Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 11
; v ARK I TEKTUR GÍSLI SIGURÐSSON tók saman. Hæstu byggingar heimsins Skýjakljúfar framtíðarínnar eru nú þegar á teikni- borðunum. Til vinstri: Þessi 500 hæða, 2000 metra hái turn á að rísa í Houston í Texas. í miðju: 210 hæðir udnir einu þaki. Þessi skýjakþ'úfur á að rísa í Chicago. Til hægri: Módel af 150 hæða húsi sem einnig á að rísa í Chicago. er gert ráð fyrir að 100.000 manns vinni og fjöldi manns mun búa þar. Það er arki- tektinn Harry Weese og verkfræðingafirmað Lev Zetlin, sem hafa höfuðverkinn af þessu mannvirki, sem verður víst ekki lengi það hæsta í borginni; á öðru teikniborði hjá öðrum arkitekt er unnið að því að teikna 210 hæða hús. En Chicago verður að gera betur ef for- ustan á að haldast þar. Ónnur skýjakljúfa- borg, Houston í Dallas, er með mun stærri plön, því helzt þarf ailt að vera stærst í Texas. Arkitektafirmað Emery Roth & syn- ir hefur falið arkitektinum Robert Sobel það lítilræði að upphugsa og teikna risa-skýja- kljúfinn, sem gnæfa mun langt yfir öll önn- ur mannvirki. Þessi turn verður 500 hæðir og um 2000 metrar á hæð. Öræfajökull hefur þó naumlega vinninginn með sína 2.119 metra. Robert Sobel sér ekki að það verði neinum vandkvæðum bundið að byggja slíkt hús og telur raunar ekkert því til fyrir- stöðu, að það gæti verið tvöfalt hærra. Eina tæknilega vandamálið vegna hæðarinnar felst í lyftunum. Lóðrétt samgöngukerfi í 2 km háum turni er töluvert flóknara mál en lárétt kerfí á jörðu niðri. Það fylgir einnig sögunni, að byggingarkostnaður á rúm- metra tvöfaldist, þegar komið er yfir 100 hæðir. Það má því reikna með nokkuð hárri húsaleigu á efstu hæðunum, þar sem farið er að nálgast 2000 metrana. skýjakljúfakapphlaupinu aftur. Lengst til vinstri má sjá hæstu byggingu heimsins, sem nú er í sigti, en verður þó ekki að veruleika fyrr en rétt fyrir aldamót- in. Þetta er Trump City turninn í New York. Neðsti þriðjungur hússins verður notaður fyrir skrifstofur, á miðbikinu verður hótel, en ofantil lúxusíbúðir. Þaðan ætti að sjást vel yfir borgina í björtu, en oftast þó aðeins út í mistur og ský. Annar frá vinstri og hæsta hús í heimin- um nú er Sears-turninn í Chicago, dimmieit bygging með 16 þúsund gluggum, þar sem 16.700 starfsmenn íjölmargra fyrirtækja fara leiðar sinnar í 103 lyftum og 18 rúllu- stigum. Þriðja byggingin i röðinni er Emp- ire State Building í New York, byggð í kreppunni á 4. áratugnum, 102 hæðir. Þessi bygging hefur þó aðeins örmjóa tumspíru framyfir tvo stæðilega tuma neðst á Man- hattan: World Trade Center, sem em næst á myndinni; afskaplega skrautlausar bygg- ingar, eiginlega eins og tveir langir kæli- skápar. Þeir em hvorki meira né minna en 450 metra háir og var lokið við þá á 8. áratugnum. Þarnæst kemur röðin að Evrópu, sem ennþá getur ekki bent á neitt hærra en Effielturninn í París. Hann verður þó 100 ára eftir fáeina mánuði. Eiffelturninn er 328 metra hár, en næstur honum verður brátt skýjakljúfur í Frankfurt í Vestur Þýzkal- andi, Messeturm. Hann verður í endanlegri mynd um 10 metmm hærri en skrifstofu- tuminn Canary Wharf í London, sem einnig er ófullgerður. Þar næst er NatWest Tower í London, sem er „bara“ 49 hæðir, en samt hæsta skrifstofubygging í Bretlandi núna og gnæfir næstum tvöfalt hærra í City, fjár- málahverfi Lundúna en Pálskirkjan, lengst til hægri á myndinni.í samanburði við Mammonsturna nútímans verður hún æði lágreist; samt er hún enn sem fyrr mikil- fenglegt guðshús. Nútíma tækni og byggingarefni hafa gert mönnum kleift að byggja miklu hærri hús en þau sem hæst em í veröldinni núna. Þau verða brátt viðlíka lágreist við hliðina á þeim nýju og Pálskirkjan á meðfylgjandi teikningu er við hlið skýjakljúfanna. Enn lítur út fyrir að Bandaríkjamenn verði í for- ustuhlutverki; nokkrir risa-skýjakljúfar em fyrirhugaðir og meira en það: Plön og teikn- ingar liggja fyrir af þessum Babelsturnum framtíðarinnar á teikniborðum arkitekta. Þar á meðal era teikningar og módel af nýju World Trade Center í skýjakljúfaborg- inni Chicago og stendur til að þessi við- skiptamiðstöð verði 210 hæðir, 762 metrar á hæð. Til samanburðar verður maður helzt að taka fjall á íslandi: Esjan er til dæmis aðeins 200 metmm hærri. í þessu eina húsi Þegar skráð verður saga byggingarlistar á 20. öld, mun koma í ljós að merk- asta framlag aldarinnar til byggingasögunnar er skýjakljúfurinn. Sú þrá að láta byggingu ná til skýjanna er þó ekki ný af nálinni og hefur lengi fylgt mannkyninu. Hún birtist í þeim fræga Babelstumi og öðmm byggingum, sem fyrir margt löngu voru taldar til sjö furðuverka veraldarinnar. Þar á meðal vom að sjálfsögðu hinir eg- ypzku pýramídar. Á miðöldum, einkum á gotneska tímabilinu, var það hlutverk kirkjusmiða að seilast með turnspímr sem lengst til himins, en jafnvel risakirlqa eins og Péturskirkjan í Róm er rétt rúmlega á hæð eins og fótstallurinn á Tmmp City Tower í New York, sem nú er í byggingu. Tvennt var það sem gerði skýjakljúfínn mögulegan. Annarsvegar sú tækni að reisa einskonar beinagrind úr stáli, sem hófst Chicago á öldinni sem leið, en skýjakljúfar hefðu þó aldrei orðið nothæf hús nema fyr- ir tilkomu lyftunnar. Forn-Egyptar og Rómverjar hefðu skilið þann metnað, sem felst á bak við þessa mikilfenglegu tuma nútímans. Eiffelturninn í París er að vísu ekki skýjakljúfur í venju- legum skilningi, en engu að síður var hann lengi vel hæsta bygging heimsins, unz Bandaríkjamenn yfirgengu hann í hæð. Síðan hefur kapphlaupið einungis staðið milli borga í Bandaríkjunum og hvorki hafa Evrópumenn né aðrir blandað sér í það. Lengi hafði Empire State Building í New York fomstuna. Sears-turninn í Chicago, sem nú mun vera til sölu, var hafður um 70 metmm hærri og er nú í raun og vem hæstur skýjaklúfa. En ekki verður það lengi. Milljarðamæringurinn Donald Tmmp ætlar að byggja ferlíki I formi skýjakljúfs í New York: Tmmp City, sem til stendur að ljúka árið 1999 og hann verður öllum húsum hærri, 617 metrar. Til þess arna hefur Tmmp fengið 100 ekmr lands á bökkum Hudsonfljóts. Með þessum turni, sem verður 150 hæðir, nær New York forustunni í Talið frá vinstri: Trump City í New York,(enn óbyggður) Sears-turninn í Chicago, Trade Center í New York, Effielturninn í París, Messeturm í Frankfurt, Canary hæsta bygging heimsins sem stendur, Empire State Building í New York, World Wharf-turninn í London, Natwest-turninn, einnig í London og Pálskirkjan. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JÚNÍ 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.