Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Page 12
nmiiurnim
Avalur og mjúkur á alla enda og kanta.
urra strokka sem eru 95 eða 128 hestafla.
Toyota verksmiðjurnar hafa staðið framar-
lega í framleiðslu fjölventlavéla og er þessi
vél talin sérlega vel heppnuð með tilliti til
viðbragðs og nýtingar eldsneytis. Vélin er
með tveimur yfirliggjandi kambásum, fjór-
um ventlum við hvern strokk og rismyndað
brunahólf en það á að tryggja hraðari
sprengingu. Fjöðrun er McPherson með
jafnvægisstöng að framan og tveggja arma
með jafnvægisstöng að aftan. Diskahemlar
eru að framan og skálar að aftan.
Sama mýktin einkennir Carina II að inn-
an. Innréttingin er hönnuð með fólk í huga,
segja þeir í bæklingum og það er að sjálf-
sögðu góðs viti. Hveijir aðrir ættu annars
að nota svona bíl? En það hefur sem sagt
tekist ágætlega. Framsætin eru einkar góð
og situr ökumaður vel og nánast óhaggan-
legur undir stýri. Stillingar eru góðar á
framsætinu og hljóta þau að duga vel til
langferða án þess að það hafi sérstaklega
verið reynt. Aftursætin fá ekki eins góða
einkunn þó að þau henti vel tveimur far-
þegum. Seint verður jafnvel búið um þijá
menn eins og tvo í aftursæti í þessum venju-
legu fólksbílum af millistærð.
Mjúkur á Alla Kanta
Þegar farið er að aka Carina II má segja
að sama mýktin og í útlitinu komi í ljós
varðandi fjöðrun og yfirleitt alla aksturseig-
inleika bílsins. Þykkar og vel klæddar hurð-
ir, góður frágangur á gólfmottum og mjúk
fjöðrunin leggjast á eitt með að gera bílinn
í senn þýðan og hljóðlátan. Jafnvel þegar
ökumaður krefur hann um snöggt viðbragð
eða við annað álag er eins og alltaf sé jafn
rólegt í orkubúinu. Vélin svarar því umyrða-
laust sem hún er beðin um.
Af lstýrið er hæfilega létt og gírskiptingin
lipur. Mælaborðið er vel búið og ekki þarf
að kvarta yfir að erfitt sé að rata á stjórn-
tækin eða ná til þeirra. Útsýni er gott til
allra átta en þó síst út um afturgluggann.
Höfuðpúðar aftursæta eru að vísu ekki fyrir-
ferðarmiklir en eru þó hvimleiðir og truf-
landi þegar bakka þarf í þrengslum. Hliðar-
speglarnir bjarga hins vegar miklu í svona
tilvikum.
Almennt má segja að auk þess hversu
bíllinn er hljótlátur hefur hann gott viðbragð
og er allur hinn þægilegasti í akstri. Carina
II er meðalstór bíll en hann hefur að ýmsu
leyti eiginleika stærri bíla. Hann er rás-
fastur og gefur ökumanni strax þá tilfinn-
ingu að hér hafi hann traust og öruggt tæki
í höndunum sem gefur honum aukið sjálf-
straust í umferðinni.
VERÐIÐ
Eins og hvað úrvalið snertir hjá Toyota
má segja að verðið sé einnig all fjölbreytt
þegar Carina II er annars vegar. Carina II
1600 XL kostar rúmar 1.150 þúsund krónur
í staðgreiðslu. GLi 2000 gerðin er um 100
þúsund krónum dýrari en vilji menn hlað-
bakinn þarf að greiða vel yfir 1.400 þúsund
krónur fyrir hann. Nálægt þessu verði liggja
ýmsar gerðir af Galant frá Mitsubishi.
Óhætt er að segja að menn fá hér nokkuð
mikið fyrir sinn snúð. Carina II er vandaður
og vel búinn bíll sem gera má miklar kröfur
til.
jt
Toyota Carina II er fáanlegur með skotti eða sem hlaðbakur.
Rennileg og snörp
Toyota Carina II
oyota-umboðið P. Samúlesson er með eitt fjöl-
breyttasta úrval íslenskra bílaumboða, þeirra
sem hafa umboð fyrir eina tegund bíla. Toyota
hefur verið á íslenskum bílamarkaði í meira en
tvo áratugi og býður sem kunnugt er fjölda
gerða fólksbíla og jeppa í ýmsum verðflokk-
um. Toyota Carina II verður kynntur í dag
en hann hefur tekið allmiklum breytingum.
Bfllinn hefur verið hannaður á ný frá grunni
og nýjar 1,6 Iítra eða 2,0 lítra og 16 ventla
vélar gefa bílnum nauðsynlega snerpu og
gott viðbragð.
SverSigÍÆttina
Eins og oft áður þegar við lýsum hönnun
og útliti nútímabílsins hefur Carina mjúkar
og ávalar útlínur og er bíllinn allur hinn
renpilegasti á að líta. Það gildir um fram-
endann þar sem aðalljós og stefnuljós falla
vel að gTÍlli og stuðara, að aftan þar sem
hið sama er uppi á teningnum og á hliðum
er sama mjúka línan ráðandi. Jafnframt
sver Carina sig í Toyota fjölskylduna og á
til dæmis ýmislegt sameiginlegt með
Corolla.
Mælaborð er vel búið og jafnvel þar er
hin mjúka lína ráðandi.
Auk hins hefðbundna fólksbílsmeð skotti
er fáanleg_ Carina Liftback eða hlaðbakur
eins og við nefnum þessa gerð stundum.
Sú gerð gefur meiri möguleika í flutnings-
rými, týmið verður 1,7 m langt þegar aftur-
sætið hefur verið lagt niður, en rýmið er
annars er ágætt í fólksbílnum.
Carina II GL gerðin er 4,44 m löng, 1,69
m breið og 1,37 m há. Bíllinn vegur 1035
kg og er hæð undir lægsta punkt 16 cm.
Bensíntankur er 60 lítra. Beinskiptur er
bfllinn með fimm gíra kassa eða fjögurra
gíra sjálfskiptingu. Sem fyrr segir er Carina
II fáanleg með 1,6 eða 2,0 lítra vélum, fjög-
Ford Fiesta hefur átt velgengni að fagna víða í Evrópu.
Transit hefur þjónað sem sendibíll og minni fólksflutningabíll.
Metár
hjá Ford
í Evrópu
Framleiðsla Ford-bíla í Evrópu á síðasta
ári slær öll fyrri met og jókst hún frá fyrra
ári um 2,5% á fólksbíla og um 12% á sviði
sendibíla af minni gerð og millistærð. Alls
voru framleiddar 1,6 milljónir fólksbíla og
243 þúsund sendibílar voru framleiddir í
verksmiðjum fyrirtækisins í Belgíu, Bret-
landi, Vestur-Þýskalandi, Spáni og Portúg-
al.
Forráðamenn Ford í Evrópu segja að
samkeppni við japanska bíla hafi brýnt þá
til dáða og með þessari aukningu hafi staða
Ford styrkst í þeirri samkeppni. Þeir ótt-
ast þó að ekki verði um aukningu að ræða
á þessu ári nema að nýjungar sem koma
í ljós síðar á árinu laði nýja kaupendur
að fyrirtækinu. Besta söluvara hjá Ford í
Evrópu var á síðasta ári Fiesta en Escort
og Sierra fylgdu fast á eftir.
Ford Fiesta hefur verið söluhæsti bíllinn
i sínum stærðarflokki í nokkrum Evrópul-
öndum og Transit er söluhæsti sendibíllinn
í Evrópu þriðja árið í röð.