Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Qupperneq 11
ið er ráðstefnumiðstöð á bryggj-
unni.
★ Salur fyrir 180 manns.
★ Veitingahús fyrir 120 manns.
★ Níu minni ráðstefnuherbergi
fyrir 10-40 manns.
★ Setustofaeðahvíldarherbergi.
★ 700 fm sýningarsvæði.
Verðdæmi: kr. 4.185 á mann í
tveggja manna gistingu. Ókeypis
fyrir börn innan 10 ára. Ókeypis
fundarherbergi fyrir 25 manna
gistihóp.
Upplýsingar hjá: Nyvágar, Lof-
oten, boks 42, 8301 Svolvær,
Norge. Sími: 088/78 900. Telefax:
088/78 950.
O.Sv.B.
Lófóten innan
hringsins á
Noregskortinu.
Ferðamannaþorpið á bryggjunni í Lóf'"
Litlu sjómannahúsin. B) Þjónustumiðst
Stóra-naustið.
Gisting í húsbátum minnir á Kashmír í Indlandi eða húsbátafólkið
í Tælandi. Og húsbátagisting fyrir ferðamenn tengist yfirleitt
hlýju loftslagi. En norður við heimskautsbaug í Lófóten fara
Norðmenn ekki troðnar slóðir í ferðaþjónustu. Þar er boðið upp
á nýstárlega gistingu í „bryggjuhúsum" eða litlum „sjómannahús-
um á dúandi bryggjusporði"!
- Við viljum að gestir okkar
komist í náin kynni við sjó-
mannalíf í nyrstu höfum - segir
í kynningu, - og hvað er þá betra
en gista í hefðbundnum sjó-
mannahúsum. Sjómenn hér um
slóðir hafa ailtaf viljað eiga heima
sem næst sjónum og gjarnan
byggt hús sín, þar sem haf og
land mætast. Og við bjóðum slíka
sjómannagistingu fyrir ferða-
menn.
í Nyvágar í Lófóten eru 30 lítil
sjómannahús til leigu. Aðstaða er
fyrir fatlaða og nóg við að vera
(opin dagskrá) fyrir börn og full-
orðna - hjólreiðar, ijallgöngur,
köfun, sjóferðir með „heim-
skauta-gufuskipi" - Lófóten-safn
og sjódýrasafn í göngufæri.
Dægradvölin gengur að sjálf-
sögðu mest út á fisk^éíðar. í þjón-
ustumiðstöð er hægt að verka
fiskinn og frysta. Eftir veiðiferð
býður sturta og gufubað. Sérstakt
andrúmsloft ríkir í bryggjuhúsinu.
Ölduhljóðið er róandi. Og um-
hverfið vel til þess fallið að hrista
burtu hversdagsdrunga. Miðnæt-
ursólin skín heiðríkar sumarnæt-
ur. En hauststormar geta líka
barið á bryggjunni.
„Stornaustet" eða Stóra-naust-
^ V...
Svipmyndir frá Lófóten.
Búdapest og Vín
undirbúa „EXPO ’95“
Undirbúningur er í fullum gangi bæði í
Vín og Búdapest fyrir heimssýninguna
„EXPO ’95“. Ný hótel munu rísa í báðum
borgum; - ný hraðbraut, ný hraðlest og
auknar samgöngur loftpúðaskipa eftir
Dóná munu auka tengsl milli borganna.
Ennþá eru 5 ár þangað tii, en mikil eftir-
vænting ríkir í báðum höfuðborgum. „EXPO
95“ ber yfirskriftina „Biýr til framtíðar"
og er ætlað að undirstrika endurfæðingu
Mið-Evrópu. Borgarstjórar og yfirmenn
skiptast á heimsóknum. Og arkitektar, borg-
arverkfræðingar, bankamenn og yfirmenn
ferðamála, sem taka þátt í framkvæmdum,
skipta hundruðum! Framtíðarhraðlestinni er
ætlað að flytja ferðamenn á milli borganna
á aðeins 90 mínútum! En þúsundir streyma
á milli borganna í hverri viku, síðan landa-
mærin voru opnuð.
130 mílur aðskilja Búdapest og Vín, en
Dóná tengir höfuðborgirnar og enn fremur
sameiginleg saga og menning. Hugmyndin
á bak við sameiginlegt átak, kom fyrst upp,
þegar Járntjaldið féll - með öllum sínum
rafmagnsgirðingum og varðturnum! Eftir
pólitískar breytingar í Tékkóslóvakíu, hafa
Tékkar sýnt mikinn áhuga á að vera með
í „EXPO 95“. Og Bratislava við Dóná - nær
Vín en Búdapest - mun taka þátt í undirbún-
ingi. Einnig er líklegt að Prag muni verða
með. Það verður forvitnilegt að sjá „EXPO
95“! O.SV.B.
/
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MAÍ 1990 1 1