Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Blaðsíða 7
Rodrigo hitti Matteo að máli,
þar sem hann var í fjósinu og
var að gefa kúm sínum. Rodrigo
bað bóndann fyrir alla muni að
bjarga sér, því við honum blasti
skuldafangelsi eða jafnvel dauði.
Rodrigo sagðist geta launað
björgunina konunglega og gert
hann að ríkasta manninum í öllu
byggðarlaginu. Þótt Matteo
bóndi væri ekki læs né menntað-
ur, þá var hann glúrinn og hygg-
inn sveitamaður. Matteo var
óhræddur eða jafnvel harðhugað-
ur er peningar voru í aðra hönd
og svo leist honum prýðisvel á
Rodrigo. Hann ákvað að bjarga
honum og faldi Rodrigo í stórri
moðhrúgu og huldi svo allt með
hálmi. Þegar leitarmennirnir
komu svo litlu seinna gripu þeir
í tómt og þeir gátu engar upplýs-
ingar fengið hjá Matteo bónda.
Skuldheimtumennimir leituðu
um héraðið í tvo sólarhringa og
hurfu svo aftur við lítinn orðstír
heim til Flórensborgar bæði fok-
reiðir og óánægðir.
Þegar hættan var liðin hjá dró
Matteo bóndi Don Rodrigo upp
úr moðhrúgunni og óskaði launa
sinna fyrir björgunina.
Rodrigo svaraði honum þann-
ig: „Ég játa það, vinur, að ég
stend í mikilli þakkarskuld við
þig og til þess, að þú sjáir, að
ég er fullkomlega einlægur, þá
ætla ég að segja þér hver ég
er.“ Svo sagði hann Matteo
bónda sögu sína í öllum atriðum,
hvernig hann var sendur upp til
jarðarinnar og hvers vegna hann
giftist og eins hvernig hann
strauk frá kónu sinni og yfirvof-
andi gjaldþroti. Svo sagði hann
bóndanum með hvaða ráðum
hann mundi gera hann ríkan.
En það ætlaði hann að gera á
eftirfarandi hátt: „Undir eins og
þú heyrir, að einhver rík frú hér
í nágrenninu sé orðin vitlaus eða
setin af illum anda, þá skaltu
taka það sem gefið, að ég sé þar
að verki. Ég mun ekki yfirgefa
frúna fyrr en þú kemur og segir
mér kurteislega í lágum hljóðum
að hypja mig brott. Fyrir lækn-
inguna skaltu heimta mikið gjald
bæði af eiginmanninum og öllum
nánustu ættingjum. Mundu svo
að taka gjaldið fyrirfram áður
en þú segir mér að fara. Öll viðskipti er best
að hafa klár og kvitt og forðast öll eftir-
kaup. Þetta bragð þurfum við ekki að leika
oft, ef þú hagar þér skynsamlega."
Þegar Don Rodrigo hafði þetta mælt hvarf
hann á braut.
Litlu síðar fréttist um alla Flórensborg
öllum íbúum þar til skelfingar, að ein virðu-
leg frú, dóttir Messer Ambrogio Amedei,
væri orðin mjög einkennileg eða alveg snar-
rugluð. Hún var gift virðulegum borgara,
Buonajúto Tebalducci. Hann fullyrti, að kona
sín væri haldin illum anda. Allir frændur og
yenslamenn frúarinnar leituðu allra ráða til
að lækna hana, en allt kom fyrir ekki. Það
var heitið á marga dýrlinga og það var leitað
ráða margra biskupa, en illi andinn Don
Rodrigo bara hló og sat sem fastast. Til
þess að sanna, að hér væri ekki um neina
ímyndun að ræða, heldur væri hér virkilega
illur andi með í spilinu, lét Rodrigo frúna
fara að tala klassíska latínu og halda nokkra
fyrirlestra um erfiða heimspeki. Einnig sagði
frúin margar skaðræðis hneykslissögur um
sjálfa sig, mann sinn og nánustu ættmenni.
Svo sagði frúin margar tvíræðar sögur úr
virðulegustu munka- og nunnuklaustrunum.
Allir sem heyrðu fylltust undrun og skelfíng-
'arhrolli, en hlustuðu þó á með áfergju.
Faðir frúarinnar, Signor Ambrogio gat
ekki með nokkru móti þaggað niður í dóttur
sinni og enginn vissi hvar þetta myndi enda.
Matteo bóndi heyrði loks þessar fréttir.
Hann hafði snör handtök, söðlaði hest sinn
og reið í loftinu til Flórensborgar, hitti Sign-
or Ambrogio að máli og fullvissaði hann um,
að hann gæti læknað dóttur hans, en lét
þess getið, að lækningin yrði dýr. Matteo
bóndi krafðist fimm hundruð flórína, því
hann ætlaði að kaupa eina af bestu jörðunum
í Peretolahéraði.
Signor Ambrogio gekk strax að þessu, en
Matteo bóndi setti upp ábúðarmikinn svip
og tautaði einhveijar þulur, til að slá ryki í
augu fólks. Svo gekk hann til veiku frúarinn-
ar og hvíslaði í eyra hennar: „Rodrigo, það
er ég, Matteo, sem er kominn, stattu nú við
samninginn og farðu burt.“ Rodrigo svaraði:
„Þetta er goft, en þú hefur ekki heimtað
nógu há laun. Þú verður ekki ríkur af þessu.
Ég ætla að fara til Napoli og gera dóttur
Karls konungs ruglaða og henni skal ekki
batna fyrr en þú kemur. Þar getur þú heimt-
að hvaða laun sem þú vilt. En svo skaltu
ekki ónáða mig oftar.“
Þegar Rodrigo hafði þetta mælt yfirgaf
hann sjúklinginn og frúin varð alheil til mik-
illar gleri fyrir alla íbúa Flórensborgar.
Það var svo litlu síðar, að prinsessan, dótt-
ir Karls konungs í Napoli fór að verða all
undarleg í háttum. Orðrómur komst á kreik,
að hún væri orðin snarrugluð. Prestar voru
sóttir til hennar og reyndu þeir allt, sem
þeir framast gátu, bæði fyrirbænir og messu-
söng, en allt kom fyrir ekki. í þessum stór-
vandræðum heyrði Karl kóngur um Matteo
bónda og lækningakraftaverk hans. Kóngur
lét nú sækja Matteo til Flórensborgar og
færa hann í höll sína í Napoli.
Þegar Matteo kom til Napoli læknaði hann
prinsessuna, eftir að hafa haft i frammi
nokkra sýndarmennsku, til að vekja athygli
á lækningakunnáttu sinni.
Áður en Don Rodrigo yfirgaf prinsessuna
sagði hann: „Sjáðu nú hérna, Matteo minn,
ég hef haldið loforð mitt og gert þig að ríkum
manni og nú skulda ég þér ekkert. Nú skaltu
vera minnungur þess, að ég hef gert þér
gott hingað til, en héðan í frá skaltu ekki
sletta þér fram í það sem ég geri, eða mun
gera, ellegar þú skalt hafa verra af.“
Svo kvöddust þeir með virktum. Don Rodr-
igo fór eitthvað burt, en Matteo bóndi fór
til Flórensborgar eftir að hafa þegið miklar
góðgerðir hjá Karli kóngi í Napoli ásamt 50
þúsund gulldúkötum.
Matteo hugsaði sér að njóta auðæfa sinna
í ró og næði og harm bjóst ekki við að hitta
Don Rodrigo oftar á lífsleiðinni. En þetta
átti nú ekki svo að fara.
Stuttu eftir þetta flaug sú fregn um alla
Ítalíu, að dóttir Loðvíks kóngs í Frakklandi
væri haldin illum anda og væri búin að missa
nær allt vit sitt. Þessi frétt olli vini okkar
Matteo bónda ekki litlum heilabrotum og
ótta, því hann vissi hve Loðvík Frakkakóng-
ur var voldugur og mundi Matteo vel hvað
Don Rodrigo hafði sagt við hann að skilnaði.
Loðvík kóngur leitaði allra ráða til að
lækna dóttur sína, en allt var árangurslaust.
Mitt í þessum vandaræðum var honum sagt
af hinum undraverða lækningamætti Matteo
del Bricca í Flórensborg. Þegar Loðvík kóng-
ur hafði heyrt skýrslu um lækningu prinses-
sunnar í Napoli, þá lét hann senda hraðboða
til Matteo með beiðni um, að hann kæmi
strax til Parísar. Matteo taldi upp öll tor-
merki og sendi manninn aftur með fjölda
afsakana.
Loðvík Frakkakonungi rann í skap og
hann sendi fjölmennan flokk í fylgd riddara-
liðs til borgarráðs Flórensborgar með þau
tilmæli, að Matteo læknir yrði sendur undir
eins til Parísar.
Borgarráð varð sammála og neyddi Matteo
bónda til fararinnar.
Matteo bónda var tekið með viðhöfn í
París og hann var leiddur fyrir hirðina og
kynntur fyrir kónginum.
Matteo sagði kónginum, að þótt hann
væri að vísu frægur læknir og hefði oft tek-
ist vel að reka út illa anda og lækna fólk,
þá væru sum tilfelli svo erfíð og sumir illir
andar hefðu svo vondan karakter, að þeir
létu sér ekki segjast við neitt, jafnvel handa-
yfirlagningar bestu og helgustu biskupa.
„Hvernig sem allt fer, þá mun ég gera mitt
besta, en konungur verður að fyrirgefa, ef
mér mistekst og ég stend magnþrota gegn
ofureflinu."
Þessu svaraði Loðvík kóngur svo: „Það
verður að fara sem vill, en ef þér mistekst,
þá verður þú hengdur samdægurs."
Þegar Matteo heyrði þennan dóm féll hon-
um allur ketill í eld af skelfíngu, en skyn-
semi og meðfæddur kjarkur kom brátt aftur
til skjalanna. Hann gaf skipun um að veika
prinsessan yrði færð til sín. Eins og venju-
lega gekk hann fast að sjúklingnum og
hvíslaði í eyra hans. Hann bað Don Rodrigo
að yfirgefa prinsessuna og hafa sig á burt.
Hann skírskotaði til drengskapar Rodrigo og
fornrar vináttu þeirra.
„Nú, svo þú ert kominn til að sletta þér
fram í það, sem þér kemur ekkert við, bölvað-
ur þorparinn þinn,“ sagði Rodrigo. „Ertu
ekki ánægður með að vera ríkur maður fyrir
minn tilverknað? Ég skal sýna þér í tvo heim-
ana og allir skulu sjá, að ég er ekkert lamb
að leika við. Sannlega, sannlega segi ég þér,
að þú skalt verða hengdur mér til ánægju
og Parísarbúum til dægrastyttingar."
Þessu svaraði Matteo bóndi engu, heldur
fór að íhuga hvað nú væri til ráða.
Hann sagði við kónginn: „Yðar hágöfgi,
þetta er eins og ég óttaðist, þessi andi, sem
hefur lagst á prinsessuna, er mjög illrar nátt-
úru, en ég mun gera mitt besta og ég vona,
að allt hafl góðan endi. En ef ég ræð ekki
við neitt, þá er ég á yðar valdi
og vona að yðar hágöfgi virði
sakleysi mitt.
Nú skuluð þér, herra konung-
ur, láta reisa stóran viðhafnar-
pall á aðaltorgi borgarinnar. Pall-
urinn á að vera svo stór, að á
honum geti setið hirðin öll og
allir göfugustu aðalsmenn París-
arborgar ásamt helstu biskupum
og kirkjuhöfðingjum. Pallurinn
skal vera skreyttur með pelli og
purpura, silki og gullofnu klæði.
Á pallinum miðjum skal vera alt-
ari og kirkjumunir til messugerð-
a’r. Umhverfís pallinn skal vera
tvöföld bekkjaröð fyrir ríka kaup-
menn og aðra virðulega borg-
arbúa, en þar utar skal vera
áhorfendasvæði fyrir allan al-
menning. Svo þarf að vera autt
svæði á þeim enda torgsins sem
fjær er. Þangað skal safna hljóm-
listarmönnum með lúðra, básún-
ur, trommur og skálabumbur,
sekkjapípur, simbala, bjöllu-
hringlur og önnur hljóðfæri, sem
gera mestan hávaða. Þessi
hljómsveit skal vera reiðubúin
og byija að spila, þegar ég gef
merki með því að taka ofan hatt-
inn. Jafnframt því sem hljóm-
sveitin spilar skal hún nálgast
pallinn með föstum og öruggum
skrefum. Á morgun, herra, sem
er sunnudagur skulum við taka
daginn snemma. Þér, herra kon-
ungur, skuluð koma með ráðgjöf-
um yðar og hirðflokki og prelát-
um og borgarráði. Svo skal
syngja hámessu og að messu lok-
inni skal leiða til mín veiku prins-
essuna í fylgd með tveimur bisk-
upum.“
Konungur lét framkvæma all-
an þennan undirbúning og reisa
pallinn um nóttina. En daginn
eftir, sem var sunnudagur, var
torgið og næstu götur orðnar
fullar af fólki. Messan var sung-
in og biskuparnir komu með bijá-
luðu prinsessuna ásamt göfugu
fylgdarliði.
Don Rodrigo varð alveg undr-
andi, er hann sá allan þennan
mannsöfnuð og þennan mikla
útbúnað. Hann sagði við sjálfan
sig: „Mér þætti gaman að vita
hvað allir þessir asnar ætla nú
að gera. Ætli þeir haldi, að ég
hafi ekki séð annað eins bæði í
efra og í því neðra. Ef Matteo bóndi stendur
fyrir þessu þá skal hann fá að iðrast þess.“
Matteo gekk nú til hans og bað/hann að
fara með góðu. En Rodrigo svarnði: „Þú
hefur látið kalla saman fallegan söfnuð og
koma með nokkur hljóðfæri, en það jiarf
meira til að ráða við mig og þú munt ekki
komast undan hefnd konungsins. Síðan mun
ég hafa þá ánægju að sjá þig hengdan.“
Matteo sá að fortölur dugðu lítt við Rodr-
igo, þær væru aðeins tímaeyðsla. Hann ák-
vað að láta til skarar skríða og tók ofan
hattinn. Allir hljómlistarmennirnir gripu
hljóðfæri sín og gerðu ógurlegan hávaða með
þúsund lúðrum og trumbum og skálabumb-
um.
Hljóðfæraleikaramir komu nær og nær.
Rodrigo sperrti eyrun hálfruglaður og
sagði við Matteo bónda: „Hvað á þetta að
þýða.“
Matteo svaraði og lést mjög hræddur:
„Það er ekki gott í efni, konan þín er að
koma til að sækja þig.“
Það er ekki hægt að útmála skelfingu
Rodrigo, þegar hann heyrði orðin konan þín.
Hin kalda skynsemi yfirgaf hann á stundinni
og hann gat ekki yfirvegað hvort þetta væri
sennilegt eða líklegt. Vitið hafði alveg vikið
frá honum og hann hugsaði um það eitt, að
komast bestu og beinustu leið heim til sín í
neðri byggðum. Ok hjónabandsins hvorki
treysti hann sér til né vildi þola í annað sinn.
Þannig kom Belfagor aftur heim og tók
að gefa skýrslu um kvenfólkið á jörðinni og
var hún ófögur.
En Matteo bóndi, sem meira vissi um öll
þessi mál en sjálfur erkidjöfullinn, fór krýnd-
ur heiðri og sóma með fullar hendur fjár og
sigri hrósandi heim til sín.
Þýðandinn er bankamaður á eftirlaunum.
Macchiavelli (1464-1527) er þekktur um víða ver-
öld fyrir bók sina Furstann. Sú bók er um það hvemig
á að stjórna og eins um það, hvaða hæfileika æðsti
stjórnandi ríkis þarf að hafa.
Macchiavelli skrifaði einnig sögu Flórensborgar.
Eins og margir frægir menn miðalda var hann leit-
andi persónuleiki. Hann var slóttugur og gerðist
stjórnmálamaður og pólitískur fræðimaður seinna.
Hann gat verið dramatískur i frásögn.
Belfagorævintýrið sem hér birtist, er ekki úr neinu
sögusafni og er frekar óvenjulegt, þegar litið er á
ítalskar smásögur.
Sagan var fyrst gefin út eftir dauða höfundarins.
A handritið hafði Macchiavelli skrifað, að hann
hafi fundið það í skjalasafni Flórensborgar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1990 7