Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 9
Daglegt líf varð van Gogh endalaust myndefni. Þetta málverk er frá 1882 og heitir „Kíkishappdrættið Innan úr van Gogh listasafhinu í Amsterdam. Búizt er við miklum ferðamanna■ fjölda þangað í tilefni 100. ártíðar van Goghs. Stíllinn átti eftir að breytnst, en hér sést hluti úr einni af frægustu myndum van Goghs, sem hann nefndi „Kartöfluæturnar.“ Krókurinn beygðist snemma: 8 ára gamall teiknaði Vineent þessa brú. Foreldrar listamannsins, Anna Cornelia Carbentus, 1819-1907 og séra Theodorus van Gogh, 1822-1885. borgaralega klæddir og skera sig á engan hátt úr skara áhorfenda. Fulltrúar trygginga- fyrirtækjanna voru fullvissaðir um að um algjört tjón gæti ekki orðið að ræða, þ.e. að félögin yrðu að greiða tæpa sex milljarða gyllina. Loftferðaeftirlitið telur að hættan á að flugvél steypist ofan á listasafnið sé í „hæsta máta ólíkleg".- Byggingin sem hýsir safnið er úr steini. Eldhætta er engin, eða svo til engin. Listaverkin voru flutt fá í einu inn í sýningarsalina og á meðan á flutningn- um stóð var ströng öryggisgæsla viðhöfð og brunaverðir voru í viðbragðsstöðu. Upplýs- ingarnar um varúðar-ráðstafanirnar höfðu áhrif: Þeir fyrstu sem gerðust aðilar að trygg- ingasamlaginu voru tvö íýrirtæki, sem voru kunn á listaverka-markaðinum: Merrett Mar- ine Underwriters (váttyggjendur), sem sam- þykkti yfirtöku 5%ábyrgðarinnar, og Moes & Caviert í Amsterdam 3%. Eftir tæpa 10 daga voru samþykktar tryggingar orðnar 2 millj- ónir gyllina. Sá aðili, sem var liprastur, var hollenska ríkið. Lofað var 150 milljónum gyllina, öllum erlendum lánveitendum, ef myndirnar löskuðust lítillega í flutningi eða í sýningarsölunum. Einkafyrirtækin tryggja fyrir algöru tjóni, þ.e. að myndirnar eyðilegg- ist gjörsamlega. Verk í eigu hollenskra lista- safna verða ekki tryggð, 42 teikningar og 120 málverk. Meðal erlendra eigenda, sem lánað hafa verk á sýninguna, eru: Listahöllin í Ziirich, Listahöllin í Bremen, dOrsay lista- safnið í París, National Gallery í London, Metropolitan-safnið í Boston, Yale-háskólinn í New Haven og Puskin-safnið í Moskvu. Meðal einkasafnara er t.d. gríski útgerðar- maðurinn Stavros Niarchos. Með tryggingagjöldum, flutningi verkanna og kostnaði við sýningar og allri skipulagn- ingu verður heildarkostnaðurinn um 25 millj- ónir gyllina. Það eru utn 800 milljónir íslen- enzkra króna. Helmingur kostnaðarins verð- ur greiddur með inngangseyri, sýningar- skráasölu og sölu útgáfuréttinda á skrárn og listum og eftirmyndum. Það er í fyrsta skipti í Evrópu, að panta má inngangsmiða fyrir fram. Miðinn kostar i Þýskalandi 35 þýsk mörk, eða 1070 ísl. krónur. Sýningarskrá í tveimur bindum hefur verið gefin út á nokkr- um tungumálum. Auk sýninganna sjálfra er minning lista- mannsins heiðruð á ýmsan hátt. Van Gogh- safnið hefur gefið út að nýju bréf listamanns- ins á hollensku, einnig samúðarbréf sem lista- menn kunnugir van Gogh sendu Theo van Gogh, bróður hans, og eiginkonu, eftir frá- fall listamannsins. Nútíma listamenn, svo sem Francis Bacon, Gérard Garouste, Willem de Kooning, Jiri Kolar, Jannis Kounelles, Roy Lichtenstein og Antoni Tapies hafa gert grafíkmyndir sem helgaðar eru van Gogh. Þessar mýndir hafa verið prentaðar hjá Art Unlimited í Amsterd- am og dreift, en salan verður til ágóða fyrir minningarsjóð van Goghs. Stedelijk-safnið í Amsterdam mun jafnhliða stórsýningunum sýna ljósmyndir og myndir sem snerta iífsfer- il listamannsins. Þjóðmenningarsafnið i Leid- en sýnir japanskar tréskurðarmyndir, sem höfðu áhrif á listsköpun van Goghs á sínum tíma. Frans Hals-safnið í Haarlem sýnir ásamt National Gallery í Washington verk eftir Frans Hals (15.81-1666). En eins og kunnugt er taldi van Gogh að Frans Hals væri sinn lærimeistari í málaralist, en eins og kunnugt naut van Gogh engrar skóla- menntunar í myndlist. Folkwang-safnið í Essen undirbýr í nánum tengslum við van Gogh-safnið í Amsterdam sýningu verka van Goghs, sem ætlað er að sýna áhrif hans á evrópska framúrstefnulist - hópa sem kenndir_ eru við Blaue Reiter, Briicke og Fauves. A þeirri sýningu verða 35-40 verk eftir van Gogh, hún verður opnuð 10. ágúst og stendur til 4. nóvember í Essen og verður síðan flutt til Amsterdam. Samanlekt úr Art - das Kunstmagazin. lESBÓK MORGUNBLAÐSíNS 30. JÚNÍ1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.