Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Side 14
Sjómönnum
bjóðast hag-
stæðar ferðir
til Portúgals
ORLOFSNEFND sjómanna og ferðaskrifstofan
Evrópuferðir hafa nýlega gert með sér sam-
komulag, þar sem Evrópuferðir veita sjómönnum
og fjölskyldum þeirra 10% afslátt af gistingu í
Portúgal og á flugleiðinni London-Portúgal-
London.
í viðtali við Þórð Sveinbjömsson sagði hann
æskilegt að sjómannafélögin nýttu orlofssjóðina til
að létta undir með eldri féiagsmönnum, auðvelda
þeim að ferðast og hvfla sig. „Við viljum ekki ein-
göngu byggja hús á ákveðnum stöðum. Alltaf getur
eitthvað komið upp í heiminum og fjárfesting orðið
ónýt. Oft reynist betra að vera á leigusamningum.
Þá er hægt að færa sig til, ef þurfa þykir.“ Orlofs-
nefndin er þess fullviss að þessar ferðir eru hagstæð-
ar, einkum á þeim árstíma sem nú fer í hönd. En
í samningnum er gert ráð fyrir, að Evrópuferðir
bjóði almennar ferðir fyrir einstaklinga og hópa, en
líka sérhæfðar ferðir fyrir eftirlauna- og eldri borg-
ara.
Þórður segist sjálfur hafa ferðast til þeirra staða
sem eru í boði og segir að Portúgal henti sjómönnum
vel af eftirtöldum ástæðum: 1. Lítil mengun 2. Ekki
yfirþyrmandi ferðamannafjöldi. 3. Frábærir fiskrétt-
ir, enda eru Portúgalir mikil fiskveiðiþjóð. 4. Mun
lægra verðlag en á Spáni. 5. Fóikið er mjög
þægilegt og f lestir tala ensku, en þýsku- og frönsku-
kunnátta líka algeng. 6. Góðir möguleikar til afþrey-
ingar í sjóstangaveiði, sjósporti og fleiru. 7. Gistiað-
staða fjölbreytt og til fyrirmyndar. Tiltölulega fáir
íslendingar hafa farið til Portúgal, en allir hafa
komið til Spánar. Læknisþjónusta verður aukin, ef
þátttaka verður meiri.“
Orlofsnefndin hvetur alla sjómenn til að kynna
sér vel valkosti og hafa samband við Evrópuferðir.
Auðveldar
hótel-
pantanir í
London
Hótel í London — allt frá gist-
ingu og morgunverði upp i lúx-
usgistingu — er hægt að bóka
með Visakorts-númeri með því að
hringja á skrifstofutíma í Ferða-
málaráð Lundúna. Sími:
824-8844. Bókunargjald um 430
kr. leggst við og'10% staðfest-
ingargjald. Einnig er hægt senda
skriflega pöntun og fá staðfest-
ingu á bókun, ef pantað er með
6 vikna fyrirvara hjá: Accommod-
ation Department, London Tourist
Board, 26 Grosvenor Gardens,
Victoria, London SWIA ODU.
Líka er hægt að panta frá Heat-
hrow-flugvelli, Viktoríu-
brautarstöðinni, í Tower of Lon-
don og stórverslunum Harrods og
Selfridges.
A
Ahugaverð
hótel á
Italíu
MJÖG áhugaverð hótel eru að
byggjast upp á Ítalíu. Hótelkeðja
sem nefnir sig „Humania" er
með þjónustu sína eingöngu í
fallegum, endurnýjuðum herra-
görðum, höllum, sveitasetrum og
klaustrum, sem standa meðfram
stígvélalagaðri strönd Suður-
Ítalíu. Humania-hótelin eru farin
að veita ítölsku CIGA-hótelunum
samkeppni um ánægjulega dvöl.
Undir þessu merki er strandhótel-
ið, Residence San Michele, nálægt
Cetraro, sem sagt er að sé eina
góða hótelið í Calabríu.
Á snjólaus-
um braut-
um Alpanna
- og troðnum, takmörkuðum
Útivist
vinsældum hér á landi og er ekki
nema eðlilegt að Útivist fylgi
tíðarandanum og uppfylli óskir
farþega um lengri og skemmri
gönguskíðaferðir. Þó svo að félag-
ið hafi áður boðið upp á göngusk-
íðaferðir á jökla og inn á hálend-
ið, þá hefur fjölbreytnin í þessum
ferðum aldrei veirð meiri en nú.
í vetur er boðið upp á skíðaferðir
í nágrenni Reykjavíkur um hveija
helgi fram til vors. I skíðaferðun-
um eru sameinuð námskeið og
leiðbeiningar til þeirra sem
skemmra eru á veg komnir í íþrótt-
inni, en annars eru ferðirnar
miðaðar við alla aldurshópa, rétt
eins og almennar gönguferðir á
vegum félagsins. Vakin er athygli
á tveimur helgarferðum á
gönguskíðum. Annars vegar frá
Húsafelli til Þingvalla og hins
vegar úr Bláfjöllum í Krísuvík.
Hvort tveggja eru tjaldferðir.
Páskaferðir Útivistar eru eftir-
sóttar. Þá eru á dagskrá ferðir í
Við Álftavatn. Úti-
vistarhópur á
gönguleiðinni
milli Landmanna-
lauga og Þórs-
merkur.
skíðabrekkum
Kannski er kominn tími til að hætta að tala um „skíðafrí"
i Ölpunum fyrri hluta vetrar. Þegar litið er á hin takmörkuðu
snjóalög og fjöldann sem hópast þangáð, er oft ekki möguleiki
á að skíða og ekki heldur æskilegt — bæði hættulegt og fer
ekki vel með „nýju skíðin", sem voru keypt fyrir ferðina!
Á þessum árstíma er ekki ráð-
legt að heimsækja Alpana, ef leit-
að er að góðum skíðasnjó til að
renna sér frá morgunbirtu fram
í rökkur. Margir fara samt og
verða að finna sér aðra afþreyingu
en skíðaíþróttina. Vissulega erú
flestir staðir komnir með tilar
brekkur, en þær eru takmarkaðar
og svo mikið notaðar að um há-
degisbil er iðulega komið niður á
grasrót. Þá er að velja sér skíða-
staði, þar sem hægt er að komast
upp á jökul. En fjöldinn getur
verið svo mikill á svæðinu, að
þarf ferðir upp á jökul
og auðvitað gengur staðarfólk
fyrir.
Þá er að gera það besta úr
fríinu, draga upp gönguskó,
ganga á fjall og fá sér góðan
hádegisverð á sólríkum útsýnis-
svölum í einhverju af hinum
Hópur frá Útivist
í leit að steingerv-
ingum í Öræfa-
sveit.
Þórsmörk, Þjórsárdal, Öræfin, á
Snæfellsnes og víðar. í þessum
ferðum eru skíðagönguferðir á
Snæfellsjökul og Óræfajökul,
göngur á láglendi í fögru um-
hverfi o.s.frv.
Fleira mætti ’nefna úr Ferðaá-
ætlun Útivistar, sem dreift er víða
um höfuðborgarsvæðið og liggur
á skrifstofu Útivistar í Grófinni 1
í Reykjavík. Ferðaáætlunin er að
sjálfsögðu ókeypis.