Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 14
 Saga: Ferðir til Portúgal og Marokkó „Ferðaskrifstofan Saga hefur ákveðið að bjóða upp á ferðir til Portúgal, Marokkó og Rússlands í sumar, auk okkar vei\julegu ferða til Spánar og Kýpur, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Orn Steinsen, forstjóri ferðaskrifstofimnar. Öm sagði að leiguflug ferða- skrifstofunnar til Costa del Sol á Spáni hefði ávallt verið vinsælast. „Eg er hóflega bjartsýnn fyrir sumarið. Fólk fjölmennti til okkar þegar við kynntum áætlun okkar um síðustu helgi og á næstunni ætti að skýrast hversu margir láta verða af því að panta ferðir. í fyrra bættum við nýjum áfanga- stað, Kýpur, á áætlunina og fólk hefur tekið þeirri nýbreytni vel. I sumar gefst fjölskyldufólki kostur á dvöl í sumarhúsum í Loohorst í Hollandi og ég á von á að það verði vinsælt.“ Á vinsælasta áfangastað Sögu, Costa del Sol, kostar dvölin fjög- urra manna fjölskyldu rúmlega 40 þúsund krónur á mann að meðaltali. „Þessi hækkun nemur 17-19% miðað við verðskrá í ágúst síðastliðnum. Frá janúar í fyrra er hækkunin hins vegar 33-36%. Þessar hækkanir eru vegna breyt- inga á gengi og að einhverjum hluta vegna kostnaðarhækkana erlendis,“ sagði Örn Steinsen. Hinn hagsýni ferðamaður Á teig á Bermuda. Þar er mjög mishæðótt og golfvellirnir eru víða lagðir í frábærlega fallegt lands- lag. Hafið er allsstaðar nærri og oft er hafgolan sterk. Golf á Bermuda í góðu formi Þótt stundum sé talað um Bermuda-eyjar er það rangt, því eyjan er svo til alveg í einu lagi; örmjótt sund skilur þó að lítinn hluta hennar. Þangað er beint flug frá New York, Philadelphia eða Baltimore og frá þessum stöðum tekur flugið innan við tvo tíma. Fyrr á öldinni var Bermuda staður þar sem fína og ríka fólkið kom saman til að spila fjárhættuspil og enn sjást þess glögg merki, að ensk áhrif hafa verið mikil og sést það ekki sízt á golfvöllunum. En túristarnir eru ekki lengur allir á lystisnekkj- um, nú leggur hvaða Meðaljón sem vera skal leið sína þangað í fríinu - og umfram allt til að leika golf. Til þess er aðstaðan góð að öllu leyti. Að vetrarlagi er hitafar- ið eins og bezt verður á kosið til golfleiks. Allt um kring er græn- blár Golfstraumurinn á leið til íslands, sólin skín flesta daga, en hafgolan getur orðið nokkuð sterk eins og gengur og gerist á eyjum. Náttúrufegurð er við brugðið á Bermunda. Eyjan er ákafiega vogskorin, háir og skógi vaxnir höfðar skaga fram og skapa ákjósanleg skilyrði fyrir golfvelli, sem eru í senn unaðslega fagrir og ákaflega vandleiknir. Sem sagt: Nákvæmnisvellir. Samtals eru 7 golfvellir á Ber- munda, allir 18 holur nema einn, Ocean View Golf and CC., sem er 9 holu völlur. Einn golfvallanna. á Bermunda, Princess Golf Club, hefur þá sérstöðu, að allir holum- ar eru par-3, en engu að síður þykir það kreijandi völlur um nákvæmni og hann er í senn til- breytingarríkur og fallegur. Þess- 'konar vellir eru sjaldgæfir, en skemmtiieg lausn þar sem land- rými er lítið. Þijá vallanna hefur sá frægi golfvallaarkitekt, Robert Trent Jones teiknað og þeir em það sem heitir á ensku „Champi- onship course“, sem mætti kalla keppnisvelli fyrir meistara. Þá er einungis átt við lengdina og þó er hún ekki mjög mikil á alþjóðleg- an mælikvarða. Fyrstan í þeim flokki má telja Mid Ocean Club, sem jafnframt er frá gamalli tíð frægasti völlur- inn á Bermunda, lengdin af öft- ustu teigum 5.900 metar, parið 71. Þetta þykir ákaflega brezkur völlur, lagður í fagurt landslag Trend Pacific’s-heilsuræktartaskan kostar um 5.000 kr. Nýlega er komin á mark- aðinn ferðataska, sem inni- heldur margskonar lyftin- gatæki, sippuband og fleira fyrir áhugafólk um heilsurækt. „Heilsuræktar- taskan“ (vegur rúmlega 3 kíló) bætist við „stresstösk- una“, sem er ómissandi á ferðalögum og „ferðatölvu-tösk- una“. Eins gott að vera ekki með allar þessar töskur í handfarangri! Einnig er mælt með að áhuga- fólk um heilsurækt hafi „þjálfar- ann með sér á snældu“! Hægt er að fá snældu, sem segir til um þjálfun þeirra vöðva, sem eru í mestri kyrrstöðu á ferðalögum! Annars er kannski ekki þörf á þessu í farángúrinn, því flest stærri hótel eru komin með heilsu- ræktarsali - og ef þú hefur ekki pláss fyrir íþróttagallann, þá bjóða mörg upp á úrval af léttum æfingarfatnaði fyrir gestina. „Heilsuræktartaskan" ber nafnið „Trend Pacific’s compact“ og er fáanleg hjá Hammacher Schlemmer í New York (800- 543-3366). Eftirlæti ljósmyndara, en jafh- framt hrollvekja kylfínga er þessi par-3 hola á Mid Ocean- vellinum. Flötin er fammi á klettahöfða, sem er jafn hár tíu hæða húsi. eins og allir hinir og ein markverð- asta holan þykir vera ein örstutt par-3 hola, sem minnir mjög á fræga holu í North Berwick og heitir eftir henni. KANNSKI ertu búinn að strengja þess heit á nýju ári „að vera í góðu formi“. En hvernig ætlar þú að halda það heit, ef þú ert mikið á ferðalög- um? Freistandi matsölu- staðir og viðskipta- hádegisverðir. Mikil seta í flugvélum, bílum, lest- um og fundarseta. En það er séð fyrir öllu - líka hugsanlegri offítu á ferðamönnum! Ferðamálaár Evrópu 1990 7. júlí) tileinkuð tónlistarfólki undir 26 ára aldri. 4) í Calder- dale í Norður-Englandi er ætlað að koma upp fræðslumiðstöð í ferðaþjónustu fyrir skólafólk, en bærinn er einstætt sambland af sérstæðum byggingarstíl, iðnað- arhverfum og umhverfi, sem er einkar hagstætt til rannsóknar- ferða af þessu tagi. Fræðslumið- stöðin verður starfrækt í fyrsta skipti í sumar. 5) Samkeppni í leiklist í Delfí í Grikklandi. Þátt- tökuþjóðum er boðið að senda leikhópa til Delfí, til að setja á svið gamla gríska harm- eða gamanleiki. Leiklistarkeppnin stendur í 15 daga, frá 20. ágúst til 5. september. Ferðamál eru í brennidepli í Evrópu þetta ár, en Evrópubanda- lagið ákvað í upphafí árs 1989 að tilnefha 1990 „Ferðamálaár Evrópu“. í yfírlýsingu frá bandalaginu segir: „Þetta er gert með tilliti til hinna geysivíðtæku og jákvæðu áhrifa sem ferða- þjónusta getur haft á einstakar þjóðir og með tilliti til þess að öll landamæri verða íjarlægð í Evrópu árið 1992.“ EFTA-löndun- um var boðin þátttaka í maí og Island er aðili að ferðamálaárinu. Markmið ársins er að beina athyglinni, að mikilvægi ferða- þjónustu,. með viðburðum og dagskrám, sem tengjast ferða- mönnum — efla vitund Evr- ópubúa um „meginland án landa- mæra“ til þess að þeir skynji hugtakið „Evrópa fólksins“ — stuðla að aukinni þekkingu með- al Evrópubúa, einkum unga fólksins, á menningu og lífsstíl einstakra Evrópuþjóða — vinna að betri dreifingu á ferðalögum yfir árstíðir og staði með tilliti til aukinnar umhverfisverndar. Á ferðamálaárinu á þannig að þróa nýjar leiðir og leggja aukna áherslu á ferðaþjónustu, sem er undirstaða meira en 5% þjóðar- tekna hjá nokkrum þjóðum Evr- ópubandalagsins — atvinnu- grein, sem búist er við að verði enn öflugri í lok aldarinnar. Viðburðir í tengslum við ferðamálaárið 1) í Vestur-Þýskalandi er boð- ið upp á pakkaferðir fyrir skóla- fólk og unglinga, sem vilja kynna sér umhverfisvernd. Dvalist verður í farfuglaheimilum, sem eru valin fyrir verkefnið. Þátt- takendur taka þátt í rannsóknar- ferðum, umræðuhópum og hafa aðgang að fræðsluefni. 2) írland kynnir sig sem „leikvöllur Evr- ópu“ þar sem ferðamönnum, sem eru meðvitaðir um þátt umhverf- is á heilsufar, er boðið upp á afþreyingu í rólegu, hreinu og fögru umhverfi. Meðal nýjunga eru fornleifafræði-, handiðnað- ar-, menningar- eða bókmennta- ferðir. 3) í Boumemouth í Englandi verður tónleikahátíð (23.júní til Búist til veiða fyrir framan írskan kastala, á „leikvelli Evrópu". 1 /i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.