Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 6
SOLVEIG KR. EINARSDÓTTIR Grunnsæi Heimurinn er grýla grá og Ijót. Eitt sinn trúði ég því að himinninn yrði alltaf blár, að sóiin brytist ævinlega fram úr skýjunum Þó óðst á skítugum skónum inn í sálartetrið mitt traðkaðir á hverri tilfinning og tárin fylltu ótal keröld. Samt unni ég þér Hvernig má sjá bak við bros og blíðyrði kænskuráð ills hugar og varast þau? . Hjartastrengurinn innsti sendir frá sér lágan óm. Litla vina Ég á hvorki Roland úr né Lauru Ashleys kjól en ég á sjóð af sögum og blíðum söngvum sem ég vildi syngja með þér. Ekki rósir úr silki heldur litla rót að leyndardómum huldulandsins hvíta í húmþýðum blænum. Höfundur býr í Narrabri í Ástralíu. BJÖRN JONSSON Helreið (730 cc) Hjólið nötrar undir aflinu. Hraðar! Hús - hviss hviss hviss — þjóta hjá. Hraðar! Sæludraumur — unaður. Hraðar! Hraðar! Hvissssssss ... A ugnabliksmynd. Svart. Yppt öxlum Gömul kona gengur yfir götu annarshugar. Tveir bílar samsíða. Hvor skyldi vinna? Nauðhemlun. Þungur dynkur. Maður gengurjyá. Ypptir öxlum. Höfundur er bílstjóri. Fyrstu bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri riðja dag febrúarmánaðar 1863 setti Stefán Thorarensen sýslumaður aukaþing á Akureyri. Skrifstofa hans varð strax þéttsetin því að flest- ir heimilisráðendur bæjarins mættu á staðinn. Á dagskrá var aðeins eitt málefni, auglýsing tilskipunarinnar sem gerði Akureyri að kaupstað og sérstöku lögsagnarumdæmi. Reglugerðin var lesin upp fyrir viðstadda og þinginu þvínæst slitið. Sýslumaðurinn virðist ekki hafa séð mikla ástæðu til að leyfa fyrirspurnir og umræður við þetta tækifæri.49 Sjálfsagt hefur honum ekki held- S AGA AKUREYRAR, 1. bindi, kemur út um þessar mundir, en alls verða bindin þrjú. Þar verður rakin saga byggðar á Akureyri frá landnámsöld til nútímans. Eftir JÓN H JALTASON ur verið alveg rótt í sinni því að gleymska eða vanræksla stjórnarinnar í Kaupmanna- höfn hafði sett hann í fremur slæma að- stöðu. Þannig var mál með vexti að full- komnun lagasetningarinnar gat skiljanlega ekki orðið öðruvísi en við skiptingu eigna og þurfalinga á milli hreppsins og bæjarfé- lagsins. Að því verki varð þó ekki gengið nema Akureyringar kysu sér bæjarstjórn. En bæjarstjórnarkosningum varð ekki kom- ið á nema stjórnin skipaði einhvern í-emb- ætti bæjarfógeta en samkvæmt reglugerð-" inni frá 29. ágúst 1862 var honum falið að stjórna fyrstu fulltrúakosningum í Akur- eyrarkaupstað. Það hafði hins vegar gleymst að fylla þetta embætti og sama daginn og Stefán hélt fundinn með Akureyringum, um hin nýfengnu kaupstaðarréttindi, skrifaði hann til dómsmálaráðuneytisins og afsakaði frumhlaup sitt. Sagðist hann enga hugmynd hafa um hvort nýja bæjarfógetaembættið ætti að falla undir hann eða hvort einhver annar væri þegar skipaður í það. En hitt væri brýnt að kaupstaðar-tilskipunin um Akureyri öðlaðist gildi í vor svo að aðskilnað- inum frá Hrafnagilshreppi mætti koma á í byrjun fardagaársins. Kvaðst Stefán hafa í hyggju, sem „bráðabirgða bæjarfógeti", að láta hið snarasta fara fram fulltrúakosning- ar svo bærinn gæti ekki einvörðungu í orði heldur einnig á borði sagt skilið við hreppinn. Tveimur dögum eftir þessi bréfaskrif valdi Stefán þá Jón Finsen lækni og Pál Th. Johnsen kaupmann með sér í kjörstjórn og þeir þrír tóku til^óspilltra málanna að semja kjörskrá yfir kaupstaðarbúa. Það plagg er nú týnt en með hliðsjón af því að það var ekki fyrr en eftir 1870 sem fjöldi þeirra Akureyringa er áttu rétt til þátttöku í al- þingiskosningum steig yfir 20 má ætla að ekki hafi verið stórkostlegur munur á fjölda kosinna og kjósenda í fyrstu bæjarstjórnar- kosningunum á Akureyri. Þetta er þó ekki alveg sanngjarn samanburður því að kosn- ingaréttur Islendinga til alþingis var bund- inn strangari takmörkunum en Akureyringa til bæjarins. Reglan var sú að allir heiðarleg- ir menn sem stóðu á eigin fótum, voru orðn- ir hálfþrítugir og uppfylltu viss búsetuskil- Stefán Thorarensen sýslumaður. Án þess að hafa fyrir því samþykki yfir- valda gerði hann sjálfan sig að fyrsta bæjarfógeta Akureyrar. Um mitt ár 1863 var Stefáni loks formlega falið að takast á hendur þetta nýja embætti. Hann hafði þá þegar látið kjósa fyrstu bæjarstiórn Akureyrar undir þvíyfirsk- ini að hann væri „bráðabirgðar bæjar- fógeti". M. Schiöth/Minjasafnið á Akureyri. yrði, máttu kjósa til alþingis og bæja svo fremi þeir greiddu í útsvar tiltekna lág- marksupphæð. Fyrir alþingiskosningar var þessi upphæð 4 ríkisdalir en 2 til bæjar- stjórnarkosninga á Akureyri. Þegar litið er nánar á útsvarsgreiðslur bæjarbúa fyrir far- daga árið 1862 til 1863 kemur í ljós að það fær vel staðist að rétt liðlega 20 Akureyring- ar hafi átt þátttökurétt í fyrstu bæjarstjórn- arkosningunum. Þetta tímabil greiddu 63 bæjarbúar til sveitarinnar, 20 þeirra innan við 9 físka, 18 á milli 9 og 17 físka, en 25 guldu 18 fiska eða meira.50 Og þar sem 18 fiskar jafngiltu tveimur ríkisdölum árið 1863 uppfylltu 26 Akureyringar eignakröfu kaup- staðarlaganna. Þjóðfélagsstaða að minnsta kosti tveggja þeirra var hins vegar slík að þeir urðu ekki flokkaðir sem sjálfs sín herr- ar og sá þriðji taldi sig standa í þessum sporum einnig en var um síðir leitt annað fyrir sjónir. Hinn 31. mars 1863 gengu Akureyringar í fyrsta skipti í sögunni til bæjarstjórnar- kosninga en þær urðu sögulegar og drógu gagjÍHP Myndin sýnir vel víðfeðmi gömiu Akureyrar drjúgan hluta 19. aldar. Fjörubyggðin hófst nokkru fyrir innan kirkjuna og teygði sig út að einkennilegu „turnhúsi" Jóns Guðmundssonar hafnsögumanns (þar er nú Aðalstræti 28). Þá tók við mjó strandlegjan á milli Fjörunnar og Akureyrarínnar en nyrst í kaupstaðnum voru verzlunarhás Vilhelmínu Lever, byggð í kringum 1835 í landi Eyrariands. íbúðarhús hennar („turnbyggingin") stóð á svipuðum slóðum og Hafnarstæti 23 er nú á ofanverðri 20. ö'ld. Þar nokkru fyrir sunnan ber íbúðar- og krambúðarhús föður hennar, Hans VHhelms Levers, í Aðal- stræti 2 ( en það ber aftur í gamia apótekið). Óhætt er að fullyrða að ekkert hús á Akaureyri hefur tekið öðrum eins breytingum og einmitt Aðalstræti 2. Stofninn að því er byggður 1850 af Gunnlaugi Guttormssyni, sem giftur var Mar- gréti Halldórsdóttur, systur Jóhannesar barnakennara. Síðan 1850 hefur verslunar- og íbúðarhús Gunnlaugs breyst úrþví að vera einnar hæðar timburhús með risi í tveggja hæða stórhýsi, að hluta steinsteypt, með rísi og kvistum. Á myndinni er greinilega búið að byggja ofan á húsið. Litla hvíta íbúðarhúsið uppi í Eyrarlandsbrekkunni, fyrir ofan verslunarhús Leversfeðgin, var ekki byggt fyrr en sumarið 1877. Fyrsti eigandi þess var Jóhannes Halldórsson barnakennarí. H. Schiöth/Minjasafnið á Akureyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.