Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Side 3
i-EgBiW
11 @ [S| íöj [u| [n'! [b] E 1*1 [ö] E [7] ® [g
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari opnar í dag
sýningu á Kjarvalsstöðum. Á forsíðumyndinni er hún
ásamt einu þeirra verka sem hún sýnir þar. Þessi
skúlptúr er úr járni og heitir „Vilji“. Sjá nánar um
Steinunni og list hennar á bis 9.
Macbeth
hefur verið umhugsunar- og umfjöllunarefni í langa
tíð, ekki sízt breyskleiki hans, sem Benedikt Sigurðs-
son fjallar um í grein.
Finnland
er einskonar stórveldi í arkitektúr og er hvorttveggja,
að Finnar hafa átt snjalla og fræga arkitekta, og eins
hitt, að mjög þykir markvert það sem Finnar eru að
byggja, eða hafa nýlokið við. Um það er lítillega ijail-
að í grein með myndum.
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON
tileinkun
þú sem hefur saumað í sál mína rósir
og svellandi litum ofið kvunndaginn gráa
glóandi sólina hengt uppá himininn bláa
svo haustdagalitirnir gætu orðið mér Ijósir
farið með hæverskri gætni um mína garða
gefið mér svör við þvísem best er að vita
um furðuveraldir alheimsins undralita
sem einungis bakkusardýrkendur láta sig varða
þú sem hefur brotið minn bústað í mola
búið mér kvalir meiri en þolaðar verði
orðið til þess sem aldrei ég vildi né gerði
eftirlátið mér hlutina beiska og skarða
kemur nú aftur í kvöld einsog náttmálagola
og kennir hrófinu af mér að njóta og þola
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Þorgeirs, sem heitir 70 KVÆÐI og kom
út hjá bókaforlaginu Leshúsi á síðasta ári. [ bókinni eru Ijóð sem
höfundurinn hefur ort á tímabilinu 1958-1988.
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Þorgeirs, sem heitir 70 KVÆÐI og kom
út hjá bókaforlaginu Leshúsi á síðasta ári. í bókinni eru Ijóð sem
höfundurinn hefur ort á tímabilinu 1958-1988.
B
B
Ástalíf á dögum
séra Snorra
Af því sem ég hef lesið í
seinni tíð þykir mér mest
til um ævisögu séra
Snorra á Húsafelli, sem
Þórunn Valdemarsdóttir
sagnfræðingur hefur
skráð svo til fyrirmyndar
er. Hvorttveggja er, að
Þórunn kann vel til verka í heimildaöflun
og eins hitt, að hún hefur alla burði til að
koma efninu frá sér á skemmtilegan og um
leið listrænan hátt. Sú hætta vofir yfir hveij-
um samvizkusömum sagnfræðingi, að eins-
konar þurrafúi geri útaf við textann, en
blóðleysi af því tagi kemur ekki fyrir hjá
þeim Þórunni og Snorra; bókin er skemmti-
lesning, sem felur í sér magnaða aldarfar-
slýsingu. í því er ekki sízt gildi hennar fólg-
ið. Þórunn hefði raunar ekki þurft að stíga
stórt viðbótarskref til að breyta bókinni í
sögjulega skáldsögu.
Úr aldarfarslýsingunni er minnisstæðust
örbirgðin í harðindum sem hófust um miðja
18. öld og náðu hámarki sínu með móðu-
harðindunum eftir 1783. Snorri varð fyrst
prestur á Stað í Aðalvík 1741, einhvetju
snauðasta brauði landsins. I annan stað er
brugðið eftirminnilegu Ijósi á refsigleðina,
sem kóngsins bífalingsmenn og kirkjan
stóðu að í sameiningu. Þessvegna gat það
komið í hlut prestsins að framkvæma refs-
ingu. Til þess áttu að vera gapastokkar við
hveija kirkju samkvæmt Bessastaðapóstum
frá 1685. Þar beið þjáning og niðurlæging
þeirra, sem höfðu orðið uppvísir að því að
leggjast með öðrum en maka sínum. Mild-
asta straff réttvísinnar var að dæma menn
til að skríða á mannamótum. Það er hinsveg-
ar ögn broslegt, að yfiivöldin voru ekki
sammála um, hver ætti að bera kostnað af
gerð gapastokksins. Stundum hafði séra
Snorri að engu fororðníngar að ofan og
hafði meira að segja kjark til að fara í
málarekstur við sjálfan Skálholtsstól útaf
yfirráðum á Húsafellsskógi, sem Snorri sá
að var að eyðast.
Mannúðin var hjá sterkum einstaklingum
eins og séra Snorra; hjá refsivöndum kóngs-
ins fór lítið fyrir henni; refsigleðin sat alveg
í fyrirrúmi. Dæmi um það er örbjargamaður
sem hefur misst konu sína og leggur á heiði
með dauðveikt smábarn sitt. Örvinglaður í
bjargarleysi sínu afræður hann að stytta
þjáningar barnsins; hann drekkir því í læk
og dysjar á heiðinni. Síðar er gerð reki-
stefna; hvað hafði orðið af barninu? Maður-
inn sagði frá öllu svo sem var - og dómur-
inn: Maðurinn var klipinn nokkrum sinnum
með glóandi töngum, handhöggvinn og loks
hálshöggvinn.
Ástalífið á dögum Snorra átti sinn lög-
helgaða stað í hjónasænginni. En þá líkt
og nú urðti strákar skotnir í stelpum og þær
gátu átt það til að girnast pilta. Slík sam-
bönd án hjónabands hétu einu nafni frill-
ulífi og voru refsiverð. Harðari refsing Iá
þó við hórdómsbrotum, þegar annaðhvort
eða bæði voru gift. Séra Snorri var skyldug-
ur til að taka á kynferðislegum siðferðisbrot-
um og til þess hafði kirkjan sérstaka að-
ferð: Hinir seku urðu að skrifta opinberlega
og iðrast sinna holdlegu fýsna frammi fyrir
söfnuðinum. Sú skipan var að vísu af lögð
1770.
En það er sama þótt náttúran sé lamin
með lurk - og mér er raunar nær að halda,
að fólk upp til hópa hafi jafnvel verið nátt-
úrumeira en nú á dögum. Hvað eftir annað
koma upp framhjáhöld og frillulífsbrot í
Húsafellsprestakalli, sem var þó lítið. Fyrir
1770 skírir Snorri í sókn sinni fjögur óekta
börn, tvö hórgetin af vinnukonum og bænd-
um og tvö getin í frillulífi af vinnufólki.
Meðan Snorri var prestur á Stað í Að-
alvík barst sá maður vestur, sem síðar var
kallaður Fjalla-Eyvindur. Ástir hans, ef ást-
ir skyldi kalla, og húsfreyjunnar Höllu á
Hrafnsfjarðareyri eru landsmönnum vel
kunnar. Minna kunnugt er ástarævintýri
Sveins Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur úr
Arnarfirði, sem lenda báti sínum einn dag-
inn í Skáladal og hitta vermenn. Bæði voru
um þrítugt, hann vörpulegur maður með
hár niður á herðar, hún dökk á brún og brá
og vanfær. Litlum tíðindum sætti það núna
ef maður og kona kæmu á báti sínum norð-
ur yfir Djúp, en á dögum séra Snorra hlaut
það að vekja umtal.
Þau hafa í bátnum kjöt af kú, sem ný-
búið er að slátra og þau tjalda yfir sig með
blóðugu bátsseglinu. Menn þóttust ráða af
viðmóti þeirra hvoru við annað, að þau
væru hjón, en svo var ekki. Brátt kom í ljós,
að þau voru leyniiega brottstrokin frá Fífu-
stöðum í Arnarfirði og höfðu eiginlega róið
út úr samfélagi Guðs og manna með þessu
tiitæki. Brátt mundi sýslumaður Barða-
strandarsýslu lýsa eftir þeim og biðja
„konglig Majestets beþénta menn“ að fanga
þau. En fyrir hvað; hví var þessi ást svo
forboðin?
Viðskilnaðurinn á Fífustöðum var ekki
beint til fyrirmyndar. Þar á Sveinn eigin-
konu og barn. Frá þeim hefur hann tekið
lífsbjörgina; skorið mjólkurkúna í nestið.
Meginsökin er þó hórdómsbrotið, þau Sveinn
og Sigríður hafa „látið undan líkamans
losta“ og lagst í „kjötlegar syndir“. Ávöxtur-
inn leynir sér ekki. Er nokkuð til von-
lausara en að leggja á Djúpið með sína
heittelskuðu ólétta og nokkra kýrkjötsbita?
Framtíðin einna helzt sú að komast undan
armi réttvísinnar norður á Hornstrandir.
Og hvað gat beðið þeirra þar?
Þrátt fyrir allt þóttu þau „hýr og bjart-
sýn“. Og Sigríður kunni lagið á því að nota
kyntöfra sína og talaði frjálslega við karl-
menn. Þau spyrja um jarðnæði í Grunnavík-
ursókn og halda svo norður fyrir Aðalvík,
þar sem afskekktin verður hvað mest.
Síðar heyrir séra Snorri orðróm um, að
þeim hafi verið leynt í Rekavík í tvö ár, þar
sem skötuhjúin settust upp hjá hjónum með
6 börn. Þar varð Sigríður léttari, en barnið
dó og vegna þess að þau voru nú utan við
þjóðfélagið, sáu þau sjálf um að dysja það.
Síðan gerðist það að Sigríður var drepin;
einn sonurinn á bænum réði henni bana
með járnkalli, - en ævintýramaðurinn Sveinn
var svo heppinn að sleppa af landi brott
með hollenzkum.
Þannig endaði það ástarævintýri, enda
varla von á hamingjusömum endalokum.
Sjáífur var séra Snorri kvæntur Hildi prests-
dóttur frá Stað í Aðalvík. Þeim varð margra
barna auðið, en ógæfan gekk ekki framhjá
bæ Snorra fremur en annarra. Gegn þeim
ósköpum dugði ekki einu sinni galdrakunn-
átta Snorra, sem hann notaði til að verjast
ásóknum og aldrei gegn öðrum mönnum
utan smávegis einu sinni, þegar hann lét
hvimleiðan gest lenda í villum. Snorri var
fátækur maður og gat aðeins kostað einn
af sonum sínum í prestsnám. Björn hét
hann og vegna þess að hann var af standi
presta, gat hann kvænst Ragnheiði, frænku
Skúla fógeta, eftir dvöl sína í Viðey. Allt
leit vel út; Björn varð aðstoðarprestur föður
síns, sem tekinn var að eldast. Hann átti
að taka við embættinu, en þá kom ógæfan
í heimsókn í líki holdsveikinnar og hlóð
kaunum kapelláninn unga.
En Snorri eignaðist niarga afkomendur.
Enginn þeirra hefur verið orðaður við
galdra, en margir hafa þeir erft kraftana,
sem sumir mæla á kvíahellunni við Húsa-
fellsrétt. Meðal þeirra er Páll myndhöggvari
í Húsafelli, sem gengur um með helluna
eins og fis, líkt og séra Snorri væri þar sjálf-
ur kominn.
Gísli Sigurðsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MAÍ 1990 3