Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 6
„I SKINI SÓLARINNAR“ í aprílbyijun hélt Hitler ræðu um leið og nýju orrustuskipi, von Tirpitz, var hleypt af stokkunum. Hann var þungorður og nefndi, að þýzkir hefðu áður reynt að afla sér nýlendna og „koma sér fyrir í skini sólar- innar“ á friðsamlegan hátt, en að Bretar hefðu komið í veg fyrir það. Hann vildi flokka þjóðir heimsins, ekki eftir stærð eða litarhætti, heldur eftir dyggðum. Á Alþingi felldu þeir gengið, svo pundið sem verið hafði 22.15kr, fór í 27.00. Silli og Valdi auglýstu páskaeggin myndarlega á verði frá 15 aurum uppí 7.50. Italir taka Albaníu heldur en ekki neitt og veslings Chamberlain er alltaf jafn eyðilagður yfír ástandinu; auk þess fór þessi innrás alveg með páskafríið hans norður í Skotlandi. Látinn er snemma vors í Reykjavík leik- skáldið Indriði Einarsson. Annar þekktur borgari, Bjami Jónsson frá Galtafelli, oft nefndur Bíó-Bjarni, virðist glöggskyggn, þegar hann ritar grein í Morgunblaðið um landkynningu og segir: „Mjer virðast íslenzk stjórnarvöld hafa verið of kærulaus um að ala upp unga menn í þeim tilgangi að þeir á sínum tíma gætu orðið fulltrúar landsins hjá helztu viðskipta- þjóðum íslendinga Um miðjan apríl beinast kröfur Hitlers að Pólveijum; nú heimtar hann Danzig og Efri Slésíu. Og viti menn; einn váboðinn enn: Pilsin eru að styttast, segja tízku- mógúlar úti í hinum stóra heimi. Jafnframt eru birt nokkur heilræði handa skrifstof- ustúikunni, sem vill vera með á nótunum: „Notið meðöl við svitalykt ef þjer þurfið þess með, annars getur það kostað yður stöðuna". Herútboð er um miðjan apríl í flestum Evrópulöndum; Bretar hafa 185 herskip á Miðjarhafi og mikill vígbúnaður fer fram með leynd. Frakkar hafa kallað eina milljón manna til vopna, en ítalir standa ögn betur að vígi með eina og kvartmilljón. Gandhi hefur verið að svelta sig vegua Breta, en hefur nú matast að nýju. A fimmtugsaf- mæli Hitlers, 16. apríl, er auglýsing á þýzku á forsíðu Morgunblaðsins, þar sem boðað er til afmælisfagnaðar: „Festabend mit anschliessendem Tanz“ fyrir alla Þjóðveija, Þýzkir hermenn ganga gæsagang. Um þetta Ieyti var mikið um hersýningar í þýzkum borgum. vini þeirra og skyldulið. Rætt var um meðal þýzkra, að Danzig yrði „afmælisgjöf" til foringjans. Á þessum tímamótum voru 70 þúsund nasistar kallaðir til að standa heið- ursvörð, þegar Hitler hélt innreið sína í Berlín á miðnætti. Talið var að 2 milljónir manna hefðu verið nærstaddar. Fólkið stóð í margra metra breiðum röðum meðfram götunni og sumir höfðu með sér eldhússtiga til að sjá betur. Eins og nærri má geta varð ekki komið tölu á allar þær gjafir, sem Hitler bárust. Meðal þeirra var konungsörn, þúsundir heimaunninna sokka, málverkið „Venus með spegil“ eftir Tizian, handrit af partitúrum Wagners, 400 bréf Friðriks mikla og 12 milljónir ríkismarka frá þýzku ríkistyggingastofnuninni, svo eitthvað sé nefnt. ÞJÓÐSTJÓRN á Íslandi Þann 19. apríl tók við völdum á íslandi þjóðstjóm undir forsæti Hermanns Jónas- sonar. Aðrir ráðherrar: Eysteinn Jónsson, sem fór með viðskiptamál, Jakob Möller, fjármálaráðherra, Stefán Jóhann Stefáns- son, félagsmálaráðherra og ráðherra at- vinnumála var Ólafur Thors. Meðal við- fangsefna, sem Hermann nefndi í ræðu á Alþingi, var „að búa þjóðina undir að geta lifað sem mest af gæðum landsins og gera aðrar ráðstafanir þjóðinni til sjálfsbjargar, ef til ófriðar kemur". Viku af mai urðu þeir fimmtugir Charlie Chaplin og Haraldur Böðvarsson á Akra- nesi, og Gunnar Gunnarsson skáld þann 18. Hann fluttist raunar heim til íslands á þessu ári og settist að á Skriðuklaustri. Öðra hveiju er í fréttafrásögnum fjallað um her- virki úti í Evrópu, sem átti eftir að verða hlægilegt, en var þá „álitið af sjerfræðingum óyfirstíganlegt. Eiturgas hefur þar engin áhrif. En ef illa tækist til og eitthvert þeirra félli óvinum í hendur, mundi það verða sprengt í loft upp með því að ýta á hnapp í 50 km fjarlægð“. Hér er verið að tala um þá frægu Magi- not-línu Fransmanna og Siegfried-línu þýzkra, sem þeir töldu sjálfir að hefði mikla yfirburði. Einhver man kannski eftir kunn- um dægurlagatexta frá þessum tíma, þar sem sungið var: We gonna hang our was- hing on the Siegfried-line, - þvottinn okkar ætlum við að hengja á Siegfried-línuna - Flestum er ugglaust kunnugt um, að þessi neðanjarðarvirki með föstum fallbyssum, reyndust heldur betur tímaskekkjufyrirbæri. í þessum maimánuði hefur Flugfélag Akureyrar starfað í eitt ár; tekjurnar 56 þúsund krónur eftir árið og búið að fljúga með 1100 manns. Fluginu er spáð mikilli framtíð og lof borið á Agnar Kofoed Hans- en, sem var framsýnn og taldi að í framtí- ðinni yrðu notaðar landvélar í stað sjóvéla. Og nú var jafnvel í ráði að setja talstöð í TF-Öm. Á miðjum sauðburði bárast þær fréttir úr Rússlandi, að Stalin hafi sjálfur tekið að sér embætti utanríkisráðherra. Og á þessum sama sauðburði, þegar Drottningin lagðist að bryggju í Reykjavík, steig á land nýr aðalræðismaður Þjóðveija, dr. Wemer Gerlach, sem átti eftir að verða kunnur með þjóðinni. í viðtali við hann í Morgunblaðinu, kemur í ljós, sem lítt eða ekki hefur verið minnst á, að hann var vísindamaður á sviði líffærafræði; þekkti vel Niels Dungal próf- essor og heimsótti hann strax. Dr. Gerlach var eins og kunnugt er handtekinn um leið og unnt var eftir innrás Breta einu ári síðar og hafði honum þá gefizt ráðrúm til að eyða skjölum. Löngum hafa annálar greint frá vor- harðindum, en vorið 1939 voru hlýindin fréttaefni; meðalhitinn í apríl 5 gráður og þóttu mikil umskipti frá árinu 1932, þegar meðalhitinn í apríl var aðeins 0,8 gráður. Það segir sína sögu, að sjávarhitinn á Hala- mi'ðum var 6.5 gráður í stað þess að standa á núllinu eins og oft var reyndin. Á þessu hlýja vori voru tveir listamenn til moldar bomir: Sigfús Einarsson tónskáld og Bjöm Björnsson teiknikennari. Jafnframt er augljóst hvað í vændum er fyrir norðan: byijað að auglýsa eftir síldarstúlkum til Siglufjarðar. Ugglaust hafa þær farið sjó- leiðina norður, en það tosast líka með sam- göngur á landi: Sami bíllinn komst á þessu vori næstum alla leið frá Borgamesi til Akureyrar. Við Gijótá á Öxnadalsheiði varð hann þó að snúa við en farþegarnir gengu 3 km að Bakkaseli, þar sem annar bíll frá Akureyri beið eftir þeim. ANNA S. BJÖRNS- DÓTTIR Hrútaljóð Og svo hafið þið hrútana hérna sagði hún hressilega mitt í sauðburðinum og benti á kind með horn eða þekkir maður ekki hrútana á hornunum? Nei, þeir þekkjast aðallega á klofinu var svarið. Ekkert meira með það. Vor Meðan lömbin fæðast fæðast Ijóðin mín. Þau þurfa ekki að láta lífið að hausti. Höfundur er skólastjóri í Broddanesi. ÍVAR BJÖRNSSON Foreldra- vandamál Fyrrum skorti þekkingu og fullnægjandi vörn svo alltaf voru að fæðast þessi óvelkomnu börn. Þau ollu sínum foreldrum og fæðingarsveit margháttuðum erfiðleikum, meiri en nokkur veit. Ennþá suma henda þessi ævafornu slys. Ennþá verða börnin til ama og mótlætis. Æ leggjast þyngri byrðar á líkama og sál. Alltaf skapast fleiri og fleiri foreldravandamál. Loks er hún þó fundin þessi fullnægjandi vörn. Fólk á nú að geta hætt að geta fleiri börn. Er þá ekki vakið upp nýtt vandamálaþras! Fólk bregður sér til miðils og börnin koma í glas. Já, náttúran er taumlaus og tillitslaus og grimm. Þau hoppa upp úr glösunum í hópum, allt að fimm. Nei, aldrei fór í verra en vandamálið það.. Enginn veit nú „hver er hvers og hver á hvað“. Höfundur er íslenskukennari í Verslun- arskóla fslands. Þýzkir herforingjar dást að hinni rómuðu Siegfried-línu, sem álitin var ósigrandi. Framhald í næstu Lesbók. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.