Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Side 15
Upplýsingamiðstöð ferðamála á fslandi
Leitið upp-
lýsinga um
eigið land
— íslendingar eru alltof feimnir við að heimsœkja okkur, áður
en þeir leggja af stað í ferðalag um landið. Upplýsingamiðstöðin
er svo ný, að fólk áttar sig ekki á þeirri þjónustu sem hún veitir
— íslenskum ferðamönnum ekki síður en útlendum. Alltaf eru að
opnast Qölbreyttari ferðamöguleikar — til að njóta iandsins og
skemmtilegrar útiveru — fyrir ferðamenn i öllum landsfjórðung-
um. Það er synd, ef fólk kynnir sér ekki úrvalið í gistingu og tóm-
stundaiðju áður en það leggur af stað. Við erum ekki ferðaskrif-
stofa — öll okkar þjónusta og upplýsingar eru ókeypis. Við aðstoð-
um við að skipuleggja ferðina um landið, ef óskað er — það kost-
ar ekkert að líta inn hjá okkur i Ingól&stræti 5.
Þau taka vel á móti þér — María Guðmundsdóttir, Martin Peters-
en og Elísabet Jónasdóttir
Það eru hinn nýráðni fram-
kvæmdastjóri í Upplýsingamiðstöð
ferðamála, Martin Petersen, og
María Guðmundsdóttir, sem sitja
fyrir svörum. Martin er að koma
aftur til starfa í ferðamálum, byij-
aði hjá Loftleiðum 1947 og starf-
aði þar í 33 ár. „Áður ferðaðist
ég mikið utanlands, núna hlakka
ég til að fá tækifæri til að ferðast
innanlands og ég er ákveðinn í að
ferðast mikið um landið. Fyrir-
rennari minn, Áslaug Alfreðsdótt-
ir, er búin að vinna mikið starf og
alltaf auðveldara að taka við, þeg-
ar búið er að móta stefnuna. En
mikið átak er eftir til að ferðamenn
geti notið landsins eins og kostur
er — að útivist verði aðgengilegri,
bæði sumar og vetur, fyrir íbúana
sjálfa — til að Islendingar geti ferð-
ast meira um eigið land,“ segir
Martin.
Hvað býður landsbyggðin
upp á núna?
í hinum björtu og hlýlegu húsa-
kynnum í Ingólfsstræti 5 eru upp-
lýsingabæklingar meðfram öllum
veggjum og vingjamlegt og kurt-
eist starfsfólk leiðbeinir. „Hvað er
í boði fyrir fólk, sem vill fara í
stuttar helgarferðir á þessum
árstíma?" Og við komumst að raun
um, að það er heilmikið í boði.
Ferðafélag fslands og Útivist bjóða
upp á göngu- og skíðaferðir í
næsta nágrenni við þéttbýliskjama
Suðurlands — ótrúlega hressandi
að reyna eitthvað á sig í göngu,
eftir alla innisetuna. Bláa lónið er
vel kynnt fyrir útlendingum, og
margir fáir íslendingar aka þangað
um helgi.
Bændagistingin um allt land
býður upp á bústaði og herbergi —
ferðabændur eru ólatir við að fara
með gesti sína í skoðunarferðir og
gaman fyrir bömin að kynnast
dýmnum. Á Flúðum er góð
hvíldardvöl, útisundlaug, heitir
pottar, gufubað — minjasafn og
garðyrlqubændur til að heim-
sækja. Á Klaustri er Edduhótelið
opið eins og mörg önnur. Hótel
Stykkishólmur býður skemmti- og
ráðstefnupakka fyrir litla hópa.
Gott helgarverð í boði til Akur-
eyrar. Vetrardvöl við Mývatn, þó
að ekki sé snjór — hvílir hugann
í fögru umhverfí. Seljalandsdalur
á ísafirði er einn af fáum skíða-
stöðum á landinu, sem er opinn.
Gaman að skreppa yfír helgi til
Vestmannaeyja. Spennandi, nýtt
gistiheimili er að Freysnesi í Öræf-
um, rétt hjá þjóðgarðinum.
Vetrardvöl úti
i íslenskri náttúru
Oft er átak að fara í ferðdag á
þessum árstíma. En greinilega
þarf aðeins rétt út fyrir bæinn til
að komast í tengsl við náttúruna.
Það er ótrúlega mikil hvíld í því
fólgin að komast út úr bílaum-
ferðinni — frá síma og sjónvarpi —
vera einn og sér úti í sveit. Per-
sónuleg samskipti verða meiri, líf
fólks í dreifbýli blasir betur við en
á björtum sumardegi. Ferðalög að
vetrarlagi krefjast meiri undirbún-
ings, en kannski er aldrei nauðsyn-
legra að lyfta sér aðeins á kreik
en þessa svörtustu skammdegis-
mánuði. Og af hveiju ekki að nýta
sér áætlunarbflana heldur en að
leggja upp í eigin bíl — meiri hvíld,
minni áhætta!
Ferðablaðið vísar öllum nánari
upplýsingum til Upplýsingamið-
stöðvar ferðamála — með verð og
samgöngur, en ítrekar — skipu-
leggið ferðina — það er ekki of
snemmt að fara að hugsa til páska-
ferðar og panta gistingu. Starfs-
fólkið á Upplýsingamiðstöðinni
biður fólk í ferðaþjónustu úti á
landi að koma upplýsingum til
þeirra sem fyrst — allt tengist
þetta saman. Að síðustu: Vandið
vel allan útbúnað í útivistarferðir
að vetrarlagi: Hlýr slqólfatnaður,
regnföt, stígvél eða vatnsheldir
kuldaskór, bakpoki undir nestið —
útivistin eykur matarlystina ótrú-
lega mikið!
O.Sv.B.
Hinn hagsýni ferðamaður
Með reiðhjól í farangnnum
Ef þú ert áhugamaður um hjólreiðar ertu örugglega far-
inn að hugsa um lengri hjólreiðaferðir í sumar — í hlýrra
loftslagi. Vorið er komið í aprfl á meginlandinu og um að
gera að skipuleggja ferðina i tœka tíð.
Vegna hins víðfeðma jám-
brautakerfis á meginlandinu er
mjög auðvelt að sameina hjólreiða-
ferðir út sveitir við heimsóknir til
stærri borga (ferðir um Austan-
tjaldslöndin eru erfíðari, einkum
um Austur-Þýskaland). í öðrum
Evrópulöndum er hjólreiðamönn-
um velkomið að taka hjólin með f
lestina, nema með sérstökum hrað-
lestum, sumstaðar án aukagjalds.
Reiðhjólaleiga er á flestum braut-
arstöðvum, ef þú vilt ferðast sjálf-
stætt, en einnig er boðið upp á
ótal skipulagðar hjólreiðaferðir um
alla Evrópu.
Margir hjólreiðamenn vilja held-
ur ferðast á eigin hjóli — þekkja
kosti og galla eigin reiðskjóta!
Mörgum vex það kannski í augum
að vera með reiðhjól í farangrinum,
en flest flugfélög taka ekkert
aukagjald fyrir reiðhjól, ef annar
farangur fer ekki framúr leyfðri
þyngd. Á Keflavíkurflugvelli er
hægt að fá sérstaka hjólapoka og
Nýir ferðabæklingar
Gisting með eldun-
araðstöðu í Vestur-
þýskalandi ’89/90
Nýr litprentaður upplýs-
ingabæklingur er kominn
út hjá þýska ferðamálaráð-
inu, sem greinir frá 90 gis-
titilboðum í Qallakofum, or-
lo&húsum, fbúðum og
ferðamannaþorpum um allt
Þýskaland. Gisting með eld-
unaraðstöðu er alltaf að
verða vinsælli og Þjóðveijar
eru fljótir að mæta kröfum
ferðamannsins.
Allar gistingar eru vandlega
skoðaðar í samráði við ferða-
málaráð á hveiju svæði til að
þær standist gæðakröfur. Gis-
tiverð er í mörgum tilfellum
óbreytt frá síðasta ári, bæði
fyrir næsta sumar og veturinn
89/90. Febrúar og marstilboð
eru núna í gangi — tveggja
vikna dvöl kostar eins og ein
vika.
Setf-Catering
in G«many ’89/’90
n »• mo** « Gr.rfon
Flestir
gisti-
stað-
imir í
bækl-
ingn-
um
eru í
þægi-
legri
fjar-
lægð
frá
næsta
flug-
velli. Það er innan við tveggja
tíma akstur frá flugvöllum í
Hamborg, Frankfurt, Lúxem-
borg og Salzburg til flestra
áfangastaðanna.
Bæklinginn er hægt að fá
hjá Tysk Turist Central, Vest-
erbrogade 6 D, 1670 Kaup-
mannahöfn
starfsfólkið aðstoðar við að komá
hjólinu í pokann og líma utan um,
en oft farið með hjólið beint út á
kerru. Það er ekki algengt að ís-
lendingar ferðist með hjól, en út-
lendir ferðamenn eru oft með hjól
í farangrinum. Hér á eftir fylgir
stutt yfirlit um flutning á reið-
hjólum með aðaljámbrautarlínum
á meginlandi Evrópu.
AUSTURRÍKI: Reiðhjól mega
fylgja farþegum ókeypis, frá kl. 9
á morgnana til kl. 3 síðdegis —
eftir kl. 6.30 síðdegis, frá og með
mánudegi til föstudags — eftir kl.
9 á morgnana á laugardögum og
allan sunnudaginn. Dagsleiga á
reiðhjóli kostar um 150 krónur
fyrir farþega, helmingi meira fyrir
þá sem ekki ferðast með lestinni.
BRETLAND: Á mesta annatíma
og með einstaka lestum, einkum
hraðlestum með takmarkað far-
angursrými, eru reiðhjól ekki leyfð.
En utan háannatíma, á flestum
leiðum, eru reiðhjól tekin með —
yfirleitt án aukagjalds. Gjaldið fer
ekki yfir 250 krónur. Öruggast er
að leita upplýsinga í miðasölu
hvaða lestir taka reiðhjól og hvar
á að koma þeim fyrir í lestinni,
þar sem hvergi eru merkingar, sem
sýna hvaða lestir taka reiðhjól.
BELGÍA: Reiðhjól eru tekin á
flestum leiðum, án aukagjalds.
Reiðhjólaleiga er allt árið á öllum
60 jámbrautarstöðvum landsins.
DANMÖRK: í reiðhjólalandinu
Danmörku fer gjaldið eftir lengd
ferðar, en hámarksgjald er 275
krónur. Hægt er að fá leigð reið-
hjól á öllum helstu brautarstöðv-
um, ferðaskrifstofum og hjólreiða-
verslunum. Leigan er um 150-250
krónur á dag, 550-1250 krónur á
viku — fer eftir gæðum reiðskjót-
ans.
FRAKKLAND: Allar leiðir,
nema lestir innan Parísar (I.C.) og
hraðlestir, taka reiðhjól án auka-
gjalds. Farþegar verða að fara með
hjólin í sérstakan brautarvagn —
koma þeim fyrir og ná í þau sjálf-
ir. Einnig er hægt að skilja þau
eftir hjá manni, sem sér um far-
angur — borga honum 250-300
krónur og fá afhendingarmiða.
Nokkrar brautarstöðvar eru með
hjólaleigu. Hálfsdagsgjald
225-300 krónur; dagsgjald
300-375 krónur. Farið er fram á
tryggingarfé um 2.500 krónur.
ITALIA: Allar leiðir, nema
brautarlínur innan stórborga
(I.C.), leyfa reiðhjólaflutning —
gjald er háð þyngd og vegalengd.
Flutningsgjald á milli Flórens og
Rómar er t.d. 250-350 krónur.
Farþegar með hjól eiga að snúa
sér til farangursskrifstofu á braut-
arstöð og bóka hjólin inn.
HOLLAND: Allar lestir leyfa
flutning á reiðhjólum. Gjaldið, sem
er háð vegalengd, annatíma og
vikudegi, er frá 190-400 krónur.
Næstum allar brautarstöðvar eru
með hjólaleigu; farþegar fá afslátt.
PORTÚGAL: Reiðhjól mega
fara sem farangur inn í lestir fyrir
smáaukagjald.
UNGVERJALAND: Taka má
hjól sem farangur fyrir smáauka-
gjald.
SPÁNN: Reiðhjólum má korna
fyrir í sérstöku farangursrými
aukagjalds. Hjólaleiga er á nokl
um brautarstöðvum, en aðallega
hjólaklúbbum, sem eru oftast með
sínar skrifstofur nálægt brautar-
stöðvum í stærri borgum.
TÉKKÓSLÓVAKÍA: Reiðhjól
má flytja með öllum lestum fyrir
smágjald. Engin höft eru á hjól-
reiðaferðalöngum svo lengi sem
ferðamaður er með áritað vega-
bréf.
SVISS: Hjól mega fylgja far-
þegum í öllum lestum, einnig lest-
um innan stórborga — svo lengi
sem ferðast er innan svissnesku
landamæranna. Gjaldið er alltaf
um 165 krónur, sama hvert farið
er. Hjólið verður að bókast á far-
angursskrifstofu á brautarstöð.
AUSTUR-ÞÝSKALAND: Út-
lendingum er ekki leyft að fara
með hjól inn í landið eða leigja
>1 þar.
ILLAND: Hjól má flytja sem
farangur fyrir smáaukagjald.
Stundum mega þau standa til hlið-
ar í göngum án gjalds.
VESTUR-ÞÝSKALAND:
Nokkrar lestir (ferðataska á tíma-
hjól þa
POL
Meiri fjarlægðir með flugvél
og lest — látið siðan gamminn
geysa á þægilegum reiðskjóta,
sem gefiir geysigóða mögu-
leika á tengslum við land og
þjóð
töflu sýnir að viðkomandi lest er
með farangursrými) taka hjól án
aukagjalds. Farþegar verða að
kaupa sér hjólakort í miðasölu —
ótakmarkaður flutningur á hjóli
kostar 180 krónur — flutningur
innan við 30 mílur 125 krónur.
Þýsku jámbrautamar em með
samvinnu í hjólaleigu: Farþegar
borga um 138 krónur í dagsgjald,
þeir sem ekki ferðast með lestun-
um borga 275 krónur. Skila má
hjólunum inn á þeim 284 brautar-
stöðvum, sem vinna saman — frá
apríl til októberloka og á nokkrum
brautarstöðvum allt árið um kring.
TiyggingarQár er ekki krafíst, ef
ferðamaður sýnir gilt vegabréf.
Upplýsingabæklingar um hjóla-
leigu liggja frammi á þýskum
brautarstöðvum. Veitið athygli hve
lengi dagsins leigutíminn gildir, til
að þurfa ekki að borga aukagjald.
Nánari upplýsingar er að fá hjá:
Open Roads, 1601 Summit Drive,
Haymarket, Va. 22069 (703-754-
4152; 800-333-2453) og Euro-
Bike-Tours, Post Office Box 40,
De-Kalb. 111. 60115 (815-758-
8851)
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1989 15