Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Page 6
Ævintýri eftir NICOLO MACCHIAVELLI
Belfagor var
skuldbundinn til að
giftast einhverri konu og
búa með henni í
hjónabandi í tíu ár. Svo
mátti hann látast deyja
eðlilegum dauðdaga á
jörðinni, flytjast heim og
skila skýrslu sinni eftir
beztu samvizku.
Þorvarður
Magnússon
þýddi.
að var einu sinni mjög
heilagur maður, sem var
virtur og elskaður af öll-
um fyrir dyggðugt
lífemi. Einhveiju sinni,
er hann var niðursokkinn
í bænir sínar sá hann
mikinn fjölda fordæmdra
sálna þeirra manna, er dáið höfðu í syndum
sínum. Hann sá einnig refsingu þá er þeir
fengu í neðra.
Öldungurinn tók eftir því, að þeir for-
dæmdu kvörtuðu ekki yfir neinu eins og
því, hve þeir höfðu verið heimskir að taka
sér konur, sem steypt höfðu þeim í ógæfuna.
Yfirdómarar kölska og allir kviðdómendur
urðu yfír sig hissa, þegar þeir heyrðu þetta
og þeir fóru að halda, að þeir þekktu ekki
nógu vel hvað gerðist uppi á jörðinni. Þeir
vildu ekki að órannsökuðu máli skella allri
skuld á kvenfólkið og ákváðu að rannsaka
þessar sakir betur.
Tveir virðulegir yfirdómarar fóru og töluðu
um málið við Satan sjálfan og þegar hann
hafði heyrt málavexti setti hann saman nefnd
hinna færustu erkidjöfla til að rannsaka þessi
mál öll og leiða sannleikann í Ijós.
Kölski ávarpaði nefndina og sagði: „Heiðr-
uðu vinir og dómarar, þar sem það hefur
komið í vorn hlut að stjóma þessu volduga
ríki vom hér, þá leggjum vér mikla ábyrgð
yður á herðar vegna þessa máls. Vér verðum
að fara eftir réttum lögum hér í öllum grein-
um. Þar sem allir nýliðar hér í ríki voru
hafa nú um sinn skellt allri skuld á hið veik-
ara kyn og kemur oss það undarlega fyrir
sjónir, því vér höfum ekki orðið varir við það
fyrr, að kvenfólkið hafi tekið karlmönnum
svona langt fram. Þetta mál verður að at-
huga niður í kjölinn og hér verður ekkert
kæruleysi þolað.
Svo óskum vér góðrar samvinnu við yður
alla.“
Þegar þetta mál reyndist svona mikilvægt
ákvað nefndin, sem var samansett af yfir-
dómuram og kviðdómendum, að spara enga
fyrirhöfn og vinna af samviskusemi og trú-
mennsku.
Margir dómaranna álitu best að senda
góðan og heiðarlegan erkidjöful upp til jarð-
arinnar til að afla upplýsinga frá fyrstu
héndi. Aðrir dómarar álitu einfaldast að taka
gott úrtak úr hópi nýkominna sálna og pína
þær til sagna.
Sumir þessara dómara höfðu fundið upp
nýjar píningaraðferðir og töldu þeir sig
mundu fá sérstakan bónus frá kölska ef
þeirra aðferðir reyndust vel og þá sáu þeir
jafnframt fram á stöðuhækkun.
Meirihluti nefndarinnar hafði samt þá
skoðun, að best væri að senda góðan og hlut-
lausan fulltrúa upp til jarðarinnar til að rann-
saka málið og þetta var ákveðið.
Þegar til átti að taka þá vildi enginn af
púkunum takast þessa ferð á hendur, þeir
vildu heldur sitja í ró og makindum kyrrir í
neðra.
Þá var ákveðið að láta hlutkesti ráða.
Hlutur Belfagors, sem var virðulegur erki-
djöfsi, kom upp. Hann hafði áður fyrr verið
erkiengill á himnum, en fallið. Hann hafði
mikla og fjölbreytta reynslu.
Vesalings Belfagor varð að takast þessa
ferð á hendur þótt honum væri það sárnauð-
ugt. Hann vissi, að ekki þýddi að deila við
kölska og vilji hans var lög í ríkinu og eng-
inn komst þar upp með neitt múður.
Kóngurinn í neðra lét útbúa Belfagor vel
með nesti og nýja skó og eitt hundrað þús-
und gulldúkata, svo að hann gæti komið fram
af fullri reisn á jörðinni og verið húsbónda
sínufn til sóma.
Honum var svo séð fyrir þægilegri ferð
upp til jarðarinnar.
Belfagor var skuldbundinn til að giftast
einhverri konu og búa með henni í hjóna-
bandi í tíu ár. Svo mátti hann látast deyja
eðlilegum dauða á jörðinni, flytjast heim og
skila skýrslu sinni eftir bestu samVisku.
Á þessum tíu árum átti hann að reyna
bæði súrt og sætt eins 'og venjulegur maður
og ráða fram úr öllum erfiðleikum með eigin
skynsemi. Einnig mátti hann beita öllum
brögðum eins og venjulegur borgari. Hann
mátti búast við heilsuleysi, fátækt, öfund og
rógi eins og hver önnur sannkristin sál.
Belfagor tók nú við gullpeningunum og
fór upp til jarðarinnar ásamt þjónustuliði
sínu.
Hann tók sér nafnið Rodrigo de Castilla
og kom svo fram í Flórensborg.
Hann tók á leigu stórt hús í Oginssanti,
sem var þá fínt hverfi í Flórens. Hann sagð-
ist vera spánskur kaupmaður og að sér hefði
gengið illa að græða á Spáni. Svo sagðist
hann hafa farið til Sýrlands og þar hefði sér
gengið vel og nú sagðist hann koma frá
borginni Aleppo.
„Og nú er ég kominn til Ítalíu til að leita
mér að góðri konu og Flórensborg varð fyrir
valinu, vegna þess að ég hef heyrt mikið af
borginni látið vegna góðra laga og stjórnar
og frábærs siðferðis borgarinnar í öllum
greinum.
Rodrigo var mjög laglegur maður, á að
giska rúmlega þrítugur. Hann bjó þannig að
allir sáu að hann hafði rúm fjárráð og marg-
ir héldu, að hann ætti auð fjár.
Hann var fyrirmannlegur og fijáls í fram-
göngu, vel máli farinn og fijálslyndur í skoð-
unum, eins og þá var í tísku.
Hann dró strax að sér athygli margra
manna og göfugra að ættum, en einkum
þeirra, er áttu margar dætur og heldur lítið
í handraðanum.
Rodrigo komst fljótt í kynni við mjög fagra
stúlku, er Ónesta hét, dóttir Amerigo Don-
ati, sem einnig átti þijá sonu alla uppkomna.
Svo átti Amerigo Donati líka þijár yngri
dætur, sem vora að komast á giftingaraldur.
Þetta var vel metin fjölskylda, en með frekar
lágar tekjur.
Rodrigo og Ónesta felldu hugi saman og
Rodrigo ákvað að halda mjög dýrðlega gift-
ingarveislu og gleðja með því tengdafólk sitt.
Eftir þetta fór Rodrigo að taka þátt í sam-
kvæmislífi borgarinnar og öllum þeim fagn-
aði, sem auður gat veitt.
Þessi lífsmáti var dýr og kostaði hann
mikla peninga. Hann hafði ekki lengi notið
samvistanna við hina elskulegu konu sína
Ónestu, að hún varð honum svo ljúf, að hann
gat ekki neitað henni um neitt. Hann þoldi
ekki að sjá hana óánægða með nokkurn hlut.
Meðal annarra góðra gjafa, svo sem feg-
urðar og ættgöfgi hafði frúin flutt inn á
heimilið ósegjanlegt stórlæti, svo sjálfur Lús-
ífer komst hvergi í samjöfnuð við hana.
Húsbóndi hennar, sem þekkti vel til í efri
og neðri byggðum, var ekki í neinum vafa
um að frúin bar höfuð og herðar yfir Lúsífer
í allri stórmennsku og rembilæti.
Nú fór að verða allra veðra von og versn-
aði stórum er frúin fékk pata af því, að pen-
ingar Rodrigos voru ekki-óþijótandi. Þegar
Ónesta komst að þessu ákvað hún að ráða
yfir manni sínum og stjórna með járnaga.
Þegar frúin fann, að maður hennar mundi
standast þessa raun fór hún að skaprauna
honum á allar lundir, með mæðgunum og
mögli. Hún reyndi að skapa honum óvissu
og gera hann reikulan í ráði. Ónesta fékk
föður sinn og bróður og alla ætt sína á sitt
band, en Rodrigo bar ok hjónabandsins af
fullri sæmd og þoldi atlt eins og heilagur
dýrlingur og haggaðist ekki í ást sinni til
konu sinnar.
Það er óþarfí og enda ekki hægt að telja
allt það erfiða, sem Rodrigo lagði á sig til
að seðja smekk og löngun frúarinnar í fögur
klæði og annan fagnað.
Ónesta fylgdi alltaf nýjustu tísku í öllum
hlutum og allir vita, að- ekki dugar neitt
smátt þeim.tískukonum, sem fremstar voru
í flökki tískukvenna Fiórensborgar þá frekar
en nú í dag;
Til að komast sæmilega af við konu sína
var Rodrigo þetta ekki nóg, heldur neyddist
hann til að taka tengdaföður sinn upp á arma
sína og hjálpa honum til að gifta yngri dæt-
ur sínar og búa þær út með heimanmund,
er ættgöfgi þeirra sómdi.
Svo bað Ónesta mann sinn að koma fótun-
um undir einn bræðra sinna með því að
styrkja hann til vörukaupa. Bróðirinn vildi
búa skip sitt vel og sigla til Levantborgar í
verslunarerindum. Miðbróðurinn þurfti Rodr-
igo að efla til silkikaupa, svo hann gæti stund-
að klæðaverslun í stóram stíl í mörgum borg-
um. Þriðji bróðirinn vildi gerast gullkaup-
maður í Flórensborg.
Þannig eyddist mestur auður Rodrigos de
Castilla, peningarnir hurfu í eina botnlausa
hít.
Nú liðu tímar og það var komið undir
Jónsmessu og kjötkveðjuhátíðin fór í hönd.
Borgin var öll skreytt eins og venjulega.
Allir höfðingjar og ríkismenn ætluðu að halda
dýrðlegar veislur um hátíðina og enginn vildi
vera eftirbátur annars. Frú Ónesta vildi ekki
láta neinn skyggja á sig og hún ákvað að
maður hennar Don Rodrigo skyldi halda dýr-
ustu veisluna. Hann varð eins og venjulega
að láta að vilja konu sinnar. Hann vildi gera
allt til að hafa frið í húsinu. Hann ól alltaf
þær vonir með sér, að hann gæti gert konu
sína ánægða. En þetta átti ekki svo að fara.
Hroki frúarinnar óx við hveija ósk, sem hún
fékk uppfyllta og svo kom, að þjónustulið
af báðum kynjum, sem Rodrigo hafði haft
með sér úr neðri byggðum, gekk úr vistinni
og flúði heim. Þjónaliðið þoldi ekki járnaga
frú Ónestu.
Rodrigo hafði nú ekki eftir neinn þjón, sem
hann gat treyst eða trúað fyrir nokkra máli.
Það mátti segja, að honum félli allur ketill
í eld, þegar einkaþjónn hans, margreyndur
og traustur púki, yfirgaf hann og hljóp sem
byssubrenndur burt, beinustu leið til neðri
byggða.
Allt lausafé Rodrigo var nú uppurið, en
hann hafði enn lánstraust. Hann vonaði, að
bræður konu sinnar mundu innan tíðar borga
eitthvað af skuldunum. Don Rodrigo ákvað
að halda rausn sinni og taka lán til stutts
tíma hjá víxlara og hætta öllu til, eins og
margir stórspekúlantar urðu oft að gera í
verslunarbraskinu í Flórensborg.
Sjaldan er ein báran stök. Nú komu frétt-
ir frá austri og vestri. Einn bræðra Ónestu
sóaði öllum þeim peningum, er Rodrigo hafði
lánað honum, í teningaspil, sukk og aðra
óráðsíu. En sá bróðir frúarinnar, sem gerðist
kaupmaður og fór í siglingar, kom siglandi
með dýran farm, en allt var óvátryggt. Hann
braut skip sitt og sökk það með manni og
mús upp við landsteina.
Þegar þetta fréttist til lánardrottna Rodr-
igo gerðu þeir félag með sér og ákváðu að
ganga að honum og hinnheimta allar skuldir
hans í einu. Þeir settu njósnara sína honum
til höfuðs og áttu þeir að vaka yfír því, að
hann gæti ekki strokið úr borginni eða stokk-
ið frá óuppgerðu þrotabúi.
Rodrigo sá að hveiju stefndi og eins, að
skuldheimtumennirnir höfðu öll lög með sér.
Hann ákvað að bijóta allar brýr að baki sér
og leggja allt undir eitt teningskast og reyna
flótta.
Sem betur fór bjó hann nærri borgar-
múmum rétt við Pratohliðið. Rodrigo tók nú
besta hestinn sinn, steig á bak einn morgun
fyrir sólarupprás og reið út úr borginni.
Flótti hans varð brátt kunnur um alla borg-
ina. Lánardrottnar hans létu safna hestum
og fengu fjölmennan varðflokk með sér.
Þeir stigu á hesta sína og þeystu út úr bbrg-
inni ákveðnir að ná Rodrigo með illu eða
góðu. Mikill skari borgara elti leitarmennina
með miklum gný og hávaða. Rodrigo hafði
aðeins einnar mílu forskot, er hann heyrði
háreystina í leitarmönnunum og hann sá, að
óðum dró saman og flokkurinn mundi brátt
koma á hæla honum. Hann yfirgaf þjóðveg-
inn og tók stefnu yfír engjar og akra. Hann
ætlaði að reyna að fela sig á hentugum stað.
Rodrigo fann brátt sér til skelfíngar, að
hann var kominn í algjörar ógöngur, því alls
staðar milli engja og akra voru ófærar keld-
ur og skurðir ásamt görðum og girðingum.
Hann steig því af hesti sínum og skildi hann
eftir og tók til fótanna og braust áfram gegn-
um víngarða og ófæra rósarunna, þar til
hann komst til Peretola. Hann flúði inn í hús
Matteo del Bricca, landseta Giovanni del
Bene.