Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Blaðsíða 10
er um falleg breiðstræti með svip- miklum, opinberum byggingum. Göngugötur og innitorg liggja á milli breiðstrætanna; gott að versla hér. Athygli vekja fjöl- margir, skrautlegir gosbrunnar enda er Augsburg stundum nefnd „gosbrunnaborgin". Ágústusar- brunnur prýðir ráðhústorg — umgjörð jólaaðventunnar. Fyrrum borg Ágústusar keisara ber vitni um þá alúð sem borgarbúar hafa lagt í skipulag frá fyrstu tíð og guílöld miðalda. Frá skóladögum. muna margir Augsburg-sáttmálans. Lítill stígur bak við Gallus-kapellu ber nafnið Dahinab „niður þessa leið“. Eftir þeim stíg á Martin Lúther að hafa forðað sér út úr borginni 1512. En hann fékk betri viðtökur 1526 og í Augsburg er vagga siðaskiptanna. Furðulegt að ganga inn í Anna-kirkju þar sem lúterskar og kaþólskar skreyting- ar mætast í kirkjuskipinu. Mjög Rómantíski vegurinn frá ántti Main til Alpanna Wurzburg T a u berb is ch hof shei m Rottmgen * Bad ^ . Wergenthetm Weikers^eim Rothenburg Schillingfurst Feuch Dinkelsbuhl Wallerstein |KÍ iNördlingen A Harburg Donauwörth Augsburg Friedberg Landsberg IHohenfurch Schongau Peiting Rottenbuch r Wildsteig Wieskirche Fiissen sjá gott sýnishorn gyllinga og skrauts í Schaezler-höll og Moz- art-dýrkendur ættu að fara á „kertaljósa-tónleika“ í hállar- danssalnum. FaðirMozart fæddist í Augsburg (Mozart-hús fyrir ferðamenn) og ætt hans er dreifð um nágrennið. Augsburg kom mér á óvart. Engin hæð sem kallar á kastala- virki. Aðeins flatlendi — tunga Teikning af götu- lífi í Augsburg á miðöldum. Bygg- ingar eru hinar sömu aðeins sam- göngutæki og yfir- bragð fólksins hef- ur breyst. sem teygir sig fram milli tveggja alpa- fljóta. Fyrsta ásýnd Augsburg birtist í ótal turnum sem rísa upp úr ártungunni, ýmist lauklaga hettur (suð- ur-þýskt yfirbragð) eðá örmjóar nálarspír- ur (gotneskur stíll) sem sjást vel úr lest. En borgin minnir á fugls- hreiður á miðri sléttu og leynir á sér. Gosbrunnaborg og vagga siðaskiptanna Leifar af borgarmúr og falleg borgarhlið benda til hins róm- verska uppruna. „Parisarsvipmót- ið“ leynir sér ekki, þegar gengið merkiiegt menningarsafn gyðinga er líka í Augsburg. Elstu félagslegn íbúðir í heimi En merkilegasta af öllu sem fyrir augu ferðamannsins ber í Áugsburg er heimsókn í „Fugger- ei“, elsta félagslega athvarf í heiminum. Fuggerei er afskermuð þorpseining í borginni, 110 hús sem geyma 2 íbúðir hvert. Sex götur liggja um Fuggerei, sem hefur eigin kirkju og torg, að sjálf- sögðu með gosbrunni. Hinir auð- ugu Fuggerei-bræður sem möluðu gull fyrir Augsburg með alþjóð- legum viðskiptum hugsuðu líka fyrir þörfum fátæka fólksins. 1915 byggðu þeir Fuggerei-þorpið fyrir fátækar ekkjur eða ekkla. Og enn í dag er þörf á slíkum íbúðum. Ársleigan hefur ekki hækkað frá árinu 1915 „1,71 skt mark, dagleg bænagjörð amt Ave Maria og bæn fyrir Fuggerei-fj ölskyldunni. “ Eg þáði kaffibolla hjá einni ekkjunni. Litla húsið hennar og litli garðurinn voru afar hlýleg og vel við haldið. Að ganga þarna innan um gamla fólkið sem brosti og bað manni allrar blessunar er ein- stök reynsla. Og kl. 20.00 á hveiju kvöldi er þorpshliðunum flórum lokað. O.Sv.B. Upplýsingar: Ibúafjöldi um 246 þúsund. Miðja vegu milli Frankfurt og Miinchen, hrað- .braut Múnehen/Stuttgart eða Romantische Strasse frá Wurtsburg. Touristik-Inform- ation des Verkehrsvereins Augsburg e.V. Bahnhofst- rasse 7, 8900 Augsburg. Sími: (0821) 36024/502070. Sími á Frankfurt skrifstofu: 69-2 12 88 51. Fax: 69 75 00 33 19 Hvaða skíðasvæði höfðar til þín? Saalbach, Soll, Schladming, Zell am See HÉR KEMUR III. og síðasta greinin um bestu austurrísku skíða- svæðin, byggð á breskri könnun. Enn lítum við á aðstöðu fyrir skíðafólk, snjólíkur, skíðabrekkur og hvaða fólk sækir helst á staðina. Ósköp jólalegt og afslappandi í fallegu landslagi og sól. Saalbach, 1000 m Snjólíkur 5*. Salzburg 1 'A tími. Fyrir „vel skóað" miðlungs skíða- fólk. Siðfágaður, dýr skíðabær sem býður upp á aðdáunarverða blöndu af töfrum austurrísks þorps og vel skipulögðu, víðáttu- miklu skíðasvæði báðum megin í þröngu dalverpi - tengt ná- grannábæjunum Hinterglemm og Leogang (lengra frá). Brekkur vel merktar og vel viðhaldið. Fullt af vinalegum veitingáhúsum í fjalli. Sunnan megin dalsins er gott að fá sér hádegisverð, skiðabrekkur hægar, en snjóalög óörugg. Erfið- ari brekkur norðan megin. Mynd- rænn miðbær og að mestu iaus við umferð. Mikið um að vera í börum um kaffileytið og fram eftir kvöldi. Ódýrari gisting í Hinterglemm, með því að fórna töfrum þorpsins - en þægileg fyrir skíðafólk. Hót- el og gististaðir með morgunverði meðfram vegi milli Saalbach og Hinterglemm eru óaðlaðandi, en ekki tiltakanlega óþægilegir vegna bíla sem flytja skíðafólk að lyftustöðum. Zell am See og Kitzstein jöklasvæðið eru rétt hjá og heimsóknar virði. Heimsmeist- arakeppni á skíðum um mánaða- mótin janúar-febrúar. KOSTIR: Aðlaðandi skíðastað- ur, stórt skíðasvæði fyrir miðl- ungs-skíðagetu, mikið við að vera eftir skíði, stutt á næsta flugvöll. ÓKOSTIR: Dýrt, ekki hægt að skíða yfir 2000 m, fáar krefjandi brekkur. HÓTEL: Ingonda (íburðarmik- ið, dýrt, góður matur), Saalbac- herhof (líka mjög þægilegt og miðsvæðis), Wallner (ódýrara, miðsvæðis) og Krallerhof (nálægt Leogang, einangrað lúxushótel, mikil gæði, þægilegt skíðahótel, skíðaskóli). Schladming, 750 m Snjólíkur 4*. Fyrir áhugasamt miðlungs skíðafólk. Salzburg 1 'A tími. Myndarlegur, gamall skíða- bær í austurískum stíl - ekki undirlagður af ferðaþjónustu. Góð blanda af fallegum og einföldum gististöðum. Skíðasvæðin 4 bjóða upp á margar, góðar, langar brekkur (mest „rauðar") milli tijánna, að meðtalinni „heimsbik- ars“ brunbrautinni. En fjölbreytni er takmörkuð og engar lyftuteng- ingar milli svæðanna. Rohrmoos er langbesta svæðið fyrir byijend- ur. Þar er frábær, löng sleða- braut. Lyftupassi nær yfir öll svæðin - áhugaverður fyrir skíða- fólk á eigin bíl. KOSTIR: Stutt á næsta flug- völl, áhugaverður, líflegur bær, mikið af „rauðum" brekkum. ÓKOSTIR: Lágt, sundurslitið skíðasvæði, fáar krefjandi brekk- ur, miðbær óþægilegur fyrir skíð- afólk. HÓTEL: Alte Post (gamaldags, þægilegt, miðsvæðis), Sporthotel (nýtískulegt, þægilegt skíðahót- el), Neue Post og Tritscher (mið- svæðis, ódýrt). Zell am See, 750 m Snjólíkur 5*. Fyrir hópa eða hjón sem vilja komast á skíði eða sækja í aðra útiveru. Salzburg 1 tími. Fallegur, gamall bær, sem stendur við fjallavatn og fjölfarið vega- og jámbrautarkerfi. Göngu- götur með tilhöggnum steinum í miðbæ. Gömul kirkja í rómversk- um stíl. Göngustígar meðfram vatninu. Fullt af börum og veit- ingahúsum. Fjölbreyttar verslan ir. Góðar gönguskíðabrautir. Mik- ið við að vera fyrir fólk sem ekki fer á skíði; íþróttahallir, skoðunar- ferðir, lyftur upp að veitingahús- um í fjalli, gönguferðir á vatni (ef það er ísilagt). Miðbær óþægileg- ur fýrir skíðafólk og úthverfi óvistleg, að meðtöldum Schutt dorf, sem er óaðlaðandi svefnbær fyrir hópa í pakkaferðum. Skíðasvæðið er ekki stórt en myndrænt og fjölbreytt, með háum, auðveldum brekkum og erfiðari, lengri brautum niður í bæ. Kitzstein jöklasvæðið í næsta nágrenni býður upp á frábærar skíðabrekkur, nema þegar það yfirfyllist í snjóleysi á neðri svæð- um. Saalbach, rétt hjá, er heim- sóknar virði. KOSTIR: Heillandi gamall mið- bær, fjörugt næturlíf, hægt að komast á jökul, fallegt landslag. ÓKOSTIR: Biðraðir, erfiðar skíðabrautir niður í bæ fyrir óvana, aðalskíðasvæði liggur lágt. HÓTEL: Traube og Alte Post (miðsvæðis, góð hótel) og Sch- webebahn (dýrt, þægilegt skíða- hótel). Soll, 700 m Snjólíkur 4*. Fyrir miðlungs- skíðafólk í leit að fjöri. í meðal- lagi aðlaðandi og ekki mjög þægi- legt týrólskt skíðaþorp, sem breskir skíðamenn sækja mikið. Hótel og gististaðir einfaldir og ódýrir. Hávært næturlíf í krám og á diskótekum. Fáein hótel ná- lægt lyftustöð, en einangruð frá næturlífi. Miðlungs-brekkur í skóglendi. Víðáttumikið skíða- svæðið tengist svæðunum Ellmau, Scheffau, Itter Going, Hopfgarten og Brixen - öll undir sama lyftu- passa, — og einnig Westendorf, en þangað er ekki lyftutenging. Soll er vinsælt hjá Bretum sem ‘ eru að fara í fyrsta skipti á skíði, en brautir við bæinn eru meðal erfiðari á svæðinu. Westendorf og Elimau eru betri fyrir byijend- ur. Nýlega er búið að bæta úr erfíðum flöskuhálsum í lyftukerfi Soll. KOSTIR: Risastórt miðlungs skíðasvæði, fjörugt næturlíf, stutt á flugvöll, mikið af ódýrum gisti- heimilum. ÓKOSTIR: Mikið af háværum Bretum, verður að ganga frá þorpi að lyftustöð. HÓTEL: Neue Post, Austria (þægilegt, miðsvæðis) og Berg- land (vel búið, þægilegt skíðahót- el). O.Sv.B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.