Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Síða 5
ingarsögu og búa sig með því námi enn
betur undir að verða sögumálari, af sigling-
unni varð ekki. Hann hafði í græskuleysi
lánað kunningja sínum obbann af því fé sem
honum hafði áskotnast til námsdvalarinnar,
og borgaði sá ekki eyri þegar til átti að
taka, né síðar þótt hann hefði efnin til þess.
Sigurður vann fyrir sér með teiknikennslu
um veturinn, en hætti að mestu myndasmíð
þaðan í frá, nema vann stundum fyrir sér
með því að mála altaristöflur og andlits-
myndir, „til að bjarga lífinu“, að eigin sögn.
Fljótlega eftir heimkomuna komst hann
að þeirri niðurstöðu að hann myndi ekki
geta náð til þjóðarinnar með málverkum
fyrr en smekkur manna í landinu hefði
þroskast, og þar með taldi hann sig verða
að vinna að framforum á því sviði áður en
hann gæti helgað sig málaralistinni. Smekk-
ur var að hans mati mjög áhrifaríkur þáttur
mannlegs lífs: „Fátækt iandsins, sem eink-
um sprettur af óræktinni og illri meðferð á
skepnum, er í raun og veru komin af smekk-
leysinu; deyfðin og uppburðarleysið er líka
komið af smekkleysi. — En sér í lagi er
heilsuleysið komið af óþrifnaði, en óþrifnað-
urinn er eintómt smekkleysi," segir hann í
bréfí til Steingríms Thorsteinssonar skálds.
Steingrímur var Sigurði samtíða í Kaup-
mannahöfn og flutti ekki heim fyrr en 1872.
Sigurður ritaði ennfremur í bréfi til hans:
„Málarar og þess konar menn voru hér
margir til á miðöldum, að minnsta kosti að
nafninu til, en þess konar er óhugsandi að
þróist á meðan að skáldskapurinn er al-
mennt í spilltu ástandi (hugsunarlaus
rímbamingur) og tilfínningalaus. Því hugs-
unin er sú sama hvort sem skáldið sýnir
hana sem skáld eða málari eða söngmað-
ur.“ Hann lagði áherslu á að íslendingar
öðluðust reisn og manngildi í anda fom-
menningar sinnar sem hann miklaði fyrir
sér og öðmm og hafði varla efni til annars.
Hann sá út snjallræði til að ná til kvenna
í þessum tilgangi, tók að mæla af mikilli
fylgisemi með því að konur tækju upp feg-
urri búning en þær að jafnaði klæddust.
Teiknaði Sigurður kvenbúning, prýðilega
að allra mati, þar með eins konar sameining-
artákn kvenþjóðarinnar. Þegar árið 1861
ritar hann Steingrími hróðugur til Hafnar
að „næst því að sjá sjálft landið hafa flest-
ir útlendir ekki viljað sjá annað en búning-
inn ...“ Enda fátt um fína drætti þegar til
annars var litið en landslags og kvenna. Jón
Sigurðsson, þjóðfrelsishetja okkar, sem eins
og Steingrímur var pennavinur Sigurðar um
margra ára skeið, ritaði í bréfí til Sigurðar
tæpum áratug síðar, árið 1870: „Það er
gaman, að þér hafíð getað komið ofurlitlu
fylgi í kvenfólkið. Þær geta gjört óttalega
mikið, þar sem þær leggjast á, því enginn
er heitari í andanum, eða réttara að segja:
tilfínningunum, og enginn fylgnari sér eða
jafnvel kiókari, þar sem því er að skipta."
- Það er annars aðdáunarvert hvemig þessi
23 ára gamli maður fór að því að ná til
kvenna, með bréfaskriftum, fatateikningum,
gagnrýni á ríkjandi klæðaburð, hvatningu
tískufrömuðar um samstillingu f þeim efn-
um, með kvæði einu löngu, „Faldafesti", sem
er lofgerð um íslensku konuna og ástaijátn-
ing.
Arið 1863 hafði honum tekist f vemlegum
mæli að stuðla að útbreiðslu nýs kvenbún-
ings. Markmið hans var að gæða íslendinga
þjóðareinkennum í ljósi löngu liðinnar fortíð-
ar, glæða sögurannsóknir f þjóðlegum,
íslenskum anda. Nú varð honum í mun að
varðveittar yrðu þær minjar sem enn vora
eftir í landinu um sögu liðinna alda. Á ferð-
um sínum um landið hafði hann séð margs
konar fornminjar á glámbekk. Við bættist
að um miðja sfðustu öld vora útlendingar
teknir að ásælast fomar minjar á íslandi
og þá ekki bara bækur. Sigurður tók af
þessum ástæðum að beina kröftum sfnum
að því að íslendingar kæmu sér, eins og
hver önnur menningarþjóð, upp safni yfír
minjar frá sögulegri tíð.
Hann var öll sín manndómsár viss um
að alþýða landsins yrði virkjuð til styrktar
góðu málefni og hann vænti einskis úr ann-
arri átt, taldi á hinn bóginn að sú yrði þraut-
in þyngri að ná til fólksins, koma fátæku,
lítt menntuðu og fákunnandi, kúguðu, hjá-
trúarfullu, sinnulitlu fólki til að breyta sjálfs-
mynd sinni í þeim mæli sem þyrfti til að
saga þjóðarinnar yrði henni að lyftistöng.
En Siguröur var úrræðagóður maður þó að
ásetningur hans lægi ekki alltaf ljós fyrir.
Þegar hann var við nám hafði hann séð
hvers alþýðan var megnug ef slegið var á
rétta strengi, og sjálfur oröið þess aðnjót-
andi, honum hafði verið lagt til fé til náms-
ins af fólki sem lítið átti og varla var að
vænta af að bæri hið minnsta skyn á mynd-
list, hann gat því ályktað af reynslu sinni
um ástríðu alþýðu manna eftir ævintýram
og ævintýramennsku, fólks sem að öllum
jafnaði lifír við fásinni. f framhaldi af því
lýsti hann fyrir vinum sínum, þegar að
málefnum þjóðminjasafns kom, að meiri
háttar atburð — fremur en skynsamleg rök
— þyrfti til að vekja hinn óspillta kjama
þjóðarinnar til dáða.
Þvílíkt tækifæri bauðst þegar fréttist til
bæjarins af merkum fomminjafundi í landi
býlisins Baldursheims i Þingeyjarsýslu.
Fundist hafði þar dys úr heiðni og í henni
ýmsir gripir. Þegar Sigurði barst fréttin
sendi hann héraðsmanni, Jóni Sigurðssyni
frá Gautlöndum, beiðni um teikningar af
gripunum. Það gekk greitt og að þeim
fengnum lýsti hann gripunum í Þjóðólfí, 10.
apríl 1862. Hálfum mánuði síðar birtist
önnur grein eftir hann í sama blaði og bar
hann þá ffarn röksemdir sínar fyrir þjóð-
minjasafni. Hann ritaði mönnum jafnframt
bréf um efnið og bað þá koma málefninu á
framfæri við fleiri. Hálfu ári síðar skrifaði
prestur einn fyrir norðan, séra Helgi Sig-
urðsson á Jörfa, grein sem hann sendi Jóni
Ámasyni sagnaritara og bað ráðstafa, tók
þar upp margt sem Sigurður hafði sett á
oddinn. Þar með lofaði séra Helgi að af-
henda þjóðminjasafni, ef eitthvert væri,
foma gripi úr sinni vörslu. Ritstjóri Þjóð-
ólfs, Jón Guðmundsson, fékk greinina og
birti, og Jón Ámason greindi stiftsyfírvöld-
um frá tilboði séra Helga. Bauðst til að
taka að sér umsjón með þjóðminjasafni ef
stofnað yröi. Stiftsyfírvöld.tveir menn, Þórð-
ur Jónasson og Helgi Thordarsen, tóku til-
boðum þessum, lögðu til húsnæði fyrir safn-
gripi, hluta loftsins í dómkirkjunni við Aust-
urvöll, og styrk, 24 rd., 40 sk., sem svaraði
til þess að hægt var að setja upp skáp á
kirkjuloftinu. Má þá kalla að fslenskt þjóð-
minjasafn hafi verið stofnað, 24. febrúar
1863. Að svo komnu læddi Jón Sigurði inn
um bakdymar með því að bjóða yfírvöldum
að hann yrði aðstoðarmaður sinn, auðvitað
ólaunaður sem hann sjálfur. Sigurður varð
svo að kalla strax aðalmaður í málefnum
safnsins — Jón hafði nóg annað á sinni
könnu.
Á kirkjuloftinu var að auki bókasafn
bæjarins þar sem Jón starfaði. Tók það upp
mestan hluta húsrýmisins og á næstu árum
var mestur hluti fomgripasafnsins varð-
veittur í skápum og kössum. Er tók að bera
á Sigurði við reksturinn lá við borð að stifts-
yfírvöld sviptu safnið húsrýminu. Af því
varö þó ekki, Siguröur vann á kirkjuloftinu,
inn af bókasafninu, öll sfn æviár upp frá
þessu, sýndi safnið, sem óx hratt, tvisvar í
viku, sá um bréfaskriftir og skýrslugerö. Á
vetuma þar þíddi hann stundum firosið blek-
ið f höndum sér og við anda sinn. Hann var
rétt um þrítugt þegar safnið var stofriað.
Fyrir áhuga hans óx það ár frá ári og þeg-
ar hann lést, árið 1874, átti það um 1200
gripi hvaðanæva af landinu.
En fullur sigur f þessu máli var ekki
unninn fyrr en fengin var viðurkenning
hinna dönsku yfírvalda. í þeim tilgangi skrif-
aði Sigurður uppkast að bréfi um málefni
safnsins eftir að hann var tekinn við starfí
sínu, fékk Jón Ámason til að hreinrita bréf-
ið og senda íslenskum áhrifamanni í Höfn.
Þar segir m.a. „Hér höfum vér ekki önnur
ráð en biðja yður í kyrrþei að fara í kringum
það við viðkomandi stjómarherra, hvort
hann mundi verða ófús á, að veita þessari
stofnun hér á landi 200 rd. styrk árlega
(fyrst í 5 ár), minna gagnar lítið, því að
það liggur lífíð á, að geta keypt og safnað
sem mestu það allra bráðasta því annars
er málið gjörsamlega tapað." Og í bréfínu
gefa þeir félagar sjálfum sér þau meðmæli
að þeir séu líklega hinir einu í landinu sem
enn hafi nokkuð alvarlega hugsað um þetta
mál. Tilmælunum var komið á framfæri, en
í mörg ár sinnti danska stjómin þeim ekki.
Eins og liggur í hlutarins eðli lfkaði stjóm-
inni dönsku þessi stofnun því verr sem hún
fékk á sig þjóðlegri mynd.
Árið eftir að þeir félagar báðu um þenn-
an styrk fengu þeir til liðs við sig forsfjóra
Hins konunglega fomgripasafns í Kaup-
mannahöfn og ásamt honum lögðu þeir fyr-
ir stjómina bænaskrá á ný um fyrirgreiðslu,
en var ekki sinnt fremur en fyrr. Árið 1865
bannaði stjómin beinlfnis að safninu yrði
lagt til fé. Sigurður sneri sér þá til Al-
þingis með málefni sitt og þingið bað í einu
hljóði um styrk til safnsins og var sú umleit-
un ekki tekin til greina en þó svarað og
með þessu orðalagi. Sami gangur mála árið
1867. Árið 1869 hafði safninu áskotnast
um 800 gripir og fylgdi þingið umleitun
Siguröar það sinnið eftir með þvílíkum
þunga að árið eftir veitti stjómin 500 rd.
til safnsins. Ekkert frekar kom svo úr þeirri
átt fyrr en árið 1875, ári eftir að stjómar-
skrárafhendingin fór fram, þá hófust reglu-
bundnar opinberar greiðslur til safnsins.
Sigurður varð snemma óvinsæll meðal
yfírvalda landsins, þeirra sem eitthvert veð-
ur höfðu haft af honum. Og orö hans námu
margir því hann var hittinn og hvassyrtur.
Hann var maður hreinlyndur og opinskár í
tali og lá sjaldan á áliti sínu. Síst ef yfír-
völd bar á góma Honum hefur verið eignað-
ur, vafalaust með réttu, eftirfarandi spum-
ingalisti sem liggur meðal pappíra Ólafs
Davíðssonar.
1. Hvað er ráðgjafí íslands? Heimaríkur
búhundur.
2. Hvað er landshöfðingi? Strokkur sem
skekinn er sem aldrei fæst smjör úr.
3. Alþingi? Hrafnar sem kroppa augun
hver úr öðram.
4. Amtsráðin? Vefarinn með tólf kónga
vitið.
5. Sýslunefndimar? Smali sem alltaf lætur
missa máls.
6. Hreppsnefndimar? Haklaus páll og var-
laus reka.
7. Heilbrigðisnefndimar? Dauðadrakkinn
maður, sem sér náunga sinn drukkna
nærri landi.
8. Prestamir? Þreyttur smalahundur, sem
aldrei fær nóg í askinn sinn.
9. Kvennaskólinn? Fleytifullur flautaask-
ur.
10. Halldór Kr. Friðriksson? Veiðibjalla í
varpi.
11. Bændumir? Moldarorpinn stoðarsteinn
í húsi.
12. Þjóðin í heild sinni? Horaður jálkur, illa
með farinn.
13. ísland? Mey, er grætur misstan meydóm
sinn.
14. Yfírrétturinn? Vinkill á hjöram.
15. Amtmennimir? Átta- og vitalaus varða
á heiði.
16. Óþjóðhollir sýslumenn? Bitvargar í
lambahóp.
17. Dansklyndir íslendingar? Andskotinn í
sauðarleggnum.
Með §órða lið vísar Siguröur til vinsæls
leikrits meðal bæjarbúa um vefara sem held-
ur sig þjóðmálaskörang og stjómarvitring
þótt flarri sé sanni. íslenska embættismenn,
þ.á m. amtsráðin, esk. yfírsýslumenn, kall-
aði Siguröur í bréfi „föðurlandssvikara með
einkaleyfí".
Auk þess sem Sigurður skrifaði reglulega
um málefni þjóðminjasafnsins í Þjóðólf
samdi hann sérstakar skýrslur um málefni
þess sem Hið íslenska bókmenntafélag í
Höfn lét prenta. Hann átti mikil og náin
samskipti við íslendinga í Höfn öll sín ævi-
ár eftir heimkomuna 1858. Hann hafði eign-
ast góða kunningja meðan hann dvaldi í
Höfn, kynni sem entust honum meðan hann
lifði, meðal þeirra vora Jón Sigurösson sem
fylgídist náið með fomleifarannsóknum Sig-
uröar, einkum á Þingvallasvæðinu, sem Sig-
urður kannaði fyrstur manna I því skyni.
Við Steingrím Thorsteinsson skiptist Sigurð-
ur á hugmyndum í bréfum um allt milli
himins og jarðar og mat Steingrímur hann
meira en flesta menn aðra. I Reykjavík
mynduðust sterk félagatengsl milli Sigurðar
og Helga E. Helgesen, skólastjóra bama-
skólans, skarpgáfaðs hæglætismanns. Og
milli hans og Jóns Ámasonar þjóðsagnarit-
ara, en gistivináttu Jóns naut Sigurður
tíðum.
Margt samtímafólk Sigurðar kallaði hann
grúskara og brá honum jafnvel um leti og
ómennsku er það sá hve litlu hann afkast-
aði sem málari. Hann ritaði Steingrími:
„Varla tekst mönnum að framkvæma svo
lítið, að menn ekki strax (líklega af öfúnd)
reyni að gera það hlægilegt, vitlaust eða
ónýtt." Staðreynd er að jafoframt störfom
við þjóðminjasafnið dró Sigurður saman, á
þeim 16 áram sem hann lifði eftir heimkom-
una, mikið efoi til íslenskrar menningar-
sögu, um atvinnuhætti, klæða- og vopna-
burð fommanna, myndlist, híbýlagerö, um
hvers konar fomminjar. Hann ritaði um
þessi efoi í minnisbækur sínar og teiknaði
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1989 5