Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Blaðsíða 4
f sérhverjum moll liggur dúr í leyni ftirvæntingarfullir áheyrendur hafa fyllt tón- leikasalinn til að sjá og heyra einn mesta hljóm- sveitarstjóra sem fram til þessa hafði komið fram. Það höfðu farið spurnir af þessum Norð- manni og einstæðum hæfileikum hans, bæði Joha.il Svendsen á yngri árum. rUjiP' Jolian Svendsení vosklæðum ííslands- ferðinni. Um JOHAN SVENDSEN, sem talinn er með fremstu tónskáldum Norðurlanda og var að auki einn eftirsóttasti hljómsveitarstjóri heimsins á síðustu öld. Greinin er í tilefni 150 ára fæðingarafmælis hans og verður þess minnst í Norræna húsinu á morgun. Eftir FINN BENESTAD sem tónskálds og stjórnanda. Hann stígur upp á pallinn. Öruggur og sigurviss. Þegar með fyrstu sveiflu sprotans nær hann að heilla bæði hljóðfæraleikarana og áheyrend- ur. Allt hans fas ber vott um kraft og styrk og rósemi, sem er svo einkennandi fyrir hann, færist samstundis yfir hljómsveitina alla og hún leikur af mikilli einbeitni. Stjórn- andinn þarf ekki að viðhafa mikla tilburði til að ná henni á sitt vald. Jafnvel í minnstu hreyfingu hans — og í árvökulu augnaráði — greina hljóðfæraleikararnir sérhveija ætlun hans og það gneistar beinlínis milli hljómsveitar og stjórnanda. Aldrei fyrr hafa hljóðfæraleikararnir kynnst jafn þróttmikl- um og taktvísum stjórnanda. Þetta er dæmigerð ímynd tónleika á árun- um kringum síðustu aldamót. Þeir gætu hafa farið fram í Kristianíu, Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi, Lundúnum, París, Moskvu eða Vín. Alls staðar var Johanni Svendsen, þessum rismikla hljómsveitar- stjóra norðan frá Noregi, fagnað sem einum mesta stjórnanda síns tíma. Og hans eigin tónsmíðar fóru einnig sigurgöngu um tón- leikahallir heimsins. Sem tónskáld átti hann á velmektarárum sínum meiri vinsældum að fagna en nokkur annar norskur tónsmið- ur, að Edvard Grieg meðtöldum. Borgardrengur, Fæddur Á Mikilvægum Tíma Sagan segir að Johan Svendsen hafi litið heimsins ljós í Mollergötu í Kristianíu (Ósló) um það bil á þeim stað þar sem lögreglustöð- in, „Mollersgata 19“, var seinna byggð. Fæðinguna bar upp á 30. september árið 1840. Og einmitt þetta ár barst fyrsti and- blær þeirra vorvinda, sem brátt áttu eftir að leika um norskt menningarlíf, þegar ungir og hæfileikaríkir menn frá ýmsum stöðum í landinu komu fram á sjónarsviðið. Þrítugur Bergenbúi, Ole Bull, sannkallaður farand-boðberi norskrar tónlistar, frumflutti verk sitt „Norges Fjelde“, þar sem hápunkt- urinn var ósvikið norskt þjóðdansastef í þrískiptum takti. Organistinn Ludvig M. Lindeman frá Þrándheimi, gerði heyrinkunn þetta ár fyrstu þjóðlög sem hann hafði safn- að, og Halfdan Kjerulf frá Kristianíu, gaf útTyrsta rómönsusafn sitt. Árið 1842 fædd- ist Rikard Nordraak, sá sem samdi lagið við norska þjóðsönginn, og ári síðar Edvard Grieg. Föðurætt Johans Svendsens var frá Sand- vær í skógunum við Löginn, suður af Kóngs- bergi. Faðir hans, Gullbrand (1817-1900), fór ungur til höfuðborgarinnar að læra til tónlistarmanns. Hann var tekinn inn í hljóm- sveit hersins og lék þar aðallega á kornett. En jafnframt .lagði hann stund á nám í fiðlu- leik og eftir dvöi sína í lúðrasveit hersins gerðist hann tónlistarkennari og lék í fjölda hljómsveita, bæði sem fiðlu- og lágfiðluleik- ari. Móðir Johans, Pernille Marie Jonasdatt- er Elg (1815-1890), kona með fagra söng- rödd, var ættuð frá Fábergi við Lillehammer. Sambúð þeirra hjóna gekk þó ekki sem best og þegar Johan var 11 ára gamall, skildu þau. ÞRÖNGURKOSTUR Þröngur kostur fjölskyldunnar setti mark sitt á æsku Johans. Matur var oft af skorn- um skammti og drengurinn, sem síðar varð stæðilegasti maður, var á uppvaxtarárunum bæði mjór og renglulegur. Faðir hans brýndi fyrir honum að bíta á jaxlinn og láta ekki bugast. Þegar Johan var fimm ára fékk hann alvarlega_ mergbólgu sem skera varð hann upp við. Á þess að deyfa skar læknir- inn djúpt í fótlegg drengsins, alveg inn í bein, þar sem hann nam vítisstein á brott úr opnu sárinu. Drengurinn hvorki æmti né skræmti. Tárin hrundu hins vegar niður kinnar föður hans, sagði Johan seinna. Aðalhljóðfæri Johans var fiðla, en líkt og faðir hans var hann tekinn inn í herhljóm- sveitina, þar sem hann var „blásari" með klarinett sem skylduhljóðfæri. Hann spilaði líka með leikhúshljómsveitum höfuðstaðar- ins og vann sér við og við inn aukapening með því að leika fyrir dansi í samkvæmum heldra fólksins. Snemma hóf hann að semja sína eigin tónlist. Árið 1854 skrifaði hann polka sem hann kallaði „Anna“ og tveimur árum síðar samdi hann valsabálkinn „Til sæters" („Að setri“). Smám saman barst frá honum fjöldi valsa og marsa sem gefa glöggt til kynna næmi hans á sviði tónlistar. Það er athygli vert að hann skrifaði verk fyrir stóra hljóm- sveit — án þess að hafa lært hljóðfæra- útsetningu. En æfingin sem hann fékk við þessi skrif og handbragðið sem hann lærði, átti hvort tveggja eftir að koma honum að gagni síðar. Á miðju sumri 1862 venti hann sínu kvæði í kross og fluttist að heiman. Hann stefndi á nám í tónlistarháskóla í Þýskalandi. Hann vildi læra allt frá byijun. Minnstu munaði þó að allt færi í vaskinn þegar peningana þraut. í Lubeck hitti hann góðu heilli sænsk-norska ræðismanninn Carl Fr. Leche sem hljóp undir bagga með honum og bætti úr hans sárustu neyð. Eftir ýmsar flækjur fékk hann loks styrk frá sjálfum Carli XV til náms í Tónlistarháskólanum í Leipzig, þaðan sem Grieg hafði útskrifast ári fyrr. Jöhan innritaðist í skólann í desember 1862. NÁMSÁR OG TÓNSMÍÐAR Námsárin í Leipzig sá hann síðar sem hamingjuríkasta tímabil ævi sihnar. Hann drakk í sig allan þann vísdóm sem hann komst yfir og var brátt álitinn einn besti nemandi skólans. Eftir tveggja ára nám í fiðluleik hjá þeim fræga Ferdinand David, fékk hann afdrifaríka taugabólgu í vinstri 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.