Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 11
B w 1 L A R mmmmm^^^mmmmm^m^^mmmmí LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÓVEMBER 1990 1 1 BMW 520i er rennilegur bíll. Morgunblaðið/Sverrir ar 2,6 milljónir. Lítum þá nánar á hvað fylgir í því verði. Verðið Flest af því sem fellur undir staðalbúnað má telja til eðlilegs búnaðar í meðaldýrum bíl. En í staðgreiðsluverði, 2.595.000 krónum er eftirfarandi innifalið: Vökvastýri, samlæsingar á hurð- um með þjófavörn, dagljósabún- aður, litað gler, Blaupunkt út- varpstæki og segulband með þjófavörn, BMW hljómkerfi, upp- hitaðir og rafdrifnir útispeglar, upphituð hurðalæsing, upphitað þvottakerfi fyrir framrúðu og ökuljós, yfirstærð af rafkerfi og miðstöð, hæðarstillanleg fram- sæti, þokuljós að framan, inn- byggð þjónustutölva og sjúkra- kassi. Ýmislegt má síðan fá til viðbót- ar svo sem læsivarða hemla (ABS) kr. 109.800, læst mismunadrif kr. 58.900, sóllúgu kr. 94.300, raf- drifnar rúður að framan 59.000 og leðuráklæði kr. 189.000 svo nokkuð sé nefnt. Út frá þessu geta menn síðan velt vöngum og spáð í hvar skal staðnæmast í vali á aukabúnaði. Ekkert af hon- um er nauðsynlegt, sumt getur þó aukið öryggi en annað er meira til þæginda og skemmtunar. Af þessu er ljóst að óhætt er að mæla með BMW - þar kaupa menn ekki köttinn í sekknum. Og framundan eru fleiri nýjungar hjá BMW þegar 300 línan verður kynnt um næstu áramót sem fljót- lega mun berast hingað til lands. jt BMW breyttist nokkuð að ytra fyrir nokkrum misserum. þetta er þó skemmtilegur mögu- leiki. Stýrishjólið er stórt og gott og vökvastýrið létt. Ökumaður sér vel til allra átta. Þegar farið er að umgangast bílinn og með- höndla hann kemur vel í ljós að áhersla er á vönduð vinnubrögð í frágangi á stórum sem smáum atriðum. Verður seint þreyttur Vélin í BMW 520i er 150 hest- öfl, sex strokka, 24 ventla og tveggja lítra. Bíllinn vegur tómur 1425 kg og dugar vélin vel til að knýja hann léttilega áfram og ná snöggu viðbragði. Sjálfskiptingin er fjögurra þrepa og með stillingu fyrir venjulegan akstur þar sem hún skiptir sér mjúkt og eðlilega, fyrir röskleikaakstur, þ.e. ef menn eru að drífa sig framúr eða þurfa á snöggu viðbragði að halda en þá skiptir hún sér ekki fyrr en á talsvert háum snúningi og síðan er sérstök stilling sem nota má t.d. til að taka af stað í hálku, en þá skiptir hann sér ekki. Bíllinn er 4,72 m langur, 1,751 m breiður og 1,412 m á hæð. Lengd milli hjóla er 2,761 m. Þyngdardreifingin er jöfn á fram- og afturhjól og á það sinn þátt í að skapa hina góðu aksturseigin- leika bílsins. Er þá kannski komið að því að ræða um aðalatriðið, aksturinn. Um leið og bíllinn er gangsettur verður vart við einn af mörgum kostum en það er hversu hljóðlát- ur bíllinn er. Það heyrast nánast engin vélarhljóð og vegarhljóð eru líka í algjöru lágmarki. Auk góðra sæta og þægilegrar meðhöndlun- ar er þetta eitt atriðið sem gerir bílinn eftirsóknarverðan fyrir mikinn akstur. Gildir þar raunar einu hvort menn eru að aka lang- ar leiðir á þjóðvegum eða nota bílinn mikið í innanbæjarsnúning- um, þrátt fyrir mikinn akstur í þessum bíl verða ökumenn seint þreyttir. Nákvæmt stýri Fjöðrun er mjúk og stýrið mjög nákvæmt. Það þarf ekki að snúa þvf mikið í venjulegum vinkil- beygjum. Nokkra æfingu þarf til að vita nákvæmlega breidd og lengd ef menn eru að koma bílnum fyrir í þröngum stæðum en best er að gera það með því að bakka að vegg og kíkja síðan aftur fyrir bílinn til að fá fjarlægðina vel á tilfinninguna og sama er að segja með hægra framhornið, til að staðsetja það nákvæmlega verða menn hreinlega að fara út og at- huga fjarlægðina. Það er ekki gott að prófa sig áfram á svo dýrum bíl! Viðbragð og vinnsla eru með ágætum og raunar varasamt í innanbæjarakstri hversu fljótur hann er að ná hraða og hversu lítið finnst fyrir honum. Þetta leggur þær skyldur á herðar öku- manni að hann fylgist sérstaklega vel með því á hvaða hraða hann ekur. Allir aksturseiginleikar eru því eins og best verður á kosið enda verður það að vera í bíl sem kost- Mælaborð er vel búið eins og reyndar billinn allur og framsætin fá góða einkunn. BMW 520i - kraftur og þæg*- indi ráða ríkjum Bílaverksmiðjur BMW í Þýskalandi hafa upp á margt að bjóða með 300, 500 eða 700 línum sínum sem löngu eru þekktar hérlendis. Bílaumboðið hf. við Krókháls í Reykjavík tók við umboðinu fyrir fáum árum og hefur smám saman verið að þoka markaðshlutdeild BMW upp á við. Kröfurharðir bílakaupendur finna þarna ýmislegt við sitt hæfi og greiða fyrir það frá hálfri annarri milljón króna og upp í þijár og allt þar á milli. BMW 520i með sjálfskiptingu er kynntur hér í dag. Þetta er rúmlega meðalstór bíll með miklum búnaði sem kostar nærri 2,6 milljónir króna. Nýtt útlit, ný vél og ný sjálfskipting gera hér góðan bíl enn betri, bíl sem ökumaður yfirgefur helst ekki þegar hann er einu sinni sestur undir stýri. Útlit BMW hefur tekið nokkr- um breytingum síðustu árin. Fimmhundruð línan er rennileg og sportleg. Hér er ósvikinn BMW á ferðinni og þetta er stór bíll og stæðilegur. Aðalljósin að framan eru tvöföld, vélarhúsið heldur lægra en afturendinn og stuðar- alínan heldur sama svipnum allan hringinn. Mjó lína eða kantur sker hliðina í sömu hæð og hurðarhún- ar og óhætt er að segja að BMW sé stílhreinn og fallegur vagn. Allt vandað Sportlegt útlit, einkum með hallandi afturrúðu, gerir síður en svo að draga úr rými að innan. Farþegar og ökumaður geta allir setið eins og best verður á kosið og stillt sætin eins og þeim hæf- ir. Hægt er að stilla hæðina á framsætum. Farangursrými virð- ist ekki mikið, það virkar grunnt en tekur þó 460 lítra. v Sem fyrr segir getur farið vel um alla farþega sem og ökumann í BMW 520i. Ökumannssæti er stíft og það styður vel við á alla kanta. Armpúðar voru við fram- sætin í bílnum sem prófaður var en þeir teljast til aukahluta. Séu þeir hafðir niðri verður að lyfta þeim upp þegar öryggisbeltinu er smellt á. Þeir eru því ekki hentug- ir í innanbæjarakstri eða í stuttum ferðum þar sem menn fara oft inn og út úr bílnum. Þeir eru hinsveg- ar þægilegir við þjóðvegaakstur. Mælaborðið og rofar þess sem snerta aksturinn sjálfan eru í beinni sjónlínu ökumanns og allt innan seilingar. Miðstöðvarrofar eru á hefðbundnum stað á borðinu milli framsæta, svo og útvarpið. Innbyggð þjónustutölva er skemmtilegt tæki en hún gefur til kynna hvenær komið er að því að láta smyrja, fara með bílinn í reglubundna skoðun og og árs- skoðun. Tölvan sýnir græn ljós meðan allt er í lagi en þegar áminningar er þörf kemur gult ljós og síðan rautt sem þýðir að nú verði að gera eitthvað í mál- inu, smyija, skoða o.s.frv. Þetta er vitaskuld hægt að hafa í þjón- ustubók eins og algengast er en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.