Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 14
Ischgl, 1.400 m Snjólíkur 6*. Fyrir eyðslusamt, miðlungs-skíðafólk. Zurich, Mun- chen 4 tímar. Hátískulegur, stór, týrólskur skíðastaður, mikið sótt- ur af efnafólki um og yfír þrítugt — aðallega Þjóðveijum. Fjörugt næturlíf, dansað á kaffistofum síðdegis, hljómsveitir og diskótek. Stór og falleg skíðasvæði ná yfír austum'sku landamærin til Sviss og tengjast hinu tollfijálsa Sam- naun. Víðáttumiklar, sólríkar brekkur ofar tijálínu. Úrval veit- ingastaða í fjalli. Hægt að renna sér milli tijánna niður í miðbæ. Mjög nýtískulegt lyftukerfí, en biðraðir enn vandamál. Lyftup- assi gildir líka í Galtur, vinalegu, ódýrara þorpi með góðum barna- brekkum og litlu skíðasvæði með öruggum snjó og engum biðröð- um. Aðeins hægt að komast þangað með rútu. Nokkur góð skíðahótel í Galtur. Báðir staðir vinsælar bækistöðvar fyrir skíða- leiðangra um fjöllin. KOSTIR: Stórt, hátt skíða- svæði. Aðlaðandi, þægilegur skíðabær. Góð hótel. Fjörugt en afslappað kvöld- og næturlíf. Engin ólæti. ÓKOSTIR: Langt á flugvöll, nema flogið sé til Inns- bruck, biðraðir, engar barna- brekkur í bænum, ekki auðvelt að renna sér niður í bæ, engar „svartar" brekkur, dýrt. Hótel: Post, Elisabeth, Solaria — öll nýtískuleg, dýr og þægileg skíða- hótel. Antony — ódýrt og óþægi- legt. Wirlerhof (nálægt Galtur) þægilegt fyrir byijendur á skíðum og börn. Lech, 1.450 m lokast tímabundið. KOSTIR: Siðfágað, allt í fínni kantinum, stór skíðasvæði, örugg snjóalög, góðar brekkur utan brauta, miklir möguleikar fyrir þjálfað skíðafólk á Arlberg-svæð- inu. ÓKOSTIR: dýrt, biðraðir, ekki nógu góðar tengingar við St. Anton. Hótel: (Lech) Post, Tann- bergerhot — nýtískulegt, dýrt, miðsvæðis. (Oberlech) Goldener Berg, Sonnenberg — þægileg, dýr. (Zug) Kriegerhorn — ódýrt, þægilegt skíðahótel, takmarkað skemmtanalíf eftir skíðin. St. Anton, 1.300 m Snjólíkur 7*. Fyrir þjálfað skíð- afólk sem sækist eftir fjöri. Munc- hen og Zurich 3 tímar. Fjörugt á skíðum. Fjör í næturlífi. Mynd- Óttablandinn svipur í fyrstu brekkunni, en ofsalega gaman! Solden, 1.400 m Snjólíkur 6. Fyrir miðlungs- skíðafólk sem sækist eftir fjöri. Munchen 4 tímar, Innsbruck 2. Skíðastaður unga fólksins í Ötzt- al-dal, neðan við Obergurgl. Þorp- ið liggur meðfram kílómetralöng- um vegi — skortir bæjarmiðju og aðdráttarafl. En lyftur frá báðum þorpsendum auka á þægindin. Skemmtilegt næturlíf á börum og diskótekum, byijar með síð- degisdansi við byijendabrekkur. 2.100 m ofan við bæinn er skíða- þorp, sem liggur vel við lyftum og brunbrautum niður í Solden, engar biðraðir. Góð hótel með fjörugu næturlífi í Hochsolden. Skíðasvæðin liggja hátt og skipt- Alparómantík, þegar þotið er yfir snjóbreiðurnar á sleðum Fátt jafnast á við hið notarlega andrúmsloft sem ríkir eftir skíði í Alpaþorpunum. _ Snjólíkur 7*. Fyrir „vel skóað“ miðlungs-skíðafólk. Munchen, og Zurich 3 '/2 tími. Hið „útvalda“, nýtískulega, ein- angraða Alpaskíðasvæði, útnefnt af hollenskum aðli og ríkum Þjóð- veijum. Mjög myndrænt þorp við árbakka. Fín hótel falin á bak við framhlið hefðbundins alpastíls. Gott að æfa sig á skíðum í efra Oberlech — engar biðraðir. Flest- ar kvöldskemmtanir á hótelunum, barir og hljómsveitir. Bæjar- brekkur flestar hægar og vel við haldið. Þaðan má renna sér niður í litla, nýtískulega þorpið Zurs, sem geymir víðáttumikið skíða- svæði utan lagðra brauta, frægt fyrir mikil og góð snjóalög. Mikið af „svörtum" brautum við St. Anton — hálft Arlberg-svæðið. Áætlunarferðir þangað. I miklum snjóbyljum geta Lech og Zurs arlegt, gamalt skíðaþorp, Týról- megin við Arlberg-skarðið, við rætur suðurhlíða Valluga-dals. Brattar brekkur verða oft hólótt- ar og ísaðar. Mjög gott skíðaland utan lagðra brauta, einkum í Rendl og Stuben í norðurhlíðum dalsins. Takmörkuð aðstaða fyrir lítt þjálfaða í þéttsetnum brekk- um. Lyftupassi gildir í Lech og Zurs — ódýrar áætlunarferðir þangað, til að minnka biðraðir. Fjörugur bær með úrvali skemmt- istaða — dansað á skíðaskóm, sleðabrautir og veitingastaðir í þeirra stíl. Miðbær eingöngu fyrir göngufólk og þægilegur fyrir skíðafólk. Bíllausir ættu að forð- ast gistingu utan við bæinn, eink- um í Nasserein — lélegt skíða- svæði, ekkert um að vera eftir skíði, nema í tengslum við sleða- ferðir. KOSTIR: Fjölbreytt, krefjandi skíðasvæði, öruggur snjór, fjör- ugt næturlíf. ÓKOSTIR: Biðraðir, léleg aðstaða fyrir byijendur, háværir unglingar. Hótel: Post, Alte Post —t dýr, þægilegt skíða- hótel. St. Antonerhof — miðsvæð- is, dýrt, góður matur. Montjola — lúxus, vinsamlegt, fremur óþægi- legt. Bergenheim — ódýrt, þægi- legt skíðahótel. Obergurgl, 1.950 m Snjólíkur 6. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af snjóleysi, eru Týról- sinnaðir og miðlungs-skíðafólk. Munchen 4 '/2 tími. Þorp í mikilli hæð, lítið, þrískipt og illa skipu- lagt. Nemendur skíðaskóla ættu að forðast hótel fremst í þorpinu — bæklingar segja 'nálægt Festkogel-lyftu! Góð, þægileg hótel og gistiheimili með morgun- verði, hressilegt kvöldlíf. Mjög lít- ið skíðasvæði, gott fyrir gutlara á skíðum, sjaldan þéttsetið vegna smæðar og einangrunar. Engar lyftutengingar milli Obergurgl og Hochgurgl/Untergurgl-svæð- anna en lyftupassi nær yfir öll svæðin. Hochgurgl er lítill nýtísku skíðastaður, miðsvæðis. Þar er lítið um að vera en þægilegt fyrir skíðafólk. , Obergurgl er um- kringdur fallegum jöklum og góð bækistöð fyrir skíðaleiðangra. KOSTIR: Liggur hátt, auðvelt fyrir miðlungs-skíðafólk, miðbær þægilegur fyrir skíðafólk, vin- samlegt andrúmsloft. ÓKOSTIR: Langt á flugvöll, dýrt, ekki krefj- andi skíðabrekkur. Hótel: Austr- ia, Edelweiss — þægileg, dýr. Jenewein, Wiesental — einfaldari, þó ekki ódýr. Liggja öll miðsvæð- is. ast í 2 hluta. Þaðan má renna sér í gengum skóginn niður til Sold- en. Góð aðstaða fyrir miðlungs- skíðafólk, en afar fáar skíða- brautir frá efstu lyftustöð. Nýr hraðskreiður lyftukláfur hjálpar, en dregur ekki úr biðröðum. Ein- angruð skíðasvæði á jökli opnuð að vetrarlagi, ef snjór er ekki nægilegur. KOSTIR: Hátt skíðasvæði, langar, aflíðandi brekkur, fjörugt næturlífj jökulsvæði opnuð ef snjó vantar. ÓKOSTIR: Biðraðir, þorp- ið of dreift. Hótel: Alpenfriede, Hochsolden (Hochsolden) — þæg- ileg, glaðvær skíðahótel. Valent- in, Stefan (Solden) — þægileg skíðahótel. Gaislachalm — einfalt, afskekkt, þægilegt skíðahótel, vinsamlegt. O.Sv.B. Amerísku skíðasvæðin Snjórinn í Klettafjöllum er öruggari en í Olpunum - en „öðruvísi“ Alpasnjórinn brást mörgum síðasta vetur. Enginn getur spáð um skíðafærið í vetur. Einstaka skíðamenn stefna á amerísku skíðasvæðin, þar sem snjórinn undanfarna vetur hefur verið ör- uggari. En Ameríkuferð er dýrari og skíðasvæðin öðruvísi. — Finnum við þar hið notalega andrúmsloft, sem einkennir skíða- ferðir til Alpanna? Gamlir gullnámubæir í Bandaríkj- unum eru að vakna til nýs lífs. Núna beinist „gullgröfturinn" að skíðafólki. Margir sem búnir eru að kemba helstu alpaskíðasvæðin og orðnir þreyttir á snjóleysinu, láta freistast af „nýja skíðaheim- inum“. Þjálfaður skíðamaður væri eitthvað skrítinn ef löngu, amer- ísku skíðabrautirnar heilluðu hann ekki. En því miður er ferða- lagið þangað dýrara og lengra, gisting og lyftupassar dýrari en á meginlandinu. Amerísku skíðasvæðin, fjöllin og snjóskilyrðin eru mjög mis- munandi, þó þau auglýsi örugg snjóalög yfir 10 ára tímabil. Þeg- ar litið er á þá mynd í heild, kem- ur í ljós að þar snjóar minna hlut- fallslega með hveiju ári. Sierra-. fjöll í Kalifomíu státa af þyngstu snjóalögum. En snjórinn þar er þyngri á fleira en einn veg — „Síerra-sementið" segir staðar- fólkið, en hann hefur tilhneigingu til að verða nokkuð blautur vegna nálægðar við hafið! í Colorado státa þeir sig af góðum snjó, púðursnjó, sem fellur mest að næturlagi. Þar eru m.a. svæðin Vail, Aspen og Breck- enridge. Milli Colorado og Sierra- fjalla Iiggur Utah. Vegna nálægð- „Big White“ nálægt Kelowna í bresku Kólumbíu. Maður verður eitthvað svo smár í þessari hvítu, köldu auðn á Mont Tremblant í Quebec. ar við Nevada-eyðimörkina er snjórinn sem fellur á Wasatch- fjöll eins og skíðafólk dreymir um — þurr og léttur í-sér. Aðalskfða- staðir eru Snowbird og Alta. Utan við Colorado er Jackson Hole í Wyoming aðalskíðasvæðið á vest- urströndinni. Skíðasvæðin á austurströnd Bandaríkjanna eru háð gervisnjó og þola ekki stærðarsamanburð við þau á vesturströndinni. Stowe er talið búa yfír andrúmslofti þorpsins, en þar er kalt og skíða- brautir oft ísaðar. Killington býr yfir stærra skíðasvæði, athyglis- vert vegna Juggernaut, 16 km langrar skíðabrautar, en aðeins með 1000 metra hæðarmun. Þú getur verið öruggur með skiðasnjó í mikilli hæð, segja þeir í Bandaríkjunum. Og vissulega liggja svæðin hátt. Aspen, Col- orado, í 2.500 m — snjólíkur 7*. Breckenridge, Colorado, 2.950 m — snjólíkur 7*. Jackson Hole í Wyoming 1.900 m — snjólíkur 8. Snowbird, Utah, 2.400 m — snjó- líkur 9. Vail, Colorado, 2.500 m — snjólíkur 7* (*sýnir að svæðin eru háð gervisnjó). Margir þola ekki þessa miklu hæð og fá að- kenningu að súrefnisskorti. Fólk fer að anda dýpra og hraðar, hjartsláttur eykst. í versta falli getur fólk fengið höfuðverk og ógleði. Þýtt og endursagt O.Sv.B. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.