Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Side 11
FERD4BLÍÐ lesbókar Aukin ferðaþjón- usta á Isafirði Nýr skemmtiferðabátur og- ný lyfta í Seljalandsdal Á Isafirði er búið að stofna hlutafélag, til að reka skenuntibát, sem þegar hefúr fest kaup á Brimrúnu, bát Eyjaferða í Stykkis- hólmi. Brimrún tekur 21 farþega og verður tekin í notkun í maí. I Seljalandsdal verður örugglega hægt að skíða langt fram eftir sumri, því nógur er snjórinn. Hótel Isaíjörður og Flugleiðir bjóða helgarferðir til ísaljarðar. Undanfarin ár hefur mikið ver- ið spurt um bátsferðir á ísafirði, bæði í útsýnisferðir og til að í komast í Jökulfirði og á Horn- strandir. Brimrún mun halda uppi daglegum skoðunarferðum um Djúp eftir hádegi, en á öðrum tímum er gert ráð fyrir sérferðum á ýmsa áfangastaði fyrir hópa. Skoðunarferð um Djúp tekur 2 'l> til 3 ’A tíma og sú ferð er á dag- skrá alla virka daga, en á sunnu- dögum er áætlað að fara í Jökul- firði. Ferð í Jökulfirði tekur um 5 tíma fram og tilbaka og ferðin á að tengjast áætlunarbílum og flugi Flugleiða til og frá Reykjavík. A ísafirði er nógur snjór og mikið við að vera. Aðeins 5 km eru í Seljalandsdal frá bænum. Þijár skíðalyftur flytja fólk upp í brekkur, þar af ein ný, sem sett var upp í fyrra. Sú lengsta er 1.250 m og annar 650 manns á klst. Efsta lyftan er aðeins fyrir hugað skíðafólk og liggur upp í brekku, sem talin er ein sú bratt- asta í Evrópu! Troðnar brautir liggja um skemmtileg göngu- skíðasvæði. Hótel Ísaíjörður og skemmtistaðirnir þrír leggjast á eitt til að dvölin verði sem ánægju- legust. Um helgar er lifandi tón- list á hótelinu, hljómsveitir á skemmtistöðunum og bíó. Og í veitingasal hótelsins er boðið upp á úival ljúffengra rétta. Fyrir börn er leikhorn og barnamat- seðill. Flug, gisting í 2 nætur í tvíbýli, morgunverður og lyftugjöld í 1 'A dag kostar 9.700 kr. Aukanótt kostar 2.000 kr., skoðunarferð með Brimrúnu um Djúpið 1.800 kr. (hressing innifalin) og ferð í Jökulfirði 1.500 kr. aðra leið. » Að vera farþegi með Arnarflugi Arnarflug er mikið í fréttum. Viðkvæm fjárhagsstaða er í sviðsljósi og rætt um aukið „hlutafé“ til að leigja flugvélar og halda þeim á flugi. Ejn leiguvél er tekin af félaginu áður en leigutími rennur út. Önnur er að koma, en kemur ekki! Sú þriðja er væntanleg, en seinkar vegna bilunar. Allt er þetta fréttnæmt, en sjaldan er talað um, hvemig er að vera farþegi með Arnarflugi eða hvaða orðstír félagið setur á ísland og íslenska ferðaþjónustu. Heyrst hefur að þetta margir farþegar Arnarflugs séu strandaglópar í Amsterdam, Hamborg eða Reykjavík og bíði eftir áætlunarflugi, sem ekki kemur! Farþegum er síðan komið eftir millileiðum á áfangastað. Nýjustu fréttir frá Arnarflugi voru að það tók farþega næstum sólarhring að komast til Amst- erdam frá Keflavík! Viðmælandi minn kynntist því nýlega hvemig er að vera með erlendan ferðamann, sem átti bókað flug með Arnarflugi til Hamborgar. Um var að ræða 14 ára pilt, sem er óvanur að ferð- ast og dálítið hræddur við að fljúga. Pilturinn var með „apex“-miða (fasta brottför 5. apríl) og vildi heldur fljúga beint til Hamborgar en í gegnum Kaupmannahöfn. En á umrædd- um tíma lá áætlunarflug Arnar- flugs niðri vegna flugvélaskorts! Leyfi til að framlengja miðanum var því auðfengið hjá félaginu, enda hagkvæmara að láta bók- aðan farþega fljúga með „Arnar- flugsvéT*. Bandarísk vél með er- lendri áhöfn var væntanleg til landsins. Áætluð brottför kl. 14.00, 8. apríl. Að fljúga áfram á þotu- og tölvuöld! Kostnaður viðskiptaferðalaga hækkar stöðugt Árið 1980 óx kostnaður við viðskiptaferðalög um 94% miðað við 50,4% aukningu á vísitölu framfærslukostn- aðar. Eflirfarandi tafla er byggð á kostnaði í þriggja daga hringferð á 20 helstu flugleiðum í heiminum. Máltíðir, gisting og bíla- leiga eru innifalin. Flugfar- gjöld og verð voru prófúð fjórum sinnum árlega. Síðasta súlan sýnir kostnað- arhækkun 1989 frá 1980. Upplýsingar frá áætluðum brottfarardegi 5. apríl voru mjög óljósar. Vélin var alltaf um það bil að koma til landsins. Það var fyrst þegar hringt var í milli- landaflug Flugleiða, að þær fréttir fengust að vélin væri loks- ins lögð af-stað, en hefði bilað á millilendingarstað í Kanada. Farþegum var haldið í biðstöðu laugardaginn 7. apríl og sunnu- daginn 8. apríl. Það var fyrst kl. 4.30 á sunnudag, sem til- kynnt var að vélin væri væntan- leg til landsins um kvöldið og flogið yrði kl. 7 næsta morgun, 9. apríl! Fjögurra daga seinkun á áætlunarfluginu til Hamborg- ar! Vegna óljósra upplýsinga og biðstöðu í málinu tókst ekki að ná í foreldra drengsins. Síðdegis á sunnudag hringir móðir drengsins, alveg niður- brotin, frá Hamborgarflugvelli. Henni hafði verið tilkynnt að vélin væri „kabut“, sem hún skildi fyrst á þann veg að vélin hefði farist! Siðar var henni sagt að engar upplýsingar lægju fyr- ir. Þjóðveijar eiga mjög erfitt með að skilja hvernig hægt er að fella niður áætlunarflug og siðan sé engu að treysta! Sá 14 ára var líka orðinn hræddur og ýmsar spurningar vöknuðu: „Er þetta gömul vél? Hafa þeir aldrei flogið til íslands áður?“ Það var hrædd móðir sem beið eftir syni sínum með leiguvélinni á mánu- dagsmorgun (vélin lagði af stað frá Keflavík um kl. 8) og dálítið óttasleginn farþegi, sem flaug með. Eitthvað þessu líkt hlýtur að hafa komið upp áður, vegna tafa eða niðurfellinga á „áætlunar- flugi“ þessa félags. Og eftirfar- andi spurningar hljóta að vakna: Er nægilegt öryggi í því að vera samfellt með leiguvélar, sína frá hvorum aðilanum og ef til vill með ófullnægjandi skoðunar- og öryggisvottorð — eða a.m.k. umdeilanleg, eins og til dæmis Afríkuvélin? Kannski eru íslend- ingar búnir að sætta sig við endalausar tafir hjá félaginu, fyrst lítið heyrist frá þeim, en áreiðanlega ekki erlendir ferða- menn, sem ekki hafa orðið fyrir sambærilegri reynslu annars staðar. Hvaða áhrif skyldi þessi þjónusta flugfélagsins hafa á íslenska ferðaþjónustu almennt? Hlýtur hún ekki að draga úr fjölda ferðamanna til lands og þeirri þjónustu sem okkur er lífsnauðsyn? Hvernig væri að snúa dæminu við, þannig að það væru KLM eða SAS, sem kæmu svona fram við íslenska ferða- menn og biðu okkur slika þjón- ustu? Ætli viðbrögðin yrðu ekki höi'ð! Oddný Sv. Björgvins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. APRÍL 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.