Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Side 11
R L E N D A R
Kappaksturinn skipti
hann öllu máli
B Æ K U R
Guðbrandur Siglaugsson
tók saman
Italski bílasmiðurinn Enzo Ferrari sem lést níræður
um miðjan ágúst síðastliðinn var var dáður mjög í
heimalandi sínu. Og reyndar langt út fyrir það því
kappakstursmenn og sérfræðingar í hönnun og
öðru er viðkemur bílum bera honum allir vel sög-
una. Ferrari var sjálfur kappakstursmaður
á þriðja áratugnum, stjómaði síðan keppnis-
liði og rak bílasmiðju sína frá árinu 1947.
Framleiðsla hans er að vísu ekki nema viku-
skammtur hjá Ford eða General Motors en
markmið Ferrari var ekki fjöldaframleiðsla
heldur framleiðsla á kappakstursbílum.
Framleiðsla á sérstökum bílum fyrir fólk
með sérstæðan smekk!
Hann varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi
hefur verið sagt um margan manninn og
vissulega átti það við um Enzo Ferrari.
Kringum hann var iðulega einhvers konar
dularfullur ljómi, og hann kunni að notfæra
sér það. Hann hélt fjölmiðlum forvitnum
með hæfilegu pukri og var spar á að gefa
út fréttatilkynningar og halda blaðamanna-
fundi. Jafnvei eftir að Fiat verksmiðjumar
komu til samstarfs réði sú stefna Ferraris
áfram. Arangurinn talaði sínu máli.
Óvissa
Segja má að Ferrari hafi iðulega haldið
samstarfsmönnum í svipaðri óvissu og fjöl-
miðlum. Menn gátu ekki reiknað hann út
og hann var snillingur í að stjóma starfs-
mönnum sínum til þess að ná þeim markmið-
um sem hann setti og vildi ná. Þetta átti
við um hönnuði sem og bílasmiði og öku-
menn. 0g hann gerði miklar kröfur til
manna sinna. Bíllinn var að sjálfsögðu aðal-
atriðið og væri honum ekið almennilega
átti engin hætta að vera á ferðum, þeir
skyldu vinna.
Þannig hefur það gengið í 40 ár. Auðvit-
að hafa skipst á skin og skúrir í velgengni
Ferrari 408 verður varla algengur bill á íslandi.
Enzo Ferrari sem kapp-
aksturshetja árið 1920.
Ferrari lét sig kappakst-
ursmálin miklu skipta
alla tíð.
Ferrari á kappakstursbrautunum og á ýmsu
hefur gengið í keppni en segja má að með
reglulegu millibili hafi Ferrari alltaf náð
toppnum. Oft “hætti“ því Ferrari þátttöku
í kappakstri en eftir umhugsun, endurskipu-
lagningu og endurbætur var hann óðar kom-
inn í slaginn á ný. Hann varð prins, síðan
konungur og keisari í kappakstrinum. Fram-
leiðsla á Ferrari bílum fyrir hinn almenna
markað var nauðsynleg til að geta fjármagn-
að starfsemi hans við kappakstur og að vísu
til þess líka að koma til móts við hina mörgu
aðdáendur hans sem vildu fá hraðskreiðan
götubíl og treystu honum öðrum fremur í
því efni.
Ford eða Fiat
Um tíma á sjöunda áratugnum var því
haldið fram að Ferrari hygðist ganga til
samstarfs við Ford. Kappaksturinn varð
sífellt dýrari í rekstri og samkeppni var
gífurleg - það reið á að standa sig þar til
að geta talist maður með mönnum. Ekki
varð þó af samstarfi við Ford heldur milli
Ferrari og Fiat og sáu báðir aðilar fljótt
að þetta var hagkvæmt og ekki síður það
að láta Ford róa einan á báti. Áhrif Fiat
leiddu til þess að Ferrari einbeitti sér að
framleiðslu fárra bíla með mismunandi
aukabúnaði til að bjóða fram í hinum mis-
munandi heimshlutum. Ferrari hafði einkum
verið seldur í heimalandinu en menn biðu í
Frakklandi, Þýskalandi og Englandi og síðar
hafa verið framleiddar gerðir sem hæfðu
Bandaríkjamarkaði, til dæmis Testarossa.
E1 Lissitzky: Tvöfalt portret.
Audi þraukar í Ameríku
udi verksmiðjurnar þýsku hafa átt heldur erf-
iða tíma í Bandaríkjunum síðustu misserin svo
sem kunngt mun af fréttum. Galli kom fram
í Audi 5000 (sama gerð og Audi 100 í Evr-
ópu) með sjálfskiptingu þannig að þeir áttu
það til að stökkva skyndilega af stað án
þess að ökumenn fengju neitt við ráðið. Á
dögunum lögðu forráðamenn verksmiðjanna
fram þriggja ára áætlun um að ná aftur
fótfestu þar í landi með endurbættri útgáfu
af Audi.
Gert er ráð fyrir að Audi selji kringum
50 þúsund bíla árið 1991 í Bandaríkjunum.
Er það reyndar aðeins helmingur þess sem
fyrirtækið ætlaði sér að selja þar áður en
vandræðin byrjuðu. Eftir að þessi galli kom
fram hafa risið mál og fyrirtækið orðið að
greiða bætur í nokkrum tilvikum. Með þessu
nýja markaðsátaki fyrir Audi 100/200
bilana er ráðgert að selja 31 þúsund bíla á
þessu ári og að síðan fari salan jafnt og
þétt vaxandi. Sérstök áhersla verður lögð á
ábyrgð framleiðandans í þessari söluher-
ferð. Munu verksmiðjumar greiða allan við-
gerðakostnað í þijú ár eða á fyrstu 50 þús-
und mílunum. Til að tryggja enn frekar
öryggi Audi-kaupenda verður komið upp
öflugu vegaþjónustukerfi en á þessi tvö
síðast nefndu atriði hafa bandarískir og
evrópskir framleiðendur einnig lagt mikla
áherslu að undanfömu.
Um það bil 200 mál sem em í gangi á
hendur Audi vegna þessa meinta galla varpa
nokkrum skugga á þetta söluátak og um
leið ríkir mikil samkeppni við hina japönsku
framleiðendur Nissan og Toyota sem em
að kynna lúxusbílana Lexus og Infiniti fyr-
ir Bandaríkjamönnum. Ljóst er því að Audi
manna bíður erfitt verkefni og takist þeim
Audi 200 turbo. Sókn Audi á Banda-
ríkjamarkaði verður aukin með nýrri 8
strokka lúxusgerð, sem nú hefur verið
hleypt af stokkunum.
ekki að yfirstíga þessi vandamál gæti farið
fyrir þeim eins og öðmm evrópskum bíla-
framleiðendum sem ekki tókst að hasla sér
völl í hinni stóm Ameríku.
E1 Lissitzky
1890-1941
Retrospektive
Þessi bók er gefin út í tilefni af yfirlitssýn-
ingu á verkum rússneska arkitektsins, mál-
arans, leturgerðarmannsins og kennimeist-
arans E1 Lissitzky. Sýningin hefur verið
sett upp í Busch-Reisinger-safninu í Cam-
bridge, Mass., Bandaríkjunum, Sprengel-
safninu í Hannover og verður opnuð í maí
í Ríkisgalleríinu Moritzburg Halle í Austur-
Þýskalandi. Alþjóðleg samvinna kemur
mörgu til leiðar og mörgum til góða.
E1 Lissitzky var gyðingur. Faðir hans
þýddi Shakespeare og Heine og ætlaði með
fjölskyldu sína til Ameríku. Rabbíi hans réð
honum frá því og fylgdi hann ráðum hans.
í æsku sýndi El, sem reyndar hét Lasar
þá, áhuga á listum og sótti um inngöngu í
akademíuna í Pétursborg en var vísað frá,
sennilega vegna uppmna síns. Lissitzky
ákvað því að freista gæfunnar í Þýskalandi
og innritaði sig í Tækniháskólann í Darm-
stadt 1909. Þar nam hann arkitektúr. Á
námsámnum notaði hann tækifærið og ferð-
aðist víða, hann skoðaði byggingar og söfn
og var forvitinn um allt sem varðaði listir
almennt. Hann teiknaði og málaði en sýndi
ekki neina skapandi yfirburði, tískan var
sterk þá eins'og nú. Þegar styijöldin braust
út, neyddist hann, eins og aðrir Rússar, til
að yfirgefa Þýskaland og hélt áfram námi
sínu í Moskvu. Að takmarkinu náðu, prófi
í arkitektúr, hóf hann að starfa að faginu
en ekki sem hönnuður heldur vinnukraftur
hjá öðmm. Skapandi var hann engu að síður
en á öðmm vettvangi. Endurreisn gyðinga-
listarinnar var í deiglunni og þar var um
auðugan garð að gresja. Með Chagall og
Malewitsch tók hann þátt í mörgu ævintýr-
inu, fagnaði byltingunni og byijaði að vinna
í hinu margfræga Proun-i. Proun er í gróf-
um dráttum birting geometrískra forma í
vídd. Sum Proun-anna em hrein málverk,
önnur blönduð tækni í rúmi, samsetningar
sem erfítt er að kýrrsetja sökum þess að
þær virka frá öllum hliðum, á hvolfí og á ská.
Byltingin hafði áhrif á allt, listir ekki síður
en hvunndaginn, og lagði Lissitzky sitt af
mörkum í fögnuðinn og vonina. Hann hélt
síðan til Þýskalands árið 1920, þar sem
hann tók til við að bylta bókagerðarlistinni
og leturgerð. Hann hélt sig og við Proun-
ið, hannaði húsgögn og hélt erindi um frelsi
listarinnar í hinum ungu Sovétríkjum. Hann
lagði fyrir sig ljósmyndun og fór að vinna
á ný í byggingarlistinni. Hann sneri aftir
til Moskvu 1925. Teiknaði byggingar,
kenndi og skrifaði í blöð, hallaði sér eftir
nokkurt hlé aftur að leturgerðinni og skipu-
lagði sýningardeildir Sovétríkjanna á iðn-,
bóka- og öðmm messum í Evrópu. Síðustu
æviárin fóm að mestu í áróðursstarf. Hann
vann fjölmörg veggspjöld og bókakápur eft-
ir tísku sósíalrealismans en gætti þess þó
að notfæra sér rammann til að sýna hvað
í gömlum byltingarkúnstner bjó.
E1 Lissitzky lést rúmlega fimmtugur.
Frægð hans hefur haldist til þessa dags og
nafn hans muh án efa lifa um ókomna
framtíð.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1989 1 1