Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Side 13
LESBÓK iiiiii si í m e H ® ® i j] ® ® 20. JANUAR 1990 Útivistarhópur á gönguskíðum á Breiðamerkurjökli. Útivistarhópur á Hornströndum. Þátttakendur bera með sér mat, tjald og fót. Utivist - 15ÁRAÍMARS Félagið verður með 245 ferðir á þessu ári Góðir ferðafélagar, gott skipu- lag og góður fararstjóri telst vera skilyrði fyrir góðri ferð, samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar meðal farþega ferðafélagsins Utivistar síðast- liðið sumar. Það kom líka á daginn að rúmlega 90% far- þega voru svo ánægðir með ferð sína, að þeir gáfii henni einkunnina góð eða mjög góð. í Reynishverfi, Reynisdrangur í baksýn. Það er oft freistandi að vaða I sjónum.-en kaldur er hann. Útivist býður upp á fjölbreyttar ferðir, nefna má bakpokaferðir, fjallgöngur, skíðagönguferðir, hjólreiðaferðir, skautaferðir, tunglskinsgöngur, skrautsteinale- it, grasaferðir, kræklingaferðir, sveppaferðir, berjaferðir og enn er fjöldinn allur ónefndur. Við lauslega talningu virðist sem Úti- vist bjóði upp á rúmlega 30 teg- undir ferða. Líklegt er að allir geti fundið ferðir við sitt hæfi. í öllum ferðum Útivistar er fararstjóri og leggur félagið áherslu á að allir fararstjórarnir hafi til að bera landfræðilega og sögulega þekkingu á því svæði sem ætlunin er að fara um. Farar- stjórar félagsins leggja einnig metnað sinn í að gera ferðimar fræðandi og skemmtiiegar fyrir farþega sína. Dagsferðir eru stuttar ferðir. Oft er boðið upp á tvær ferðir á dag og lagt af stað kl. 10 eða 13. í helgarferðir er lagt af stað á föstudagskvöldum kl. 20 og komið til baka seinni part sunnu- dags. Sumarleyf isferðir eru aðeins í júní, júlí og ágúst. Þær stystu eru fjögurra daga en þær lengstu tíu daga. Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 1990 kom út í byijun mánað- arins. Félagið býður í ár upp á 245 ferðir. 142 dagsferðir, 79 helgarferðit- og 24 sumarleyfis- ferðir, auk utanlandsferða, en undanfarin ár hefur verið boðið upp á gönguferðir á Grænlandi og í Noregi. Nýja ferðaáætlunin eru óvenju glæsileg, bæði að efni og útliti, enda stendur félagið á tímamótum. Árið 1990 er afmæl- isár, því í mars eru 15 ár liðin frá stofnun Útivistar og verður haldið upp á það á margvíslegan hátt. Raðferðir Raðferðirnar hafa verið mjög vinsælar á undanförnum árum. Nú er helsta raðferðin Þórsmerk- urgangan. Gengið verður frá Reykjavík austur í Þórsmörk í 17 áföngum, dagsferðum. Fyrsta ferðin var 14. janúar og síðasta ferðin verður 22. september og verður á komið inn í Þórsmörk. Leitast verður við að ganga gamlar þjóðleiðir. Sögurfróðir menn verða fengnir til leiðalýs- inga, jafnt heimamenn sem og aðrir. Farið verður yfir ár á vöðum og lýkur ferðaröðinni með mikilli veislu í Básum í Þórsmörk. Onnur ferðaröð er Esjuhringur- inn. Gengið verður í áföngum með hlíðum Esju enda er þar víða mjög fagurt og margt athygli- svert, t.d. skrautsteinar. Báðar þessar ferðaraðir eru við allra hæfi, en sú þriðja, Fjallahringur- inn, er fyrir þá sem vilja reyna aðeins meira á sig. Þá er gengið á fjöll á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Fjórða raðferðin eru svokallaðar Þjóðháttaferðir, en það eru ferðir tengdar íslensk- um þjóðháttum frá fyrri tíð. Þá koma til sögunnar fróðir menn, með sérþekkingu sem varpa ljósi á einstök viðfangsefni, t.d. Bauka Jón í Leirársveit, útilegumanna- byggðina í Eldvarpahrauni við Grindavík, grasnytjar eða Prest- astíg á Reykjanesi svo nokkur dæmi séu tekin. I fyrra reið Útivist á vaðið og bauð upp á nokkrar hjólreiðaferð- ir. Þær urðu strax mjög vinsælar og þykir vel við hæfi að taka þær inn í ferðaáætlunina. Reið- hjólaferðir eru bráðskemmtilegur ferðamáti, ekki síst með tilkomu fjallahjóla, sem þola meira hnjask en venjuleg reiðhjól. Boðið verður upp á fjölmargar dagsferðir á reiðhjólum undir leiðsögn farar- stjóra. Vakin er athygli á 5 daga hjólreiðaferð um slóðir Haukdæla og um eldbrunnið Reykjanes, auk nokkurra tveggja daga ferða. Gönguskíði hafa náð miklum Sjá næstu síðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.