Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Síða 4
■hív rtiBTlr, ifit9v b?[r+Í fSj
j?'l£ ] .6im!sbBisaÍ9)f-t.r3íH.cf8CEH 1 nn: fclíðl ijfny | -fibiiíe nnhst’EJ1 !>!eyíj i5^J ,IiJ r.bnev ijtis rnsii
Upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar
Stríðsæsingamaðurinn
Conrad von Hötzendorf
Conrad von Hötzendorf marskálkur fæddist í
grennd við Vín, í Penzing, 1852. Hann gekk á
herskólann í Wiener-Neustadt og var undirfor-
ingi í herförinni í Bosníu 1878. Kennari varð
hann síðan í herskóla og samdi þá bók um
hernað fótgönguliða, sem varð handbók í
austurrísk-ungverska hemum. Oddviti her-
foringjaráðsins varð hann 1906. Hann lézt
árið 1914.
Mynd: Gísli Sigurðsson.
Miklu veldur sá er upphafinu veldur. Ef það er rétt, að síðari heimstyijöldin
hafí verið afíeiðing þeirrar fyrri, hefur Conrad von Hötzendorf sannarlega vald-
ið miklum ósköpum á þessari öld.
Á síðastliðnu hausti voru
liðin 75 ár frá upphafi
fyrri
heimsstyrjaldarinnar,
sem löngum er rakin til
morðsins á
erkihertoganum í
Sarajevo. Það varþó
aðeins kornið sem fyllti
mælinn; á undan var
gengin röð atburða með
þessari venjulegu
stigmögnun þar til ekki
verður aftur snúið og
mestan þátt í þeirri
óheillaþróun átti sá sém
hér er rætt um.
Eftir Sir LEWIS NAMIER
Allt frá upphafi hélt hann fram ásóknar-
stefnu, og á þeim örlagaríku árum, sem í
hönd fóru, mun naumast nokkur maður í
ábyrgðarstöðu í Evrópu hafa eins statt og
stöðugt hvatt til stríðs. Hann bryddaði 1907
upp á stríði gegn Ítalíu. í janúar 1908 lýsti
hann yfir, að „vandamál Serbíu og Monte-
negro bæri að leysa með stríði á komandi
ári og um leið mætti líka gera Ítalíu skil“.
Hann lagði til 1909, að Serbía yrði innlimuð
(í Austurríki-Ungveijaland); og það varð
honum til skapraunar, eins og hann dró ekki
dul á, að Bosníu-deilan gekk yfir án stríðs
og landvinninga. Þegar Ítalía átti 1911 í
herför sinni í Tripoli, heimtaði von Hötzend-
orf, að sætt skyldi þess færis, meðan hún
væri um stundarsakir berskjölduð, til að inn-
lima Feneyjar og nágrenni. Við slíkt stríð
yxi her Austurríkis-Ungveijalands hugur, en
hann hefði „goldið stefnu sleitulausra mála-
miðlana, hiks og eftirgjafar". I álitsgerð til
keisarans, dagsettri 15. nóvember 1911,
krafðist hann stríðs gegn ítölum vorið 1912.
Gegn árásarstefnu von Hötzendorf lagðist
Aerenthal greifi, eins og kraftar hans leyfðu,
en hann var þá dauðsjúkur. Franz Jósep
keisari snerist á sveif með Aerenthal og setti
ofan í við von Hötzendorf „vegna sífelldra
árása hans á Aehrenthal", en kvað friðar-
stefnuna vera sína eigin; og keisarinn sagði
von Hötzendorf, að „allir þyrftu að semja sig
að henni", og hversu miklar líkur sem væru
á stríði við Itali, mætti ekki til þess koma,
„nema ítalir stofnuðu til þess“. Keisarinn
klykkti út með þeirri mergjuðu athugasemd,
að „fram til þessa hefði aldrei verið
stríðsflokkur okkar á meðal“. Von Hötzend-
orf tók þau orð til sín, og á iausnarbeiðni
hans var tafarlaust fallist. Hann var 30.
nóvember 1911 skipaður hereftirlitsmaður.
Á eftir fóru Balkan-stríðin 1912 og 6.
desember var von Hötzendorf á ný skipaður
oddviti herráðsins, en hann naut þá eindreg-
ins stuðnings ríkisarfans, Franz Ferdinands
erkihertoga. Honum fannst hann hafa fengið
uppreisn æru og af aukinni ákefð tók hann
aftur upp stríðstal sitt. í janúar 1913 krafð-
ist hann opinberlega, að allsheijar herútboð
gegn Serbíu yrði tilkynnt 1. mars og fylgt
eftir með stríði. Fékk hann ekki sitt mál fram
frekar en áður, því að Þýskaland lét ekki
toga sig út í stríð, og Franz Ferdinand erki-
hertogi var því jafnvel andvígur. Til sárra
vonbrigða fyrir von Hötzendorf var enn eitt
tækifærið gengið úr greipum.
JÚLÍ-ÁGÚST1914
Þegar Conrad von Hötzendorf marskálki
bárust fréttir af morðunum í Sarajevo, þótti
honum a.m.k. ekki þörf á að rannsaka, hvort
Serbía ætti nokkra sök á þeim, né að gera
upp hug sinn um, til hvaða ráða skyldi grip-
ið. Utanríkisráðherra Austurríkis-Ungveija-
lands, Berchtold greifa, sagði hann 29. júní,
að þörf væri á aðgerðum án tafar og þær
hlytu að vera herútboð gegn Serbíu. Því svar-
aði Berchtold, að hann vildi bíða niðurstöðu
af rannsókn málsins; og 'þeirrar skoðunar
voru þeir líka keisarínn, ungverski forsætis-
ráðherrann, Tisza, og hinn austurríski,
Sturgkh greifi, eíns og Berchtold sagði von
Hötzendorf 1. júlí. „Tisza var mótfallinn
stríði gegn Serbíu, því að hann óttaðist, að
Rússland réðist á okkur, en Þýskaland sneri
við okkur baki,“ eins og hann sagði. „Aftur
á móti bjóst Sturgkh við, að rannsókn máls-
ins gæfí gott tilefni til aðgerða. Ég hélt því
hins vegar fram, að hættunni af Serbíu yrði
aðeins frá bægt með kröftugum aðgerðum.
Morðin, framin að undirlagi hennar, væru
stríðstilefni.“
„Málsgögn frá aðdraganda morðanna
bæru ekki vitni um undirróður með fulltingi
serbnesku ríkisstjórnarinnar," sagði 13. júlí
í símskeyti frá von Wiesner, sem austurrísk-
ungverska utanríkisráðuneytið hafði sent til
Sarajevo til að rannsaka málið. „Engar sönn-
ur eru né ábending um, að serbneska ríkis-
stjómin hafí verið með í ráðum eða undirbún-
ingi morðanna eða hafi lagt til vopn.“ En'
von Hötzendorf kvað slíkar niðurstöður ekki
vera annað en „skýrslu til bráðabirgða á því
stigi, sem á væri“ rannsókn máls, sem hann
hefði óðar gert upp við sig án tillits til málsat-
vika. í þrálátum og þreytandi upptuggum
hans á „glæp Serbíu" og „hrottalegum ögrun-
um“ hennar við keisaradæmi Hapsborgara
kvað aðeins við tón gamallar þráhyggju hans.
í upphafi þessa bindis gerir hann grein fyrir
ástæðunum, sem undir bjuggu.
„Á tókust tvö öndverð stefnumið: Varð-
veisla Austurríkis sem samsteypu þjóðernis
síns af Austurríki-Ungveijalandi." Vegna
aðgerða Serba skarst í odda og „af þeirri
ástæðu, en ekki til að jafna um fyrir morðin,
varð Austurríki-Ungveqaland að fara í stríð
við Serbíu.“
En meira að segja þeim, sem bíða vildu
niðurstöðu af rannsókn málsins (í von um,
að heim kæmi við óskir þeirra), var efst í
huga, hvort Austurríki gæti reitt sig á fullan
stuðning Þýskalands, ef bað steypti sér út í
stríð, — í Balkan-stríðunum hafði Þýskaland
neitað að styðja stríðsflokkinn í Austurríki.
Hoyos greifi, sem var chef de cabinet hjá
Berchtold, var þess vegna sendur til Berlín-
ar; og fyrrverandi embættismaður í utanríkis-
ráðuneyti Austurríkis-Ungveijalands hefur
leyst frá skjóðunni um óheillavænlegt erindi
hans og erindislyktir; í fljótræði, eins og
Franskir hermenn á leið í blóðbaðið á Vesturvígstöðvunum.