Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Blaðsíða 2
EINAR T. EINARSSON
Gjörningur
Það er ekkert eftir
nema gjörðin.
En gakktu þess ekki dulinn
að gjörðin
er allt.
Leikur
Ég var að leika mér
að orðum.
Því að
í upphafí var orðið,
orðið var hjá Guði,
og orðið var Guð.
Og ég
lék mér
að honum.
Höfundur starfar sem uppfinningamaöur
JÓN VALUR JENSSON
Esjan
Það snjóar í Esjuna - um mig fer
ónotakvíði, en blandinn gleði,
því augað fegurra sjaldan sér
en snædrifíð fjall í október
sem árdagssólin óræða birtu léði.
Þín svipbrigði dyljast döprum e/,
hvem dag ertu litin hýru auga.
Er sólin þig baðar í sunnanþey
við sjáum þig losna úr viðjum, nei!
úr vetrarskarti, sem vorskúrir af
þér lauga.
Þó kuli og dimmi, köld með él,
og kólguskýin myrkvi sólu,
í norðannæðing ég traust þig tel,
þú tigna fjall, sem skýlir svo vel,
því borgina góðar vættir á vernd
þína fólu.
Það snjóar í Esjuna — um mig fer
undarlegt sambland af gleði og
kvfða.
Mín tilvera öll svo tengd þér er —
minn trega og ást þú þekkir hér,
mín aldna móðir — Esjan
tignarfríða.
Höfundur er guðfræðingur og forstöðu-
maður Ættfræöiþjónustunnar.
BJARNI GUÐMUNDSSON
Til útgáfu-
stjóra
Þó tíminn og tískan séu systkin
þá tíðum ræður auður þessum
heimi;
Er þá nema von að nokkrir gleymi
nútímanum ef salan verður aukin? ,
Um allmörg ár var sonnettan með
sanni
vöxtur sá er leysti rímur af hólmi
en nú vill útgáfustjórinn
(menningar)ólmi
endurlífga ná i dauðans ranni.
Því líkið af margdauðri sonnettu
selst
og sagt er hún gangi vel aftur.
Hermt er að tískunnar
kynngikraftur
hafí komið henni í verð sem að
helst.
Brestur og riðar hver
menningarraftur
ef rauðeygður draugur í Ijóðlínum
felst.
Höfundur er leiöbeinandi á Norð-Austurl-
andi.
V í s 1 N D f 0 G U |P P G V Ö T A N 1 R
Nýir útreikningar sýna að skuggahliðin á klettaandlitinu er líka með andlitslögun.
Nýjar kenningar um hið leynd-
ardómsfulla steinandlit á Marz
Tölvuvinnsla á gömlum, myndum frá
Mars hefur leitt af sér nýjar kenn-
ingar um það hvernig þetta 1,5
km háa fjall hefur myndast.
Með því að nota tölvuvinnslu hafa banda-
rískir vísindamenn kannað myndimar af
risastóru andliti á reikistjömunni Mars.
Þessi könnun hefur orðið tilefni til nýrra
kenninga um klettaandlitið sem kom fram
á mynd sem tekin var árið 1976 úr geimfar-
inu Víkingi.
Þrátt fyrir miklar umræður sem hafa átt
sér stað eftir að þessar myndir komu fram
hefur geimferðastofnun Bandaríkjanna,
NASA, haldið því fram að andlitsmyndin
komi fram vegna þess að stefna sólargeisl-
anna á fjallið um leið og myndin var tekin
hafí myndað skugga í því þannig að það
líti út eins og hálft andlit. Nú hefur vísinda-
maðurinn Marc Carlotto sýnt fram á að
kletturinn sé í grófum dráttum í laginu eins
og andlit. A myndinni sem Víkingur tók er
auðveldlega hægt að sjá helminginn af 1,5
km háu andliti, en með nýrri tölvutækni
hefur Carlotto tekist að framkalla klettinn
i þrívídd. Tölvuforritið notfærir sér skugg-
ana og sjónarhornið sem myndin er tekin
frá til þess að reikna út lögun klettsins.
Þessi endurgerða mynd tölvunnar sýnir að
samræmi er milli skuggahliðarinnar og
þeirrar er ljósið fellur á. Á skuggahliðinni
sést hægra augað og það sem vantar upp
á munninn. Auk þess sjást greinileg merki
um nef, sem þó virðist hafa brotnað af. í
lýsingum á þessum niðurstöðum benda
vísindamennirnir á, en þó með varúð, að sá
möguleiki sé fyrir hendi að kletturinn hafi
ekki fengið þetta form á eðlilegan hátt.
Flestir sem um þetta hafa fjallað hafa þó
hallast að því að vindar hafi mótað klettinn.
Aðrir sem hafa ríkara hugmyndaflug láta
sér ekki nægja að horfa á andlitið. Það
hefur nefnilega komið í ljós að fjöldi kletta
í nágrenninu er í laginu eins og pýramídar.
Þeir hafa sett fram þá skoðun að andlits-
kletturinn sé hluti af meiri háttar rústum
mannvirkja á Mars. Þessa skoðun taka þeir
sem fást við geimrannsóknir ekki mjög hát-
íðlega. En áður en hægt verður að komast
að einhverri bitastæðri niðurstöðu verður
að mynda svæðið miklu nákvæmar en hægt
var að gera með geimfarinu Víkingi.
Ný prentvél getur breytt dag-
blaðinu á meðan það er í prentun
Ný prentvél getur breytt dagblaðinu
á meðan það er í prentun.
í framtíðinni verður hægt að
breyta útliti dagblaðs á meðan
það er í prentun með því að ýta á hnapp í
ritstjórnarmiðstöðinni í stað þess að þurfa
að skipta um prentplötur í prentvélinni.
Á meðan prentvélin er í gangi er hægt
að skjóta inn nýjum fréttum í staðinn fyrir
annað efni, sem frekar má missa sig, eða
leiðrétta villur, þó að blaðið sé í prentun:
Þessi nýja prenttækni byggist á notkun
plastefnis „polithiofen“ sem breytir eigin-
leikum sínum þegar rafstraumur fer í gegn-
um það.
Venjulegar offset-plötur eru málmplötur
húðaðar efnablöndum. Vatnsfælið efni þek-
ur svæðin þar sem mynd eða texti á að
vera en svæðin sem eiga að vera auð eru
þakin efnum, sem sjúga í sig vatn.
Þegar prentað er er platan fest á plötu-
valsinn snýst með miklum hraða. Á meðan
valsinn snýst fer platan fyrst í gegnum raka-
tæki sem mettar efnin sem eru rakadræg
á plötunni. Síðan fer platan gegnum litunar-
útbúnaðinn sem skilur eftir (lit) prentsvertu
með olíugrunni á vatnsfælnu svæðunum en
ekki á hinum vatnsdrægu. Plötuvalsinn
kemur síðan í snertingu við gúmmívals, sem
tekur yfir á sig það sem er á plötunni.
Gúmmívalsinn færir svo snertuna yfír á
pappírinn sem snýst um prentvalsinn.
Venjulegar offsetvélar verður að stöðva
ef breyta þarf blaðinu. Skipta verður um
plötumar og það getur tekið allt að einni
klukkustund, þessi nýja tækni felst í því að
í stað prentplötunnar kemur hólklaga lag
af áðumefndu plastefni (polythiofen). Þegar
það verður fyrir áhrifum rafstraums breyt-
ist það í að verða ýmist vatnsdrægt eða
vatnsfælið. Undir plastlaginu em agnarsmá
rafskaut. Hvert rafskaut svarar til eins af
hinum örlitlu punktum sem mynda textann
eða myndirnar.
Yfirborð plasthólksins er vætt með vökva
sem leiðir rafstraum (elktrolyt). Þegar eitt-
hvert rafskautið sendir frá sér rafstraum
fer hann í gegnum plastefnið á leið sinni
til rafleiðnivökvans. Um leið og þetta gerist
breytist plastefnið á þeim stað, þar sem
rafskautið er undir, þannig að prentsvertan
Inýju tækninni felst að ístað offsetplöt-
unnar kemur plastplata. Þegar raf-
straumur fer um plastið breytast eigin-
leikar þess og þar með útliti blaðsins.
(eða litarefni) loðir þar við það en ekki við
þá staði þar sem rafskautin senda ekki frá
sér rafstraum.
Með aðstoð tölvu er hægt að fjarstýra
þessum breytingum. Það þýðir að starfslið
blaðsins getur ákveðið með því að styðja á
rétta hnappa hvemig „platan“ og blaðið lítur
út.
Hvers vegna
syngja sum-
ir bassa en
aðrir tenór?
Af hveiju hafa sumir bassarödd og
aðrir tenórrödd? Er ástæðan
líkamlegur mismunur eða er
mögulegt að breyta raddsviði sínu
með þjálfun?
Hver einstaklingur hefur sína rödd. Það
er hægt að breyta henni að vissu marki.
Það er stærð raddbandanna, sem ræður því
hvaða tóna er hægt að mynda.
Raddböndin eru tvær himnur efst í bark-
anum. Þegar við tölum eða syngjum strekk-
ist á raddböndunum yfír holrúminu i barkan-
um og loftið frá lungunum fer á milli þeirra
og fær þau til þes að titra. Á leiðinni frá
hálsinum tekur hljóðið breytingum í „hljóm-
myndunarholinu" en það er kokið, munnho-
lið og nefholið. Á þessum stöðum myndast
hljómur raddarinnar. Sem dæmi má nefna
að það heyrist greinilega á röddinni þegar
fólk er með kvef og stíflað nef.
Tónhæðin sjálf fer eftir því hve hratt
raddböndin sveiflast. Hjá fullorðnum karl-
manni með venjulega rödd titra raddböndin
um það bil 125 sinnum á sekúndu.
Því lengri og þykkari sem raddböndin eru
þeim mun dýpri verður tónninn. Hjá meðal-
karlmanni eru raddböndin 20 mm löng en
aðeins um 15 mm hjá konum.
Sópransöngkona getur komist upp á háa
C. Það þýðir að raddbönd hennar sveiflast
140 sinnum á sekúndu. Bassasöngvari hefur
sérlega þykk og mikil raddbönd sem geta
komið sveiflufjöldanum niður í 80 sveiflur
á sekúndu.
Lengd ogþykkt raddbandanna, sem eru
í hálsinum eða nánar tiltekið íbarkakýl-
inu, ráða raddsviði okkar.
Hafin framleiðsla á nýjum
pappírsþunnum rafhlöðum
S
íðan fyrsta rafhlaðan var fundin upp
fyrir 190 árum hefur hún ekki í
stórum dráttum tekið neinum
breytingum í útliti eða innri gerð.
Nú hefur tilraunamiðstöðin við Harwell
í Englandi hannað og framleitt rafhlöðu sem
er algjör bylting. Hún er aðeins einn fjórði
hluti úr mm á þykkt og er viðkomu eins
og þunn himna. Það er hægt að vinda hana
saman í böggul, bijóta hana saman og klippa
hana niður eins og pappír og auk þess er
straumstyrkur hennar furðumikill. Kostir
rafhlöðunnar eru m.a. fólgnir í því að auð-
velt er að koma henni fyrir í smágerðum
tækjum og þar sem rými er takmarkað. Það
er t.d. mjög auðvelt að koma henni fyrir
samanrúllaðri inn í heyrnartól á farsíma.
Þessi rafhlaða er gerð úr þrem þynnum
sem eru lagðar hver ofan á aðra. Neðsta
og efsta lagið eru gerð úr lithium og svara
hvort um sig til plús- og mínus-skauts á
venjulegri rafhlöðu. (Lithium er einnig notað
sem meðal gegn alvarlegu þunglyndi.) Mið-
lagið í rafhlöðunni er plasthimna. Mestu
erfiðleikarnir sem uppfinningamennirnir
áttu í var að finna rétt plastefni. Lausnin
var fólgin í því að nota plastefni sem fram-
leitt er þannig að engin kristallamyndun
verður í því.
Þetta gerir það að verkum að raijónirnar
geta færst hindrunarlaust frá einu raf-
skauti til annars á meðan rafhlaðan er í
notkun.
2