Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Side 5
handlegg svo að hann varð að hætta við öll áform um að verða konsertfiðluleikari. En þá hafði hann þegar hafið nám í hljóm- sveitarstjórn. Hann fór brátt að leysa David af sem stjórnandi hljómsveitar skólans og sveiflaði sprotanum af svo miklu öryggi að bæði nemendur og kennarar undu glaðir við. Mestan tíma notaði hann þó til eigin tónsmíða. Sveinsstykki hans sem tónsmiðs var strengjakvartett op. 1. Hann var frumflutt- ur á opinberum próftónleikum í Gewand- haus árið 1865. Síðan komu stórvirkin eitt af öðru: hinn frábæri strengjaoktett, sem í listfengi má jafna við oktett Mendelssohns; fyrsta sinfón- ían sem bar nafnið hans út í hinn stóra heim, sú sama og Grieg varð svo frá sér numinn yfir að hann bannaði flutning á sinni eigin sinfóníu; og loks strengjakvintettinn sem danska tónskáldið Fini Henriques sagði að hefði aðeins einn galla, nefnilega þann að hann væri ekki kvartett, enda hefðu þá allir kvarttetthópar veraldarinnar keppst um að spila hann! S JÁLFSTÆÐUR LlSTAMAÐUR Johan Svendsen yfirgaf Tónlistarháskól- ann vorið 1867. Þá var hann þegar orðinn alvanur í sinni list. Seinna um sumarið hélt hann sína fyrstu tónleika í Kristianíu. Aldr- ei fyrr hafði þar heyrst jafn hljómmikill tónlistarflutningur undir jafn framúrskar- ándi og andríkri stjórn. Hér var gefið for- dæmi sem sporgöngumenn urðu að miða sig við. Á þessum tónleikum heyrði Grieg fyrstu sinfóníu Svendsens í fyrsta sinn. Vorið 1868 hélt Svendsen til Parísar, þar sem hann átti erfið ár. Þar skrifaði hann fiðlukonsertinn sem gagnrýnendur kölluðu „sinfóníu með öllu“. Þegar hann kom aftur til Leipzig skrifaði hann sellókonsert sem ekki reyndist falla gagnrýnendum sérleg vel í geð. Sumarið 1871 fór Svendsen til Banda- ríkjanna og kvæntist Söruh Levett en hjóna- bandssælan entist aðeins í fáein ár. Þau skildu þó ekki fyrr en 1901 og þá gat Jo- han loks kvænst Juliette Haase, ballettdans- mær frá Kaupmannahöfn, en þau áttu þá þegar saman þijú börn. Með verkunum „Sigurði Slembi" og „Karnivali í París“ fetaði Svendsen sig inn á nýjar brautir, það er að segja í átt til prógrammtónlistar sem hefur að markmiði að lýsa einu einstöku atviki. Á eftir þessum verkum fylgdu fleiri mikil verk í sama anda: „Zorahayda“, „Norsk kunstnerkarneval" og „Rómeó og Júlía“, sem öfluðu honum enn meiri vinsælda. Á þessum tíma var hann aftur staddur í Kristianíu, þar sem hann á árunum 1872-77, í fyrstu ásamt Grieg, var í forsvari fyrir og stjórnaði hljómsveit Tón- listarsamtakanna. Þetta tímabil var blóma- skeið í norskri hljómsveitartónlist. Svendsen kom Kristianíu-hljómsveitinni á ótrúlegt flug. Á þessum árum skrifaði hann einnig hina ljómandi „Hátíðarpólónesu", hina stór- brotnu aðra sinfóníu sína og fjórar litríkar norskar rapsódíur. í þeim má greina áhrif frá píanórapsódíum Liszts, en Svendsen setur hér fram glæsileg tilbrigði við þjóðlög sem haldið hafa ferskleika sínum fram á þénnan dag. Árið 1874 fengu þeir Svendsen og Grieg tónskáldalaun frá norska ríkinu. Þremur árum síðar hélt Johan enn utan og nú til að dvelja fjarri ættlandinu í þijú ár. Leiðin Iá til Þýskalands, Ítalíu, Frakk- lands og Englands. Einkum hreifst hann af París, „elskulegasta bletti jarðarinnar", og þar skrifaði hann m.a. allmargar rómöns- ur. Hann snéri aftur til Kristianíu sumarið 1880 og hóf borgarhljómsveitina enn á mik- ið flug. Ári síðar skrifaði hann sitt fræg- asta verk, „Fiðlurómönsuna“, sem orðið hefur óhemjuvinsæl. En Kristianía var lítil borg og þröngt um andans menn. Því var það að Johan Svend- sen tók tilboði um að gerast hljómsveitar- stjóri Konunglega leikhússins í Kaupmanna- höfn — en eftir nokkurt hik þó. Þá missti Noregur einn sinna mestu sona. TlL KÓNGSINS KAUPINHAFN Svendsen átti eftir að vinna mikið starf fyrir danska tónlist, einkum á vegum Kon- unglega leikhússins. Þar fékk hann tæki færi til að koma tónlistinni á legg, honum var sérlega umhugað um að flytja ný dönsk verk óg hann lagði mikla áherslu á verk Wagriers og Verdis. Ekki síður nutu hljóm- sveitartónleikar hans virðingar, en það var eitt fyrsta verk hans hjá Konunglega að efna til slíkra tónleika. Á þessum tónleikum voru flutt samtímaverk, aðallega rússnesk eftir því sem þau bárust, en áherslan var þó á klassískum 'verkum. Tónlist Svendsens sjálfs var einnig oft á efnisskránni. En auk starfsins í Kaupmannahöfn, ferðaðist hann víða um álfu og stjórnaði hljómsveitum, alls staðar við stórgóðar viðtökur gagnrýnenda. Hann var álitinn einn mesti hljómsveitar- stjóri síns tíma. Honum baúðst að taka við Fílharmóníusveit New York-borgar og Metrópólítan-óperunni en hafnaði hvoru tveggja. Hann vildi vera í Kaupmannahöfn. En svo undarlegt sem það kann að virðast, vildi hann aldrei gerast danskur ríkisborg- ari þrátt fyrir að það kæmi niður á rétti hans til eftirlauna síðar. í hjarta sér var hann og vildi vera Norðmaður. Illu heilli varð hið krefjandi starf hans í Danmörku til þess að hann hætti nánast með öllu að semja tónlist. Síðustu 28 ár ævi sinnar samdi hann einungis örfá, frem- ur lítilvæg verk. Vafalaust er rétt sem hann sagði sjálfur, að helsta ástæða þessara litlu afkasta við tónsmíðarnar, væri afar erfitt og tímafrekt starf hans sem hljómsveitar- stjóri Konunglega leikhússins. Það verður heldur ekki litið fram hjá því að hann lifði heldur óreiðusömu lífí og hefur það eflaust ekki orðið honum hvatning til sköpunar- starfa. Alltof fijálsleg umgengni við sterka drykki vann loks á heilsu hans og síðustu ár sín mætti hann miklu andstreymi. Johan Svendsen er tónskáld með sterkt svipmót. Honum tekst að sameina klassíska formgerð og hljómaveröld rómantíkurinnar og sýnir um leið einstæða tilfinningu fyrir þjóðlegum arfi. Tónlistin er litrík og hátíðleg — meira að segja í moll er eins og brosandi dúr liggi í leyni. Útsetningar hans eru und- antekningarlaust fyrsta flokks. Verk Svendsens eiga sannarlega skilið að vera dregin fram í dagsljósið á ný því þau hafa • mikið að gefa okkur sem nú lifum. VlÐBÆTIR: SVENDSEN Á ÍSLANDI í bók sinni um Johan Svendsen greina höfundarnir, Finn Benestad og Dag Schjeld- erup-Ebbe, frá íslandsferð Johans Svend- sens sem hann fór sumarið 1867. Með í för var vinur hans, Heinrich Brockhaus, bókaút- gefandi í Leipzig, sem einnig var mikill áhugamaður um tónlist og í mægðum við sjálfan Richard Wagner. Báðir héldu þeir félagar dagbækur um ferðir sínar og 1873 gaf Brockhaus ferðalýsingar sínar út á bók. „Próf-tónleikarnir við Tónlistarháskólann í Leipzig voru nýlega afstaðnir," segir Svendsen í bréfi til föður síns frá Reykjavík, 22. júní 1867, „og var ég farinn að huga að heimferð hvað úr hvetju; þá fékk Brock- haus bóksali þá snjöllu flugu í höfuðið að bjóða mér í ferð til íslands." í dagbók sinni segir Svendsen frá kynnum sínum af Svein- birni Sveinbjörnssyni sem þá var 19 ára guðfræðistúdent. Svendsen þóttist strax sjá að þarna væri á ferð mikið efni í tónlistar- mann. Sá þröngi kostur sem Sveinbjörn bjó við hafði sterk áhrif á Svendsen og greini- legt er af dagbók hans að margt í aðstæðum Sveinbjörns minnir hann á eigin æsku. I dagbókinni segir hann: „Sveinbjörnsson er 19 ára unglingur, sem bæði er greindur vel og geðþekkur, og af píanóleik hans þótti mér auðsætt að hann hefði einstaka tónlist- argáfu. Erfitt var að fá hann til að láta í ljós skoðanir sínar á ýmsum málefnum og jafnvel svo mjög að hógværð hans og feimni jaðra við roluskap. En þetta má efalítið rekja til hinna mjög svo óheppilegu kringum- stæðna sem hann býr við. Þessi veslings ungi maður brennur án efa af löngun til að komast til tónlistamáms, og er mér sagt að allur hans hugur standi til þess og einsk- is annars, en ekki má af verða sökum fá- tæktar.“ Síðan koma hugleiðingar Svend- sens — og er greinilegt að hér skrifar hann af innsæi reynslunnar — um þá ótalmörgu hæfileikamenn, jafnvel snillinga, sem að- stæður neyða til að gefa drauma sína upp á bátinn. Ekki þarf að tíunda tónlistargáfu Svein- bjöms fyrir íslendingum enda varð hann fyrstur íslenskra tónskálda til að vinna sér nafn heima sem heiman. Meðal þekktustu verka hans má nefna lagið við Ó, Guð vors lands, sem hann samdi fyrir þjóðhátíðina 1874, og þá ekki síður Óxar við ána. En ganga Sveinbjöms að þessum áfanga var ekki þrautalaus. Höfundar ævisögu Svend- sens, sem áður vom nefndir, telja líklegt að einmitt trú Johans Svendsens á hæfíleik- um Sveinbjörns hafi gert að verkum að velviljaðir menn með rúman fjárhag töldu ómaksins vert að styrkja hann til tónlist- arnáms í Kaupmannahöfn. Seinna komst hann til Leipzig og var þar undir hand- leiðslu sama kennara og Svendsen sjálfur hafði haft í tónsmíðum, Carl Reinecke. Þannig er ekki ólíklegt að hinn glataði sonur Noregs hafí reynst heilladijúgur íslenskri tónlist með nærveru sinni og upp- örvun einni saman. Þýðing og viðbætir: Kjartan Árnason Höfundur er prófessor við Óslóarháskóla. ODDNÝ KRISTÍN ÓTTARSDÓTTIR Óðurinn til tunglsins Það var eina tunglskinsbjarta nótt, að hugrekkið og draumurinn gengu saman niður að strönd. Köstuðu af sér skónum í sandinn, og fundu frelsið hríslast milli tánna. Eftirlitsblókin með önnum kafnar hlustir yfir útvarpinu. Ástin söng hjartanu óð, bar fætur þeirra niður í flæðarmál og beið þess að aldan færði þeim ævintýri. Hún heilsaði þeim fagnandi með fangið fullt af óskum, og er hún hafði kvatt þau með virktum týndi prinsinn nokkur sprek og kveikti í. Yfirvaldið sat með höfuðið niðri í bringu og skar hrúta í dagblaðið sitt. Og áður en þau sofnuðu í hvors annars örmum sást vonina bera við himin. Orrustan við efann Hún bauð mér góðan dag en í augunum ómaði bergmál hins helkalda hjarta. Fyrir eyrum mér; hlátur þess sem var. Inni fyrir hliðum efamúranna húkti einmana sál sem hræddist það meira en eigin þrár að hætti hún sér útfyrir þau þefuðu blóðhundar horfinna drauma uppi flóttaslóðina og rifu úr henni samviskuna. Hugleiðing um hatrið í kaldlyndri þögninni æpa hjörtu hinna hrjáðu, þegar enginn heyrir til. Vonir þeirra aðeins fangar eigin ótta sem verða hungurmorða í hatursins svelti. Fyrir ásjónum þeirra standa snyrtilegir rakkarnir steingerðir í sporin, staðráðnir í að þegja af sér syndina. Vaða, hundtryggir herra sínum, í hvítum lygum og vindlareyk. En innst í hvelfingunni bíður búkmikla hetjan með fuglshjartað hefndar þess sem koma skal. Höfundur er ung stúlká í Reykjavík. GUÐBERGUR AÐALSTEINSSON Ég sný höfðinu hægt Ég geng eftir æðasprungunni gangstéttinni skotra augunum yfir háan kirkjugarðsvegginn á þig þar sem þú liggur í moldinni í sparifötunum með ágætt útsýni uppí loftið og ég veil að við eigum aldrei eftir að ganga saman eftir þessari stétt Inní mig smýgur sár söknuður líkt og spjót Um himinhvolfið sveiflast byggingarkranar hálslangar risaeðlur með stálhjarta og brostin augu þín fylla daga mína kaldri mold Það er laugardagsmorgunn vindurinn ýlfrar hann vælir öskrar og æpir en fer sér þó hægt eins og ellilífeyrisþegi með króníska gigt ég stend við eldhúsgluggann bíð þess að bakaríið á horninu opni eða rafhlaðan við hjartað bili allt minnir áþig Kaffikannan spýtir þungum svörtum vökva inní nývaknaðar æðar dagsins Það mun vora á ný segja smáfuglarnir sem sitja þétt saman uppá hrímuðum loftnetsgreiðum húsanna blóm munu bijóta sér leið upp við húsveggi dauðinn er sígrænt tré Spikfeitur svartur köttur glottir í bakgarði Ég sný höfðinu hægt heyri að þú byltir þér í heitu höfði mínu nefnir nafn mitt Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. DESEMBER 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.