Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Qupperneq 10
-m-r **• r 1 • ..V .• • •• x
Kerfí a himm og jorð
Kristinn R. Þórisson og atferlistæknifræði
Hugmyndir manna um „Frelsið“ og FTS.
Kristinn er tuttugu og fimm ára, sonur hjón-
anna Þóris S. Guðbergssonar fræðslu- og
menningarfulltrúa og Rúnu Gísladóttur mynd-
listarmanns. Sambýliskona Kristins er Katrín
Elvarsdóttir ljósmyndari. Kristinn er mörgum
kunnur fyrir söng, hljóðfæraleik og laga-
smíðar með hjómsveitinni Sonus futurae og
nú síðast með Hunangsflugunni.
Kristinn R. Þórisson er
nú að læra
atferlistæknifræði í
Florida en hann er fyrstur
íslendinga til að leggja
stund á það nám.
Vélmenni? Kristinn
vinnur á sumrin við
hönnun á slíku tæki hjá
Bandarísku
geimferðastofnuninni
NASA.
Viðtal / PLE
Morgunblaðið/Bjami
Kristinn R. Þórisson.
Kristinn lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1984. Hann lauk
BA-prófi í sálarfræði frá Háskóla íslands
1987. Næsta ár aðstoðaði hann dr. Erlend
Haraldsson við rannsóknir í dulsálarfræði.
Eftir að hafa kannað samband lands-
manna við aðra heima, hélt Kristinn í vestur-
veg og stundar nú nám í atferlistæknifræði
við Florida Institute of Technology en þaðan
lýkur hann mastersgráðu næsta vor. Morg-
unblaðinu hefur borist njósn af því að síðast-
liðið sumar hafi Kristinn starfað við hönnun
vélmennis fyrir Bandarísku geimferðastofn-
unina NASA og næsta sumar mun hann
væntanlega halda þeim starfa áfram.
Atferlistæknifræði = ?
— Atferlistæknifræði, hvað er það?
„Eiginlega samruni sálarfræði og verk-
fræði, nokkurs konar kerfisfræði þar sem
mennimir og þeirra viðbrögð við vélum
og tölvum eru óijúfanlegur hluti af kerf-
inu. Atferlistæknifræðin tengist líka
vinnuvistfræði (ens. ergonomics) sem fjall-
ar um aðlögun véla að notandanum. Það
má segja að markmiðið sé að búa til kerfi
þar sem vélar, tölvur og aðgerðir taki mið
af manninum frekar en að maðurinn þurfi
að laga sig að kerfinu. Með þessu má
m.a. auka afköst, lækka villutíðni, stytta
námstíma og auka öryggi kerfa og verk-
færa.“
— Viltu nefna dæmi um kerfi sem at-
ferlistæknifræðingar fást við?
„Það getur verið allt frá brauðristum
til borgarskipulags. Við fáumst í raun við
öll þau kerfi þar sem menn eru notendur.
Sem dæmi um algeng kerfi má t.a.m.
nefna flugstjórnarklefa eða stjórnstöð í í
kjamorkuveri. Á báðum stöðum er yfrið
nóg af stjómtækjum, tölvukerfum, mælum
o.s.frv. en það sem skiptir máli er hvemig
þeir, sem við þessi tæki vinna, skynja all-
an þennan tæknibúnað og bregðast við
honum. Það er merkilegt að oft eru at-
ferlisfræðingamir kallaðir til í þeim til-
gangi að lagfæra kerfi sem búið er að
hanna. Þetta er þó að breytast; menn eru
famir að átta sig á að það má spara stórfé
með því að taka tillit til notandans frá
upphafi."
— En sumarvinnan, vélmennið hjá
NASA, hvað er þar á ferðinni?
„Ég vinn hjá undirverktaka NASA í
einni af rannsóknarstofum stofnunarinnar,
Goddard’s Robotics Laboratory. Þar starfa
40 manns við að hanna vélmenni sem er
hluti af 10 ára áætlun um að koma geim-
stöðinni „Frelsið“ (ens. Freedom) á braut
umhverfis jörðu. Ætlunin er að vélmennið
sjái um samsetningu á stöðinni og svo
ýmis tilfallandi verkefni. Síðasta sumar
var aðallega unnið við fyrstu drög að
stjórnstöð fyrir vélmennið, það var m.a.
mitt hlutverk að hanna tvær tilraunir til
að meta þessa stjómstöð.“
— Semsagt einhver stjómar, vélmennið
er ekki sjálfvirkt eða sjálfstætt og „hugs-
andi“?
„Nei, það er að verulegu leyti fjarstýrt.
Vélmennið kemur ekki í staðinn fyrir
manninn heldur er það útvíkkun á hæfi-
leikum hans og verður ekki nema að hluta
til sjálfvirkt. Þetta er einmitt eitt.af því
sem gerir hönnunina svo flókna; mörg
kerfi, sum sjálfvirk en önnur ekki. T.d.
verða notuð gervigreindarforrit sem eiga
að fyrirbyggja að stjórnendur ofbjóði ekki
gripnum, beiti ekki of miklum styrk, snúi
t.d. ekki uppá armana og þess háttar.
Vélmennið verður einnig gætt tölvusjón
sem gerir því kleift að átta sig á ákveðnum
aðstæðum og verkefnum sem það á að
geta leyst upp á eigin spýtur — eða öllu
heldur með eigin örmum.“
í Mannsmynd? .
— Hvað heitir vélmennið?
„FTS, Flight Telerobotic Servicer. Jú,
það er satt, það er ekki mjög þjált í
munni. Satt best að segja erum við enn
ekki famir að persónugera það ennþá enda
er sfníðin ekki komin langt. Það er alveg
til að vélmenni séu persónugerð. T.d. var
vélmenni hjá okkur kennt að klippa borða
með skærum en svo tók einhver sig til og
kenndi vélmenninu að höggva með skær-
unum. Og þar með var nafnið fengið,
Norman, eftir alþekktri sögupersónu í
hryllingsmyndinni „Psycho.““
— Hvers vegna á að nota vélmenni en
ekki einfaldlega geimfara?
„Fjölbreytnin, með því að skipta verk-
efnum milli geimfara annars vegar og
vélmenna hins vegar fæst meiri áreiðan-
leiki fyrir einföld verkefni og nægur sveigj-
anleiki fyrir flóknari störf. Þar að auki
vilja bandarísk stjórnvöld auka sjáifvirkni
og fjölga vélmennum í iðnaðinum, finnst
framfarimar of hægar og hafa miklar
áhyggjur af forskoti Japana. Bandaríkja-
menn segja að hver dollari sem sé settur
í geimferðir skili sér þrefaldur til baka
gegnum ýmsa hagnýtingu á geimtækni í
iðnaði.“
— Þetta skýrir áhuga stjórnvalda en af
hvaða rótum er þinn áhugi sprottinn, vél-
menni em sálarlaus?
„Ég hef alltaf haft áhuga á vélmennum
og einnig geimferðum. Það lá því beint
við að sameina þetta tvennt. Vélmenni
hafa alltaf heillað mig, í mínum huga er
það viss áskomn að búa til tæki sem hag-
ar sér eins og maður. Það er skoðun
margra að ef það tækist væri sálargátan
leyst; maðurinn væri ekki annað en full-
komin vél.“
— Heldurðu að það takist?
„Það er verkefni sem er þess virði að
fást við. Ennþá er ómögulegt að spá fyrir
um árangurinn."
— Ætlar þú í framtíðinni að fást við
kerfisfræði vélmenna í geimnum, í „sjö-
unda himni“?
„Það gæti hugsast að ég haldi áfram
að starfa við rannsóknir tengdar geim-
ferðum. Geimferðastofnun Evrópu var t.d.
að opna stóra rannsóknarstofu á þessu
sviði. En ég hef einnig áhuga á tölvukerf-
um, möguleikarnir hér heima eru talsverð-
ir.“
— Möguleikar, íslendingar em taldir
falla illa að kerfi, frekar ókerfisbundnir?
„Ég held ekki að íslendingar séu endi-
lega ókerfisbundnir; í sumum tilvikum
hugsa þeir um of þröng og sérhæfð kerfi.
Lítum t.d. á menntakerfið, í Háskólanum
er mjög skýr deildaskipting, á fögum er
gerður mjög skarpur greinarmunur. ís-
lendingar þurfa að átta sig á nauðsyn
þess að tengja fög saman, eins og gert
er víða í háskólum erlendis. Þá verðum
við betur í stakk búin til að takast á við
verkefni sem gætu rétt þjóðarhaginn,
bæði með átaki í innlendum kerfum og í
hugsanlegum útflutningsvarningi.“
GARÐAR
BALDVINSSON
Milli
lína
undir kyrrstæðum frakka
rennur slabb og stöku steinn
hálfur skór skýst fram
svo annar og veggur
líður hjá, á
þægilegum hraða, fyrir aftan
heyrast smáir smellir eins
og hlaupið sé hratt
bíll hús tré gata
þjóta hjá
nei
það er ekki vinkona mín
held ég, áfram
líður veggur og slabb
blasa við Ijósdeplar í myrkri
skærrauðar línur skerast
í gleiðu horni
nei
ég þekki ekki stúlkuna
með smellina, er ég
beygi fyrir stýft hornið
veit ég að hún eltir
veggurinn læðist ekki beint
meðfram frakkanum
hún gengur á eftir mér
með smellina í skónum
og slabbið, Ijósrandir
bráð laglegt andlit
hálfir skór færast
til hliðar, hún
greikkar sporið
feti framar mér
nei
hún kyrr með veggnum
áfram mjóir kálfar
einn sóli svo annar
stunda glas kroppur á ferð
mætir öðru fólki
hverfur handan þess
nálgast þau þrjú andlit
yfirhafnir sem nálgast
milli línanna
án göngulags
grilli í hana
hverfa svarta fyrir horn
og kirkjugarðurinn
fullur af legsteinum
vaxandi virðingarvottum
sem líða
hægt en örugglega
hjá
Höfundur er rithöfundur og þýðandi
og hefur gefið út Ijóðabókina „Vegferö
í myrkri".
Leiðrétting
í höfundar- og þýðendakynningu með smá-
sögunni Karin eftir Alexander Kielland, sem
birtist í jólablaði Lesbókar, urðu þau mis-
tök, að einn þýðandinn, María V. Kristjáns-
dóttir, var ranglega sögð Karlsdóttir. Leið-
réttist þetta hér með.
10