Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 3
HJÁLMAR JÓNSSON LESBOE H 0 H £] m InJ [n E ía] @ n m m si Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af málverki eftir van Gogh, „Veg- ur með Sípressum, hestvagni og stjörnu" frá árinu 1890, síðasta ári málarans. Nú erminnst 100. ártíðar van Goghs með gífur- lega dýrum sýningum í Hollandi. I grein á bls 8-9 segir frá því og ennfremur eru birt- ar myndir af nokkrum meistaraverkum þessa málara, sem selzt á hærra verði en nokkur annar. Fátæktin Mér fylgir fátæktin fótmál hvert hér á jörð; eru snart úthafin okkar viðskipti hörð; sérhvert sinn vandrar veg, viðskilin þrotabú; hálfníræð, eins og eg, örbirgðin mln er nú. Bráðum flyt jeg í jörð jafnríkur furstum heims; hels fyrir handan fjörð horfi eg á gnægtir seims; þar skai ei þörfin snauð þvo tárum bleika kinn, mig að eiiífum auð arfleiddi bróðir minn. Guð minn, eg þakka þér, þú heyrir allt mitt kvein, þín er meðferð á mér miskunn og spekin ein. Þegar mín þörf er mest og þrotin lífs úrræðin, þú veizt að velja bezt veglynda hjálparmenn. Svífur mitt Suðra far suður í Reykjavík. Háttvirtu höfðingjar! Heilsun mín elskurík til yðar, tignarmenn, teygir sig vanmáttug, þó lágt hvíli líkaminn, . lyftir sér andans flug. Karl Bretaprins bíður eftir hásætinu og kórónunni, sem einhverntíma verður hans. En á meðan lætur hann sér ekki lynda að vera konungleg persóna við vígslur opnanir og hátíðahöld, heldur hefur hann gerzt beittur gagnrýnandi, sem hlustað er á og beinir hann skeytum sínum mest að nútíma arki- tektúr og umhverfisspillingu. Geldingar tíðkuðust í einhveijum mæli á Sturlungaöld, bæði sem hefndaraðgerð og einnig sem táknræn að- gerð. Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hefur gluggað í fræðin og fundið dæmi, sum undar- leg eins og gelding prestanna í Grímsey og hlið- stæðu, sem átti sér stað á Italíu. Bournemouth er einn vinsælasti sumarleyfisstaður á Bretlands- eyjum og þar er margt að sjá og margt hægt að gera í sumarleyfinu. I Bournemouth ergóð bað- strönd, urmull skemmtistaða og nokkrir fallegir golfvellir, sem verður sagt frá 14. júlí. En mér finnst lífið langt, líðandi hvers kyns nauð; holdið því kveinar krankt, að klæði vantar og brauð. Mannanna hjálparhönd hún verður mér afslepp; senn flyt eg lífs í lönd, leystur úr Akrahrepp. Akur óþakklátan eg hefi lengi plægt, vunnið og vökvað hann með verkandi skyldurækt; eitraðan ávöxt ber ill jörð og skaðsamlig, þyrnum og þistlum hér þrálega stingur mig. En guð hefir góður mér göfugra manna brjóst opnað, til hjálpar hér hulið bæði og Ijóst, þeirra sem þekkti eg sízt, því síður hafði séð, hafa þeir helzt auglýst höfðinglegt kærleiksgeð. Þótt eg ei þekki nöfn þjóðvina í þeim rann, er sunnan frá saltri dröfn sáu mig nauðstaddan, læt eg mér lynda það, liggjandi í bóli mín, að guð sér og gætir að góðverkum barna sín. Launa nú, góði guð, gjafir og velvild þá, sem höndin þín háblessuð hjörtum guðhræddra frá sendi mér sármæddum, sem nær því ligg í kör; hjá eðla höfðingjum hreyfði sér kærleiksfjör. Hjálmar Jónsson (f. 1776, d. 1875), oft nefndur Bólu-Hjálmar eftir bæ (Akrahreppi í Skagafirði, þar sem hann bjó um tíma. Þar missti hann konuna, fékk á sig kæru fyrir sauðaþjófnað og bjó við mikla fátækt. í kvæðinu þakkar hann ónefndum hjálparmönnum suður í Reykjavík, sem sendu honum fjárstyrk. Torfan kyssir mahóní að fer víst ekki framhjá mörgum að neysia okkar og sóun er í sífelldri sókn. Einlægt finna snjailir menn nýjar leiðir til að pakka snauðu lífi okkar inn í fleiri, fínni og dýr- ari umbúðir. Gildir þá einu þótt öllum hugsandi mönnum sé löngu ljóst að mannkynið er á helvegi. Neyslan verður að hafa sinn gang þótt viðkvæmt lífríki jarðar bíði afhroð. Löngu fyrir fæðingu okkar verðum við að talsvert afkastamiklum neytendum. Sú neysla er að vísu óháð vilja okkar og ósk- um. Við verðum leiksoppar ættingja sem skömmu eftir getnað taka að skyggnast um í verslunum eftir ljósbleikum eða bláum smáfötum handa barninu sem auðvitað er alveg sama. Svo hefst tímabilið meðan við drögum lífsandann, mannsævin sjálf. En einhvern veginn hefur okkur lánast að gera hana að slíkri neyslu- og umbúðamartröð að ég kýs að gera langa sögu stutta. Einn góðan veð- urdag lýkur því skeiði með dauðanum og hefst þá þriðja neysluskeiðið — sem á það sameiginlegt með því fyrsta að þar fáum við engu ráðið. Lengi vel fór alþýða manna undir græna torfu með skammariegum kotungsbrag meðan reynt var að greiða betur götu þeirra sem meira áttu undir sér. Á síðari tímum hafa þessi aðsetursskipti orðið ögn tignar- legri og að mestu hefur verið látið jafnt yfir alla ganga. Nú hafa þau tíðindi orðið að stofnað hef- ur verið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gera hinstu för okkar að eins konar sigur- göngu sem meðal annars er fólgin í glæsi- legri líkbíl en hingað til hefur sést á götun- um og fagurlega búnum útfararstjóra. Auk þess er boðið upp á kistur úr slíkum kjör- viði að ólíklegt er að innihald þeirra samein- ist nokkurn tíma moldinni fyrir utan. Hætt er við að kveðjuorðin sem yfir okkur hljóma að lokum, „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða“, verði ansi ankannaleg yfir fólki sem líkast til verður aldrei að jörðu. Raunar er vandséð hvernig sálin á að sleppa úr svo rammgjöru byrgi til þeirra heimkynna sem hún á skilið. Við þetta bætist að spurst hefur að snyrt- ing líksins verði til muna bætt og kann það að gleðja þá sem láta útlit sitt í lífi og dauða miklu skipta. Með þessu erum við augljóslega að stíga eitt framfarasporið og nálgumst nú hratt höfuðvígi líkdýrkunarinnar, sjálf Banda- ríkin. Þar þykir ekki einungis við hæfi að skreyta hinn framliðna og punta með fjöl- breyttum hætti heldur eru haldnar á honum allíburðarmiklar sýningar áður en moldin gleypir hann. Þar geta ættingjar og vinir skoðað árangur snyrtingarinnar og dáðst að. Heyrst hefur að stundum takist förðun- in svo vel að nánustu ástvinir kannast ekk- ert við sýningargripinn. Allt þetta staðfestir svo ekki verður um villst að þótt lífsandinn hverfi getur nárinn enn sem fyrr verið gildur meðlimur í neyslu- æðinu. Þetta sýnir líka glöggt að hugvit manns- ins á sér fá eða engin takmörk. Án efa munu ýmsir landar vorir sjá fjölda ónýttra möguleika opnast. Er það til dæmis einhver sérstök kvöð að jarða fólk í þessu hefðbundna lárétta ástandi? Kysu e.t.v. sumir ekki að standa, jafnvel á höfði? Ýmsir eiga sér sínar uppá- haldsstellingai- í lifanda lífi. Væri ekki til- valið að bjóða upp á greftrun í þeim stelling- um? Margar aðrar snjallar leiðir mætti ugg- laust benda á svo að ljóst er að hér er um vænlega atvinnugrein að ræða. Alkunna er að tæknimenning samtímans virðist sigrast á hveiju því sem henni sýnist — nema hrörnun og dauða okkar ófull- komnu líkamsvélar. Hvað sem líður ótrú- legustu tæknisigrum heldur fólk áfram að fella fjaðrirnar og setur loks upp tærnar. Kannski eru það rökrétt viðbrögð að afneita slíkum ósigri eða að minnsta kosti breiða yfir hann með þvi að halda áfram að um- gangast náinn sem lifandi væri, fegra hann og fata upp og senda í moldina eins og hann sé að fara í forsetaveislu. Eini gallinn er sá að allt tildrið á sér stað eftir að maður er dauður. Eg fyrir mína parta viðurkenni fúslega að um mitt dauða ástand er mér hjartanlega sama — gæti allt eins hugsað mér að verða áburður á örfoka land eða bara refa- og fiskafóður. En ekkert lík á sig sjálft. Það er eign annarra sem mega ráðskast með það að vild sinni. Fari svo að eigendur líksins geri mína síðustu ferð svo veglega sem hér að framan er lýst vil ég benda líksnyrtinum á að ég nota rakspíra sem heitir Gucci (framborið Gúttsí), svitalyktareyðinn Sure og skipti hárinu, sem til skiptanna er, í vinstri vanga. Koníakstár væri vel þegið. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JÚNi 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.