Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Side 9
L
haft rangt fyrir ykkur. Sem list eru verk
þessi ekki neitt neitt en sem menningarvið-
burður eru þau eitthvað, eitthvað sem á
örugglega eftir að eitra út frá sér.
. . . Það sem er svo ógleðilegt við þessa
sýningu er ekki það að verkin séu rotin.
Listheimurinn í dag er fullur af rotnum
listaverkum. að vísu hef ég ekki séð neitt
jafti rotið og þessi verk, en það er auðvit-
að aðeins um stigsmun að ræða. Það sem
gerir þessa sýningu svo ógeðfellda er það
hve gleðilega henni hefur verið fagnað.
... Auðvitað er alltaf til það fólk sem
hatar listina með öllu sínu snobbi og til-
gerð og hátíðleik og fínnst ágætt ef koma
má höggi á hana. Hér með hefur þetta
fólk fundið hefnd sína. . . . En líklega
mátti maður búast við svona listaverkum
sé mið tekið af þeirri niðurleið sem heims-
listin hefur tekið frá því að popplistin birt-
ist fyrst í byijun sjöunda áratugarins. Frá
fánum Jaspers Johns um Marilynur War-
hols að svíni Koons má að líkindum sjá
beina línu.“
Þannig eru hin gagnrýnu og grandvöru
viðbrögð en meðal áhorfenda má finna til
vissrar gleði yfír sýningunni, almenningur
brosir og skemmtir sér, myndlistarmenn
fagna nýjum áhrifum og breyttum tíma
en kaupahéðnar og hýenur velta vöngum
áður en þeir opna troðna pyngju og greiða
allt upp í 150.000 dali (7 milljónir íslenskra
króna) fyrir hvert verk sem gert er í 3
eintökum. Helsta spumingin sem brennur
á vömm fólks er þó sú hvort listamaðurinn
meini þetta í fullri einlægni eða glotti innra
með sér og því miður verður maður að
hallast að hinu síðamefnda sé mið tekið
af útliti mannsins sjálfs og göngulagi hans.
Jeff Koons er það efst í hug að selja dýr-
ar og dýrar og verða frægari og frægari.
Og einmitt þess vegna hefur hann ekki
tíma til að vinna þessi verk sín sjálfur,
heldur framleiðir þau á ítölsku postulíns-
og viðarverkstæði þar sem frægir kitsch-
meistarar fá að spreyta sig undir stjóm
hans í nafni listarinnar.
En þrátt fyrir það má þessi sýning þó
verða manni til ákveðinna áhrifa. Sem
myndlistarmaður getur maður notað hana
líkt og hressandi sturtu og e.t.v. verða
þessi ögrandi sætu verk til þess að lista-
menn um heim allan fái losað við sig ótt-
ann við að vera sætir í sér. E.t.v. verða
hér söguskil og einlægnin bijótist nú fram
úr sínum gleymdu farvegum og við fáum
að sjá flosmjúk og gælandi góðverk sem
höfða beint til hjartans en bijótast ekki
um í heilanum eingöngu. Eða fer það e.t.v.
á öfugan veg og listin harðni enn í því
harða völundarhöfði nútímans? Alltént og
þrátt fyrir allt höfum við orðið vitni að
sögulegri og tfmamótandi sýningu.
Höfundur er listmálari.
Þ Æ T T I R 0 R S Ö G 1 U
S K M A K L 1 S T A R 1 N N A R
AJ. □ŒM]l a ][n][d][[
Ummæli erlendra manna
og ferðabækur
Eftir JÓN TORFASON
Um og eftir siðaskipti
voru miklir landfunda-
tímar og sömdu þá lær-
dómsmenn stórar bæk-
ur um landafræði og
fjarlæg lönd. í landa-
fræðiritum af slíku tagi
og ferðabókum erlendra
manna er stundum minnst á skákkunnáttu
íslendinga og þeir þá taldir skara fram úr
öðrum þjóðum um taflmennsku. Gallinn er
sá að heimildimar em ekki alitaf sem áreið-
anlegastar. Til dæmis segir sá armi skálkur
Blefken í riti sínu Islandia, sem kom út
1607, að íslendingar liggi f rúminu á vet-
uma dögum saman og tefli skák. Hann kom
aldrei sjálfur til íslands og hefur víst samið
flest upp úr sér og er lítið að marka sagnir
hans. Peter Clausson hét prestur á Jaðri f
Noregi og var uppi um aldamótin 1600.
Hann vann sér m.a. til frægðar að þýða
Heimskringlu á norsku. Hann getur þess
til dæmis um skáksnilld íslendinga að hann
hafí heyrt þeir séu stundum margar vikur
með eina skák þótt þeir tefli á hveijum
degi. Kann það að vera rökum stutt því
hann mun hafa haft allgóða þekkingu á
kringumstæðum á íslandi. Fransmaðurinn
Isaac de la Peyrere átti leið um Danmörku
um miðja 17. öld og virðist hafa nokkuð
áreiðanlegar heimildir um íslendinga. Hann
segir þá mikla taflmenn og smíði þeir sér
sjálfir töfl til að tefla á. Loks má neftia vitn-
isburð Roberts Moleswarths en hann var
þingmaður á enska þinginu og m.a. ráð-
g afi Önnu drottningar og Georgs konungs
I. Hann dvaldi um hríð í Danaveldi og rit-
aði bók um ferðina sem kom út 1694. Hann
hefur það að segja um ísland og Færeyjar
að þar vaxi ekki kom en mikið sé um naut-
gripi og að íbúamir séu miklir skákmenn.
Telur Moleswarth það mikið undmnarefni
að almenningur á slíkum útkjálkum skuli
iðka jafn erfiðan leik og skákina.
Nú skal vikið að Dananum Niels
Horrebow sem dvaldi hér við rannsóknir
árin 1749—51 og ritaði merka bók um
landið, „Frásagnir um ísland" (ísl. þýð.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum 1966).
Hann taldi íslendinga enga sérstaka skák-
menn og segir:
Þegar sagt hefur verið að þeir leggi sig
mjög eftir skáktafli og séu miídir meistarar
í þeirri íþrótt, sem forfeður þeirra vom fræg-
ir fyrir, er sá sannleikur í því fólginn að
skáktafl er meira iðkað á íslandi en Dan-
mörku og að alltftt er að hitta snjalla skák-
menn meðal alþýðumanna. Aftur á móti get
ég ekki sagt að þeir séu nú á dögum mikl-
ir meistarar í íþróttinni eða iðki hana af
kappi. En sennilegt er að forfeður þeirra
hafi verið þeim þar snjallari eða svo halda
íslendingar sjálfír
(Frásagnir um ísland, bls. 249—50)
Ekki er auðvelt að meta þennan vitnis-
burð því Horrebow er hér fyrst og fremst
að svara þeirri ásökun að íslendingar liggi
dögum saman yfir skáktafli, einkum hinar
löngu vetramætur, en nenni ekki að vinna.
Hér kemur líka fram angi af þeirri lífseigu
söguskoðun að allt hafí verið betra til foma.
Horrebow bendir einnig á þá athyglis-
verðu staðreynd að íslendingar iðkuðu skák-
tafl mikið í verstöðvum í landlegum. Þá gat
viljað svo til dögum saman að ekkert var
að gera og gripu menn þá í tafl. Heimafyr-
ir var yfirleitt heldur lítill tími til slíkrar
skemmtunar því flest kvöld var setið yfír
tóvinnu. Á skákiðkun í verstöðvum verður
drepið síðar.
Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson fóra
um landið árið 1752—7 og kom ferðabók
þeirra út árið 1772 [ísl. þýð. Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum 1974]. Eggert
lýsir gestrisni bændanna í Breiðafjarðareyj-
um fagurlega en þar geta menn setið veður-
tepptir marga daga:
Lætur hann þurrka vosklæði þeirra, fæð-
ir þá og hýsir með fyllstu ánægju. Menn
skemmta gestum með því að fá þeim fomar
sögur til lestrar eða tefla við þá skák o.s.frv.,
en þetta er helsta dægradvöl manna hér í
tómstundum þeirra.
(Ferðabók Eggerts og Bjama, bls. 287)
Ánnars minnist Eggert ekki mikið á skák-
tafl, telur það þó einna helst iðkað á Suður-
landi og Vesturlandi. í ferðabókinni er all-
langur bálkur um skáktafl og segir þar m.a.:
Skáktafl hafa íslendingar mikið iðkað frá
fomu fari og enn hittast þar ágætir skák-
menn. Einkum hefir mikið orð farið af
mönnum vestanlands í því efni og það engu
síður bændum en fyrirmönnum. lslendingar
fylgja sömu meginskákreglum og gert er
erlendis, með örfáum undantekningum, en
þeir halda öllum hinum fomu dönsku og
norsku nöfnum og talsháttum, er tafl þetta
varða. [Því næst eru rakin nöfti á mönnum
og mátum en sfðan segir:] Mesti vinningur
er nífalt mát. Margfaldara mát er sjaldgæft
enda þarf afbragðsskákmann og lélegan
mótstöðumann til þess að svo margföldu
máti verði fram komið. Erlendis er einfalt
mát látið vera leikslok en á íslandi leitast
hver við að hafa mátið svo margfalt sem
honum er unnt. Þó verður sá er mátar að
hafa komið tafli sfnu þannig fyrir við fyrsta
mátið að hvert mátið reki annað því að
hvorki má hann leika öðram leikjum milli
máta né kóngurinn, sem verið er að máta,
fá færi á að komast undan. En meðan á
mátunum stendur getur hin minnsta yfirsjón
valdið því að taflið tapist. Góðir taflmenn
geta mátað hinn sexföldu eða sjöfóldu máti
þótt hann sé allsnjall og kunni allar taflregl-
ur. Oft velja menn sér fulitingismenn er
þeir þreyta skák og fyrir kemur það að af
leiknum spinnast illindi og ósætti. Eiga hin
maigföldu mát mestan þátt í þvf. Einkum
er hætt við því að þeir sem að eðlisfari era
geðstirðir reiðist af þvf að vera hraktir í
langan tíma með kónginn fram og aftur um
taflborðið. Stundum er honum leyft að hafa
biskup til aðstoðar því að sigurvegarinn
telur það hættuminnsta manninn en sigurinn
enn glæsilegri ef kóngurinn er ekki einn.
Þetta hafa menn ef til vill séð í öðram lönd-
um og því hafa menn þar einungis einfold
mát og er þá minni hætta á að leiðindi hljót-
ist af leiknum. Engu að síður sýnir það
mikla taflleikni að geta að staðaldri gert
mörg margföld mát því að það krefur mikill-
ar umhugsunar og einbeitingar hugans.
Fleiri skákreglur era til á íslandi, sem hér
yrði of langt upp að telja, en þetta era hin-
ar réttu, elstu og algengustu reglur. Þær
reglur, sem einfaldari era, léttari og lausari
í reipum, virðast vera fundnar upp í seinni
tíð.
(Ferðabók Eggerts og Bjama, bls.
270-72).
Stöðumynd
Á stöðumyndinni era dæmi um margföld
mát. Þreföld mát vora kölluð lág mát en
fjórföld mát eða fleiri há mát. Hvítur leik-
un 1. Hh8 (hróksmát), 2, Hal (tvöfalt
hróksmát), 3. Dhl (gíeiðarmát), 4. Bf3
(biskupsmát), 5. Rc7 (riddarapissa), 6. b7
(peðmát) og sjöunda mátið fengist með 7.
b8D (útkomumát, þ.e. mát um leið og peði
er leikið upp í borð).
Þessi mörgu mát minna á flóknustu skák-
dæmi og hafi þau tíðkast eitthvað að ráði
sýna þau sérkennilega þróun sem orsakast
hefur af dreifbýlinu í landinu. Það hefur
verið langt á milli sterkra skákmanna og
þeir því oftast þurft að etja kappi við sér
miklu lakari menn. Það er vitanlega lítið
gaman fyrir sterkan skákmann að máta
manngangsmann en hann getur fengið tölu-
vert út úr því að koma upp flóknum mátstöð-
um af þessu tagi. Það er hins vegar líklegt
að ánægja þess sem er í hlutverki músarinn-
ar sé í minna lagi eins og Eggert bendir
raunar á.
Uno von Troil ferðaðist hér sumarið 1772
! naftifrægum flokki vísindamanna undir
foiystu sir Josephs Banks. Þegar heim kom
ritaði hann bók um ferðina sem þýdd var á
margar tungur, „Bréf frá íslandi" [ísl. þýð.
Haraldur Sigurðsson, 1961]. Hann segir
íslendinga víðfræga skákmenn. Fyrrum
hafí tíðkast þar tvenns konar skák, ungfrúr-
skák og riddaraskák en nú aðeins sú síðar-
nefnda.
Fleiri dæmi mætti nefna, bæði af innlend-
um og erlendum toga, en hér skal látið stað-
ar numið.
Torvelt er að meta vitnisburði í ferðabók-
um af þessu tagi. Þar verður hver að hugsa
fyrir sig. Þessar umsagnir standa þó ekki
einangraðar heldur styðja ýmislegar aðrar
heimildir um skákkunnáttu íslendinga. Er
freistandi að trúa því að skák hafi verið
allmikið iðkuð hér um aldir. Hér skal loks
einn maður enn leiddur til vitnis sem gjörst
þekkti til leikja og íþrótta íslendinga á sinni
tíð, Ólafur Davíðsson. Hann telur að á 19.
öld geti íslendingar ekki talist miklir skák-
menn og hann hefur ágæta skýringu á skák-
orði íslendinga á fyrri öldum. Erlendis sé
skák einkum iðkuð í klúbbum, af tiltölulega
fáum æðri stéttar mönnum eða lærdóms-
mönnum en alþýða manna viti naumast
hvað skáktafl sé. Töluvert sé hins vegar um
það að alþýðumenn á íslandi kunni að tefla
þótt engir séu þeir meistarar. Hann segir:
Þegar útlendingar koma nú heim til ís-
lands og reka sig af hendingu á óbrotið
bændafólk sem kann að tefla þá verða þeir
öldungis hissa og halda að allir íslendingar
séu meiri og minni skákmenn. Svona held
ég að standi á skákorði því sem íslendingar
hafa í útlöndum.
(Ólafur Davíðsson, íslenskar skemmtanir
II, bls. 278)
Höfundurinn starfar á Þjóðskjalasafninu
Landsmenn voru sagðir liggja yBr taOi, jafhvel gat það tekið þá margar vikur
að teOa eitt taíl. Lýsing úr handriti af drykkju á miðöldum.
í