Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 16
Ferðamenn fylgjast með bústörfum. Örn Þorleifsson á landsbyggðarlínunni: E^jaselsmóri glettist við ferðamenn í Húsey! Draugagangur, selveiðar og kvöldvökur að gömlum sið Húsey við ósa Lagarfljóts og Jökulsár á Dal er merkisjörð. Eina bæjarstæðið á Islandi, sem fersk vötn hafa myndað. Arósar iða af forvitnum kópum. Villtar gæsir vappa um tún með unga sína. Ferða- menn hrífast mjög af umhverfi Húseyjar - en ekki síðui; bónda og lífsstll hans. „Ég reyni að gera öðruvísi en aðrir,“ segir Örn Þorleifsson bóndi í Húsey. „Ég er nú svo heppinn að eiga húsdraug, sem glettist við gestina hjá mér. Á kvöldvökum segi ég álfa- og draugasögur og það er eins gott fyrir gesti mína að efast ekki um tilvist Eyjasels- móra, svo hann fari ekki að ergja þá! Eyjaselsmóri minn er að mörgu leyti góður draugur, en óttalegur prakkari. „Hómópati1* nokkur, sem vissi meira en aðrir, bjó hann til úr meðölum. „Hómópatinn" pant- aði 11 meðaiategundir í drauginn, en lyfsalinn vissi líka lengra en nef hans náði - og sendi aðeins 10 meðöl! í ellefta meðalinu, sem aldr- ei kom, bjó illskan, svo móri minn verður aldrei illur“. - Ergir hann þig ekki? „Jú, en þá er bara að halda ró sinni og setjast niður með kaffi- bolla. Hann gerir sér að leik að hrifsa frá mér skeiðar. Ef ég tek nýja skeið, þá standa allt í einu tvær skeiðar í grautnum! Svíar trúa lítið á drauga. Um daginn var hér 30 ára gömul sænsk kona, sem sagði yfir alla á kvöldvö- kunni: „Meira draugaruglið í þess- BRÚARÁS Opnuðum 20. júní Bjóðum uppá: • Ódýra gistingu og morgunverð • Eldunaraðstöðu • Einnigmatfyrírhópaogein- staklinga • Léttarveitingarallandaginn • ibúðtilvikuleigu ATH.NYTT Samlokubar Verid velkomin Feröaþjónustan Brúarósi við lökulsórbrú Heimalingurinn Brigitte Bardot! um íslendingum!“ Um nóttina vakna allir við öskur og óhljóð. Ég snarast á fætur og fer að athuga hvað í ósköpunum gangi á. Konan djöflast þá um í svefnpokanum og kemst ekki úc honum. í ljós kom að hún var öfug í pokanum - höf- uðið í lokaða endanum! Enginn kunni skýringu á hvernig á þessu stóð, en konan efaðist ekki lengur um tilvist móra! Hinn þekkti fararstjóri, Dick Philip var hér eitt sinn sem oftar með hóp af Englendingum og lét þá þau orð falla að móri væri að- eins hugarburður okkar íslendinga. Næsta morgun bregður svo við að nýi bfllinn hans fer ekki í gang - alveg rafmagnslaus, þó reynt sé að tengja á milli og allar kúnstir. Dick kemur til mín út á tún og biður mig að kippa í bílinn. - Nú er móri að stríða þér, segi ég - og sannaðu til að um leið og kaðall- inn snertir bílinn skal hann fara í gang! Hann hlær að mér og við veðjum um þetta heilli vískíflösku. En þetta gengur eftir. Um leið og ég bytja að binda kaðallinn í bílinn, rýkur hann í gang!“ - Hvað býður þú gestum þínum upp á annað en draugaærsl? „Útlendir ferðamenn sækjast mjög eftir að komast út á sand- ana, þar sem Lagarfljót og Jökulsá falla í sjó. Ég selflyt þá yfir Lagar- fljót - síðan ganga þeir um eyðis- andinn í 3-4 tíma - njóta þess að Ferðamenn aðstoða við að draga sela- og silunganet. „Allir vilja reyna“! Örn með 2 litla ferðamenn á fjórhjólinu bjá sér. vera einir með sjálfum sér og haf- inu. Margt skolast þarna á land, sem þeir hafa gaman að grúska í. Síðan sæki ég þá aftur og tek 500 kr. fyrir. Ég tek gesti mína í dagsferðir í bát um Jökulsá. Áin er straum- þung, en ég bæði ræ og geng með bátnum. Ég tek aldrei fleiri en þijá með mér í þessar ferðir. Við vitjum um net, skoðum seli og fugla, en í Húsey verpa yfir 30 fuglategund- ir. Selirnir liggja á áreyrunum og synda forvitnir í kringum okkur. Fólk hvflist mjög vel á að komast í svona gjörólíkt umhverfi. Ég er líka með þá nýbreytni að leigja hesta fyrir vikuna. Ferðamenn fá sinn hest og reiðtygi á meðan þeir dveija hér. - Hvað segja ferðamenn, sem fylgja Grænfriðungum að máli, um að fara á selveiðar með þér? „Gestir mínir eru yfírleitt mjög vel menntað fólk og kurteist. Og þeir virða rök manns sem lifir á þessu. Ég segi við fólk af megin- landinu: - Lítið ykkur nær! - Hvað með hérana ykkar og kanínurnar? íslenskir bændur lifðu margir á selveiðum í sátt og samlyndi í 1000 Við skúmshreiður úti á regins- andi. ár. Síðan kemur frönsk kvikmynda- stjarna, Brigitte Bardot, sem aldrei hefur komið nálægt þessum lífsstíl og veit ekkert hvað hún er að segja og leggur í rúst heila atvinnugrein hjá Grænlendingum. Og við íslend- ingar horfum upp á mörg eyðibýli af hennar hálfu! Mér fannst hneykslanlegt, þegar 20 líffræðingar í Háskóla Islands skrifuðu undir mótmæli við hval- veiðum. Þetta er heilaþvegið fólk, blindað af ofstæki! Selurinn hjá mér er eins og húsdýr. Við höfum verið með selkópa eins og heimal- inga. Af hverju eiga að gilda önnur lögmál yfir seli en sauðfé? Selkjö- tið er mjög bragðgott, lungnamjúkt og alveg fitusnautt, en hjá selnum liggur fítan í lagi undir skinninu sem hlíf gegn kulda. Ferðamenn kaúpa mikið af selkjöti hjá mér og grilla það. Og þeir eru líka mjög hrifnir af selskinni, sem þeir taka sem minjagrip með sér. Ég fer í dagsferðir með ferða- fólk í Borgarfjörð. í góðu veðri og landlegu hjá bátum, er hægt að komast í bátsferð. En ævintýraleg- asta sigling sem hugsast getur er að komast út í Sæluvog. Þar er stærsta rytubyggð í heimi. - Við siglum í kringum smáklett og horf- um á fuglabyggðina fyrir ofan. Þeirri sjón gleyma fáir, en það þarf að vera gott í sjó til að þetta sé hægt.“ - Hvað segir þú í almennum ferðafréttum af Héraði? „Nú geta allir ferðamenn fræðst um uppákomur á Héraði - í ferða- ritinu okkar, Ormsteiti, sem kemur út vikulega. Við stefnum að Hér- aðsblótum tvisvar í viku, þar sem „veðurguðinum" er blótað fyrir gott veður. Fiðrildin, annar af tveimur þjóðdansaflokkum á landinu, er á Egilsstöðum. Fiðrildin dansa fyrir gesti á Héraðsblótum og fá þá með sér út á gólf. Nikkan dunar í höndum Hreins Halldórs- sonar, hins landsfræga kúluvarp- ara og Páls Sigfússonar. Hangi- kjöt, saltkjöt, svið, harðfiskur og hákarl er á borðum. Og enginn blótar af alvöru nema að fá sér brennivínsstaup! Konan mín, Elsa, rekur sumar- hótel á Brúarási, sem er vinsæll gististaður nálægt þjóðveginum í Jökulsárhlíð, til dæmis fyrir þá sem stefna á Austfirði úr Mývatnssveit, eða öfugt. Margir hafa gaman af að dorga í Þorbjörnsstaðavatni, en þar er ágætur „pollasilungur" og menn fara þaðan ekki öngulsárir! Síðan eru það hótel Valaskjálf, sumarhótelið í menntaskólanum, bændagisting á gistiheimilinu á Egilsstöðum, sumarhús að Skipa- læk, Miðhúsum, Haugum og Hrafnsgerði. Bændagisting inni í bæ á Hallgeirsstöðum og Bakka- gerði. Hestaleigur eru á Skipalæk, handan við Lagarfljótsbrúna; á Tókastöðum rétt hjá sumarhúsun- um í Eiðaþingá, en þaðan er farið í 4-5 tíma reiðtúr í Loðmundarfjörð og Borgarfjörð, mjög fallega reið- leið; á Stóra-Sandfelli við Hall- ormsstað, en þaðan er farið í reið- túra inn að Snæfelli - um 5 daga ferð; og á Bakka í Borgarfirði." - Er ekki erfitt fyrir ferðafólk að setjast allt í einu upp á hest og fara í langa reiðtúra?. „Gott er að æfa sig í gerði eða fara í stuttan reiðtúr daginn áður en farið er í lengri ferð og kynnast hestinum." Oddný Sv. Björgvins Héraðsblótin eru haldin á hótel Valaskjálf og miðinn kostar 2.500 kr. Gisting í uppbúnu rúmi í bændagist- ingu t.d. í Brúarási kostar 1.500 kr. Svefnpokagisting með eldunaraðstöðu í Húsey kr. 1.100. Dagsferð í Borgar- fjörð kr. 6.500. Bátsferð eftir Jökulsá kr. 4.000 á mann. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.