Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Blaðsíða 13
ók að mannfjöldanum á venjulegri ferð og
þeytti tveimur öflugum vatnsstrókum yfir
til hægri. Spariklætt fólkið þyrlaðist frá
undan þessum ósköpum, hvítklæddar brúð-
imar hlupu undan í ofboði og áttu fótum
ijör að launa en óhreinn vatnsflaumurinn
elti þær yfir á gangstéttina andspænis.
Hugur minn kólnaði mjög við þessa sjón;
tillitsleysið gekk gersamlega fram af mér.
Ég hraðaði mér á brott.
„FÓLK KÆRIR SlG EKKIUM
Að Tala á ALMANNAFÆRI"
Margt vekur athygli komumanns í
Moskvu: byggingarstíll, umferð og yfirbragð
- og síðast en ekki síst fólkið sjálft. Þetta
er milljónaborg og mannaferð mikil.
Við vorum að koma úr skoðunarferð í
Geimferðaminjasafninu, þar sem yftið
margt var að sjá, og gengum út af sýningar-
svæðinu í sólskininu; það var heldur svöl
norðanátt sem minnti mig á veðrið heima.
Ég fór að spjalla við túlkinn okkar, hana
Tanyu, um það sem fyrir augun bar.
„Eitt er það sem mér finnst svo eftirtekt-
arvert hér í Moskvu," sagði ég.
„Hvað er það?" spurði hún forvitin,
„Það er þessi þögli manngrúi," sagði ég.
„Fólk arkar áfram svipþungt og steinþegj-
andi og segir ekki orð. Ég heyri ekki eitt
einasta orð á götum úti. Meira að segja
krakkamir þegja líka."
Sómastúlkan hún Tanya brá fyrir sig
þessum vífilengjum sem ég var farinn að
kannast við, þegar eitthvað bar á góma sem
óþarft var að ræða:
„Fólk kærir sig ekkert um að tala á al-
mannafæri," ansaði hún. „Og stundum heyr-
ir maður krakka hlæja þegar þeir eru að
leika sér.“
„Ég undrast þetta nú samt,“ sagði ég
með sannfæringu og lét mig hvergi.
„Tekur þú ekkert eftir þessu?"
„Nei,“ sagði hún og forðaðist að líta á
mig.
„Nú hefur þú komið til London," sagði
ég. „Á ég að trúa því að þú hafír ekki séð
neinn mun á framkomu fólks?“
Nú fékk Tanya ekki orða bundist: „Yes,
it strikes me,“ ansaði hún. Við ræddum
þetta ekki frekar.
Reyndar var annað atriði sem okkur fé-
lögunum fannst ekki síður eftirtektarvert,
þótt ekki værum við að angra leiðsögufólk
okkar með því að leiða það í tal. Það var
hinn þungbúni alvörusvipur fólks sem hvar-
vetna blasti við. Ósjálfrátt fórum við að
svipast um eftir brosi á andliti einhvers stað-
ar í grennd við okkur, en úr því varð löng
leit sem sjaldan bar árangur. Mér varð hugs-
að til lýsinga erlendra ferðamanna sem
lögðu leið sína til íslands fyrr á öldum.
Þeir höfðu sumir orð á því að íslendingar
sæjust aldrei brosa. Forfeður okkar höfðu
vist fátt til að kætast af á þeirri tíð. Sú er
líklega raunin enn í dag þama austur frá.
ÍSKOLANR.43
Skóli númer 43 er venjulegur grunnskóli.
Ótvírætt „góður skóli" þar sem hann var
hafður til sýnis.
Leið okkar lá um íbúðahverfi, með hæfi-
legum krókum og vafningum. Þetta var
laust eftir miðjan apríl og enginn vorsvipur
kominn á umhverfið. Óhreinir snjóskaflar
kúrðu enn norðan undir stóru fjölbýlis-
húsunum sem setja svo mikinn svip á
Moskvu. Föl morgunsól, fólk á ferli, kyrrð
yfir byggðinni. Eftir nokkum akstur var
numið staðar hjá byggingu með auðþekkjan-
legum skólasvip. Við stigum út úr bflunum
og gengúm inn.
Skólastjóri tók á móti okkur, roskinn
maður, ákveðinn í fasi. Hann vísaði okkur
veg upp á skrifstofu sína, íslendingunum
fimm, fararstjóranum Yuri og túlkinum
Tanyu. Komufólk fékk sér sæti og spjallið
hófst.
Óneitanlega er heldur stirt að tala saman
með aðstoð túlks, en slfld hefur þó tiltekna
kosti: Viðmælendum gefst gott tóm til að
punkta hjá sér eitt og annað áhugavert og
þar að auki er tækifæri til að gefa gaum
að umhverfinu og þeim sem nærstaddir em.
Þetta varð langt spjall: Fyrst spurðu komu-
menn, en síðan þótti skólastjóra tímabært
að fræðast nánar um gesti sína og aðstæð-
ur þeirra.
Skólastjóri hafði starfað við skóla númer
43 í 42 ár, verið kennari fyrstu 10 árin en
haft skólastjóm á hendi eftir það. Hann
kvað ýmsar breytingar vera í vændum í
skólamálum og gerði sér vonir um að sjá
þær koma til framkvæmda meðan hann
væri enn að störfum. Enginn bilbugur á
honum.
Okkur var tjáð að 1.200 skólar væm í
Moskvu á þessu skólastigi. Skóli númer 43
er 900 nemenda grannskóli frá 7 ára bekk
og upp eftir, í 26 bekkjardeildum. Meðalstór
borgin er alltaf að stækka og þenjast út.
Einn daginn fékk ég bréf frá yfírvöldum
og þar var mér skýrt frá því að borgin
þyrfti á landinu að halda. Það átti að reisa
eitthvert stórhýsi á þessum slóðum."
„Húsið hefur bara verið tekið af þér?“
sagði ég.
„Já, það má orða það svo,“ sagði hann.
„En þú hefur fengið bætur fyrir eignina?"
„Já, að sjálfsögðu. Húsið stóð á 3.000
fermetra lóð og það var mjög fallegur
ávaxtagarður umhverfis það með epla- og
pemtijám og beijarannum. Ávaxtatrén vora
metin til verðs og ég fékk bætur fyrir þau.“
„Fékkstu þá engar bætur fyrir húsið
sjálft?"
setjast þeir allir á bekkinn hjá stelpunum.
Klukkan er langt gengin í 7 á laugardags-
kvöldi. Við félagamir eram sestir frammi í
sal ásamt tryggu fylgdarliði okkar, leiðsögu-
manni og túlki. Tónleikar í vændum, helgað-
ir Mussorgsky, einu hinna fimm þjóðlegu
tónskálda Rússlands. Aðalsalurinn er að
fyllast, mæður streyma að ásamt bömum
sínum, frá fjögurra ára aldri og upp eftir,
vel klæddar konur og vel til hafðar, bömin
snyrtileg og prúð; þessi menningarsvipur
ætti heima hvar sem best lætur í veröldinni.
Fjölmenn hljómsveit hefur komið sér fyr-
ir á sviðinu. Salurinn er fullskipaður. Alger
þögn ríkir, allir bíða eftirvæntingarfullir,
smáfólkið situr hljóðlátt og spennt. Kona
gengur fram og ávarpar viðstadda. Nú fer
þetta að byija, hugsa ég.
En viti menn; ekkert bólar á hljómsveitar-
stjóranum.
Hljómlistarmennimir sitja grafkyrrir og
bæra ekki á sér. Nú gengur þéttvaxinn
skeggjaður maður fram á sviðið og tekur
að ræða við nærstadda. Efalaust örstutt
kynning, hugsa ég.
Ræðumaður okkar talar í hálfa klukku-
stund. Hann talar blaðalaust, af þrótti og
sannfæringu. Eldri og yngri hlýða á með
vakandi athygli, að því er séð verður. Loks
gerir hann hlé á máli sínu og hljómsveitar-
stjórinn skálmar inn á sviðið. Hljómsveitin
lifnar við, stórkostleg hljómlist svífur um
salinn.
Eftir tuttugu mínútur gerir hljómsveitin
hlé á leik sínum. Aftur gengur þéttvaxinn
skeggjaður kynnir okkar inn á sviðið og
flytur langa tölu. Svo hefst hljómsveitin
aftur handa.
Þannig gengur þetta allt kvöldið, tæpa
tvo og hálfan tíma; tal og tónlist skiptast
á, með einu þokkalegu hléi á miðju kvöldi.
Ég verð að játa það að ég naut tónlistarinn-
ar langtum betur með þessum hvfldum. Hún
var stórfengleg, en hefði hún verið spiluð
lotulöng með lítilli hvfld, hefði þetta orðið
síbylja í eyranum þegar til lengdar lét.
Afskaplega var þetta annars ólfld því sem
ég á að venjast hér heima á íslandi. Þama
var engin sælgætissala í hléinu, ekkert gos-
drykkjaþamb, ekkert skijáf í poppkomi eða
konfektpokum, enginn hávaði eða þys. Ein-
hvem veginn trúi ég því tæpast að böm
okkar héma heima hefðu þolað tveggja og
hálfs tíma lotu af þessu tagi án þess að
ókyrrast þegar á leið. Efalaust hefur þetta
verið valinn hópur, uppvaxandi fólk með
ríka tónlistarhneigð, en þetta var líka vel
upp alið fólk - ekki beygt af hörðum aga
heldur ræktað á réttan hátt. Það var hlýr
og sterkur menningarblær á þessu kvöldi.
12 FERMETRAR Á MANN
„Ég er borinn og bamfæddur í Moskvu,“
sagði viðmælandi minn, ýtti tebollanum frá
sér og hallaði sér fram á borðið. „Ég bjó
reyndar í sama húsinu fram undir þrítugt
og kunni afskapiega vel við mig þar. Þar
að auki erfði ég hálft húsið."
„Býrð þú þama enn?“ spurði ég.
„Það er nú saga að segja frá því,“ ans-
aði hann. „Þetta var í einu úthverfínu, en
Brúðhjón flykkjast að gröf óþekkta hermannsms.
Svalur aprílmorgunn. Lenin horflr yfír ríki sitt - fólk á leið til vimiu.
Ljósmyndir tók greinarhöf.
„Ég fékk rétt til 12 fermetra ókeypis
húsnæðis fyrir hvem fj ölskyldumeðlim í
nýju fyölbýlishúsi, en aðeins ávaxtatrén voru
metin til fjár. Það var hins vegar mikið eft-
ir af gamla húsinu mínu enn og það hefði
mátt búa lengi í því ef það hefði ekki verið
rifið." Hann lauk úr tebollanum og horfði
út um gluggann.
Við göngum meðfram Kremlarmúmum,
svolítil væta er í lofti og stutt í vorkomu.
Mikil mannaferð er allt í kring; margir nota
frídaginn til að fara í Kreml og skoða foma
frægðarstaði, hópar bama með rauðar húfur
era á göngu með flokksstjóram og æfa
göngu fyrir 1. maí og svo er líka ungt fólk
á ferð sem hefur um annað að hugsa.
Það er margt um manninn kringum gröf
óþekkta hermannsins: ungar stúlkur í skó-
síðum hvítum brúðarkjólum og spariklæddir
piltar. Brúðhjón stilla sér upp ásamt ættingj-
um og svo era teknar myndir. Hvað er hér
á seyði?
Ég er sjónarvottur að skemmtilegri hefð^
sem reyndar á ekki langa sögu að baki. I
árslok 1966 var þess minnst með viðhöfn
að aldarfjórðungur var liðinn frá ósigri Þjóð-
veija utan við Moskvu. Var þá opnuð gröf
rússneskra hermanna og jarðneskar leifar
óþekkts einstaklings fluttar til hinstu hvfldar
á þessum stað. Legstaðnum var veittur veg-
legur umbúnaður og þar logar eldur sem
aldrei slokknar. Þegar árin liðu mótaðist
siður sem tengist þessum stað.
Þegar brúðhjón hafa undirritað hjúskap-
arsáttmála sinn í Moskvu þykir tilhlýðilegt
að gera sér ferð til grafar óþekkta her-
mannsins og leggja blóm á hana. Þennan
dag streymdu brúðhjónin að í tugatali, pilt-
amir í sparifötum og stúlkumar kvenlegar
og indælar í skósíðum hvítum kjólum. Ungu
hjónin gengu að gröfínni, stúlkan lagði
nokkur blóm á graníthelluna en ungi maður-
inn horfði á; ættingjar stóðu álengdar og
fylgdust með. Nokkrar myndir vora teknar
og síðan hélt fólk leiðar sinnar.
Ég gekk áfram. Fólk bar að í stríðum
straumi niður eftir götu frá hægri, brúðhjón
og fylgdarlið, og virtust allir með sama er-
indi í huga. Eg staldraði við og horfði hug-
fanginn á þessa sjón. Skyndilega kom hreyf-
ing á mannfjöldann uppi í brekkunni og
hann þyrlaðist yfir að húsunum á' hægri
hönd. Bfll kom í ljós álengdar, það var einn
af þessum vatnsbflum sem aka um götur
Moskvuborgar og sprauta götumar. Bfllinn
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 1988 13