Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Blaðsíða 7
vapdamál sem hann gat ekki leyst sjálfur
leysti rakarastofan fyrir hann. Hann átti
þijá rakarastóla og því gat hann auglýst
í blöðunum að hagvanan mann, helst með
meistarabréf í hárskurði, vantaði nú þegar
til starfans.
Nýútskrifaðir hárskerar streymdu að en
enginn þeirra var nógu góður. Það leið
heldur ekki á löngu þar til ótrúlega lágvax-
inn maður datt inn um dyrnar. Bláleitur
kuldinn fylgdi honum inn, enda fór hann
hvorki úr þykka ullarfrakkanum né tók
niður treflana tólf sem vafðir voru um
háls hans. Hann var náfölur þrátt fyrir
kuldann og augu hans mjög fjarræn.
Þegar Anton rakari spurði manninn að
nafni svaraði hann engu en seildist oní
frakkavasann og dró upp ljósbrúnt umslag.
Framan á því stóð nafnið Yiðar en í stað
persónuskilríkja eða meistarabréfs í hár-
skurði innihélt umslagið meðmæli frá þrett-
án rökurum sem Anton rakari vissi engin
deili á.
Kannski sá Anton rakari strax hvers
kyns var. Að minnsta kosti sagði hann: „Ég
sé að þú ert rétti maðurinn." Næsta dag
mætti Viðar og nú leið tímiim hratt. Kon-
umar gleymdu mistökum Antons og nýtt
blómaskeið hófst. Stundum var rakarastof-
an einsog fom fundarsalur. Konurnar sátu
eða gengu um gólf og töluðu á meðan
Viðar sinnti þeim hverri fyrir sig, einni af
annarri.
Vegna þess hve Viðar var lágvaxinn lét
Anton rakari smíða vandaðan tréstiga með
tröppum. Viðar valdi sér þrep eftir því
hvað konurnar voru stórar eða hve mikið
hann ætlaði að stækka þær. Flestar þurftu
að beygja sig undir dyrnar þegar þær fóru
burt og ein var með svo sítt hár að þegar
Viðar hafði leyst hnútinn í hnakka hennar
flæddi það yfir stólbakið á rakarastólnum
og náði alla leið niður á gólf.
Þetta var Rósa en hún bjó í hornhúsi
ekki langt frá rakarastofunni. Enginn í
öllu hverfinu, nema þá kannski maðurinn
hennar sem var skipstjóri á millilandaskipi
og mun eldri en hún, hafði séð hár hennar
flæða með þessum hætti áður. Það var
kolsvart og í því bláir glampar og augu
hennar vom dökkbrún. Hún'sat í rakara-
stólnum einsog hún hefði stokkið út úr
laufskrúði á aldargömlu málverki.
Sumir héldu að maðurinn hennar, sem
var mjög skapstór og lék öllum stundum
á trompet þegar hann var í landi, hefði
fundið hana í framandi höfn og fært hana
upp á þennan hijóstruga klaka. Þegar hún
gekk um göturnar í smáköflóttri kápu,
með svarta hanska og slör var loftið í kring-
um hana þögult og þungt. En nú fór ein-
hver tístandi léttleiki um líkama hennar.
Eitt andartak fannst Antoni rakara eins-
og hann væri í aldingarði; hann langaði í
niðursoðna ávexti. í stiganum stóð Viðar
og nú var þessi náföli maður allt í einu
kafijóður í framan. Fingurnir skulfu og
það tók hann jafn langan tíma að sinna
Rósu einni og fjórum öðrum konum. Þegar
hún stóð upp horfðust þau í augu og hún
brosti.
Það kom æ betur í ljós að Viðar greiddi
ekki aðeins úr hárflókum kvenna; allt hug-
arangur virtist líka hverfa úr höfðum
þeirra. Sömuleiðis voru litlu strákarnir í
hverfinu dáleiddir af hæfni hans við að
setja á svið skuggamyndir með fingrunum.
I þeim örstuttu hléum sem urðu á starfi
hans við túbberingu kvenna hófst sýningin
á veggjunum: kanínur blökuðu eyrum, hér-
ar stungu veiðimenn af og kettir ráku upp
skaðræðisöskur.
Það þarf því engan að undra þó strákarn-
ir sem dolfallnir horfðu á hveija myndasög-
una á fætur annarri yrðu forvitnir. Þeir
vildu fá að vita allt um Viðar. Átti hann
kærustu? Kunni hann á bíl? Hvað gerði
pabbi hans? Hvar átti hann heima? En
Viðar svaraði þeim aðeins með skugga-
myndum sem þeir botnuðu álíka mikið í
og þjóðsöngnum.
Þá ákváðu þeir að njósna um hann; eltu
hann þegar hann var búinn í vinnunni og
ætluðu að standa fyrir utan húsið heima
hjá honum. En alveg sama hvernig þeir
reyndu; aldrei tókst litlu strákunum að
fylgja Viðari lengra en inn í holtin á bak
við háu blokkimar. Um leið og hann gekk
fyrir einn af stóru steinunum misstu þeir
sjónar á honum.
Þetta fannst strákunum dularfullt en
þeir voru engu nær og urðu að láta sér
skuggamyndirnar á veggjunum nægja. Það
skipti hins vegar engu máli hve spennandi
myndasögur Viðar var að segja: ef kona
gekk í salinn hætti hann í miðju kafi og
teygði sig í stálgreiðu.íhárlakk og spennur.
Því næst koni hann sér fyrir í stiganum
en konurnar sátu með augnlokin í transi
Mikki mús í Evrópu
Frá Disneyland í Burbank í Katíforníu.
„Menningarlegt
kjamorkuslys“
á meðan Viðar lét fíngurna renna í gegnum
hársvörð þeirra. Og sjá; upp úr rakarastóln-
um risu greifynjur og drottningar, konur
sem gengu burt í sæluvímu.
Fyrst voru það aðeins húsmæðurnar í
grenndinni sem komu á rakarastofuna en
nú voru konur úr öllum borgarhlutum farn-
ar að leggja leið sína inn í hverfið. Stund-
um buðu þær Viðari heim. Hann kom inn
á heimili virðulegra borgara, drakk vín og
lærði spilagaldra, og smám saman urðu
verkefnin sem hann tók að sér í heimahús-
um ekki viðaminni en dagvinnan á rakara-
stofunni.
Svo var það eitt kvöldið; Viðar var á
leiðinni heim, hann hafði setið með Antoni
rakara og ekki tekið að sér nein bindandi
verkefni. Á götunum var enginn á ferli
nema hann og allt var svo kyrrt að hann
hrökk í kút þegar hann heyrði allt í einu
flautað.
Viðar leit í kringum en sá ekkert nema
húsþök og stjömubláan himin. Þá heyrði
hann rödd og nú námu augu hans staðar
við svalir hornhússins. Þar stóð Rósa. Sítt
sítt hárið hékk langt fram yfir handriðið.
Hún setti stút á varirnar og benti honum
að koma.
Þegar Viðar gekk inn í stofuna þar sem
rauðir og grænleitir lampar lýstu upp vegg-
ina sá hann bæði rostungstennur og fíla-
bein, skrautleg sverð og skildi, spjót úr
ijarlægum heimsálfum og heilan vegg al-
þakinn blásturshljóðfærum.
Þetta voru hlutir sem maðurinn hennar
Rósu sankaði að sér í siglingum um höfin
og þessa fyrstu nótt sem Viðar svaf alsæll
í örmum hennar dreymdi hann kaffiplöntur
og fíkjutré.
Næsta morgun fór Viðar beint í vinnuna
og þannig liðu dagarnir. Þessir unaðslegu
sæludagar þegar jafnvel kuldinn lék sem
nautnalyf um nasirnar. Viðar gat ekki
ímyndað sér að þessu mundi nokkurn tíma
ljúka; í sjálfri eilífðinni stæði hann á gólfi
rakarastofunnar og Rósa opnaði tunglbjart
fang sitt inn í veröld fulla af laufskrúði.
Þess vegna kærði Viðar sig kollóttan
þó öll önnur form hárskurðarlistarinnar en
túbberingin væru honum lokuð bók. Hann
kunni ekki að beita skærum og skalf allur
og titraði ef hann snerti rafmagnsrakvél í
gangi. En svo voru þessar hávöxnu konur
allt í einu farnar að þykja ansi stórar upp
á sig.
Til dæmis réðust þær með þjósti á al-
menningssamgöngur og sögðu strætis-
vagnana aðeins ætlaða lágvöxnum karl-
mönnum. Sama gilti um dyrakarma í opin-
berum byggingum, sturtur í sundlaugum
og lyftur í blokkum.
Þá voru bíógestir afar óhressir með
nærveru þeirra í kvikmyndahúsum. Sæti
túbberuð kona fyrir framan þá sáu þeir
ekki neitt eða sátu uppi með hálsríg sem
aldrei hvarf.
Þeir illkvittnustu í hópi þeirra röðuðu
eldspýtum í hár þeirra sem mest skyggðu
á tjaldið og ungir elskhugar kvörtuðu yfír
því að ástmeyjar þeirra létu ekki snerta
sig svo hárgreiðslan færi ekki úr skorðum.
Þess var því ekki lengi að bíða að þetta
form hárskurðarlistarinnar hyrfi í skugga
annarra forma og dagaði að lokum uppi á
brúðkaupsmyndum frá afskekktustu stöð-
um landsins.
Á meðan ráfaði Viðar um í auðnarlegu
tómi og hafði ekkert að gera nema að segja
strákunum myndasögur með fingrunum
og því nennti hann ekki til lengdar enda
uppiskroppa með söguefni og hugann
hvergi nema í fanginu á Rósu en þau
þurftu ekki annað en að horfast í augu og
þá kviknaði ástin.
Tímunum saman lágu þau og klöppuðu
hvort öðru, svo alsæl að Rósa mundi ekki
eftir manninum sínum fyrr en kvöldið sem
lykillinn snerist í skráargatinu. Þá spruttu
þau á fætur og þegar hann kom inn, vel
drukkinn með uppstoppaðan krókódíl á
annarri öxlinni og poka fullan af munum
frá framandi löndum, var svalahurðin opin
en enginn inni í íbúðinni.
Allt var tómt og hjarta hans barðist bit-
urt. „Rósa! Rósa!“ Þau heyrðu hróp hans
þegar þau hlupu burt frá hornhúsinu og
íbúar í hverfinu sem rönkuðu við sér og
komu út í glugga sáu hvar þau hlupu í
áttina að háu blokkunum, framhjá þeim
og inn í holtin, þar til þau komu að stóra
steininum en eftir það sáust þau ekki meir.
Að minnsta kosti spurðist aldrei framar
til Viðars á rakarastofu Antons Sigfinns-
sonar og ekki hefur hann, svo vitað sé,
birst á öðrum rakarastofum í borginni.
Eins var það með Rósu: þrátt fyrir ítarlega
leit með sporhundum, hjálparsveitum og
ótal sjálfboðaliðum úr hverfínu var hana
hvergi að finna.
Margir búa sig nú undir
það af kappi að græða
á því þegar Evrópa
verður ein efnahags-
leg heild. Þar á meðal
er ein mesta gróða-
mylla, sem nokkurs-
staðar snýst, Walt-
Disney stórveldið, sem rekur Disneyland í
Burbank í Kalifomíu, en einnig á Florida og
í Japan. Næsta Disneyland verður í Evrópu,
nánar tiltekið í Jossigny, skammt utan við
París. Þar er nú allt á fullu við að skapa
þennan vinsæla gerviheim Mikka mús &
Co., Hallir á borð við Neuswanstein Lúðvíks
Bæjarakóngs rísa þar og fleiri þvílíkar
ijómatertuhallir, að Stalin hefði ugglaust
verið hæstánægður.
Nálægt einu af úthverfum Parísar,
Marne-la-Vallée, ganga jarðýtur dag og
nótt ásamt 4000 hverskonar verkamönnum,
sem fjölgað verður í 12000 bráðlega. Nú
Robert Fitzpatrick, framkvæmda-
stjóri
þegar hafa verið sett niður 52000 tré, seg-
ir framkvæmdastjórinn, Robert Fitzpatrick,
sem stjórnaði undirbúningi fyrir Olympíu-
leikana í Los Angeles.
Stefnt er að því, að „Euro-Disneyland“
verði tilbúið að einhveiju leyti 1992, en
áætlunin gerir annars ráð fyrir að verkinu
verði ekki lokið fyrr en árið 2017. Gert er
ráð fyrir 11 milljónum gesta þegar á fyrsta
ári og umtalsverðum gróða á sama tíma og
gamalgrónir skemmtigarðar í París og víðar
í Frakklandi hafa verið að tapa. Markaður-
inn er risavaxinn; sé tekinn tveggja flug-
stunda radíus út frá staðnum, búa á því
svæði 310 milljónir manna og 17 milljónir
manna þurfa aðeins að aka tvo tíma til að
ná þangað. Að sjálfsögðu verður að reisa
mörg risastór hótel; þar á meðal verður
„Magic Kingdom Hotel“ í viktoríönskum
lúxusstíl og önnur munu bera heiti eins og
„Cheyenne" og „Santa Fe“. Sem sagt: Eng-
in almennileg frönsk nöfn. Er nema von að
þeim blöskri.
Hraðskreiðar lestir munu tengja svæðið
við flugvelli og sjálfa Parísarborg, á tilbún-
um vötnum og vatnaleiðum munu sigla
hjólaskip líkt og forðum á Missisippi, golf-
velli er talið að þurfí að byggja upp og ótal
margt fleira. Allt skapar þetta ómælda vinnu
og ætli séu þá ekki allir ánægðir?
Ónei, ekki íbúar í nálægum hverfum, sem
finnst þeir hálfpartinn vera brðnir hluti af
einhverskonar vernduðu Indíánasvæði. Svo
er það vitaskuld menningin, sem alltaf er í
hættu og engir hafa reynt eins ákaflega
að sporna gegn amrískri menningu og
Fransarar. Einn menningarvitinn í París
kallaði Euro-Disneyland „menningarlegt
kjarnorkuslys". Það er ekki talið að Mikki
mús hafi nein smá áhrif og allt það sem
hann hefur meðferðis, vaxandi hamborgara-
át, vaxandi hraðát og annað sem tengist
bandarískum lifnaðarháttum og þykir ekki
par fínt í Frakklandi. Tekjumegin á þessum
reikningi eru svo allir túristarnir, sem fara
um leið inn í París og kannski víðar um
Frakkland og skilja eftir glás af aurunum
sínum.
Stefht er aðþví, að „Euro-Disneyland“ verði tilbúið að einhverju leyti 1992.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1990 7