Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 15
Lestarferðir Á fiillrí ferð Tímaritið „Business Traveller“ — Sldljið streituna eftir og takið lestina, segja margir tíma- bundnir ferðamenn á meginlandi Evrópu. Vegna umferðar- öngþveitis á vegum og yfir flug- völlum, er lestin farin að veita flugvélinni harða samkeppni á styttri leiðum. Fargjald með lést er '/<■% af flugfargjaldi. Ferðatími er að nálgast tímalengd á styttri flugleiðum, er stundum jafiivel styttri. Þjónustan að batna — sími og telefax er orðin stað- reynd í mörgum lestum. Og le- starferðin býður meiri hvíld og er oftast streituminni en flug- ferðin. Á meginlandinu tengja 64 jám- brautarfélög rúmlega 200 borgir í 13 löndum. Veitingavagnar eru í hverri lest. Á fyrsta farrými er yfirleitt þjónað til sætis, með hvítum dúk og tilheyrandi. Á aðal- brautarstöðum eru setustofur fyrir fullborgandi farþega. Spánskar lestir bjóða myndbönd fyrir farþega og í nýjustu svefnvögnunum eru svítur með sturtuklefum. Bókunar- kerfið er líka að verða auðveldara. Samanburður á lestar- og flugfargjöldum Mflur Mflur Tími Tími Verö Verö Frá Til (lest) (flug) (lest) (flug) (lest) (flug) AUSTURRÍKI Vín Salzborg 97 166 3 klst. 15.mín. 1 klst. 20 mín. £22.72(1.) £16.12 (2.) £65.11* SVISS Zurich Genf 180 144 3 klst. 1 klst. 15. mín. £27.15(1.) £17.38 (2.) 07.00 (d.) £63.00 (ód.) Zúrich Bem 80 ** 1 klst. 20 mín. ** £18.00(1.) £1320 (2.) ** FRAKKLAND París Lyon 317 250 2 klst. 1 klst.25mín. £35.30(1.) £23.60 (2.) £52.51* París Marseille 535 400 4klst.40mín. 1 klst.30mín. £53.90(1.) 05.90 (2.) 05.80* STÓRA.BRETLAND Manchester Leeds 43 1 klst. £5.30(1.) 4.80(2.) .. London Newcastle 269 248 3 klst. 1 klst.35min. £63.00(1.) £42.00 (2.) 07.00* London Leeds 190 171 2 klst. 30 mín. 1 klst. 25 mín. £48.00(1.) 02.00 (2.) £66.00* 00.00 (utanaöalt.) London Manchester 189 153 2 klst. 50 mín. 1 klst. 15min. £47.50(1.) 02.00 (2.) £64.00* £54.00 (utanaöalt.) VESTUR-ÞÝSKALAND Stuttgart Dusseldorf 271 210 4klst.14m(n. 1 klst. 25 mín. £44.47(1.) £29.51 (2.) £111.00 (d.) £74.00 (ód.) Dusseldorf Hamborg 262 225 3 klst. 30 min. 1 klst. 25min. £43.28(1.) £28.86 (2.) £106.00 (d.) £71.00 (ód.) UM MEGINLANDIÐ Dússeldorf Amsterdam 140 132 2 klst. 56 mín. 1 klst.20mín. £21.81 (1.) £14.43(2.) 0920* París Brússel 193 170 2klst.30mín. 1 klst. 20mín. £22.30(1.) £14.90 (2.) 04.50 (d.) 06.50 (Ód.) Frankfurt Brússel 262 190 3 klst. 30 min. 1 klst. 30 min. £39.16(1.) £26.12(24 £131.00 (d.) 02.00 (ód.) TIL ATHUGUNAR: Erfitt er aö bera saman ferðalag í bíl, vegna fjölbreytni farartækja, umferðartafa og fleira. Við flugtímann hefur 30 mínutum verið bætt við eða áætluðumtíma að bóka sig Inn. * Mörg flugfólög bjóða aðeins 1. farrými f innanlandsflugi. ** Ekki boðlð upp á beina þjónustu um borð. ÍGautaborg Álaboi J ótland Árósare D A N Óðinsvé S V í Þ J Ó Ð Ö R K KAUPMANNAHÖFN# ^ S j á l a n d Fj ón ÞYSKALAND Morgunblaðið/ KG Fyrsta „hitabeltiseyja" Dananna liggur miðsvæðis. landinu er heilsumiðstöð með gufubaði, sólarbekkjum og tækja- sal. Utan dyra eru 2 útisundlaug- ar, tennis-, badminton- og golf- vellir, seglbretta- og hestaleiga, hægt að bleyta færi við ströndina og fleira. Gisting er í björtum 3ja-6 manna sumarhúsum. Boðið er upp á viku- og helgar- dvöl. í „helgarpakka“ er innifalin þriggja rétta máltíð við komu á laugardegi, danshljómsveit um kvöldið, gisting í eina nótt, morg- unverðarhlaðborð, kalt borð um hádegið, brottför síðdegis á sunnudag. Verð: 3.990 krónur. Nánari upplýsingar hjá: Lalandia, Lalandiacentret 1, Hagesvej, DK-4970 Rödby. Sími: 03-90 4200 (22) virka daga milli kl.08.00-17.00; um helgar milli kl. 10.00-16.00. Nýjasta tæknin er að smella greiðslukorti inn í vél, sem skilar miðanum til baka. Og hraðlestir æða yfir meginlandið. Hraðahám- arkið, sem var einu sinni 100 mílur á klst., er núna komið upp í 168 mílur á klst. — 520 mílur milli Parísar og Avignon, taka aðeins 3 klst. og 50 mínútur — 391 míla milli Parísar og Genfar tekur 3 klst. og 40 mínútur. Næstu 5 til 6 árin verða fleiri og fleiri hraðlestir teknar í notkun — ekki óalgengt að fjarlægðir stytt- ist um allt að þriðjung! Og Ermar- sundsgöngin þýða byltingu í sam- göngum. Þau munu tengja höfuð- borgimar þijár, London, París og Brussel í hraðskreiðum lestarhring. Leiðin London-París mun fyrst taka þijár og hálfa klst., sem áætl- að er að styttist niður í tvær og hálfa. Frá París til Brussel verða aðeins ein klst. og 15 mínútur (núna 2 klst. og 25 mínútur) og svona mætti lengi telja. Ermar- sundsgöngin boða líka góðar fréttir fyrir flugfarþega. Spáð er að flug- farþegum muni fækka um 2 millj- ónir árlega — á þessum leiðum. Auknar lestarsamgöngur munu vonandi binda enda á bið á flugvöll- um og yfirfullar flughafnir — og boða aukið öryggi í fluginu! Flug- freyjan með mynd- bands- tækið. Saga-farrými Flugleiða Hver farþegi með myndbandsskjá Loksins skutumst við fram úr öllum hinum! Flugleiðir eru fyrsta flugfélagið sem býður hverjum farþega á fyrsta far- rými myndbandsskjá á leiðinni yfir Atlantshafið með nýju 737-400 Boeing-vélunum. Það er fréttaefni í erlendum flugtíma- ritum, að með tilkomu nýju vél- anna, bjóði íslenska flugfélagið Flugleiðir þjónustu og þægindi á við stóru risana — stærstu flug- félög í heimi. Og mesta nýjungin er myndbandstæki, sem full- borgandi farþegar á fyrsta fiir- rými fá afhent á flugleiðinni. Þeir geta valið um að horfa á nýjustu kvikmyndir, fréttir, íþróttir eða annað eftii. Tvímæla- laust mikil auglýsing fyrir lítið flugfélag. Meginlandið ómar af söng og hátíðahöldum Tónleikar og útihátíðir verða óvenju margar á meginlandi Evrópu í sumar. Og fleiri rússneskir lista- menn verða þátttakendur en áður. Aftnæli frönsku byltingarinnar er víðar fagnað en í París og af- mælisveislurnar eru margar. Bonn, höfuðborg Vest- ur-Þýskalands, fagnar 2.000 ára afinæli. Finnska borgin Savonlinna er 350 ára. Bretland minnist 300 ára afmælis réttindaskrár 1689, í kjölfar konunga- skipta. Þess er líka minnst að 50 ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyijaldar og að vestur-þýska sambandsiýðveldið er 40 ára. Margar evrópskar borgir eru líka með árvissa sumartónleika. Hátíða- höld í helstu viðkomustöðum íslenskra ferðalanga Íiiríi hér á 0ftir SUMARTÓNLEIKAR í VÍN (28. júní til 10. septem- ber): Þó að Vínaróperan og leikhúsin séu lokuð á sumr- in, er boðið upp á tónleika víða í borginni: I innigarði ráðhússins, „Musikverein", tónleikahöllinni, Schön- brunn-höllinni og á heimilum Haydens og Schuberts. HÁTÍÐAHÖLD LUNDÚNABORGAR (9.-26.júlí) til að minnast 800 ára afmælis borgarstjóraembættis Lund- úna. Fyrstu tónleikar í tilefni afmælisins, eru haldnir í „Mansion House“, sem er hið formlega móttökuhús borgarstjórans. Boðið er upp á tónleika í Sankti Páls dómkirkju, breska ráðhúsinu, ýmsum sögulegum kirkj- um og tónleikasölum á norðurbakka Thames, sem geng- ur undir nafninu „Cjty of London“. EDINBORGARHÁTÍÐIN (13. ágúst til 2. september) er haldin í 43. skipti. Hátíðakór Edinborgar ásamt sin- fóníuhljómsveit Spánar helga sér fyrstu tvær vikurnar með spánskri tónlist. Síðan taka við franskir listamenn og Nýja franska sinfóníuhljómsveitin, með franska tón- list, í tilefni afmælis frönsku byltingarinnar. Frá 19.-27. ágúst er alþjóðleg djasshátíð í Edinborg og munu 90 hljómsveitir frá 12 löndum halda yfir 400 tónleika. Fleira verður á dagskrá. LISTAHÁTÍÐ í LIMASSOL Á KÝPUR (30.júní til 9. júlí): Leiðandi evrópskir söngvarar og listamenn koma fram í útileikhúsinu í borgargörðum Limassol, Pattich- ion borgarleikhúsinu og miðaldakastalanum. TÍVOLÍ í KAUPMANNAHÖFN (til 11. september) er með tónleika á dagskrá allt sumarið. Frá 1. júlí til 16. ágúst eru tónleikar í Konungshöllinni. Frá 7.-16. júlí er djasshátíð í borginni. New York ballettinn er með sýningar í eína viku, sem hefjast 29. ágúst. ÓPERUHÁTÍÐ í SAVONL- INNA í FINNLANDI (1. til 30. júlí): Finnska borgin Savonlinna fagnar 350 ára afmæli. 3. júlí verð- ur ópera Paavos Heininens „Hnífurinn" flutt í hinum 500 ára gamla kastala Olavinlinna. Annar hápunktur afmælisins er heimsókn Konunglegu sænsku óperunnar, sem flytur „Tosca“ eftir Puccini- og„Singoalla“ eftir Gunnar de Fru- merie. Margt fleira verður á dag- skrá. LISTAHÁTÍÐ í HELSINKI (24. ágúst til 10. september) Álla sunnudaga í júlí eru tónleikar í Kaivopuisto garðinum. Sumartón- leikar frá ll.júlí til 3. ágúst. Á listahátíð munu sinfóníuhljómsveit- ir sænska, danska og finnska út- varpsins, Sinfóníuhljómsveit Hels- inki og hljómsveit Berlínaróperunn- ar spila. FLANDERSHÁTÍÐIN í BELG- ÍU (til 30. október): Þekktar hljóm- sveitir og einleikarar, sem og nýir listamenn munu skemmta í belgísk- um borgum á Flandershátíðinni. Vortónleikar eru í Kortrijk, basilíu- tónleikar í Tongeren og 26. sumar- tónleikarnir í Brugge. Og listahát- _ íðin flytur sig borg úr borg, til" Ghent, Brussels-Leuven og Mic- helen, áður en hún endar í Ant- werpen. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JÚNÍ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.