Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 5
síðan til innskúfunar; þeirrar mannlegu
höfnunar og þess guðdómlega heimboðs,
sem virðist í ýmsum myndum vera næsta
óhjákvæmileg fylgja flestra skálda, að
minnsta kosti stórskálda: listhelgun sem
oft á tíðum hefur í för með sér frestun á
viðurkenningu, jafnvel ævilangt eða lengur.
Hallgrímur er brennimerktur þessari
baráttu í vitund og veröld og jafnframt
auðkenndur af innri og ytri höfnun, án
þess hefði hann skort djúpsæi til að skilja
fómarferil frelsarans, og ekki komið píslar-
göngu hans til skila með svo dýrlegum en
um leið eðlilegum og innlifuðum hætti —
í kvæði sem einnig er sáttargjörð hans,
Passíusálmum.
í sambandi við höfnun mætti nefna til
Bólu-Hjálmar og Örn Arnarson, sem báðir
era haldnir henni á háu — en niðurdrep-
ándi stigi; en ekkert skáld íslenskt er þó
haldið átakanlegri höfnunarkennd en
skáldið sem orðaði ljóð við lífsháska, Steinn
Steinarr.
Gáfað skáld og rýnandi, Kristján Karls-
son, hefur stimplað Stein trúarskáld með
öfugu formerki. Ýmsir hafa látið heillast
af þeirri skáldlegu leikfimi. En Kristján er
stundum yfír sig gáfaður. Trúarskáld með
öfugu formerki hlýtur að merkja vantrúar-
skáld, þegar orðaleiknum lýkur, en það
segir hann ekki — beram orðum, sem
myndu afhjúpa haldleysi þessarar fullyrð-
ingar.
Steinn Steinarr verður ekki með eðlileg-
um hætti kenndur við trú, hvað sem öllum
formerkjum líður, jákvæðum sem neikvæð-
um. í raun og vera er hann hvorki trúar-
skáld né vantrúarskáld — aðeins skáld;
skáld háspekilegrar tómhyggju, eins og
mig minnir að Magnús Asgeirsson hafí
orðað það.
Skýrast þykir mér þó að skilgreina hann
sem ljóðboða fírringar. Þess höfnunartóms
sem mestmegnis fýlgir þessari tortímingar-
öld í stríði og friði og hvorki inniber hjart-
læga trú né huglæga vantrú; aðeins til-
gangsleysi í óskiljanlegum og guðlausum
heimi, eins og síðari tíma existensíalistar
hafa túlkað tilverakennd mannlegrar tak-
mörkunar. Við þá tilverustefnu má helst
kenna steinranna firringu, sem Steinn er
bæði mannlega og bókmenntalega bundinn
án félagsskírteinis.
Upprunalega trúði Steinn á lífið og
manninn í samfélagi, en var of innhverfur
og sérstæður til að ánetjast til lengdar
slíkri yfirborðsmennsku, með fangamarki
þess sem helst var á boðstólum, marxisma.
Trú hans rann saman við ljóðið og ljpðið
saman við trúna — uns yfír lauk — og
þessi ljóðtrú er ekki með öfugu formerki.
Hún er hrein og’bein, algjör, líkt og steinn
sem luktur er í sjálfan sig og lifir aðeins
steinranna vitund sín sjálfs.
Sú ljóðstaða minnir um margt á trúar-
lega afstöðu helgra manna á liðinni tíð,
klausturbúa í kristindómi; en munurinn er
sá — og líkingu við steininn ekki lokið —
að þeir trúðu á guð en ekki grjótið, klau
strið. Jafnvel steinrunnin tilvist þeirra er
samfélag steina en ekki hver útaf fyrir sig
og án vitundar um hina, enda sköpuð inn-
an klausturveggja verk sem skírskota til
manna enn í dag.
Hve lengi mun Steinn Steinarr höfða sem
skáld til manna? Dulhyggjan í ljóðum hans
er ekki sameðlis eins og kristin dulhyggja,
heldur eineðlis líkt og austræn dulhyggja
sem ber í sér lífsafneitun og þar með veg-
villt í vestrænni menningu. Hún gæti því
orðið endaslepp og með henni stendur og
fellur Steinn. Skáldið er statt í námunda
við uppsprettu allrar sköpunar í flæði ljóðs
og trúar — ljóðtrúar, en nægir sú hjástaða
og þomar dulhyggjan ekki upp í sjálfi þess?
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
Ljóðbundin sjálfhverfa Steins og trú-
bundið sjálfleysi Hallgríms eru hrópandi
andstæður, þótt báðir séu skáld; annar
bergmálar sjálfan sig, hinn ákallar guð.
Að telja mönnum trú um að Steinn sé
trúarskáld með öfug formerki er naumast
annað en góðfúsleg og gáfuleg tilraun til
að búa til einskonar bókmenntalegar bak-
dyr að trúnni; til þess að bjarga honum
úr sjálfheldu. Hliðstæð tilraun — hermitil-
raun? — séra Heimis Steinssonar að kenna
Stein við kristna dulhygð, unio mystica,
er sömuleiðis óraunhæf — óskhyggja. Öðr-
um þeirra, Kristjáni, verður þetta á í nafni
ljóðs en hinum í nafni trúar.
Þarfara væri að koma skáldskap Einars
Benediktssonar til skila og inn um bók-
menntalegt anddyri að musteri trúarinnar,
þar sem þetta höfuðskáld hennar á þessari
öld á heima — og hvergi annars staðar.
Þótt skáldið sé löngu horfíð úr Herdísarvík
einangranar og jafnvel útskúfunar er engu
líkara en að ljóð hans séu þar í bókmennta-
legri og trúarlegri útlegð.
Lengst af hefur þessi ókirkjurækni andi
trúarlegrar einveru í skáldskap, jafnvel
þegar maðurinn Einar var staddur í míðri
heimsmennsku, verið afgreiddur með
stjörnumerkjum algyðistrúar. Hver bók-
mennta-spekingurinn af öðrum hefur
steypt yfir hann þessum náttúrastakki í
nafni trúarlegrar víðsýni, sem felur þó í
sér þröngsýni þar sem um leið er gengið
framhjá kristnum klæðum við hæfi; en þau
þykja líklega ekki nógu fín.
Þessi gatslitna skikkja algyðistrúar leyf-
ir Halldóri Laxness að afgreiða skáldskap
Einars sem risavaxið ílát utanum ekki
neitt. Ætli ýmsum geti ekki orðið á að
taka undir það framhjáskot, rammvilltir í
áttleysu staðfestrar algyðistrúar?
Kristján Karlsson hefur þó í formála að
nýjasta safni verka Einars stuggað við al-
gyðisstimplinum, en jafnframt með nokkr-
um hætti holað skáldskap hans niður í trú-
arsérvisku Björns Gunnlaugssonar, spek-
ingsins með barnshjartað. Kristján nær
ekki fremur en aðrir hingað til að koma
kjarnanum í skáldskap Einars til skila. Ég
leyfi mér að fullyrða að Einar Benediktsson
sé fýrst og fremst kristið trúarskáld, meira
að segja hákristið án kerfísfylgni.
Það era áhöld um hvor þeirra, Einar eða
Hallgrímur, er haldinn átakanlegri og
kristilegri iðrunarkvöl, sárari og kristilegri
sektarkennd, sáldýpri og kristilegri syndar-
vitund í ljóðum, sem votta hvernig manni
og skáldi líður; og sé þriðja trúarskáldið
tekið með, Matthías Jochumsson, er auðséð
að það kemst ekki í hálfkvisti við þá að
þessu leyti, enda unitari.
Þessi alkristilegu einkenni í ljóðlífi skera
endanlega úr um það hvort skáld er trúar-
skáld — kristið. Verk Einars bera í eðli
sínu og efni vitni um þau. Brennimark
þeirra blasir við augum, nema þá helst
þegar hann miklar og mærir þjóðina, þessa
trúuðu en hálfkristnu þjóð.
Munurinn á trú þessara tveggja skálda,
Hallgríms og Einars, felst í því að annað
þeirra ljóðar fordæmingu með frelsun en
hitt fordæmingu án frelsunar; enda annar
þeirra þjónn kirkju og þræll Krists en hinn
þjónn Mammons og þræll kaupsýslu, þótt
báðir haldi dómsdag yfír sjálfum sér. Einar
til dæmis þannig í gervi Davíðs konungs,
þar sem ég stikla á stóru.
Námfús á lífið hann náði hæð.
En naðra blundaði í hjartans æð.
Hjarðknapinn hneigðist til sálar.
- Svo útvaldi drottinn sinn afbrotalýð.
Hans ætlun var hyldjúp. Til sigurs þarf stríð.
Og iðrun krefst syndar, um eilífa tíð,
svo ávaxtist pundið sálar.
Já, Davíð var herra vors heilaga lands;
svo hátt gnæfði bragur og vilji þess manns,
að dáðust drottnarnir sjálfir.
Hans bæn flutti hásöng af lifandi list,
sem ljóðbylgjur reisti á höfum yst.
- Nú jarðsyngja trúna á Jahve og Krist
játendur veilir og hálfir.
Iðrun er kraftur. Hún krefur til hljóðs
og knýr þá dýpstu strengi til óðs,
sem víðboðum hjartnanna varpa.
Sál verður ljósblind i sólar geim,
en syndarinn týndi leitar heim.
Hann fóðurhöndum er tekinn tveim;
þá tóna á Davíðs harpa.
Orðvald er dánarheims dýrasta snilld;
hún dregur sinn knörr, fyrir utan fýlgd,
á Ginnungasæinn svarta.
En list heimtar trú, gegnum stjamanna storm,
og styrk sinna drauma um himneskt form.
Við fallandi engil, við freistandi orm,
þar fýrirgefning og hjarta.
Aldrei fannst mál fyrir myrkari harm -
né mæddi sjálfdæmi harðar neinn barm.
Hans sál leit ei sólina bjarta.
Af þrúguvið batt hann sér þymikrans,
þegninn guðs og konungur lands.
Vínhelið ríkti á valdstól þess manns,
sem var eftir drottins hjarta.
Þarf frekar vitnanna við um það sem
ég hef fullyrt varðandi kristna vitund Ein-
ars og faðmlag ljóðs og trúar í list hans?
Af nógu er að taka en ég læt nægja að
vitna til erindis, sem mér virðist enginn
hafa skilið í samhengi við líf og ljóð skálds-
ins. Sumir hafa jafnvel talað um ráðgátu
í því sambandi og að Einar geri sjálfum
sér rangt til í erindinu. Ekki einu sinni
Sigurður Nordal höndlar það, þótt hann
fjalli sérstaklega um það í mikilli ritgerð
um skáldið og manninn. Erindið er þannig
og er úr Einræðum Starkaðar, sem er eitt
af mörgum dulargervum Einars:
En fullið er tæmt, - heyrið feigðarsvan.
Fastar og nær koma vængjablökin.
Ástin er dauð. Sjáum man eftir man
að moldarsvæflunum hallast á bökin.
Synduga hönd, - þú varst sigrandi sterk,
en sóaðir kröftum á smáu tökin; -
að skiljast við ævinnar æðsta verk
í annars hönd, það er dauðasökin.
Þannig yrkir skáld sem skilur eftir sig
afreksverk í skáldskap, það gerir upp líf
sitt — ást sína, gerir upp ljóð sitt — trú
sína, og útkoman er gjaldþrot vegna synda,
sem leiða til glötunar og dauða, eins og
segir í trúarbók kristinna manna: laun
syndarinnar er dauðinn.
Þessi niðurstaða er óskiljanleg nema sem
skilningur skáldsins sjálfs á því að ljóðið
— æviverkið æðsta — hafi ekki skilað hon-
um, ljóðtrú hans hafí ekki skilað honum
til guðs, sem hvergi er nefndur í erindinu
en býr eins og dulinn dómari að baki þess
og í djúpi hverrar línu, enda lýkur Einræð-
um Starkaðar með þessum orðum: Ég steig
fyrir dómara allra tíma — en heimsmaður-
inn endaði líf sitt í ljóðvana einveru Herdís-
arvíkur, líkt og helgur huldumaður í vitund.
Mikil trúarskáld og raunar önnur stór-
skáld halda dómsdag yfir sjálfum sér.
Þannig skilgreindi Ibsen yrkingar. Þess
væri hollt að minnast nú á dögum. Hver
þykist mestur og bestur sem heldur dóms-
dag yfír öðram.
Stórskáld velja þyrnibraut til birtingar,
veg sjálfsfórnar í lífi og list. Því leyndar-
dómur og eðli allrar sköpunar er fórnin,
og skáldkross þar ekki undanskilinn. Þau
búa tíðum við skilningsleysi, andstreymi
ogjafnvel útskúfun. En hafí vanhelgþrenn-
ing heimsins vitjað þeirra, fé og frægð og
frami, hefur skáldkrossinn gjarnan brotnað
af burðarleysi.
Skilningur heimsins er skáldi hættulegri
en skilningsleysi. Hættulegast er þó skiln-
ingsleysi skáldsins sjálfs á fórnandi eðli
listsköpunar. Þegar það hættir að vera
bíðandi og biðjandi í ljóði og hefur misst
trúfestu en fengið í staðinn haldleysi tóm-
leika.
Þá er skáldið hætt að vera samverkandi
sköpunarinnar, sem er þó hlutverk þess í
heiminum; samverkun til viðhalds lífi í
vörn gegn dauða.
TARJEI VESAAS
(1897-1970)
Sigurjón Guðjónsson þýddi
Einu sinni var
Einu sinni var lítil björk
sem hafði verið heitið nýju laufi
í miðjan maí.
Hún varaðlitlu leyti íjörðinni
af þeim sökum
og afþví að hún var svo grönn.
Eins og heitið hafði verið
kom maívindur.
Hann vakti svima
og sætleik í berkinum
skóp sár í öllum
brumknöppunum.
Fugl kom og settist á nakinn
kvist
og sagði að nú ...
Björkin var utan við sig
daginn þann.
En þegar kvöld var komið
varhún klædd þunnum grænum
litum.
Indæl og umsköpuð.
I leiðslu og lifandi.
Hún losaði sig hægt.
Alveg laus við rætur, trúði hún.
Sveif eins og ljósgræn slæða yfir
ásinn.
Burt að fullu og öllu frá þessum
stað,
— trúði björkin.
Tarjei Vesaas er norskt skáld, fæddur
1897, dáinn 1970. Á íslandi er hann
kunnastur fyrir söguna Ishallen (Klaka-
höllin), sem Hannes skáld Pétursson
þýddi. Fyrir þá bók hlaut Vesaas bók-
menntaverðlun Noröurlanda. Kona
skáldsins var Halldís Koran Vesaas,
skáldkona, fædd 1907.
MAGNÚS GUÐBRANDSSON
Ófullgerða
hugmyndin
Fremst á Esjunnar efstu brún
íslenska Fjallkonan stendur
hárauða kirtlinum kostagrip
klæðist hún yndislega
bjarta hárið í bylgjum fer
boðleið á herðar niður
bláu augunum beinir hún
beinustu leið í vestur
sólin í vestri sigin er
og sjóndapurt yfir landi
Fjallkonan mælir af munni fram
málið en vættirnir kveða
velkominn Ingólfur Arnarson
ættfaðir landsins kæra
þú hefur ratað rétta leið
í rökkrinu milli eyja
í fjörunni þarna hjá litlum læk
Iiggur þín öndvegissúla
velkomin öllsaman Hallveig og hjú
hingað til ævinnar dvalar
Ingólfur, þið skulið byggja bú
í brekkunni móti austri.
Janúar 1990
Höfundurinn er á 95. aldursári og mun
vera elztur þeirra er Lesbók hefur birt
Ijóð eftir.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1990 5