Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Page 12
dreka. „Én ég geri það alltaf leiftur-
snöggt," bætir hann við.
KÖRFUBOLTIOG
Stjörnuskoðun
Kristjón er haldinn ódrepandi íþrótta-
áhuga. Leikur fótbolta með a-liðinu í Bol-
ungarvík. Hann les grísku íþróttasíðumar
upp til agna og fylgist með leikjum í gríska
sjónvarpinu, þá sjaldan tækifæri gefast. Við
sjáum varla sjónvarp í tvo mánuði og ein-
hvemtíma spyr ég tíðinda. Hvað sé að ger-
ast í heiminum? — Ekkert — Engin ný
stríð? — Nei, stríðin em öll búin! — Það var
og...
En Kristjón leikur körfubolta á hverjum
degi. Yorgo frá Rhodos verður besti vinur
hans og Akapidos, bróðir hans. Kristjón
lærir hrafl bæði í ensku og grísku og er
duglegur að bjarga sér. Hann á það til að
fara einn út að borða ef ég er að svæfa,
og pantar sér 16 souvlaki. Fer líka einn í
göngutúr til að skoða stjömumar. Og sjó-
inn, bætir hann við.
Hvað gerði Kristjón í Grikklandi, segir
Kristjón.
Horfði á sjóinn, segir Kristjón.
Hann er djúpur, segi ég.
Og blár, segir Kristjón.
Já. Blár, segi ég.
Og djúpur, segir Kristjón.
Sjórinn? segi ég.
Blár, segir Kristjón og virðist hafa Beck-
ett á valdi sínu. „Stundum verð ég að vera
einn og hugsa," segir hann, fer út að ganga
og kemur heim og segir mér sögur af vetrar-
brautinni, stjömuhröpunum og gervihnött-
um. Hann teflir við Dick og Yorgo, og
mátar oft andstæðinga sína, þó eldri séu.
Þykir djarfur skákmaður og gerir gjama
áhlaup með drottningunni.
Lífið rannsakar ÞÁ Eða ...
Stundum fínnst mér nóg um veiðigleði
afkomenda minna. Skordýralífíð er fjöl-
skrúðugt og þegar þeir hafa komist yfír
mestu hræðsluna við randaflugur sem fyrst
var hlaupið emjandi undan, er hafíst handa
við að veiða kvikindin. Það eru eðlur, maur-
ar, krabbar, fiskar, margfætlur, flugur,
engisprettur, bjöllur, snákar, kuðungadýr,
krossfískar, igulker og kakkalakkar. Allt
er skoðað gaumgæfílega og svo eru væng-
imir slitnir af og síðan fætumir. Stundum
gerist það óvart. Togað er í hala á eðlu, sem
dettur af einsog klipptur, og eðlan skýst í
felur. Kuðungum er att í kuðungakapphlaup
og krabbar látnir í krabbahlaup. Randaflug-
ur eru drepnar með köldu blóði. Ég reyni
að vekja athygli á mannúðlegri aðferðum,
helst eigi dýrin að fá að vera í friði. En veit
af eigin reynslu og köngulóarveiðum í Vest-
urbænum, að ég tala fyrir daufum eyrum.
Þeir era að rannsaka lífíð og lífið rannsakar
þá.
Einu sinni stelast þeir út með eitur í
úðabrúsa, sem ætlað er fyrir kakkalakka
innanhúss. Þeir úða á maurana og köngu-
læmar og eitrið virkar. Ég held nettan fyrir-
lestur um ósonlagið og eiturhemað stórveld-
anna, en hvort tveggja er bara í fféttun-
um..
JASSÚ, Jassú, jassú
— Þama er doktorinn, segir Garpur og
heilsar kumpánlega.
— Og þama er presturinn, hann er með
skrítinn hatt, segir Jökull. Þama er bakar-
inn, segir Kristjón, en vill ekki selja honum
myndavélina sina. Sú saga gengur um bak-
arann að hann hafí tapað sumarhýranni í
flárhættuspilum við krakka, síðasta vetur.
Jassú, jassú, segja þeir af sannfæringu,
þegar 'þeir heilsa. Einhverra hluta vegna
hélt ég að þeir yrðu altalandi á hómerska
tungu á fám dögum. Kristjón er að vísu
fljótur að bjarga sér og ótrúlega forvitinn
um samræður mínar á útlensku. Heimtar
að ég túlki jafnóðum, sannfærður um að
allt sé merkilegt. En hann er hissa þegar
ég segist ekki hafa skilið. „Já en mamma,
þú sagðir samt ne (sem þýðir já). „Já, enda
virtist það alveg virka," segi ég. Garpur og
Jökull halda meira saman, era feimnir við
allt þetta fólk sem kjassar þá og klípur í
kinnar. Hrópar bravóbravó, ef þeir unga
útúr sér einu einasta orði á grísku og ensku
með hreim. Jassú, fínnst þeim óskaplega
fyndið. Þetta orð, sem Grikkir nota bæði
fyrir halló og bless, og þýðir: Heilsist þér vel.
Randaflugumar segja jassú, jassú, segir
Jökull.
Mauramir segja jassú, jassú, segir Garp-
ur.
ígulkerin og eðlumar segja jassú, jassú.
Það segja bara allir jassú, jassú.
Jassú, jassú.
Höfundur er rithöfundur og blaðamaður í
Reykjavík.
MOSKVA
— borg hins þögla manngrúa
að er sérkennilegt að koma frá dvergríki hins
hömlulausa úrvals til heimsveldis hins fátæk-
lega framboðs. Lítum á bílaeign sem dæmi.
Hér heima þykir okkur sjálfsagt að sjá fjölda
bflgerða í kringum okkur þótt við ökum aðeins
smáspöl milli húsa. Á breiðum götum
Moskvuborgar sjáum við aðeins Lödur og
Volgur og einn og einn Moskovits á stangli.
Og margir bílamir era orðnir býsna ellimóð-
ir.
Það er enginn leikur að eignast bíl í
Rússlandi; slíkt kostar ærið fé og mikla
þolinmæði - það þarf nefnilega að bíða
nokkur ár eftir nýjum bíl. Síðasta dag ferð-
arinnar sáum við^ félagamir nýjan Lada
Samara á ferð. Ég spurði leiðsögumann
okkar hvað slíkur farkostur kostaði nú um
stundir. Hann ráðfærði sig við bílstjórann
og kvað svo up úr með það að bíll af þessu
tagi kostaði 9.000 rúblur - um 660.000
krónur. Mér fannst til um þetta verð og
sagði leiðsögumanni að þessir bílar væra
auglýstir á 318.000 krónur heima á ís-
landi. Rússamir urðu afar toginleitir við
þessi tíðindi, en ég gladdi þá með því að
við hefðum dálitla hliðstæðu á heimaslóðum:
Við þyrftum nefnilega að ferðast til útlanda
til þess að borða kindakjöt á viðunandi
verði. Vegir milliríkjaviðskipta era órann-
sakanlegir.
Karlmannsverk Að
AkaBíl
Fleira vakti athygli okkar í umferðinni.
Hvarvetna sátu karlmenn undir stýri. í gerv-
allri ferðinni sáum við eina einustu konu
aka bifreið. Loks gat ég ekki orða bundist
Nokkrir skólamenn úr
Reykjavík, höfundurinn
þar á meðal, fóru í lok
síðasta vetrar til
Rússlands í boði sovézka
menntamálaráðuneytis-
ins og með góðum
stuðningi
Reykjavíkurborgar. Hér
er brugðið upp fáeinum
svipmyndum af því sem
fyrir augu bar.
Eftir
BJÖRN JÓNSSON
og spurði leiðsögumann okkar hveiju þetta
sætti. Hann fylgdi hinum þjóðlega hætti
þegar spurt var um eitthvað sem menn vildu
ógjaman ræða: Þóttist fyrst misskilja spum-
inguna, svaraði síðan út í hött og greip loks
það sem honum datt skást í hug:
„Hvemig stendur á því að konur sjást
ekki aka bíl hér í Rússlandi?"
„Það er ekki gott að segja. Kannski
kæra þær sig ekkert um það.“
„Það getur ekki verið," ansaði ég ákveð-
inn. „Þeim þykir sjálfsagt að læra á bíl á
Vesturlöndum."
„Konur hafa áhuga á svo mörgu öðra,“
svaraði ágætur leiðsögumaður okkar og
virtist gjaman vilja snúa talinu að einhveiju
öðra.
„Mér er þetta með öllu óskiljanlegt; það
hlýtur að vera einhver skýring á þessu,"
sagði ég einbeittur og beið spenntur að
heyra niðurstöðuna.
Yuri Albetkov hallaði sér að bílstjóranum
og ráðfærði sig við hann. Bflstjórinn, ungur
maður og ókvalráður, glotti íbygginn og lét
ekki standa á svari:
„Það er karlmannsverk að aka bfl!“
Þar með var málið útrætt og hægt að
taka aðra hluti til umræðu.
Ekkert Skrjáf í POPPKORNI
Tónlistarhús æskunnar er eftirminni-
legur staður. Byggingin er glæsileg, ætluð
til tónleika- og söngleikjahalds fyrir böm
og ungt fólk - og reyndar fyrir fullorðna
líka. Þegar inn er komið ganga gestir eftir
löngum og breiðum gangi, en brýr era yfír
ganginn með nokkra millibili og þar ganga
leikarar fram fyrir sýningar og varpa kveðju
á fólk þegar það gengur inn.
Þessi bygging er ætluð rússneskum
æskulýð og er augsýnilega frábær þáttur í
tónlistarappeldi þeirra sem hafa eðli til slíks.
Þama er 1.200 sæta aðalsalur, auk 300
sæta salar, breiðir gangar, opin svæði, smá-
salir og afkimar þar sem smáfólk getur
hvflt sig frá sýningum og sjónarspili og virt
fyrir sér veggi sem skreyttir era persónum
og atburðum úr rússneskum ævintýram
samkvæmt gamalli þjóðlegri hefð. Það er
hrein unun að njóta tónlistar í þessu um-
hverfí.
Hljómleikagestir streyma að, böm og
fullorðnir. Það er nógu gaman að virða fyr-
ir sér mannlífið á þessum stað. Nokkrir
krakkar á tólf ára aldrinum era í nýlegum
gallabuxum og vita vel af glæsileika sínum.
Þeir stinga saman nefjum og horfa gagnrýn-
um augum á jafnaldra sína sem stijálast
að. Nei, sjáið þið nú bara! Koma ekki þama
tvær stelpur á versta gelgjualdri, klæddar
byltingarrauðum pilsum sem skrolla langt
uppi á læram. Þær era sko gamaldags!
Stelpumar tvær setjast á bekk álengdar
og virðast ekki hafa hugmynd um átta gagn-
rýnin augu sem stara á þær fram undan
myndskreyttri súlu. Gallabuxnakrakkar líta
hver á annan og hrista höfuðið háðskir á
svip. Það verður að hafa eitthvert gaman
af þessum stúlkukindum. Einn eftir einn
gera þeir sér ferð fram á gólfið, virða stelp-
umar náið fyrir sér, hnussa og hraða sér
síðan til félaganna bak við súluna. Loks
Minjar keis&ra veldisins eru stöðugt skoðunarefni ferðalanga. Keisarafallbyssan
er dæmi um málmsmíði & báu stigi.
12