Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 11
Hversvegna eru bílastæðin ekki notuð? Með Kolaportinu, bílageymslunni við Grjóta- þorpið og Hafnarbakkanum varð gerbreyting á því ófremdarástandi bílastæða, sem lengi var búið að ríkja í miðbæ Reykjavíkur. Samt virðist svo sem æði margir hafi ekki áttað sig á þessum endurbætum og kvarta sífellt yfir því, hvað örðugt sé að leggja í miðbæn- um. Það er víst ekki ofmælt, að mörgum er ákaflega þungt um spor og verða helzt að geta lagt bílnum sínum fyrir framan dyrnar á því húsi sem þeir eiga erindi í. Fyrir utan kvosina er það að vísu sumstað- ar hægt, þar sem fyrirtæki hafa byggt yfir sig og útbúið bílastæði fyrir viðskiptavinina. í miðborgum er þessi möguleiki nánast ekki fyrir hendi, hvorki hér né annarsstaðar og þar hafa bílageymslur, oft á mörgum hæð- um, leyst vandann. í raun og veru er tals- verð sóun á dýrmætu landrými að hafa bíla- stæði eins og á Hafnarbakkanum og ótrú- legt að það verði svo til langframa. Það eru samt geysileg þægindi að hafa stæði aðeins tveggja mínútna gang frá Austurstræti. H O N N U N Bertone Nivola Einn fremsti bílahönnuður heimsins, Nuccio Bertone, hefur hannað sportbíl sem þykir athyglisverður. Litla praktíska þýðingu hefur það á íslandi að kynna sportbíla, sem ætlað er að ná 250-300 km hraða á þýzkum hraðbrautum eða Aut- ostrada del Sol á Ítalíu. Það er hinsvegar alltaf gaman að kynnast vel hönnuðum grip, þó mað- ur geti ekki notað hann sjálfur. Þetta er heldur ekki alveg út í loftið, því sumt af því, sem kynnt er og reynt í sportbílum, er síðan tekið upp í hina almennu bílafram- leiðslu og það er m.a. þessvegna, að bílar eru í alla staði betri og öruggari farkostir en fyrir nokkrum áratugum. Hönnunarfirmað Bertone er ijórskipt. Þar er Stile Bertone, sem hannar útiit bíla, til dæmis á hinum nýja Citroen XM. Carozzer- ia Bertone fæst beinlínis við bílaframleiðslu, Tecnodesign Bertone sér um verkfræðilegar lausnir og enn eitt, Socar, framleiðir rúðu- gler og sér um varahluti í gamla Bertone- bíla. Höfuð fyrirtækisins, Nuccio Bertone, er nú farinn að eldast, en samt fullur af eld- móði og hugmyndum. Það nýjasta frá hans hendi er sportbíllinn Bertone Nivola. Hann nefnir hann eftir sjálfum sér, en hversvegna Nivola? Með því nafni vildi hann heiðra eina frægustu kappaksturshetju ítala frá fyrri tíð, Tazio Novolari. Nivola er tveggja sæta bíll, en sætin þau Innréttingin er mjög frnmúrstefnuleg, bæði í formi og lit. eru engir kirkjubekkir, heldur dúmmjúk hægindi svo sem ætti að sjást af myndinni. I mælaborðinu eru einungis stafrænar tölvu- upplýsingar, engir hefðbundnir mælar. Vél- inni er komið fyrir aftan við miðju, svo sem tíðkast hefur í mögum sportbílum af þessu tagi. Það er V-8, fengin frá General Motors í Ameríku og er sú sama og knýr Corvette ZR-1, eina alvöru sportbílinn, sem fram- leiddur er vestra. Eins og sjá má af mynd- inni, sem tekin er ofanfrá, eru hurðir og bretti einkennilega þykk. Þama var Bertone að vinna farangursrými, sem annars var af of skornum skammti, því vélin fyllir út í rýmið aftantil. Með þessu móti er hægt að koma tösku inn í hvora hurð. (js í Ijósi þess er furðulegt, hvað þetta stæði er lítið notað. Myndin sem hér fylgir með er tekin á miðjum virkum degi og eins og sjá má, er ekki nema örlítill hluti bílastæð- anna nýttur. Einhver veigamikil ástæða hlýtur að vera fyrir þessari vannýtingu. Líklegasta skýringin er sú, að gjaldtakan þyki of há. Mánaðarkort kostar nú 3000 krónur. Tekjurnar verða hinsvegar sáralitl- ar, þegar svo fáir nota sér þjónustuna. Væri ekki ráð að lækka gjaldið um helm- ing; hver veit nema bakkinn mundi þá fyll- ast og miklu fleiri krónur koma í kassann. GS, Bertone Nivola séður ofanfrá. Athygli vekur þykktin á brettum og hurðum. Nuccio Bertone er enn fullur af eld■ móði og nýjum hugmyndum. Aðeins eitt eintak - prótótýpa - hefur verið gerð af nýja sportbílnum Nivola, en víst er að ekki verður látið þar við sitja. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JÚNÍ 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.