Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Qupperneq 14
skóli þar í borg. Meðalfjöldi í deild næstum
35 nemendur. Fyrirhugað er að ná þessu
meðaltali niður á næstu árum.
Meira en helmingur nemenda á heima
utan skólahverfísins. Er dijúgur hluti þeirra
börn menntafólks sem vinnur í ráðuneytum
og opinberum stofnunum. Virðist augljóst
af þessu að skólinn nýtur trausts út á við.
Hann leggur mikla áherslu á stærðfræði;
var okkur tjáð að sumir skólar í Moskvu
sérhæfðu sig að vissu marki á þennan hátt.
Fimmtíu kennarar starfa við skólann og
sagði skólastjóri umbúðalaust að hann væri
ánægður með tíu þeirra. Komumenn urðu
hvumsa við þessa yfirlýsingu og hugleiddu
í hljóði hvert hlutfallið væri á heimaslóðum.
Fjórir yfírkennarar eru við skólann og
skipta með sér verkum. Einn sinnir yngri
bekkjunum, annar námsefni, þriðji uppeldi
og aga og sá fjórði Qármálum o.þ.h. Tíu
ræstingamanneskjur eru að störfum innan
húss og skiptast á, fjórir sjá um hreinlæti
utanhúss, einn annast salemisvörslu ogtveir
næturverðir eru í skólanum.
Skólinn hefur fjórar starfsmanneskjur í
eldhúsi. Geta nemendur snætt einu sinni eða
tvisvar á dag. Þeir sem efni hafa borga
fyrir mat sinn, en að öðrum kosti er hann
greiddur af opinberu fé. Skólinn hefur
lengda viðveru - annast bamagæslu síðdeg-
is - og er sérstakt starfsfólk sem hefur
hana með höndum. Einn læknir er við skól-
ann í fullu starfí, en tannlæknir kemur þrisv-
ar í viku.
Við spurðum skólastjóra um kaup hans
og kjör. Kvaðst hann hafa 308 rúblur f laun
á mánuði og taldi það skaplegan kost. Þessi
laun hefur hann fyrir skólastjóm og 7 stunda
kennslu f landafræði á viku. Loks ber að
geta þess að hann hefur verið sæmdur heið-
urstitlinum Kennari Sovétríkjanna og þiggur
fyrir það 40 rúblur á mánuði.
Þetta varð langt spjall og fróðlegt.
Kennslustund lauk og upp hófst hinn gamal-
kunnugi þys sem fylgir ungri kynslóð í
frímínútum, en brátt var hringt inn og það
hljóðnaði f húsinu á ný. Loks þótti tfma-
bært að ganga f stofur og sjá sig um. Við
gengum fram úr skrifstofunni en stungum
við fótum í dymnum. Á hurðinni var gam-
alt skilti með kyrillísku letri og þar stóð að
sjálfsögðu skólastjóri. En fyrir neðan það
var annað skilti, harla nýlegt, og þar stóð
„Ég elska perestroika", með fallegu rauðu
hjarta að bandarfskum sið.
„Komið Aftur Eftir
ÞRJÚ ÁR“
Það er gaman að ganga f kennslustofur
og virða framtíðina fyrir sér, í hvaða landi
sem er, ungu kynslóðina sem á að erfa
landið og sefja svip á tilveruna nokkra hríð.
í íslenskum skóla eru glókollar áberandi í
1. bekk, en svo dökknar háralitur smátt og
smátt og margir verða skollitir á hár með
aldrinum. Rússar byija feril sinn dekkri á
hár; ýmsir eru skolhærðir í 1. bekk og svo
dökknar þetta upp eftir og margir verða
svarthærðir með tfmanum.
Allir nemendur eru í bláum skólabúning-
um. Þó mátti greina dálítil frávik hjá sumum
stúlkum í elstu bekkjunum. Ég hafði orð á
þessu við skólastjórann. Hann yppti öxlum
og sagði að það væri erfítt að stjóma kven-
fólkinu þegar það kæmist til aldurs! í eldri
bekkjunum ganga margir með rauða háls-
klúta.
Ógerlegt er að geta sér til um kennslu-
hætti af skammvinnri heimsókn. Það sem
blasti við gestsauganu vom geysiQölmennar
bekkjardeildir, snjáðar kennslubækur og
heldur takmörkuð kennslutæki. Einhvem
veginn fannst mér að heimamenn væm
ekki tiltakanlegag sælir með gmnnskólann
sinn. Hvarvetna var viðkvæðið hið sama:
Komið aftur eftir þijú ár. Þá verður allt
með öðmm hætti.
Perestroika er töfraorðið. Við félagamir
veltum því oft fyrir okkur í ferðinni hvemig
verið hefði í þessu landi áður en fólk eygði
svolitla vonarglætu. Hver þráir ekki breyt-
ingar og betri daga? Sums staðar virtust
slíkar þrár út í hött til skamms tíma, en
nú geta margir leyft sér að vona.
HvaðVarðUm
ROÐANNÍ AUSTRI?
Það er eftirminnilegt að komal Kreml,
valdasetur í Rússlandi að fomu og nýju.
Hér var reist borgarvirki snemma á öldum,
umlukt skíðgarði; þangað leitaði fólk úr
nærsveitum skjóis þegar óvinalið fór ráns-
hendi um byggðimar. Vamarvirki vom auk-
in og treyst þegar aldir liðu, þykkir múrar
reistir í stað skíðgarða og allvíðáttumikið
svæði víggirt. Nú er land innan Kremlar-
múra 28 hektarar að flatarmáli og vegfar-
endur í Moskvu sjá logagyllt lauklaga tum-
hvolf fomra mannvirkja bera við loft innan
Keisaraklukkaa er meðal minja. frá
fyrri tíð og athygliaverð fyrir margra
bluta sakir.
rauðra múranna. Það er fögur sjón og
óvenjuleg.
Ég naut þess að ganga um Kreml og
skoða leifar hins liðna, dómkirkjur, hallir
og listaverk. Byggingarlagið er sérkennilegt
og framandi og margt er stórt í sniðum.
Klukkutum ívans mikla gnæfír við Dóm-
kirkjutorg í miðri Kreml, 81 metri á hæð,
hvítur með gylltu hvolfí. Var hann um skeið
hæsta bygging f Rússlandi og ákjósanlegur
varðtum.
Skammt frá honum stendur Keisara-
klukkan fræga á stalli, steypt á öndverðri
18. öld. Hún er stærsta klukka f vfðri ver-
öld, 6,14 metrar á hæð, 6,6 metrar í þver-
mál og vegur 200 lestir. Klukkan skemmd-
ist í eldsvoða 1737, skömmu eftir að hún
var steypt, og sprakk stykki úr henni, 11,5
lestir að þyngd. Næstu öld stóð klukkan
óhreyfð í gryfju þeirri sem hún var steypt
í, en var sfðan grafin upp og hafín á stall
þann sem hún stendur nú á. Þykir hún frá-
bært dæmi um málmsteypulist á háu stigi.
'Spölkom frá Keisaraklukkunni stendur
Keisarafallbyssan svokallaða, athyglisvert
dæmi um málmsmíði frá 16. öld. Hún var
steypt úr bronsi 1586 og vegur næstum 40
lestir. Hlaupið er 5,34 metra langt og
hlaupvídd 890 mm. Fallbyssuvagninn og
kúlumar vom steypt á 18. öld. Vegur hver
fallbyssukúla eina lest.
Ekki er löng leið frá Keisaraklukkunni
að styttu Leníns, sem afhjúpuð var 2. nóv-
ember 1967 á staðnum sem hæst ber í
Kreml. Var það undanfari hátíðahalda er
minnst var hálfrar aldar afmælis byltingar-
innar. Ég staldraði við hjá styttunni litla
hríð og lét hugann reika.
Gamli maðurinn horfír til Dómkirkjutorgs
og hinna glæstu minja keisaraveldisins -
boðberi nýrra tíma á dögum fyrri kynslóð-
ar, leiðtoginn sem hafði fundið hina endan-
legu lausn. Hafði hugmyndafræðin reynst
eins óskeikul og af var látið? Leyndust ekki
veilur býsna víða þegar að var gáð?
Mér varð hugsað til æskuáranna þegar
hávaðamenn fluttu flálglegar ræður um
roðann í austri sem bera myndi mannkyninu
birtu og yl. Ég gat aldrei sætt mig við kenn-
inguna: Mér fannst ég verða að fóma of
miklu af manneðli mínu ef ég gengi henni
á hönd - afneita meðfæddri trúarlöngun,
einstaklingshyggju og sjálfsbj argarhvöt.
Hver hafði raunin orðið á heimaslóðum
Lenínsdýrkunarinnar, þar sem svipur bylt-
ingarmannsins blasir við í hverri einustu
uppeldisstofnun? Benti efnahagur almenn-
ings til þess að kenningin væri á rökum
reist? Sýndi svipmót fólks að það byggi
sælt við airæði öreiganna? Ætli það væri
ekki ögn léttara í bragði ef allt væri með
felldu? Hafði roðinn í austri reynst villuljós
sem leiddi auðtrúa sálir í ógöngur?
Rússlandsferðin var frábærlega skemmti-
leg. Gestgjafar okkar tóku á móti okkur
með vinsemd og rausn og dagamir urðu
okkur dijúgir. Við kynntumst viðfangsefn-
um lfðandi stundar og komumst f smávægi-
lega snertingu við leiftur hins liðna. Það sem
gestsaugu mín sáu mótaði þá skoðun að
þama byggi alúðlegt, fátækt og vansælt
fólk í auðugu landi.
Ostarsáust
helzt í farteski
ferðamanna
Ostagerð í heiminum á a.m.k. tvöþúsund ára
sögu að baki. í tímanna rás varð kunnátta í
að búa til hinar ýmsu tegundir bundin ákveðn-
um svæðum þar sem loftslag, gerlagróður eða
mjólkurdýrategundir sköpuðu réttu aðstæð-
umar. Sem dæmi má nefna að Roquefort-
ostur, upprunalega sauðaostur, er kenndur
við smábæ í sauðræktarhéruðum S-Frakk-
lands og einkennist af sérstökum sveppa-
gróðri sem haldið er við með því að láta
ostinn þroskast í rökum hellum. Margir
fleiri ostar em einmitt nefndir eftir svæðum
sem skópu þá með sfnum sérstöku skilyrð-
um. Og eftir því sem tækninni fleygði fram
í stjómun hita, raka og gerlagróðurs breidd-
ist kunnáttan út um heiminn og þar sem
einhver mjólkuriðnaður þrífst em nú gerðar
eftirlíkingar af þekktustu ostunum, m.a.
hér.
íslendingar hafa gert ost frá því að land-
námsmenn komu hingað. Súrmjólkurostur
kallast sá ostur sem uppmnalegastur er
talinn. Hann er tekinn úr súrri mjólk sem
er hituð, draflinn síaður frá mysunni og
pressaður. Þannig ostar munu hafa verið
gerðir hér f öndverðu svo sem annars staðar
í Norður-Evrópu. Seinna var farið að nota
hleypi og nýmjólk til ostagerðar, en ekki
er vitað hversu snemma sú þekking barst
hingað. Verð á osti í Búalögum, verðskrám
sem eiga rætur sínar að rekja til miðalda,
var miðað við að hann hefði haft þriggja
daga þerri: „Hann á að vera þurr og gagn-
sær af þriggja daga þerri" segir þar, og
bendir lýsingin til hlauposta frekar en súr-
mjólkurosta.
Á sextándu öld er þessi þekking a.m.k.
fyrir hendi og ekki er ósennilegt að menn
hafí tekið hlauposta fyrr. Sami hleypir er
notaður til ostagerðar og skyrgerðar og
talið er að hér hafi snemma verið hleypt
skyr.
Á fyrstu öldunum eftir landnám var hér
geysimikil ostagerð sem m.a. má marka af
Ostagerð á íslandi er
jafngömul landnáminu.
En henni hnignaði í lok
miðalda eins og fleiru og
það var ekki fyrr en á
síðustu öld, að hreyfing
komst á hana að nýju.
Eftír HALLGERÐI
GÍSLADÓTTUR
Ofhbökuð ýsa og skeldýrabaka - hvorttveggja útheimtir ost og er til dæmis um,
hvað han kemur viða við í nútíma matargerð.
Höfundurerskólastjóri Hagaskóla í Reykjavík.