Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Side 4
U R GLATK I STUNN I
Reykjavík á dögum Sigurðar málara. Árið 1868 voru 240 hús í bænum.
Maðurinn sem
orti Aldahroll
Sigurður Guðmundsson, af samtíðarmönnum
sínum stundum kallaður málari, stundum gení,
var ekki mikill fyrir mann að sjá, hann var
tæplega meðalmaður á hæð, grannvaxinn með
dökkt hár og samlitt skegg sem hann lét vaxa
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
málari var ekki aðeins
brautryðjandi á
myndlistarsviði, heldur
óþreytandi
hugsjónamaður um
íslenska menningu og
framfarir almennt. Um
hann sagði Matthías
Jochumsson m.a.:
„Hann var
strang-móralskur
ídealisti og svarinn
íjandmaður allrar
hræsni, kúgunar og
villu.“
Eftir ÞORSTEIN
ANTONSSON
niður á bringu sér sín seinni ár. Á yngri
árum bar hann yfirskegg og hökutopp.
Hann var ljós á litaraft, bar gleraugu því
hann var mjög nærsýnn, ennið var hátt og
hann var fagureygur, nefíð stutt og breitt;
hann þótti fremur fríður maður og þó ekki
svo fríður sem rómantískt útlit á frægri
sjálfsmynd hans gefur til kynna. Hann var
snyrtimenni með afbrigðum, en svo fátækur
öll sín fullorðinsár að hann átti varla föt til
skiptanna. Hann var svo neyslugrannur að
til þess var tekið.
Arið 1868 voru 240 hús í Reykjavík,
stjómarráðshús og menntaskólahús, flest
önnur lítil. íbúamir voru rúmlega hálft ann-
að þúsund. Sigurður vakti athygli og umtal
bæjarbúa þar sem hann fór ferða sinna um
leirstokknar götuslóðir milli bæjarhúsanna
í Reykjavík á ámnum frá 1858, er hann
kom heim frá námi í Kaupmannahöfn, til
þess er yfir lauk 1874, vanhöld hans orðin
slík að þau drógu hann til dauða 41 árs
gamlan í sjúkrastofu Klúbbsins þar sem nú
mætast Aðalstræti og Túngata. Hann gekk
álútur en harðleitur, honum var tíðfarið
milli herbergiskytru sinnar og Austurstræt-
is 6 þar sem bjó á þessum árum Jón Guð-
mundsson ritstjóri við mikla rausn og hélt
opið hús fyrir fátæka listamenn og unnend-
ur íslenskrar menningar og gilti hvort
tveggja um Sigurð. Matthías Jochumsson
ritaði um skapgerð Sigurðar: „Hann var
þver og stirður, vandfýsinn og einrænn í
lund. Hann var strang-móralskur ídealisti
og svarinn fjandmaður allrar hræsni, kúgun-
ar og villu. Trúmaður yar hanr. enginn í
venjulegri merkingu þess orðs. Og Guðrún
Borgfjörð, dóttir eina lögregluþjónsins í
bænum á þessum tíma, Þorsteins Borgfírð-
ings, ritar um manninn Sigurð Guðmunds-
son málara í Endurminningum sínum þar
sem einnig verður fundin framangreind lýs-
ing á hinum ytra manni hans: „Sigurður
var fáskiptinn um annarra hagi, en gat
verið meinyrtur, ef talað var um menn eða
málefni, sem ekki féll í hans geð. Hann var
merkilegur maður og skarpvitur, en ein-
kennilegur var hann ..."
Maðurinn, sem framangreindar lýsingar
eiga við, var Skagfirðingur að uppruna.
Hann fæddist árið 1833 á Hellulandi í
Hegranesi en ólst upp frá 11 ára aldri að
Hofstöðum í sömu byggð. Poreldrar hans
voru fátækt bændafólk, Guðmundur ólafs-
son, bóndi á Hellulandi og Hofsstöðum, og
kona hans Steinunn Pétursdóttir frá Ási,
Hegranesi. Snemma kom í ljós að Sigurður
var óvenjulegum hæfileikum búinn, hann
gerði myndir af meiri hagleik en dæmi voru
til þar í héraði. Og hefði víst þurft að leita
víða, bæði þá og síðar, eftir öðru dæmi um
svo þroskað myndskyn hjá óþjálfuðum
manni sem sjá má af myndum hans frá
unglingsárunum, þeim sem varðveist hafa.
Ekki svo að skilja að hinar síðar til komnu
séu lakari, síður en svo, en þær urðu fáar,
af ástæðum sem greint verður frá með eftir-
farandi máli.
Sigurður naut verðleika sinna og þess
náms sem best varð á kosið í Danaveldi um
miðja síðustu öld. Það fór sögum af fæmi
þessa undrabams og varð til þess að dansk-
ur kaupmaður í heimabyggð hans gerði
hann að lærlingi bróður síns í Kaupmanna-
höfn fyrir tilmæli foreldra hans og annarra
sveitunga, bróðirinn var að vísu iðnaðarmað-
ur í húsgagnaviðgerðum og málari á híbýli
manna, ekki myndir, en skýrari en sem
þessari stefiiu nam gat listamannsbraut
Sigurðar ekki orðið íyrir hugskotssjónum
fólks í heimabyggð hans þar sem varla varð
á forgöngumenn vísað, aðeins einn íslend-
ingur hafði til þessa numið málaralist, Þor-
steinn Guðmundsson, og var nú hættur að
fást við slíkt og hafði gerst söðlasmiður. í
upphafí sveinstíðar sinnar í Höfn sparslaði
Sigurður rúmgafla í fimm daga, vitandi um
fimm ára námstíð við svipuð verk, að svo
búnu ítrekaði hann bón um að sér yrði kom-
ið í kynni við íslendinga í Höfn, meistarinn
sagðist enga þekkja. Líklega heftir hvorugur
skilið tilganginn með samvistunum. Sigurð-
ur ritaði föður sínum um þetta leyti bréf
af bamslegri einlægni, þá 16 ára gamall,
segir að sér hafi verið vísað úr vistinni að
liðnum þessum fimm dögum, meistarinn
haft fyrir sér bólu á handarbaki sér þegar
hann var að verki, bent á bóluna og sagst
enga þörf hafa fyrir kláðagemlinga — og
þar með komið sér í vist til kunningja síns.
Sá var í kynnum við íslenska þvottakonu
og hafði komið honum af sér til hennar.
Þar vistaðist Sigurður um nokkurra vikna
skeið og komst svo í bland við aðra íslend-
inga.
I heimahögum hafði Sigurður rist með
þjöl í blágrýti afbragðsgóða lágmynd af
sveitunga sínum, sagnaritaranum Gísla
Konráðssyni, föður Konráðs Gíslasonar
Fjölnismanns, hafði Sigurður haft mynd
þessa og aðrar út með sér, sá Konráð mynd-
ina og af því tilefni og að Konráð var kunn-
ur ættfólki Sigurðar útvegaði hann honum
lærimeistara. Sýndi prófessor nokkrum og
myndasmið, Jerichau að nafni, myndir Sig-
urðar. Prófessomum leist svo vel á að hann
tók að sér að kenna Sigurði fyrir ekki neitt.
Flutti hann þá frá þvottakonunni heim til
Jerichaus þessa. Litlu síðar sá prófessor við
listaháskólann myndir Sigurðar hjá Jer-
ichau, og Sigurð við iðju sína, bauð prófess-
orinn Sigurði að nema við listaháskólann í
Höfn og auk þess kennslu heima hjá sér,
hvort tveggja ókeypis. Um þetta leyti missti
Sigurður föður sinn, fékk arf eftir hann,
300 kr. að sinni, og átti að fá í allt 600 kr.
Hann fór úr 1. upp í 3. bekk í listahá-
skólanum og þótti mörgum mikið til um.
Ýmsir skólabræður hans öfunduðu hann
fyrir það og álitið sem kennarar hans höfðu
á honum. Meðan_ hann var við nám var fé
safnað heima á íslandi og urðu margir til
að styrkja hann, einkum alþýðufólk, og þó
lítið væri framlag hvers og eins lögðu marg-
ir eitthvað af mörkum. Þegar staðfest hafði
verið hverjum hæfíleikum Sigurður var bú-
inn gengust Jón Sigurðsson og fleiri íslend-
ingar í Höfn fyrir samskotum, lögðu honum
til 400 kr. Ennfremur fékk hann dálítinn
styrk frá stjóminni.
Sigurður dvaldi lengi í Höfn, 9 ár, en var
um nokkurra mánaða skeið heima á íslandi
árið 1856. Að námi loknu tók hann að
mála, m.a. mjmdir af ýmsum íslendingum
í Höfn. Hann ætlaði sér þegar í upphafi
námsferils síns að mála myndir eftir íslensk-
um fomsögum sem sjá má af framannefndu
bréfí til föður hans frá fyrstu mánuðum
hans í Höfn, las mikið af slíkum ritum fyrst
eftir að hann hóf nám. Vorið 1858 kom
hann alkominn heim, fór af skipinu í Stykk-
ishólmi og ferðaðist þá um sumarið um
Vesturland. Hann kom á prestsetrið í Flatey
og málaði þá fræga mynd af prestmaddö-
munni Þuríði, konu séra Eiríks Kúld, systur
Benedikts Gröndals skálds, móður hins of-
dekraða Brynjúlfs Kúld sem þýddi fyrir
Leikfélag Reykjavíkur síðustu hérvistarár
sín og dó ungur úr sulti og annarri vesöld,
einn í moldarkofa á Seltjamamesi. Þuríður
hafði styrkt Sigurð til námsins eins og fleiri
og ekki verið honum vandabundnari en
ýmsir aðrir sem það gerðu. Um haustið
ætlaði Sigurður að sigla til að nema menn-