist neitt. Krisljón þarf að fá
nýjar umbúðir á branasárin. Doktorinn fóm-
ar höndum og trúir ekki eigin augum. Þetta
era ljót sár. En vefur Kristjón á nýjan leik,
er nærgætinn og bamelskur. Smátt og
smátt fara heimsóknir til læknisins að verða
fleiri er góðu hófí gegnir. Ég hef nefnilega
aldrei átt veik böm og veit ekki hvaðan á
mig stendur veðrið þegar þeir fá hita, niður-
gang og útbrot Kristjón er sprautaður gegn
blóðeitran en fyrst keyrir um þverbak þegar
Jökull fær munnangur, ljótar bólur á varir,
tungu og góm. Doktorinn segir að þetta sé
herpis og Jökull fær krem sem hann þolir
ekki. Þó er mynd af ljóni á túbunni sem
er huggun harmi gegn. Jökull getur ekki
borðað f viku, sýgur jógúrt í gegnum strá,
djús og kók. Prassar út úr sér súpum og
er hinn versti sjúklingur. Öskrar lengi eftir
hveija meðferð af ljónakreminu. Það svíður
svo. Kremið dugar eitthvað, en við eram
orðin langþreytt og Jökull mjór og mátt-
farinn. Þá kemur gömul kona, Maria Lazar-
akis, til sögunnar. Ég kem til hennar með
pakkasúpu, sem ég bið um að fá að elda
ofan í bamið. Maria tekur við pakkanum,
gefur mér f skyn að þetta kalli hún ekki
súpu og hefst sfðan handa. Hún sker niður
grænmeti út í sjóðandi vatn, bætir við pasta
og kryddjurtum. Hrærir lengi og hlýtur að
hafa farið með töfrasúpuþuluna, því súpan
reyndist betur en nokkurt krem. Kristina,