Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Síða 9
Wrangler
Lipur og vel
búinn Jeep
Gamli Willys-jeppinn
hefur dugað vel á ís-
landi og gerir enn og
nú býður Jöfur í Kópa-
vogi Jeep Wrangler
Hardtop sem er beinn
arftaki þess gamla sem
enn þeysir uin byggðir
og óbyggðir landsins. Wrangler er nú
vel búinn jeppi með ýmsum nýjungum
sem Willys gat ekki státað af en byggir
þó að sjálfsögðu á öllu því góða sem
Willys er þekktur fyrir. Wrangler kostar
líka yfir 1.650 þúsund krónur kominn á
götuna og hægt er einnig að fá dýrari
útgáfu sem kostar 1.829 þúsund krónur.
Útlit Jeep Wrangler Hardtop er vel þekkt
og við látum myndirnar nægja til að lýsa
því. Menn hafa farið varlega í breytingar á
50 ára ferli og hjá Wrangler eru gömul ein-
kenni til staðar. Búnaður -er þessi helstur:
2,5 lítra yfir 100 hestafla, fjögurra strokka
vél með beinni innspýtingu, vökvastýri,
fimm gíra beinskipting, leðurklætt, velti-
stýri, klædd veltigrind og klætt mælaborð
með öllum nauðsynlegum mælum. Teppi eru
á gólfum og sætin eru smekklega klædd.
Fjórhjóladrifið er búið læstu mismuna-
drifi og er auðvelt að skipta milli eindrifs
og aldrifs og milli háa og lága drifsins.
Wrangler er búinn blaðfjöðrum, hlífðar-
panna er undir millikassa og bensíntanki
sem tekur 76 lítra og hjólbarðar eru
215/75x15, eru vel grófir og mjúkir.
Wrangler er 3,876 m langur (að varahjól-
inu meðtöldu sem fest er á neðri hluta aftur-
hurðar), breiddin er 1,676 m og hæðin 1,753
m. Lengd milli hjóla er 2,373 m. Bíllinn
vegur 1425 kg og ber 475 kg. Bensíneyðsl-
an er sögð vera 15 lítrar á hundraðið í
bæjarakstri en dettur rétt niður fyrir 10 lítra
við jafnan 90 km hraða í akstri úti á vegum.
Enginn íburður
íburður er ekki fyrir hendi í Wrangler
en þar er þó allt sem þarf. Bíllinn er sem
fyrr byggður fyrir akstur í torfærum og
vegleysum en segja má að þægindin komi
einkum fram við akstur í borg. Vökvastýrið
og þó sérstaklega fimm gíra skemmtilegur
gírkassi með mjög skiptingu gera bílinn að
leikandi léttum smábíl í bæjarumferðinni.
Það er ekkert mál að snúa og leggja og
gott útsýni til að athafna sig í þrengslum.
Baksýnisspegillinn er þó settur fullneðarlega
á framrúðuna og truflar hann útsýnið nokk-
uð þegar beygt er til hægri.
Framsætin eru allgóð og aftursætið er
svo sem ekki merkilegt en sæmilega fer þó
um tvo farþega þar. Betra þó að þeir séu
Jeep Wrangler
með plasthúsi.
Mælaborðið er klætt og vel búið mæl-
um. Hanskahólf er lítið er stórgeymslu-
kassi er milli íramsætanna.
Farangursrýmið er ekki mikið nema
aftursætið sé lagt fram. Það þarfheldur
ekki mörg handtök til að kippa því al-
veg úr.
Nokkuð þungt er að lyfta framsætinu
fram til að komast í aftursætið.
Wrangler er búinn blaðfjöðrum og er
náttúrlega ekki mjúkur. Hann fer allvel í
holur á malarvegum, ekki síst ef honum er
ekið'í aldrifi, en hann á það til að skvetta
sér aðeins til hliðar. Hann nýtur sín að sjálf-
sögðu best utan vega eða á grófum vegum
- á því svæði sem hann er gerður til að
athafna sig á.
Traust og einfalt
Trúlegt er að Jeep Wrangler Hardtop
haldi áfram að eignast aðdáendur hérlendis.
Vissulega er jeppinn dýr en hér kaupa menn
án ef traustan bíl sem endist vel og lengi.
Allur er hann einfaldur í sniðum og frá-
gangi sem ætti að auðvelda viðhald og alla
meðferð. Sem fyrr segir kostar hann kr.
1.657 þúsund krónur með þeim búnaði sem
fyrr var talinn upp. Dýrari gerðin kostar
um 1.830 þúsund og er hann búinn álfelg-
um, krómuðu grilli og stuðurum, hátölurum
og loftneti, meiri hijóðeinangrun og Laredo
röndum á hliðum.
jt
Varahjólið er fest á afturhurðina og verkfæri eru í vélarhúsi.
ekki af stærri gerðinni. Þegar sest er í fram-
sætin verður fljótt vart við hvimieiðan galla
en það er öryggisbeltið. Mjög þröngt er að
ná því upp meðfram hurðinni og þarf helst
að gera það áður en lokað er. A sarna hátt
hefur það tilhneigingu til að lenda í hurða-
falsinu þegar stigið er út úr bílnum og
klemmast á milli.
Kraftur og vinnsla eru með ágætum.
Vélin á að skila bílnum í 145 km hámarks-
hraða en hún er sem fyrr segir fjögurra
strokka, 2,5 iítra og með beinni innspýt-
ingu. Wrangler er ekki mjög snöggur í við-
bragðinu en þó þarf ekki að kvarta yfir
kraftinum eða vinnslunni þegar hann hefur
aðeins náð sér af stað. Hávaði frá vél er
nokkur og þarf aðeins að hækka röddina í
samræðum í akstri.
'
Mórgunblaðið/Bjarni
Davíð Davíðsson forstöðumaður bifreiðadeildar Globus.
Globus kynnir
nýjungar frá Ford
Globus hf. við Lágmúla í Reykjavík sem
tók á dögunuin við Ford-umboðinu hefur
nú afhent fyrsta bílinn sein það afgreiðir
og var það Escort sem fór til Vestmanna-
eyja. Forráðamenn Globus segja að
fyrstu vikurnar verði sala á Escorl og
Sierra aðalverkefnin en síðar í sumar
er að vænta nýjunga, svo sem Fiesta, nýs
Bronco jeppa sem heitir nú Explorer og
Aerostar sem er nýr ein- eða tvídrifinn
sendibíll eða ferðabíll.
Davið Davíðsson er forstöðumaður bif-
reiðadeildar Globus segir að nýjungarnar frá
Ford komi á íslenskan markað smám saman
í sumar og haust. Nýja gerðin af Fiesta
hefur slegið sölumet í Evrópu, m.a. gamalt
met frá Golf. Útlit er nýtt frá grunni og
innrétting og verður Fiesta fáanlegur með
sjálfskiptingu og beinskiptingu, 1100 og
1400 vélum, 45 eða 55 hestöfl og 3 eða 5
dyra.
Broncoinn er nú nýr frá grunni og heitir
nú Explorer. Þar er um að ræða stærri bíl
og meiri en þann gamia Bronco. Hann er i
flokki lúxusjeppa og mun trúlega kosta á
•bilinu 2,4 til 3 milljónir króna. Hann verður
með 4,9 lítra, 6 strokka og 155 hestafla
vél með beinni innspýtingu.
Af öðrum áhersluatriðum frá Ford nefnir
Davíð bílana Econoline og Transit en bílar
af báðum þessum gerðum eru boðnir í margs
konar útfærslum og til margs konar verka,
fólksflutninga sem vöruflutninga.
jt
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. APRÍL 1990 9