Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Síða 6
Menningarmið-
stöð í Tapiola.
Arkitekt: Arto
Sipinen. Hér
hefur verið unn-
ið stranglega
eftir boðorðum
módernismans:
Öll þök flöt, allar
línur harðar og
beinar. Fjöl-
breyttform
mynda þó ágæta
heild, en skógur-
inn og vatnið
eiga líka sinn
þáttíþví.
Finnskur arkitektúr
HREINNOGKLÁR
- EN DÁLfnÐ KALDUR
Finnarhafa
áunnið sér
aðdáun heimsins
fyrir snjalla
arkitekta, sem
hafa látið verkin
tala í heimalandi
sínu.
Hver einasti arkitekt með metnað og sjálfs-
virðingu verður einhverntíma að gera ferð
sína til Finnlands og sjá finnskan arkitekt-
úr“, sagði Peter Davey í grein um Hels-
inki-skólann í arkitektúr í tímaritinu Architectural
Review. Hann tók fram, að nauðsynlegt væri að að-
greina Helsinki-skólann frá öðrum skóla eða stefnu, sem
kennd er við Oulu, norðar í landinu. Sá skóli væri í
verulegri andstöðu við hinn nokkuð svo stranga hrein-
leika Helsingi-stefnunnar, sem jafnframt er miklu þekkt-
ari. Þegar menn tala um finnskan arkitektúr, er venju-
lega átt við hana.
í grein í fyrrnefndu tímariti ræðir Davey það merki-
lega fyrirbæri, að smáþjóð á jaðri heimsbyggðarinnar
nær eiginlega stöðu stórveldis í greininni. Enginn getur
svarað þeirri spurningu, hvernig slíkt gerist, eða hvers-
vegna stjömu-arkitektar spretta upp. Finnar hafa átt
marga snjalla arkitekta, t.d. Eliel Saarinen, Brygg-
mann, Revel og Ervi, en stórmeistarinn meðal finnskra
arkitekta er án efa Alvar Aalto, sem gnæfði þar yfir
aðra í þijá áratugi. Að tímaskeiði hans liðnu, tók við
magurt skeið, sem kennt er við „Vísindalega skynsemis-
hyggju" og undir því merki voru byggð hús, sem þykja
nákvæmlega jafn ljót og annarsstaðar, þar sem reynt
var að snara upp heilum borgarhverfum með sem
minnstum tilkostnaði. En síðan kom aftur betri tíð og
finnskur arkitektúr er enn í miklu áliti. Það er sumpart
vegna þess, segir greinarhöfundurinn, að menntun arki-
tekta í Finnlandi er mjög gagnger og er látin taka lang-
an tíma, jafnvel 12 ár. Þar að auki hafi Finnar eitt
bezta samkeppnisform í heiminum, þegar byggja þarf
og áríðandi er, að góðir arkitektar taki þátt. Allar tillög-
ur, líka þær verstu, fá nákvæma og faglega umflöllun
og allar þær beztu eru birtar.
Finnskir arkitektar standa ekki lengur í skugga Al-
vars Aaltos, en halda áfram í anda hans. Óhætt er að
segja, að finnskur arkitektúr sé afskaplega hreinn og
klár, en kannski ögn kaldur, sem er þó undarlegt í ljósi
þess að Finnar búa oft við fimbulkulda á vetrum. Fros-
tið er kannski 30 stig. Finnskir nútíma arkitektar halda
áfram á nótum módernismans; að minnsta kosti þeir
sem kenndir eru við Helsinki-skólann. En það er ein
mikilvæg ástæða til þess, að byggingar í þeim anda
verða aldrei eins fráhrindandi og á íslandi. Það er sú
staðreynd, að í Finnlandi er skógurinn allsstaðar nálæg-
ur. Bæði skógurinn svo og einstök tré í borgunum,
mýkja það manngerða umhverfi, sem mótast af nokkuð
hörðum línum og hreinum flötum. Um það tala myndirn-
ar skýrustu máli. Það leynir sér ekki, að áhrif Áalvars
Aaltos eru enn við lýði og sumt gæti fljótt á iitið verið
eftir þann gamla; tii dæinis stjómsýslumiðstöðin í Pieks-
ámáki, sem hér sést. Nýjabrumið felst í þvi, að finn-
skir arkitektar hafa líkt og erlendir starfsbræður þeirra,
verið í vaxandi mæli að færa sér gler í nyt sem bygging-
arefni. GS.
Gamalt ognýlegt:
Ibúðarhús ogjárn-
brautarstöð, hvort-
tveggja eftir Eliel Sa-
arinen frá því um
aldamót, ogblokka-
hverfí kennt við
„vísindalega raun-
hyggju" frá 1960.
Finnarfengu eins og
fíeiri þjóðir sinn skerf
af vondum arkitektúr
á sjöunda áratugnum.