Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Page 4
Þar sem steinarnir tala og blómin segja frá Votlendisgróður. fyrst ég má ennþá horfa á yður vakna.“ Þetta eru landnámsplöntur og harðgerar eftir því. Þarna er líka melur tekinn uppá Miðdals- heiði. Steinarnir í honum eru svo gamlir að þeir eru allir þaktir litlum hvítum blettum, sem eru Fléttur. Milli gömlu steinanna standa jurtir einsog Geldingahnappur, Mela- sól og Ljónslappi, sem er góð tejurt. Svo kemur hraunið með sína dularfullu burkna sem heita nöfnum einsog Tófugras, Stóri burkni, Þríhyrningsgras og Liðfætla að ógleymdum Skoilafingri sem býr gjarnan um sig í klettum og sprungurh. Eftir GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Fiskar og önnur sjávardýr. Mólendið kemur næst.þar eru Einirinn og Fjalldrapinn einna skörulegastir plantna. Þar vex líka Þursaskegg og Krækiberjályng í félagi við Holtasóley og Bláklukku, sem er austfirsk að ætt. Svo kemur votlendið varðað Klófífu og Hrafnafífu. Mýrin endar í lítilli tjörn þar sem Gullstör og Tjarnarstör teygja sig upp úr yfirborðinu ög Horblaðka og Hófsóley tjalda sínu fegursta. A þetta allt horfir Engjarósin og drjúpir að venju hæversklega höfði. í blómlendinu sjáum við ýmsar veglegar blómplöntur, svo sem Blágresi, Brönugrös, Mjaðurt og Jarðaber. Yfir þetta gnæfir Reyniviðurinn sem er af rósaætt, Blæösp, sem er sjaldgæf íslensk tijátegund sem verð- ur allhávaxin og ekki má gleyma Birkinu. Loks má sjá þarna rofabarðið sem er að tapa jarðvegi sínum á haf út og er því mið- ur alltof algeng sjón í náttúru íslands. Sveppirnir eru geymdir sér í skáp. Þeir eru þurrkaðir með svokallaðri frostþurrkun. Surrjir þeirrra eru mjög sérkennilegir og nánast ljótir. En það sannast á sveppum einsog mannfólkinu að oft er flagð undir fögru skinni. Fallegasti sveppurinn er Ber- serkjasveppur en hann er jafnframt sá eitr- aðasti. Sá stærsti í skápnum heitir Jöt- ungíma. Stúlka.ein gaf hann safninu í til- efni af 100 ára afmæli þess í fyrra. Þessi sveppur er nánast gorkúla og er sá stærsti sem finnst á íslandi. I enn öðrum skáp eru Fléttur, frægust þeirra er vafalaust Fjallagrasið. En Litunar- skófin var líka fræg á sínum tíma. Með henni var ullin lituð mosagulgræn í gamla daga. Það eru til yfir fimm hundruð tegund- Einmitt núna er að hvolfast yfir okkur allra mesta skammdegismyrkrið. Þegar dagarnir eru svo stuttir að varla tekur að draga glugga- tjöldin frá þá er tilhugsunin um vorið og suma- rið okkar helsta huggun. Þá heyrum við í Holufyliing írá Stöðvarfirði. Heimsókn í Náttúrufræðistofnun íslands anda Lóuna kveða burtu snjóinn svo grasið taki að gróa og blómin að breiða úr sér út um mela og móa. Okkur dreymir um bjart- ar nætur þar sem vonin ræður ríkjum og fuglarnir liggja á eggjum. En-Þegar við verðum óþolinmóð eftir vorinu þá veit ég um eitt gott ráð til þess að stytta sér bið- ina. Við Hlemm í Reykjavík er Náttúru- fræðistofnun íslands til húsa. Þar eru sýn- ingarsalir þar sem hægt er að sjá fjölda margt sem lýtur að náttúru íslands. Fyrir skömmu var þar opnaður nýr salur sem Sigurjón Jóhannsson hannaði í allar innrétt- ingar sem Sviðsmyndir síðan smíðaði. Með nýrri aðferð hefur starfsmönnum safnsins tekist að þurrka svo til allar jurtir sem vaxa villtar hér á landi. Jurtirnar eru ekki pressaðar eins og flestir hafa einhvern tíma gert tilraunir með heldur teknar eins og þær komu fyrir, hellt yfir þær sandi og þær þurrkaðar við talsvert mikinn hita. Síðan var sandurinn látinn renna frá þeim og nú standa þær þarna í eftirlíkingu af sínu náttúrlega umhverfí. Á jökulöldu úr Hafrafelli í Skaftafelli standa m.a. Jöklasól- ey og Vetrarsteinbijótur ásamt Lambagras- inu ljúfa sem Jóhannes úr Kötlum segir um „Nú skal ég aldrei tala um fátækt framar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.