Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Page 5
Taylor hafði skrifað heilan helling af grein-
um um þetta líkan, og á þessum tíma hafði
honum heppnast að fá tvær þeirra birtar í
Nature, sem er elsta og virtasta vísindatíma-
rit heims. Sumar af þessum greinum voru
skrifaðar ásamt föður Taylors, sem er einn
af frægustu skordýrafræðingum heims og
sem var seinna kosinn forseti bresku vist-
fræðisamtakanna. Því má bæta við að Tayl-
or hinn eldri var aðalritstjóri og útgefandi
(fyrir hönd bresku vistfræðisamtakanna)
Journal of Animal Ecology, sem birti sumar
af deltagreinum Taylors yngri. Hugmyndirn-
ar sem deltalíkanið byggðist á voru fyrst
settar fram af Taylor eldri (Taylor, L.R.
1961, Nature 189: 732-735), sem hélt því
fram að dreifing skordýra og ferðir þeirra
ráðist fyrst og fremst af viðbrögðum ein-
stakra skordýra gagnvart öðrum einstakling-
um af sömu tegund.
Á yfirborðinu virtist sem Kristjáni hefði
verið úthiutaður frábær leiðbeinandi með góð
sambönd innan fræðanna. Ýmis vandamál
komu þó fljótlega í ljós. í fyrsta lagi átti
Taylor í erfíðleikum með mannleg sam-
skipti, og hann hegðaði sér gjarna eins og
frekur smákrakki. Ég mun seint gleyma
fyrstu kynnum mínum af honum. Eg var
staddur heima hjá Kristjáni og Elísabetu
stuttu eftir komu þeirra til Bandaríkjanna
þegar Taylor leit inn. Kristján kynnti mig
og bætti því við að ég væri doktorsnemi í
hagfræði. Taylor sneri sér þá strax að mér
með krepptar brúnir og sagði í miklum ásök-
unartón (án þess að heilsa mér fyrst): „Eco-
nomists do not know any statistics; they
never use anything but anaiysis ofvariance“
(hagfræðingar kunna enga tölfræði, þeir
nota aldrei annað en fervikagreiningu). Þetta
er auðvitað alrangt, og heldur skoplegt, svo
ég gat ekki annað en hlegið og stungið upp
á að hann mætti í nokkra fyrirlestra í hag-
rannsóknum. Hann hélt þessu samt áfram
það sem eftir var kvöldsins. Seinna komst
ég að því að Taylor hegðaði sér alltaf svona.
Ég hafði aldrei áður hitt prófessor sem lét
svona barnalega, og efaðist því um að Krist-
jáni væri fært að vinna með þessum manni.
í upphafi þá var Kristján samt ákveðinn
í að láta sérkennilega framkomu Taylors
ékkert fara í taugarnar á sér. Fræðin ein
skiptu máli, og svo virtist sem Taylor væri
góður fræðimaður. Auk þess svaraði Kristján
honum bara í sömu mynt þegar hann var
sem verstur. Á endanum fóru þó að renna
tvær grímur á Kristján. Fyrst, þá átti Tayl-
or (sem hafði auglýst sjálfan sig sem merki-
legan stærðfræðing) það til að gera grund-
vallarmistök í stærðfræðilegum rökleiðslum.
Kristjáni þótti náttúrlega slæmt hversu
gloppóttur Taylor reyndist, en verra þótti
honum samt að Taylor var tregur til að
gefa ítarlegar útskýringar á þeirri rannsókn-
arvinnu sem hann þóttist hafa framkvæmt.
Ef einhveijar útskýringar fengust, þá voru
þær alltaf þokukenndar (og því var oft bætt
við að Kristján þyrfti að læra meiri stærð-
fræði til að skilja deltalíkanið til fulls). Þetta
var óþolandi ástand. Kristján stundaði nám
á fjárstyrk sem var veittur með það í huga
að þegar námskeiðum hans lyki myndi hann
stunda rannsóknir á deltamódelinu ásamt
Taylor. Honum var því nauðsynlegt að hafa
fullan skilning á þeirri vinnu sem þegar
hafði verið framkvæmd. Hann reyndi allt
sem hann gat til að fá kenningar Taylors
til að ganga upp, en ekkert gekk. Þetta olli
honum slíkri hugarangist að hann var að
því kominn að hætta námi. Upphaf fram-
haldsnáms er líka viðkvæmur tími, sérstak-
lega fyrir góða stúdenta, því það er á þessum
tíma sem það rennur fyrst upp fyrir manni
hversu lítið maður veit og hversu flókin fræð-
in geta orðið.
Eftir tvö stormasöm ár (á þessum tíma
skildi Kristján við eiginkonu sína), þegar
hann hafði að mestu lokið þeim námskeiðum
sem hann þurfti að taka, gekk Kristján loks
á fund Taylors og sagði honum að sér væri
ókleift að fá nokkuð vit út úr deltamódelinu
og sennilega væri bara best að taka sér hlé
frá námi meðan að hann hugsaði betur um
þessi mál. Viðbrögð Taylors komu Kristjáni
nú í opna skjöldu: Taylor brást hinn versti
við og hótaði Kristjáni því að ef hann hætti
námi á þessi stigi myndi Taylor sjá til þess
að hann væri búin að vera sem skordýrafræð-
ingur.
Fram að þessum tíma hafði ekki hvarflað
að Kristjáni að neitt athugavert væri að
deltalíkaninu. Viðbrögð Taylors urðu hins-
vegar til þess að hann fór að skoða líkanið
í nýju ljósi, og snemma árs 1983 sneri Krist-
ján sér loks alhliða að rannsóknum á delta-
módelinu.
Fyrsta uppgötvun Kristjáns var sláandi.
Ein af deltamódelsgreinunum (L.R. Taylor,
I.P. Woiwod and R.A.J. Taylor. The migra-
tory ambit of the hop aphid and its signific-
ance in aphid population dynamics, Journal
of Animal Ecology, 1979, pp. 955-972.) var
að hluta til byggð á doktorsritgerð Taylors.
Nákvæm lesning á þessari grein leiðir í ljós
alveg stórfurðuleg vinnubrögð. Taylor og
samhöfundar hans byija á því að gefa sér
þá forsendu að allar þær blaðlýs sem fund-
ust í soggildrum á Stóra-Bretlandi 1971-
1977 hefðu fæðst á sama bletti innan Bret-
lands. Með öðrum orðum, þeir gera ráð fyr-
ir því að blaðlýs hafi ekki fjölgað sér nema
á þessum afmarkaða bletti. Þetta er fáránleg
forsenda, enda geta þeir þess í sömu grein
að þessar blaðlýs megi finna víðast hvar á
Stóra-Bretlandi nema í nyrstu héruðum. Það
þarf ekki formlega menntun í skordýrafræði
til að vita að blaðlýs fjölga sér auðveldlega
hvar sem þær hafa nægan hita, raka, og
fæðu (það er nóg að hafa átt pottablóm).
En þetta er bara byijunin. Næst gera
þeir ráð fyrir að allar humal-blaðlýs í Bret-
landi komi frá Kent, og því næst gera þeir
ráð fyrir að þær komi eingöngu frá Here-
ford. Að lokum sameina þeir svo gögn fyrir
báðar þessar forsendur og frenija (eina við-
eigandi orðið til þetta) tölfræðilega athugun
á ferðum þessara blaðlúsa innan Stóra-Bret-
lands. Sameining gagna á þennan hátt er
auðvitað hið versta brot á öllum hefðum í
tölfræði. í stað tæknilegra útskýringa læt
ég nægja að benda á að með þessum kúnst-
um þá höfðu Taylorsfeðgar breytt þeirri einu
blaðlús sem fannst í Newcastle á þessum
árum í tvær blaðlýs, og báðar þessar blaðlýs
voru síðan notaðar til að renna stoðum und-
ir hugmyndir Tayloranna um ferðir blaðlúsa
— önnur blaðlúsin átti að hafa fluttst 349
kílómetra frá Kent til Newcastle og hin 481
kílómetra frá Herefordshire til Newcastle.
Þessi tölfræðilegi apagangur var síðan not-
aður sem grundvöllur fyrir miklar vangavelt-
ur um ferðir blaðlúsa samkvæmt deltamódel-
inu (og allt var þetta gert í sérlega virðuleg-
um og lærðum tón).
Kristján trúði náttúrulega ekki sínum eig-
in augum þegar hann rakst á þetta. Hér
koma aðeins tveir möguleikar til greina:
Annað hvort notuðu Taylorsfeðgarnir vísvit-
andi tölfræðiaðferðir og röksemdafærslur
sem eru óleyfilegar samkvæmt öllum venjum
(sem þýðir að þeir eru vísindalegir falsarar),
eða þeir gerðu sér ekki grein fyrir hvað
þeir voru að gera (sem þýðir að þeir eru
óhæfir vísindamenn).
Næsta skref Kristjáns var að fara ofan í
saumana á restinni á deltagreinum Taylors.
Hér kom ýmislegt skrítið í ljós. Deltalíkanið
átti samkvæmt greinum Taylors að uppfylla
ijöldann allan af fræðilegum skilyrðum sem
önnur líkön sem ófær um að uppfylla. Krist-
ján komst hinsvegar að því að það sem á
yfirborðinu sýndist vera eitt líkan, var í raun
mörg gjörólík og ósamstæð iíkön. Taylor
hafði komist upp með að setja þetta fram
sem eitt samstætt líkan vegna þess eins að
iiann passaði sig alltaf á því að gefa ekki
upp nein smáatriði. Á þennan hátt hafði
hann í raun sett fram seríu af líkönum til
að uppfylla mismunandi skilyrði. Öll þessi
líkön reyndust verá meingölluð. Ekkert
þeirra uppfyllti öll þau skilyrði sem Taylor
sagði deltalíkanið uppfylla, og sum þeirra
uppfylltu ekki einu sinni þau skilyrði sem
þau voru hönnuð fyrir. Nánari athugun
Kristjáns leiddi semsagt í ljós að deltalíkan-
ið fræga var ekki til sem eitt samstætt líkan
af ferðum skordýra — þau vandamál sem
módelið átti að hafa leyst voru enn óleyst.
Hér var Kristján í doktorsnámi í Ameríku,
og hann hafði rétt komist að því að delta-
módelið, sem doktorsritgerðin hans átti að
byggjast á, var ekki til. Það var bara skáld-
skapur — annaðhvort ímyndun gjörsamlega
óhæfs vísindamanns eða vísvitandi fölsun.
Hvernig er hægt að bregðast við svona
nokkru? Kristján skrifaði stutta samantekt
á vandamálunum við deltamódelið og tók
síðan Taylor afsíðis, sýndi honum uppgötv:
anir sínar, og bað um nánari útskýringar. í
svara stað hummaði Taylor þetta bara fram
af sér, og fékkst ekki einu sinni til að ræða
málin.
Itrekaðar tilraunir Kristjáns til að fá ein-
hver svör frá Taylor reyndust árangurs-
lausar, og því betur sem Kristján kynnti sér
deltalíkanið því fleiri vandamál komu í ljós.
Að lokum var Kristján því neyddur til að
tilkynna Taylor að sér væri ekki fært að'
vinna frekar að fyrirhuguðu doktorsverkefni
um deltamódelið. í byijun apríl 1983 út-
skýrði Kristján gang mála fyrir forseta skor-
dýrafræðideildarinnar og óskaði eftir að fá
nýjan prófessor til að vinna með; hann gæti
ekki litið á athæfi Taylors sem vísindastörf.
Stuttu seinna voru Kristján og Taylor
boðaðir á fund hjá Pitts, forseta skordýra-
fræðideildarinnar. Pitts hafði staðið fyrir því
að Taylor var ráðinn til Penn State, og hann
var líka persónulegur vinur Taylors eldri.
Pitts tilkynnti Kristjáni að hann yrði að
halda áfram að vinna undir umsjón Taylors.
Skordýrafræðideildin myndi því aðeins leyfa
honum að skipta um verkefni (og þar með
að skipta um ieiðbeinanda) ef hann hefði
nýja rannsóknaráætlun á reiðum höndúm.
(Þar sem það tekur langan tíma að skrifa
rannsóknaráætlun fyrir nýtt doktorsverk-
efni, þá jafngilti þetta neitun.) Ef Kristján
gæti ekki sætt sig við að halda áfram að
vinna með Taylor, þá myndi skordýrafræði-
deildin afturkalla allan Qárstuðning til hans
— bæði framfærslufé og fjármagn til að
stunda frekari rannsóknir á skordýrafræði.
Að lokum bætti Pitts því við að Kristján
myndi ekki fá nokkurn mann til að vinna
með sér ef hann hætti að vinna með Taylor.
Val Kristjáns var augljóst, honum var
ekki fært að hilma yfir uppgötvanir sínar
með því að láta eins og ekkert hefði gerst.
Hann reyndi sitt besta til að fá betri úriausn
mála innan skordýrafræðideildarinnar, en
án árangurs. Á endanum neyddist hann því
til að tilkynna Pitts að ákvörðun sín stæði
óhögguð og að samstarf hans og Taylors
væri á enda. Þessi ákvörðun Kristjáns reynd-
ist örlagarík, en áður en við lítum nánar á
eftirmála þessara atburða er rétt að segja
frá viðbrögðum manna innan skordýrafræði-
deildarinnar.
VlÐBRÖGÐ LlÐSINS í SKOR-
DÝRAFRÆÐIDEILDINNI
Svifting fjárstuðnings þremur árum eftir
að framhaldsnám hófst hefði þýtt endalok
námsferils fyrir flesta ameríska stúdenta.
Aðgerðir Pitts voni augljóslega ætlaðar til
að ganga af fræðaferli Kristjáns dauðum.
Hvernig gat hann komist upp með þetta
gagnvart besta stúdent deildarinnar? Því
Kristján var tvímælalaust besti stúdentinn
sem þeir höfðu — bæði prófessorar og stúd-
entar voru með það á hreinu! Kristján hafði
ekki bara fengið hærri einkunn en nokkur
annar stúdent í nær öllum námskeiðum sem
hann tók, hann hafði tekið erfið námskeið
innan stærðfræðideildar og tölfræðideildar
skólans (námskeið sem öðrum stúdentum
innan skordýrafræðinnar datt ekki í hug að
ieir réðu við). Kristján var sá maður sem
bæði stúdentar og prófessorar leituðu helst
til þegar þeir áttu við tölfræðileg eða stærð-
fræðileg vandamál að stríða. Hegðun Pitts
er því algjörlega óskiljanleg. Og jafn furðu-
legt er að prófessorar deildarinnar og sam-
stúdentar Kristjáns lyftu ekki fingri honum
til hjálpar.
Eina útskýring sem mér getur mögulega
dottið í hug er að Kristján var einum of
magnaður fyrir liðið í deildinni. Áður en
hann afhjúpaði T'aylorfeðgana höfðu bæði
stúdentar og kennarar deildarinnar litið á
deltalíkanið sem fyrirmyndar fræðimennsku,
og á Taylor sem merkilegan fræðimann. Það
að Kristjáni var ætlað að vinna með Taylor
átti að vera heiður fyrir hann. Þegar Krist-
ján síðan hafnaði deltalíkaninu og sýndi fram
á vankanta þess, þá var hann líka að sýna
fram á hversu léleg skordýrafræðideildin
var. Þótt Penn State sé einn af fremstu ríkis-
háskólum Bandaríkjanna, þá eru deildir inn-
an am'erískra háskóla mjög sjálfstæðar, og
flestir skólar hafa sínar ruslakistur. Ef
Kristján hafði rétt fyrir sér um deltamódelið
þá þótti það líka dómur um skordýrafræði-
deildina.
Ég held að flestir prófessorar og stúdent-
ar deildarinnar hafi haft vanmáttarkennd
gagnvart Kristjáni. Stúdentunum fannst
hann bera höfuð og herðar yfir þá, og próf-
essorarnir vissu ekki hvernig þeir ættu að
bregðast við þegar hann leiðrétti á í fyrir-
lestrum. Eins og flestir Islendingar bar hann
enga virðingu fyrir titlum og hafnaði allri
sýndarmennsku. Þetta er gjörólíkt amefísk-
um stúdentum sem oftast smjaðra fyrir próf-
essorum og reyna að sýnast duglegri og
betri en þeir raunverulega eru. Ég tók t.d.
eftirþví að í skordýrafræðideildinni tíðkaðist
að stúdentar þættust alltaf vera önnum kafn-
ir við rannsóknir ef einhver prófessor var
viðstaddur. Flestir þeirra virtust eyða mest
af tíma sínum á kjaftatörn, en síðan þóttust
þeir allt í einu vera uppteknir við smásjár
og pípettur ef prófessorar litu við. Kristján
var hins vegar ekkert að þykjast, hann var
einn af fáum sem unnu stöðugt að námi og
tilraunum, en ef hann tók sér hlé þá breytti
það hann engu hveijir mættu á staðinn.
Sumir túlkuðu þessa hegðun sem svo að
Kristján sýndi prófessorum ekki þá virðingu
sem þeir ættu skilið. Og það er rétt að hann
var ekkert að hneigja sig og beygja eins og
margir aðrir stúdentar. Ef prófessorar ávörp-
uðu hann með skírnarnafni þá notaði hann
líka skímarnafn þeirra í stað þess að nota
eftirnöfn og titla. Þeir sem voru óöruggir
um fræðimennsku sína áttu kannski erfitt
með að taka þessu.
I bandarískum háskólum ræðst frami próf-
essora fyrst og fremst af greinum og skýrsl-
um sem þeir birta í sérfræðitímaritum. Þar
sem það er oft erfitt að bera saman grein-
ar, hefur sú venja þróast að telja bara fjölda
þeirra og nota fjöldann sem mælikvarða á
framlag manna til fræðanna. Þetta hefur
síðan leitt tií keppni til að birta sem flestar
greinar, og stundum virðist litlu skipta hvort
það er eitthvert vit í þeim eða ekki. Það sem
verra er, undirbúningur á einni góðri grein
með raunverulegu framlagi til fræðanna tek-
ur oftast lengri tíma en fyrir margar gagns-
lausar greinar. Af þessu leiðir að mörg sér-
fræðitímarit eru full af gagnslausum grein-
um, og fyrst frami manna ræðst mestmegins
af fjölda og gæðin skipta litlu þá hafa flest-
ir amerískir háskólar sinn skerf af prófessor-
um sem hafa skrifað helling af rugli sem
enginn maður les.
Skordýrafræðideildin við Penn State hafði
nokkra prófessora af þessu tagi. Sumir höfðu
byggt frama sinn mjög á að prófa skordýra-
eitur. Skordýraeitursframleiðendum í
Bandaríkjunum ber lagaleg skylda til að
ráða óháða aðila til að prófa hversu vel ný
skordýraeitur virka. Prófessorar gátu not-
fært sér þetta og fengið ný skordýraeitur
frá framleiðendum til að úða á mismunandi
skordýr. Síðan skrifuðu þeir pappíra, m.a.
um hvort skordýrin hefðu drepist. Þetta er
auðvitað frekar ómerkileg fræðimennska, en
á sínum tima var hægt að birta greinar um
þetta, og ef þeir höfðu fengið nógu margar
Veturinn 1982, meðan alltlék ílyndi. Kristján er hér í hópi samstúdenta. Hann ersjötti í röðinni frá vinstri afþeim sem standa.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. APRÍL 1990 5