Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Blaðsíða 7
Lilja, 1980. list eða klám? og 120 þúsund króna sekt, en Samtök for- stöðumanna listasafna (AAMD), með 153 meðlimi innanborðs, strengdu þess heit að ljá vininum fulltingi ef í harðbakkann slægi. Til þess kom þó aldrei. Veijanda Barrie, sem hafði herskara af sérfræðingum á sínum snærum, tókst að sannfæra kviðdóm- inn um að ljósmyndir Mapplethorpes væru hreint framúrskarandi listrænar. Opinberað- ist kviðdómnum viss fegurð þar sem sak- sóknarinn sá aðeins dónaskap. Fjandmönn- um Mapplethorpes til mikillar armæðu var Nútímalistasafninu í Cincinnati gefnar upp sakir í byijun október og málið 1 agt á hill- una, a.m.k. í bili. Að Bægja Burt Fordómum Öll deilan og hið „þrotlausa kyn- færajapl", svo vitnað sé til orða Laxness í Listamannadeilunni heima hér áður fyrr, sem einkennt hefur hana snýst í rauninni ekki um nema sjö af þeim 168 myndum sem á farandsýningunni em (25 að mati hörð- ustu andstæðinga Mapplethorpes). Lang stærsti hlutinn eru andlitsmyndir og ljóð- rænar blómauppstillingar, oft með sterku kynferðislegu ívafi í anda Georgia O’Keefe, en á fallískari bylgjulengd. Því þá ekki bara að kippa „soranum“ af veggjunum? Af nógu er að taka. Að mati flestra listgagnrýnenda, og þeir eru ófáir sem hafa látið málið til sín taka, er þetta ekki einungis fráleit hugmynd heldur hreint og beint stórhættuleg. Fyrir utan að eyði- leggja samhengi sýningarinnar væri það hin versta ógnun vð allt listfrelsi í landinu. Og hvar á svo sem að draga mörkin milli „sálar- spillandi" kláms og hinnar „borgaralegu" kynertingar sem tröilriðið hefur vestrænni listasögu í gegnum aldirnar, og tíðum er reynt að fegra með orðum eins og erótík og munúð? Mapplethorpe, sem lést í fyrra af völdum alnæmis líkt óg svo margir af hans félög- um, vill vekja fólk til samúðar og skilnings á öðrum heimi en þeim er karirembupólitík- inni hefur tekist að sölsa undir sig og útata í bijósta- og læramyndum. Hann vill bijóta múrinn á milli gagnkynhneigðra og samkyn- hneigðra og hreinsa „afbrigðilegar hvatir“ sjálfsmynd ljósmyndarans Roberts Mapplethorpes frá árinu 1978 birtir hann áhorf andanum huliðsheima þeirra sem þjóðfélagið hefur séð ástæðu til að útskúfa og brennimerkja undir ónefninu kynvilling- ur. Listamaðurinn snýr berrassaður að okkur baki, vindur upp á búkinn og horfir ögrandi í linsu- opið um leið og hann rekur svipuskafti inn í illa útleikinn endaþarminn. Myndin sem hér um ræðir er lýsandi dæmi um þær ljósmyndir Mapplethorpes sem flokkast undir lostapyntingar og vakið hafa mikinn úlfaþyt og deilur í bandarísku listalífi upp á síðkastið. Þessar myndir hans höfðu verið til sýnis um áratuga skeið og ávallt valdið nokkrum kurr, en svo einkenni- legt sem það má virðast var það ekki fyrr en á miðju síðasta ári að upp úr sauð þegar Corcoran-safnið í Washington afturkallaði fyrirhugaða yfirlitssýningu á verkum ljós- myndarans hálfum mánuði fyrir opnun. Ástæðan sem yfirvöld safnsins gáfu var sú, að þau vildu ekki spilla enn frekar fyrir Listasjóði ríkisins (National Endowment for the Arts, skammstafað NEA) er lent hafði upp á kant við ýmsa fulltrúa bandaríska þjóðþingsins vegna íjárhagsaðstoðar við yfirstandandi farandsýningu á ljósmyndum Mapplethorpes. Þessi farandsýning, sem gerð var út af örkinni af Nútímalistasafninu í Fíladelfíu (ICA) árið 1987, kallaðst „Hið fullkomna augnablik" og hafði þegar farið til sumra þekktustu safna landsins án þess að til verulegra átaka kæmi er hér var kom- ið sögu. Með því að hætta við yfirlitssýninguná á elleftu stundu var Corcoran-safnið í raun- inni að viðurkenna opinberlega að eitthvað væri gruggugt við ljósmyndir listamannsins og pressan, fljót eins og vanalega að skynja' hið yfirvofandi hneyksli, var ekki lengi að taka við sér. Þetta gaf andstæðingum Mapp- lethorpes byr undir báða vængi og íhaldss- amir þrýstihópar eins og Siðgæði í frétta- mennsku, Borgarar með fjölskylduna í fyr- irrúmi og Samtök kaþólskra með Hriflu-Jón- as þeirra vestan hafs, Jesse Helms öldunga- deildarþingmann Norðúr-Karólínufylkis, í broddi fylkingar, hófu að mótmæla stíft. Skömmu síðar ákvað fulltrúadeild þingsins að straffa NEA fyrir að nota peninga skatt- greiðenda til að ýta undir siðferðissærandi list með því að draga úr styrkveitingu til sjóðsins um næstum tvær og hálfa milljónir króna. Refsiaðgerðin, að setja Nútímalista- safnið í Fíladelfíu í fjárhagslegan megruna- rkúr fyrir að stuðla að útbreiðslu ósómans, nær einnig tií stuðnings NEA við sýninga- hald á verkum Andres Serranos, en sá þyk- AðfÖrin að Robert Mapplethorpe og hans líkum eftir HANNES SIGURÐSSON Sjálfsmynd Ro- bert Mapplethor- pes. ir hafa farið út fyrir öll velsæmismörk með Ijósmynd sinni af róðukrossi fljótandi í hlandpotti. Þetta ætti þó ekki beinlínis að setja fyrirtækið á hausinn þar sem NEA hefur eftir sem áður úr 171,4 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmum níu og hálfum milljarði króna, að spila á þessu ári. Listspeklúlantar og verndarar tjáningar- frelsis þustu nú fram á ritvöllinn úr öllum áttum til að bjarga heiðri Mapplethorpes. Hópur listamanna, er heitið hafði að sýna í Corcoran síðar um veturinn, dró það lof- orð til baka, á meðan aðrir andmæltu með því að varpa umdeildustu myndum kappans á útiveggi safnsins að næturlagi. Þá fékk forstöðukona stofnunarinnar, Christina Orr Chahall, líka að heyra nokkur vel valin orð frá kollegum sínum. Að endingu sá hún sig um hönd og gaf út yfirlýsingu þess efnis að hér hefði verið um hin mestu mistök að ræða og að aldrei hefði staðið til að flekka listrænt mannorð ljósmyndarans. Andstæðingar Mapplethorpes voru samt ekki af baki dottnir og gerðu harða atlögu að áttundu og lokastöð farandsýningarinn- ar. Forstöðurmaður Nútímalistasafnsins í Cincinnati (CAC), Dennis Barrie, var dreg- inn fyrir dómstól og ákærður fyrir siðferðis- afbrot. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað í bandarískri réttarsögu. Átti hann yfir höfði sér allt að eins árs fangelsisdóm af öllum afbrigðilegheitum. Til að fá fólk til að horfa á staðreyndir þessa heims, að til eru þeir sem hafa unun af að láta meija á sér viðkvæma líkamshluta eða spræna framan í sig, afmarkar Mapplethorpe gjarn- an viðfangsefnið og beitir ýtrustu mynd- skerpu þannig að verkin fá á sig næstum áþreifanlegt gildi. Hvert einasta smáatriði myndflatarins birtist því áhorfandandum bókstaflega ljóslifandi og gerir það að verk- um að sá sem á mænir verður að einskonar þátttakanda í þessum kynlífssenum. í öllu falli er erfitt að lesa eitthvað geðfelldara út úr myndunum fyrir þá sem eiga erfitt með að trúa eigin augum. Þáð sem vakir fyrir Mapplethorpe, sam- kvæmt skoðunum stuðningsmanna hans, er ekki að knýja fram möglunarlaust samþykki á kynhegðun sinni, það nægir víst að sýna umburðarlyndi. Ljósmyndin hefur reynst vel til þess fallin að stjórna draumum og tísku- sveiflum samfélagsins, en hún getur líka verið öflugur miðill í höndum þeirra sem vilja gagnrýna hefðbundin viðhorf. Vilja sumir flokka verk Mapplethorpe til liins síðarnefnda og telja að jafnvel þau umdeild- ustu geti orðið til þess að ryðja burt fordóm- um og auka fólki skilning á afstöðu sa- dómasókista. Málinu til stuðnings er vitnað í söguna og bent á hvernig t.d. ljósmyndir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. Dt:SEMBER 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.