Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 7
ÞJOÐFRÆÐI I Eitt af verstu níðingsverk- um Sturlungaaldarinnar er án efa þegar Sturla Sighvatsson sveikst að frænda sínum, Órækju Snorrasyni, og lét gera tilraun til að blinda hann og gelda. Það fór að vísu betur en áhorfðist fyrir Órækju því Þorsteinn langabein sem settur var til að vinna þetta óhæfuverk særði hann aðeins á augum og nam burtu annað eistað en lét hitt heilt. Af frásögn Sturlu Þórðarsonar má ráða að Þor- steinn hafí svikist um viljandi og látið Órækju sleppa eins vel og kostur var á'. Svipuð örlög hafði Gisur Þorvaldsson búið Hrafni Odds- syni eftir Flugmýrarbrennu, en Gisur kenndi Hrafni um brennuna, reyndar með nokkrum rétti, því Hrafn hafði látið undir höfuð leggj- ast að skýra Gisuri frá samsæri Eyjólfs ofsa þótt honum væri kunnugt um það. Gelding var ekki algeng hefndar- eða refsiaðgerð á Sturlungaöld, en dæmi eru þó um slíkt og stundum urðu þeir fyrir þessu, sem ekki gátu talizt aðalpersónur í átökunum. Eftir Guðmund J. Guðmundsson Gisur sagði síðar að hann vissi ekki hvað það hefði verið sem olli því að hann hrinti þessu ekki í framkvæmd. Ekkert skal fullyrt um það hér hvort það voru heilladísir sem héldu verndarhendi sinni yfir Hrafni Odds- syni þennan dag eða hvort það var liðsafnað- ur Oddaverja sem latti Gisur til stórræðanna en Oddaveijar höfðu haft milligöngu milli þeirra Hrafns og Gisurar í þessu máli og reynt að sætta þá en þegar Gisur virtist ótryggur skipuðu þeir sér í flokk með Hrafni.* 2 Gelding Sem Refsing í heimiidum frá þessum miklu umbrota tímum hef ég aðeins fundið þijú dæmi um geldingar eða tilraunir til geldinga og þar af eru þau tvo sem hér hafa verið nefnd og minna varð úr en til stóð. Að þriðja dæminu kem ég síðar. í þeim lagabálkum sem varðveittir eru frá þjóðveldisöld eru geldingar hvergi nefndar sem refsingar en auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um það sem glatast hefur. í norsk- um lögum er gelding til sem refsing en ekki verður séð að þau ákvæði gildi um þau dætni sem hér eru til umfjöllunar. Gelding er einn- ig notuð til að hamla gegn fjölgun göngu- manna en í því tilfelli er hún ekki hugsuð sem refsing heldur sem fyrirbyggjandi samfé- lagsleg ráðstöfun.3 * Heimildir eru hins vegar til frá mörgum löndum Evrópu um að hún hafi verið notuð til að hefta pólitíska mótstöðumenn og má nefna sem dæmi örlög Magnúsar konungs blinda.1 í slíkum tilfellum hefur verið litið á geldinguna sem táknræna aðgerð. Fyrir kristni var konungdæmi, fijósenii og árferði nátengt í hugum fólks og trú, því fijósamari sem konungurinn eða höfðinginn var því betra. Gelding konungs eða höfðingja hefur því jafngilt því að hann væri settur af. Að vísu áttu allir að verða orðnir kristnir þegar þeir atburðir gerast sem hér er fjallað um en það er kunnara en frá þurfi að segja að lengi lifir í gömlum glæðum og minningin um aðgerðir af þessu tagi gegn pólitískum andstæðingum lifði. Hitt er aftur á móti annað mál hvort menn gerðu sér nokkra grein fyrir upphaflegri merkingu hennar eða tilgangi. Aðeins í einu tilfelli af þeim þrem sem við þekkjum til hér á landi hefur tilgangurinn verið sá að hefta hættulegan pólitískan and- stæðing en það er þegar Gisur ætlaði að gelda Hrafn. Einnig má hugsa sér að Gisur sem búinn var að missa alla fjölskyldu sína í Flugumýrarbrennu hafi hugsað sér að ganga þannig frá Hrafni að hann yrði í svip- aðri aðstöðu og myndi ekki eignast afkvæmi upp frá því. Tilgangurinn með geldingu Órækju er allt annar og jafnvel enn óhugnanlegri. Ljóst er af orðum Sturlu við Þorstein langabein að geldingin hefur verið hugsuð sem hefnd gangvart þriðja aðila. Sturla segir nefninlega að nú skuli minnast Arnbjargar, konu Órækju, og gelda hann. Ekki verður ljóst af heimildum hvern þátt Arnbjörg átti í þeim atburðum sem á undan voru gengnir en hún var nú einu sinni systir Kolbeins unga og ef nokkurt ættarmót hefur verið með þeim systkinum má gera ráð fyrir að hún hafí ekki latt stórræðanna. Hver svo sem ástæðan var þá hefur Sturlu þótt það við hæfi að senda henni heim bónda sinn blindan og geldan. Geltir Knútur Og Snorri En víkjum nú frá þessum tveim tilfellum og athugun það þriðja sem okkur er kunnugt um. Það er að því er virðist eina tilfellið þar sem geldingin er beinlínis hugsuð sem refsing gagnvart þeim sem geltur er. Það er einnig sérkennilegt við þennan atburð að hann er jafnframt hluti af mjög undarlegri samsvörun við atburði sem áttu sér stað langt úti í heimi meira en 250 árum síðar. í Grímseyjarför þeirra feðga Sighvatar og Sturlu lét Sturla eftir að hann hafði sigrað lið Guðmundar biskups m.a. taka presta tvo, Knút og Snorra, og gelda.5 Engar heimildir eru til um hvers vegna Sturla lét gera þetta. Þegar nafni hans Þórðarson færði frásögnina í letur mörgum árum síðar var tilefnið gleymt en aðeins minningin um þennan voða atburð lifði. Tilefni Grímseyjarfarar er hins vegar vel þekkt. ~ Tumi Sighvatsson, bróðir Sturlu, hafði rekið Guðmund biskup góða og lið hans frá biskupsstólnum á Hólum. í febrúar 1222 lagði Eyjólfur Kársson fyrirliði bisklipsmanna upp i leiðangur með harkalið mikið þ. á m. þá Aron Hjörleifsson og Einar skeming. Þeir komu Tuma að óvörum og vó Einar skeming- ur hann eftir að hann hafði verið tekinn höndum. Einar lést skömmu síðar en um vorið söfnuðu þeir Sighvatur og Sturla liði og héldu til Grímseyjar á eftir hópnum til hefnda og eftir snarpan bardaga þegar búið var að smala biskupsmönnum saman voru þeir Snorri og Knútur teknir og geltir. En víkjum nú til ársins 1478 og alla leið suður á Italíu nánar tiltekið til Flórens. Þar réðu ríkjum þeir bræður Lorenso og Giuliano de Medici. Þeir voru manna snjallastir og vitrastir en einnig hraustir og harðsnúnir. Þeir bræður lentu í ónáð páfa sem þá var Sixtus IV. Einnig hafði Medici-ættin æst ýmsa af heldri borgurum Flórens gegn sér. Með þátttöku páfastóls gerðu nú þessir góð- borgarar samsæri og hugðust myrða þá bræður. Tækifærið kom svo einn sunnudag við hámessu í sjálfri dómkirkjunni. Þar var Giuliano myrtur en Lorenso komst undan við illan ieik. Af eftirleiknum er það að setja að Lorenso og fylgismenn hans höfðu upp á flestum tilræðismannanna og hefndu sín grimmilega á þeim. Hliðstæðir Atburðir Ástæða þess að Lorenso komst undan morðingjum sínum var sú að sá sem settur hafði verið til höfuðs honum neitaði að myrða hann vegna þess að verkið átti að vinna í kirkju og bar fyrir sig trúarskoðanir. Þá voru fengnir til verksins tveir prestar sem hétu Antonio Maffen og Stefano de Bogn- one. Þeir höfðu eins og gefur að skilja ekki fengið þjálfun sem leigumorðingjar og þess vegna mistókst þeim ætlunarverk sitt. Þeir náðust báðir skömmu síðar og voru geltir og síðan hengdir.6 Þegar þessir tveir atburðir, dráp Tuma Sighvatssonar og Grímseyjarför annars vegar og morðið í dómkirkjunni i Flórens hins veg- ar, eru athugaðir koma í ljós ótrúlega marg- ar samsvaranir með þeim. Tumi lenti í ónáð Hólabiskups en þeir Medici bræður í ónáð páfa. Tumi var veginn á biskupsetrinu og dómkirkjustaðnum Hólum en Giuliano í dóm- kirkjunni í Flórens. Þegar samsærismennirn- ir ráðfærðu sig við páfa bannaði hann þeim að drepa þá bræður en hvatti til að þeir yrðu reknir úr borginni.7 Guðmundur biskup bann- aði einnig sínum mönnum að gera Tuma mein en bað þá að færa sér hann.8 í báðum tilfellunum fara vegendurnir ekki að fyrir- mælum kirkjuhöfðingjanna heldur drepa fórnarlömb sín. Vel má vera að hinir geist- legu höfðingjar hafí látið það á sér skiljast að þeim væri ósárt þótt andstæðingarnir væru látnir lúta ljánum þótt þeir yrðu emb- ættis síns vegna að banna manndráp. Þeir Lorenso og Sturla hefndu bræðra sinna grimmilega og eru hin hörmulegu örlög prestanna fjögurra hluti af þeirri hefnd. Ekki veit ég hvort gelding var til sem lög- bundin refsing fyrir drottinsvik á Ítalíu á þessum árum og engar heimildir hef ég fyr- ir því hvort þeir Antonio.og Stefano komu fyrir rétt áður en þeim var refsað. Eins og áður var getið er fátt vitað um hlut þeirra Knúts og Snorra-í þeirra atburða- rás sem leiddi til Grímseyjarfarar en hitt er greinilegt að Sturlungar hafa talið sig eiga sökótt við þá fyrst þeim voru búnar svo illar píslir. Reyndar var það nú svo að þeir Knút- ur og Snorri voru hinir verstu ribbaldar. Um Knút er sagt að hann hafí verið ódæll og embættislaus.9 Hann var veginn nokkru síðar í Ólafsfirði og var píningarbróðir hans frá Grímsey viðriðinn vígið, þ.e.a.s. ef Snorri sá sem geltur var í Grímsey var sami maður og Snorri prestur Þórálfsson sem féll í Flóa- bardaga.10 . , Gæfumunur Ekki eru þó enn upptaldar þær samsvaran- ir sem. eru með þessum tveim atburðum. Eins og kunnugt er þá komst Aron Hjörleifs- son burt frá Grímsey og náði Sturla honum aldrei. Bandamenn Sturlunga náðu Aroni að vísu á sitt vald og munaði litlu að hann yrði framseldur en ekkert varð úr því þegar á reyndi. Þar varð gæfumunur á þeim Aroni og Bernardo Bandini Baroncelli sem átti þátt í vígi Giulianos en komst undan fyrir harð- fylgi og alla leið til Istambul. Þar lét Tyrkja- soldán handtaka hann og framseldi Lorenso sem lét taka hann af lífi." Líklega fáum við aldrei að vita fyrir víst hvað það var sem þeir Snorri og Knútur unnu sér til óhelgi enda ekki við því að bú- ast að öll kurl komi til grafar þegar farið er að athuga atburði sem gerðust fyrir 800 árum. Það var heldur aldrei ætlunin að upp- lýsa þetta mál að fullu heldur aðeins að vekja athygli á furðulegum samsvörunum milli tveggja alls óskyldra atburða ef einhver kynni að hafa gaman af að velta þeim fyrir sér. Höfundurinn ercand.mag. í íslenzkum fræðum. ’Sturlungasaga I. Reykjavík 1946. Bls. 395. 2 Sturlunga I. Bls. 502. 3 Lúðvík Ingvarsson. Refsingar á islandi á þjóðveld- istímanum. Reykjavík 1970. Bls. 381 og 411. 1 Heimskringla, Reykjavik 1944. Bls. 683. 1 Sturlunga I. Bls. 292. • Hibbert, ChristQpher. The Rise and Fall of the Houseof Medici. Harmondsworth 1983. Bls. 141. 7 The Rise and Fall . . . Bls. 133. 6 Sturlunga I. Bls. 288. 8 Sturlunga I. Bls. 337. Sturlunga II. Bls. 64. " The Rise and Fall... Bls. 142. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JÚNÍ 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.