Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 9
Listamaðurinn og íondur hans Bókhneigðir íslendingar geta endalaust velt vöngum yfir ástarsambandi Kjartans Ólafsson- ar og Guðrúnar Ósvífursdóttur. En sökum þess hve fornar sögur á borð við Laxdælu eru knapp- ar og hlutbundnar er djúpra tilfinninga hvergi í tilefni samsýningar 20 ungra Norðurlandalistamanna í Norræna húsinu, sem opnuð verður í dag. Á Norðurlöndunum er þessi farandsýning nefnd „Ungdomsbiennal“, eða Tvíæringur hinna ungu, sem eru þó ekkert bráðungir, því aldursmörkin munu vera 35 ár. Ámeðal þátttakenda eru 4 Islendingar. Eftir HALLDÓR BJÖRN RUN ÓLFSSON getið berum orðum. Ef lesendur kjósa að botna þessa hefðbundnu ættarskýrslu sem harmræna ástarsögu verða þeir að geta rækilega í eyðurnar. Þegar nær dregur hinum magnþrungnu lokum þar sem Guðrún, aldurhnigin, játar að hafa verið þeim verst er hún unni mest, finnst lesanda sem honum hafi óvart sést yfir mikilvægan kafla í miðju verksins. En ef frá er talið dráp Kjartans er fátt auðsýnt um djúpt og sárt ástarvíi Guðrúnar. Að Kjartani öllum er frásögninni fram haldið eins og ekkert hafi í skorist. Þá fyrst fær lesandinn hugboð um þanka söguhetjunnar þegar ævi hennar er á enda runnin. En þá er svo langt um liðið að játning misgjörð- anna virðist næsta fánýt. Þótt slík missmíð á eðlilegum framgangi þætti nokkuð klaufsk nú á tímum hefur hún dugað allvel. Enn heldur hin 700 ára saga lesendum sínum hugföngnum. Þeir geta vart á heilum sér tekið yfir niðurstöðum sem eru of óljósar til að vera óyggjandi en alltof áhrifamiklar til að hægt sé að leiða þær hjá sér. En úrskurður um hugarvíl Guðrún- ar er ekki annað en sálarspegill þess sem upp kveður. Frammi fyrir ónógum upplýs- ingum tekur lesandinn, ósáttur og friðlaus, að spinna upphafna ástarsögu aftan við hina ofur jarðbundnu frásögn. Þannig hefur „andhælisskapur" hins óþekkta höfundar gert ófáa lesendur Laxdælu að misgóðum aukahöfundum sínum. Það má heimfæra ýmislegt í áðurnefndu dæmi upp á afstöðu Islendinga til lista. En fyrst skal ítrekað að formgallar og frásagna- skallar Laxdælu eru engin einsdæmi. Njáls- saga, sem er snöggtum þekktari, er jafn- framt mun sundurleitari. Á stundum virðist hún soðin saman úr fjölm'örgum smáþáttum án þess nægilega sé hugað að innbyrðis tengslum þeirra. Að þessu leyti eru báðar sögurnar áþekk- ar föndri tómstundabangarans, sem John Lars Anderson, Svíþjóð, f. 1957: Hlébarði, 1989. Lars Paalgard, Noregi: Remington up to date. Marja Kamervo, Finnlandi, f. 1958: Portret, 1988. Rajchhman telur sundurskotið formgöllum, því efni og aðföng komi hvaðanæva. Það skal tekið fram að máli Rajchmans er ein- ungis stefnt gegn aðferðafræði síð-módern- ista. En úr því hann telur módernismanum til tekna að hafa hreinsað listina af öllum formþáttum sem ekki teljast til brýnustu nauðsynja verða fornsögurnar vart taldar til þess háttar hreinstefnu. Claude Lévi-Strauss skilgreinir föndrar- ann sem margbrotinn áhugaverkfræðing. En ólíkt atvinnuverkfræðingi, sem velur sér efni og verkfæri samkvæmt skipulegri áætl- un, lætur föndrarinn sér nægja það sem hendi er næst. Hann starfar eftir aðföngum; birgðum af skrani sem hann hefur áður saknað að sér, og lætur sér ávallt nægja sömu tækjafjöld. Oft þjónar heimasmíðin tilgangi sínum þótt sjaldnast sé hún jafnrennileg og fag- lega unnin verksmiðjuvara. Hitt er ljóst að föndur getur að sínu leyti tekið markaðs- framleiðslu langt fram. Að undanþegnu markmiðinu er það í engu frábrugðið list- sköpun. Heimasmíð er ávallt einstæð og verður vart tvítekin. Hún er sérstæð eins og allt sem skapað er af kærleiksríkri köst- gæfni. Þó liggja engir augljósir hagsmunir að baki föndri. Það verður trauðla metið til fjár, enda kostar það höfundinn þráfaldlega Sjá næstu síðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1990

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.