Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Side 7
Gengiðá
Heklu 1917
Ar 1917, föstudaginn 6. júlí kl. 9.30 lögðum
við þrír, Sveinn M. Sveinsson framkvæmda-
stjóri, Guðjón Samúelsson byggingarmeistari
og Alexander Jóhannesson dr. phil., allir til
heimilis í Reykjavík, af stað í 10 daga ferða-
Á Heklutindi 9.júlí, 1917. Talið frá vinstri: Guðjón Samúelsson síðar húsameist-
ari ríkisins, Sveinn M. Sveinsson í Völundi og Alexander Jóhannesson síðar há-
skólarektor.
Hér segir frá för þeirra
Sveins í Völundi,
Guðjóns Samúelssonar
arkitekts og Alexanders
háskólarektors á hestum
austur að Heklu og gengu
þeir á Heklutind, en riðu
síðan vestur yflr Þjórsá,
heimsóttu Ásgrím
málara og komust alla
leið vestur að Hagavatni
við Langjökul.
Eftir SVEIN M.
SVEINSSON
lag. Ferðinni var aðallega heitið til Heklu
og inn í Þjórsárdal.
Að Baldurshaga komum við kl. 10.45 og
drukkum þar kaffi. Til Kolviðarhóls komum
við kl. um eitt um nóttina. Veðrið hafði
verið mjög gott þangað. Var þar föluð gist-
ing og hún auðfengin, því húsbóndinn (Sig-
urður) hafði símað frá Reykjavík, að okkar
væri von þangað. Matur var á borð borinn
og hann snæddur með góðri lyst. Þama á
bænum var líka staddur Páll Stefánsson
bóndi á Ásólfsstöðum ásamt konu og kaupa-
konu og sátum við til borðs með þeim. Þá
var okkur vísað til sængur, en þar sem rúm-
in voru aðeins tvö, sem okkur voru ætluð,
var óhjákvæmilegt að tveir svæfu í öðru
þeirra og urðum við eigi þegar ásáttir um,
hver skyldi sofa einn í rúmi. Sveinn og
Guðjón vildu varpa um það hlutkesti, en það
vildi Alexander ekki og varð hann svo djarf-
ur að hátta í því rúminu, sem þeim er svæfi
einum var ætlað, án leyfis eða samþykkis
Sveins og Guðjóns. Var honum heitið því,
að þessu skyldi eigi verða gleymt.
Laugardaginn 7. júlí vaknaði Sveinn kl.
6. f.m., klæddi sig í snatri og var kl. 6.15
kominn af stað áleiðis upp á Hengil. Kl.8.30.
var hann kominn upp á efsta tind og mun
hann sjaldan eða aldrei hafa litið eins fagra
sjón og það, er bar honum fyrir augu þaðan
ofan. Veðrið var guðdómlegt.
Þaðan sást Reykjavík (og byggingar Völ-
undar greinilega í sjónauka) Snæfellsjökull,
Esjan, Botnssúlur, Ok (Hlöðufell), Langjök-
ull, Skjaldbreiður, Þingvallavatn, Sogið, Ölf-
usá, Þjórsá, HestsQall, Ingólfsfjall, Hekla
og allt þar á milli. Að sunnanverðu var nær
allt í þoku. Heim að Kolviðarhól kom Sveinn
aftur kl. 10.15 f.m.
Kl. 11.30 f.m. var lagt af stað frá Kolvið-
arhól. Veður var fremur gott, en þá lítil
sól. Áð var á Kambabrún, tekin ljósmynd
og borðað ananas. Þá var haldið áfram að
Kotströnd, þaðan talað t síma til Reykjavík-
ur, kirkjan skoðuð, drukkin mjólk og kaffi.
Var svo enn haldið áfram og eigi numið
staðar fyrr en t Litlu-Sandvík og þar snædd-
ur ljúffengur miðdegisverður hjá Margréti
Sigurðardóttur, ijómabústýru, kunningja-
konu Alexanders. Hann gisti þar um nótt-
ina, en Sveinn og Guðjón fóru niður á Eyrar-
bakka og gistu t gistihúsinu þar. Sunnudag-
inn 8. júlí 1^1. um 10.15 fóru Sveinn og
Guðjón frá gistihúsinu. Komu við hjá Guð-
mundi á Háeyri og borðuðu þar perur og
ananas og ræddu við húsmóðurina og dætur
hennar. Héldu svo áfram og komu að Litlu-
Sandvík kl. 12.00, drukkum við þrír þar
kaffí og kvöddum að því búnu Margréti
með mestu virktum.
NÚ var haldið áfram að Þjórsárbrú. (Á
leiðinni á milli brúnna skeði ekkert mark-
vert nema það, að hestur Guðjóns datt á
nasimar fyrir framan Hraungerði og fór
Guðjón á handahlaupum fram af). Var þar
snæddur miðdegisverður og hlustað á sam-
söng „17.júní“, sem þangað var komið í 3
bílum til að skemmta sveitafólkinu. Þá var
kl. rúmlega 6. e.m.
Kl. um 7. e.m. var .haldið áfram upp
Holt og komið að Fellsmúla kl.12.50 um
nóttina. Var þar vakið upp og falað gisting-
ar. Eftir að hafa snætt var gengið til hvílu
kl. um 2 um nóttina. Mánudaginn 9. júlí
kl. 12 á hádegi var lagt af stað áleiðis upp
á Heklu. Kl. 1. var komið að Galtalæk.
Þaðan aftur farið kl.1.15. Komum upp að
hestavörðu kl. 3.45. Skiptum þar um skó
og bundum hestana og lögðum að því búnu
kl.3.55 af stað upp á Heklutind. Margt skeði
hlægilegt á þeirri göngu, en þó einna hlægi-
legast þá er „doktorinn" brá sér^úr ytri
brókunum (svo hann yrði ljettari á
•göngunni). Sveinn var kominn upp á Heklut-
ind kl. 5.40. Hinir komu kl. 6.50 og höfðu
þá fylgdarmaðurinn og Guðjón beðið eftir
Alexander dálítið á leiðinni, enda fengið sér
góðan rúgbrauðsbita um leið. Á efsta tindin-
um tók Sveinn upp úr vasa sínum Morgun-
blaðið frá sunnudeginum 8. júlí, sem einn
úr söngfélaginu „17. júní“ hafði fengið okk-
ur við Þjórsárbrú, og las það frá l.stu til
8. síðu. Áð austan sást Langisjór og neðst
í Vatnajökul. Að sunnan Torfajökull og Ok,
en að vestanverðu var allt í þoku, nema það
sem næst var, er allt sást greinilega.
Niður að hestavörðu fórum við á 50
mínútum og komum að Fellsmúla kl. 12 um
nóttina.
Þriðjudaginn 10. júll lögðum við af stað
frá Fellsmúla kl. að ganga 2 um daginn.
Fórum yfir Þjórsá á feiju við Þjórsárholt
og komum að Ásólfsstöðum kl. 6.30 um
kvöldið og fengum þar gistingu hjá Páli
Stefánssyni hinum fyrrgetna.
Ásgrímur Jónsson málari býr þama í
tjaldi nálægt Skriðufelli. Heimsóttum við
hann um kvöldið og skoðuðum þar, er hann
var búinn að mála. Fór hann svo með okkur
um Skriðufell heim að Ásólfsstöðum og
ræddi við okkur þar litia stund.
Miðvikudaginn 11. júlí fórum við inn í
Þjórsárdal og fylgdi okkur Páll Stefánsson.
Við skoðuðum þar Háafoss, Gjána, Hjálp
og Hjálparfoss og þótti okkur Gjáin einna
tilkomumest og Háifoss skínandi fallegur.
Þann sama dag um kl. 8. e.m. eftir að hafa
snætt miðdegisverð lögðum við af stað frá
Ásólfsstöðum. Komum af Eystra-Geldinga-
holti kl. um 12 um kvöldið. Hittum þar
dótturina fyrsta manna, en húsbóndinn og
frændkona Guðjóns klæddu sig t snatri til
þess að geta heilsað komumönnum. Var nú
þama spilað á orgel af mikilli list og drukk-
ið gott kaffi með miklum látum. Að þvi
búnu var kvatt á bænum og haldið áfram
að Hrepphólum. Þegar þangað var komið
var kl. um 12'/2 að nóttu og tók nú bygging-
armeistarinn, sem þama var vel kunnur að
sér að vekja upp, sem líka heppnaðist að
hálfum tíma liðnum. Góður kvöldverður var
nú þama snæddur og að því búnu gengið
til hvílu, eftir að búið var að skoða kirkjuna.
Fimmtudaginn 12. júlí kl. um 11. f.m.
var aftur lagt af stað frá Hrepphólum
(Dmkkum ágætt kaffi f Skipholti á leið-
inni. Það bar á borð húsmóðirin sjálf.) og
komið að Geysi kl. 6.30 e.m. sama dag.
Gullfossi var sleppt, þar við allir höfðum séð
hann áður.
Við Geysi borðuðum við góðan miðdegis-
verð, skoðuðum að því búnu sjálfan hverinn
Geysi, sem og aðra hveri þar á staðnum
og gengum svo til hvílu kl. um 12 um kvöld-
ið.
Föstudaginn 13. júlí kl. 11 f.m. lögðum
við af stað með fylgdarmanni Joni frá Laug
áleiðis upp að Hagavatni við Langjökul,
komum þangað eftir nær 3 kl. stunda ferð
yfir hraun, mela og sanda. Skoðuðum vatn-
ið rækilega, Langjökul og annað þar ná-
lægt, sem allt var mjög hrikalegt. Þaðan
sást einnig Hlöðufell, Ok/Hagafell, Fagra-
dalsfjall og framar Bláfell, Jarlhettur og
Einifell, Kálfstindar, Högnhöfði, Bjamarfell
og Hrafnabjörg í flarska.
Komum heim að Geysi aftur um kl. 7.
e.m. og höfðum þá þörf á góðri máltíð, sem
líka var framreidd, því veðrið hafði verið
fremur vont á leiðinni heim, töluverð rign-
ing, en yfir sandbleytur að fara, enda lenti
sá brúni og Sveinn f einni, sem á eftir urðu
nær alveg samlitir, enda man Sveinn eigi
eftir að hafa fengið betra sandbað í annan
tíma. Um kvöldið sýndi óþerrishola 10-15
feta gos, sem að fjölda voru óteljandi.
Laugardaginn 14. júlí kl. 12.30 f.m. var
lagt af stað frá Geysi, borðað skyr og drukk-
ið kaffi að Laugarvatni og komið til Þing-
valla kl. 7.45 um e.m. sama dag, og þá
þegar talað í síma til Reykjavíkur. Gisting
var föluð í Valhöll og hún fáanleg. Þar var
tekið af hestunum og snæddur góður mið-
degisverður, þó heldur lítið væri af mat þar
á staðnum. Var síðan litast um úti fyrir og
að þvi búnu spilaður köttur með miklu fjöri
til kl. um 2 um nóttina, en þá gengið til
sængur.
Sunnudaginn 15. júlí var riðið inn á
Hofmannaflöt og hún skoðuð rækilega af
doktomum sérstaklega, sem eigi hafði séð
hana áður. Svo litla rigningu fengum við á
leiðinni, sem þó eigi var neitt að ráði. Ann-
að var eigi gert þann dag, nema aftur spilað-
ur köttur.
Mánudaginn 16. júlí kl. 10. f.m. lögðum
við svo af stað aftur frá Þingvöllum og
ætluðum að riá Reykjavík tímanlega um
e.m. Drukkum kaffi að Geithálsi og komum
til Reykjavíkur um kl. 4. e.m. í besta veðri,
eins og það líka hafði verið á allri ferðinni,
nema þar sem getið er um annað í framan-
skráðu ferðaágripi, sem er ætlað til að
glöggva okkur á, hvar við höfum farið um
á þessu 10 daga ferðalagi, sem við í alla
staði höfðum mikla ánægju af. Hressandi
var það eigi minna.
Orðrétt vélritað upp úr dagbókar-
kompu Sveins M. Sveinssonar
Leifur Sveinsson
Alexander Jóhannesson, feddur 15. júll 1888,
dáinn 7. júni 1965. Guðjón Samúelsson, feddur
16. aprfl 1887, dáinn 26. aprfl 1960. Sveinn M.
Sveinsson, feddur 17. október 1891, dáinn 23.
nóvember 1961.
Skýringar:
Alexandur var prófessor við Háskóla tslands og
rektor hans 1932-6 1939-42 og 1948-64.
Guðjón lauk prófi i arkitektúr frá Listaháskól-
anum i Kaupmannahöfh 1919 og varð þá húsa-
meistari rikisins, en þvi embætti gegndi hann til
æviloka.
Sveinn tók við forstjórastarfi i Tv. Völundi hf.
1913 og gegndi þvi til dauðadags 1961.
Hrepphólar 1 Hrunamannahreppi. Þangað komu þeir félagar á miðnætti á leið út
í Biskupstungur og Guðjón Samúelsson tók að sér að vekja upp fólkið, því hann
var þar kunnugur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1989 7