Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Síða 4
Breyskleiki Macbeths Harmleikurinn Macbeth eftir William Shake- speare (1564-1616) hefur löngum átt gífurleg- um vinsældum að fagna, jafnt hjá leikum sem lærðum. Kemur hér til málsnilld höfundar en þó sérstaklega djúpstæð innsýn hans í mann- Macbeth ber helstu einkenni klassísks harmleiks: Höfuðpersónan gerir afdrifarík mistök; hún lætur freistast og geldur þess að lokum með lífi sínu. En þar eð mistök Macbeths eiga rætur að rekja til mannlegs breyskleika er okkur unnt að öðlast samúð með honum. Eftir BENEDIKT SIGURÐSSON eðlið. Til marks um sígildi verksins nægir að benda á óþrjótandi aðdráttarafl þess á íjolum leikhúsanna sem og á breiðtjaldi. Hver er Macbeth? Hver er þessi fræga sögupersóna sem leggur fyrst líf sitt að veði fyrir föðurlandið en neytir síðar órétt- mæts valds síns með hroðalegum hætti? Er Macbeth óveijandi grimmdarseggur eður aðeins breyskur maður er fer villur vegar? Hvert er erindi Macbeths á vorum tímum? Hér leitast ég við að svara þessum spurning- um. Macbeth ber helstu einkenni klassísks harmleiks: Höfuðpersónan gerir afdrifarík mistök; hún lætur freistast og geldur þess að lokum með lífi sínu. En þar eð mistök Macbeths eiga rætur að rekja til mannlegs breyskleika er okkur unnt að öðlast samúð með honum. í upphafi verksins er Macbeth göfug- 'menni. Hann leggur líf sitt undir í þágu Duncans Skotakonungs og föðurlandsins er hann ræður niðurlögum uppreisnarseggsins Macdonwald sem er í liði með Noregskon- ungi: ... Makdónald hinn grimmi, sem helzt í uppreisn unir sínum hag, svo mjög sem glæpa-eðlið á hann hleðst með vöxtum, fékk úr Vestureyjum senda hraðgönpsveit og sæg af málaliðum, svo gæfan brosti við hans örgu uppreist sem níðings hóra; en allt kom fyrir ekki, því Makbeð, hetjan, - honum ber það nafn, - bauð hamingjunni birginn, skók við loft ijúkandi stál af vörmu víga-blóði, og sem hreystinnar hugumdjarfí sonur hjó hann sér braut til móts við þrælinn; þar varð fátt um kveðjur, fyrr en hann spretti á kvið hans uppí kjaft og festi hausinn upp á voru virki. Metnaður Macbeths eykst með sigrum hans, og örlaganornimar koma til sögunn- ar. Þær ljá metnaðargirnd Macbeths byr Málverk af Macbeth eftir enska málarann George Cottermole (1800-1868). En samviskan angrar Macbeth. Færir hann sjálfur þung rök gegn því að myrða konung: ... En slík verk hefna sín þegar hér; vér kennurn aðeins lexíur blóðs, er koma kennaranum í koll að lokum. Skilsöm réttvísin ber soradregg vors eigin eitur-kaleiks að vörum sjálfra vor. Hér á hann tvenn grið; ég er hans frændi, og þaráofan þegn, - þung rök gegn slíkum glæp, - og gestgjafi, sem vetja skyldi vegendum hans dyrnar en ekki kreista kutann sjálfur. Loks á Dúnkan þessi fagran valdaferil, mildur og hreinn í stóru starfi; lof hans mun hefjast upp sem engils lúðurraust gegn þeirri Vítis grimmd sem dráp hans er. Þá ber að minna á þá trú manna, að konungur þægi vald sitt frá guði. Morð á hendur honum stríddi því gegn eðli hluta eða lögmálum náttúrunnar. Togstreita er á milli skynsemi Macbeths og tilfinninga. Skortir hann hugrekki eða skap til að veita tilfinningum sínum útrás: ... Mig vantar hvassbrýndan spora að höggva í síður viljans, hef aðeins metnað, sem í söðul stekkur og steypist yfir. Hér kemur eiginkona Macbeths til sög- unnar. Þar eð hún er stóra ástin í lífi Mac- beths hrærir hún í honum. A móti fyrr- greindum skynsemdarrökum Macbeths fær- ir Lady Macbeth sér í nyt breyskleika hans og æsir upp karlmannsímyndina: Lafði Makbeð: Var það drukkin von sem skrýddi þig? Hefur hún sofið síðan? en vaknar nú, og lítur græn og guggin á léttúð sína! Svo skal héðanaf hugsað til þinnar ástar. Ertu hræddur að vera í dáð og dug sá serii þú ert í hjartans girndum? Viltu þiggja það sem óskir þínar dæma lífsins djásn, en vera samt að sjálfs þín dómi bleyða, sem felur ragmennskunni að vekja viljann að dæmi kisu i kviðlingnum? Macbeth reynir að verjast áeggjan eigin- konunnar eins og göfugri hetju sæmir: Ó, hættu. Allt þori ég, sem hæfir heiðri manns, og hver sem þorir meira, er ekki maður. En hvassyrði Lady Macbeths rista djúpt: Hvaða dýr lét þig ljúka upp þessu máli fyrir mér? Maður varstu að þora það; Álit eiginkonunnar vegur þungt í sjálfs- ímynd Macbeths. Er harla niðurlægjandi að vera álitinn skræfa af eiginkonu sinni. Mac- beth er nauðbeygður til að sanna hugrekki sitt og karlmennsku. Vegna þessara og fyrr- greindra ástæðna lætur Macbeth undan áeggjan konu sinnar og myrðir konung í fastasvefni með aðstoð hennar. I í hásæti konungs er Macbeth fjarri því undir báða vængi og freista hans með spám sínum. Auk tignar þeirrar sem Macbeth hefur þegar öðlast, „Thane of Glamis“, spá þær honum annarri til, „Thane of Cawdor“ og loks konungstigninni sjálfri. Sigursæld Duncans konungs stafar fyrst og fremst af fórnfýsi Macbeths Qg djörfung. Svo uppsker hver sem sáir, segir máltækið. Macbeth sáir hins vegar miklu en uppsker lítið, aðeins eina nafnbótina til. Samkvæmt ævafornu arfgengi konungsvalds nýtur Malcolm, sonur konungs, að mestu upp- skerunnar. Duncan konungur staðfestir þessa lögskipan ríkisins með eftirfarandi hætti: ... Þið synir, frændur, þjánar, allir sem standið oss hið næsta, vitið, að krúna vor skal koma í arfahlut Malkólms, vors frumburðar, sem nú skal nefndur Kumbralands-prins;... Sjálfsvirðingu Macbeths er misboðið og metnaðargirnd hans storkað. Fyrir eigin atgervi, hugrekki og fífldirfsku hafa spár nornanna að hluta ræst: Veidur hver á held- ur. Svo þær megi rætast að fullu rekur nauðsyn til að ryðja konungi úr vegi: Makbeð (útsviðs): Kumbralands-prins! ég hlýt um þröskuld þann of þungt fall, nema stiga yfir hann. Felið nú, stjömur, ljósin logabjört, svo leynist ykkur girnd mín djúp og svört. Auga, lít þú af hendi! hönd, lát gert það helzt sem augans blöskrunar er vert! Nornirnar þrjáir í ensku 18. aldar málverki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.