Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 16
TVIBIJRAR FRA Chevrolet Mælaborðið í Berettu er tölrænt og gefur upplýsingar bæði með tölum og súlum. veg í fyrirrúmi, enda er vindstuðullinn 0,33, sem þykir vel boðlegt. Þá þykir mér vel, 'að enn sem fyrr í amerískum bílum, er ekki verið að spara efni. Hurðirnar eru geysilega sterklega smíðaðar og allir póstar afar traust- vekjandi og allt bendir það á langa og góða endingu, svo og öryggi. Með Corsicu fæst útfærsla, sem hentar barnafólki; 4 dyr, rúmgott skott, fullkomið aftursæti. Beretta er hinsvegar tvennra dyra og með næsta ófullkomnu aftursæti, sem nægir að vísu fyrir börn og kannski hund, en er varla fyrir fullorðna. Þessi sportlega út- færsla líkar mér að flestu leyti betur; teikn- ingin að utan er betri, mælaborðið einnig og það er skemmtilegt hvernig vélin urrar, þeg- ar tekið er af stað og snúningshraðapílan er komin uppí 3000. Það sem kemur á óvart er snerpan. Slík snerpa fæst yfirleitt ekki fyrir lítið, en eftir erlendum heimildum að dæma er meðaleyðslan um 11 lítrar á hundr- aðið. Það verður að teljast mjög vel sloppið. Gísli Sigurðsson Chevrolet Beretta - tvennra dyra út- færsla með sport- legu útliti, en er að flestu leyti sami bíll og Corsica. Chevrolet Corsica - millistærðarbíll, sem hentar fföl- skyldu - Vel teikn- aður og vandaður bíll. Verkleg og sterk smíði: Hurð og dy- raumbúnaður á Berettu. mælar og verklegri bensínmælir ætla ég að sé vandfundinn í samanlagðri bílaframleiðslu heimsins. Fyrir 8 árum varð allt í einu hagstætt að kaupa ameríska bíla og þá eignaðist ég nýjan Chevrolet, sem segja má, að hafi verið eins- konar millistig milli dreka fortíðarinnar og þeirra Chevrolet-bíla, sem nú fást. Mér fannst athyglisvert að sjá og finna breytinguna, sem orðin var á þessum 8 árum. Gamli Chevrinn minn var 6 strokka og sjálfskiptur. Allt hans eðli var þannig, að það hvatti mann fremur til að aka rólega og afslappað, líkt og mjög einkennir aksturslag Ameríkana. Núna hefur þessum áherzlum verið breytt. Þrátt fyrir sjálfskiptinguna er viðbragðið mjög líflegt: Berettan nær hundraðinu á rétt- um 11 sek. og hámarkshraðinn er 185. Sama mun gilda fyrir Corsicuna; þetta er í raun sami bíllinn í tvennskonar útfærslu. Vélin er 6 strokka og 2 ventlar á hvern strokk, sem þykir nú orðið dálítið gamaldags útfærsla. En það er af og frá, að ökumaður finni nein merki um skort vélarinnar á öndunarhæfni, öðru nær. Að óreyndu hefði ég gizkað á vélarafl uppá 150 hestöfl, en bókin segir 127. Að þessu leyti hefur Chevrolet yfirburði yfir suma hátt skrifaða keppinauta frá Evr- ópu. Vélin og vinnslan er framar öllu öðru það ánægjulega við þessa bíla og gagnstætt því sem áður var, hvetja þeir ökumanninn fremur til að aka greitt, ugglaust of greitt miðað við íslenzk hámarksákvæði. Það er aftur á móti í deild sem heitir akst- urseiginleikar, að ekki hefur tekizt að ná hinum evrópsku keppinautum. Þá er ég að tala um vel búna bíla á hliðstæðu verði eins og Saab 9000, BMW 520, Benz 190-200 og Lancia Tema. Líkt og gildir um þá alla, virð- ist íjöðrunin stinn, en munurinn kemur í ljós þegar farið er að beita bílnum með nokkrum sviptingum, eða ekið á holóttum vegi. Þá verða þeir tvíburar full hastir og eiga til að „hlunkast" ofan í holur, einkum Beretta, sem er á stinnari ijöðrum. Það skal tekið fram, að þessa verður ekki svo mjög vart í venjuleg- um akstri: ég er hér að tala um akstur þar sem bílnum er beitt, ekki til hins ítrasta, en nokkuð ákveðið á holóttum vegi. Annað sem gæti staðið til bóta eru sætin. Stólarnir að framan þyrftu að vera ögn stærri og veita betri hliðarstuðning til að teljast í hæsta gæðaflokki. Þau eru samt alls ekki slæm. Hönnunin að utan er öll betri; afturendinn á Berettunni er mjög vel leystur, en það virðist þvælast fyrir mörgum bílasmiðum nú á dögum. Straumlínan er al- Einhvemtíma hefði því vart ver- ið trúað að þetta væm amerískir bílar: Framendinn á Corsicu að ofan, afturendinn á Be- rettu. Ialllangan tíma hefur staða dollar- ans verið með þeim hætti, að amer- ískir bílar hafa átt erfitt uppdrátt- ar hér á landi og svo er enn. Raun- ar má segja, að sneið ríkiskassans af bílverðinu sé svo græðgisleg, að samsvari innflutningshöftum, enda eru hverskyns höft í miklu uppáhaldi hjá núverandi ríkisstjórn. Fjár- málaráðherrann virðist ekki skilja að tolla- reglur varðandi bíla eins og þær eru nú, eru pottþétt aðferð til að koma í veg fyrir tekjur ríkisins af bílainnflutningi. Þegar sæmilega vel búnir millistærðarbílar eru komnir yfir hálfa aðra milljón, er nánast búið að taka fyrir innflutning. Bílarnir tveir, sem gerðir verða að umtals- efni hér eftir reynsluakstur, lenda ásamt mörgum öðrum í þessum flokki: Chevrolet Corsica á um 1.600 þús og sportútgáfan af honum, Chevrolet Beretta á um 1.750 þús- und. Hvað ætla má að væri hæfilegt verð, er vitaskuld vandasamt að benda á; ætli þetta sé þó ekki orðið um 500 þús. of mikið til að geta talizt raunhæft. A fyrsta áratugnum eftir stríðið var mjög litið upp til bandarískrar bílaframleiðslu o| risamir þrír, GM, Ford og Chrysler, gnæfðu þá yfir aðra framleiðendur. Þetta voru níðsterkir og efnismiklir bílar, enda munu einstaka Chevroletbílar af árgerð 1955 enn vera í umferð. Tími drekanna leið undir lok í olíukreppunni á áttunda áratugnum og bíla- framleiðslan í Detroit náði ekki að halda stöðu sinni gagnvart Japönum og Evrópu-framleið- endum. Með tímanum hefur ítölsk/evrópsk hönnun orðið ofaná og viðmiðun allra er tvímælalaust þýzk bílaframleiðsla með Mercedes-Benz og BMW í broddi fylkingar. Japanir eru hvergi smeykir við beinar stæl- ingar, en amerísk bílaframleiðsla lætur ekki standa sig að verki með neitt slíkt; þó eru auðsæ áhrifin frá Evrópu og þeirra gætir mjög greiniga á tvíburunum frá Chevrolet, Corsicu og Berettu. Nú er til dæmis löngu liðin tíð, að mæla- borð í amerískum bíl minni mest á djúkbox, heilir bekkir að framan eru sjaldgæfir, en eru þó til, og ekki er það sízt í hreinleika hins ytra útlits, að veruleg breyting hefur orðið, sem mér finnst öll til bóta. Astæðan er einnig sú, að niðurstöður úr vindgöngum ráða allsstaðar miklu um ytra útlit og orsaka m.a., að efri hluti framrúðunnar er nokkuð nærri höfði ökumanns og farþega í framsæti. Drekunum frá í gamla daga er nú ekki hátt lof haldið fyrir aksturseiginleika, enda var meira verið að leita eftir þægindum. Einn- ig hér hefur evrópsk og umfram allt þýzk fílósófía orðið ofaná. í samræmi við það eru framsætin í báðum þessum bílum mjög harð- bólstruð miðað við það sem áður tíðkaðist og i staðinn fyrir hin skrautlegu og nokkuð pját- urslegu mælaborð fortíðarinnar, situr nú ein- faldleikinn í fyrinúmi með fáa en mjög greinilega mæla. í Berettunni, sem er sport- lega utfærslan án þess að vera sportbíll, eru tölrænar upplýsingar í mælaborðinu og þar að auki koma fram súlur, sem sýna það sama. Þetta er í hæsta máta nútímaleg útfærsla og eini gallinn við hana fyrir okkur er að upplýsingamar eru miðaðar við mílur. I Corsicunni eru hinsvegar tveir kringlóttir CHEVROLET BERETTA: Nokkur tæknileg atriði Lengd 4.76m Breidd: l,74m Hæð: 1.34m Bil milli öxla: 2,63m Snúningsradíus: 10,7m Bensíntankur: 52 lítra. Farangursrými: 380 lítrar. Þyngd: 1200 kg. Vél: 6 strokka V-mótor, 127 he- stöfl. Hámarkshraði 185 km á klst. Viðbragð 0-100 km: 11,0 sek. Verð: Um 1,750 þús. Umboð: Samb. ísl. samvinnufélaga, Bílvangur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.