Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 7
hluta nítjándu aldar. Það þarf víst engan hagfræðipólitíkus til að sjá í gegnum ráða- bruggið, sem miðaðist að miklu leyti að því að renna sögulegum stoðum undir það sem amerískir listamenn voru þá að glíma við. Fram til þess tíma voru þeir álitnir hálfgerð- ir sveitamenn í heimi listanna og í sínu eig- in heimalandi þóttu þeir hreint og beint hallærislegir og út á þekju. Listaverkasöl- urnar í Minneapolis voru liður í því risa- átaki að slá ryki í augu umheimsins og hefja bandaríska menningu til vegs og virð- ingar. Ekki voru allir jafn hressir með tilætlun- ina og um stundarsakir héldu söfnin að sér- höndum. Annar sölufaraldur hófst svo í byijun áttunda áratugarins þegar Metro- politan-safnið í New York lét fara frá sér verk eftir Rousseau og van Gogh í skiptum fyrir Richard Diebenkorn og skúlptúristann David Smith (látinn 1965), tvo bandaríska nútímalistamenn sem á vissan hátt voru rétt að stíga fram í sviðsljósið. Þannig tókst safninu að strika snyrtilega undir þá hug- mynd, að hin unga bandaríska myndlist væri síst ómerkari eða minna virði en sú evrópska, jafnvel þó margfaldir stórsnilling- ar eins og Rousseau og van Gogh ættu í hlut. Þá gaf listasafnið í Glens Falls í New York-fylki létt frat í evrópska menningu er það seldi tvær kúbistamyndir eftir Picasso og Braque frá analytíska tímabilinu til þess að gera við þakið og fá sér nýja miðstöðvar- kyndingu. Aragrúi af skammargreinum birt- ust í báðum tilvikum og var þáverandi for- stöðumaður Metropolitan-safnsins ávítaður opinberlega af yfirmanni dómsmálaráðu- neytisins þar í borg. Ásakanir um ófagmann- lega frammistöðu komu vitinu aftur fyrir safnráð- endur. Markaðar voru nýj- ar stefnur í slíkum sölumál- um og m.a. ákveðið að til- kynna bæri gefendum, eða ættingjum látinna gefenda, ef um breytt heimilisfang listaverkanna væri að ræða. Nöfn gefendanna voru síðan flutt yfir á þau verk er áunnust í kaupun- um ásamt orðpnum „í skiptum fyrir“. Árið 1981 reyndi svo Samband for- stöðumanna listasafna (AAMD) að skrúfa fyrir þennan safnleka með klá- súlu er kveður á um að óæskilegt sé að selja lista- verk upp í viðgerðarkostn- að, eða til að halda dagleg- um rekstri gangandi. En allt kom fyrir ekki. Um miðjan síðasta áratug versnaði ástandið um allan helming og tóku söfnin að létta á sér svo um munaði. Til að gefa nokkra hugmynd um hvers konar aukningu er að ræða þá jókst sala á lista- verkum í eigu safna hjá uppboðsfyrirtækinu Christie í New York um næstum 300 prós- ent á árunum milli 1985-89, eða tæplega 26 milljónir dala. Hefur fyrirtækið brugðist við þessum stöðugu himnasendingum með því að stofna deild sem sérhæfir sig í upp- boðum á safngripum. Að Segja Sögur Það er ekki nokkur leið að henda reiður á hversu mikið af verkum söfnin hafa látið fara frá sér í gegnum tíðina þar sem þessi viðskipti fara að mestu fram undir borð og birtast einungis í leyniskjölum viðkomandi stofnana. Jafnvel þó að listasöfnunum sé fullkomlega í sjálfsvald sett hvernig þau höndla sinn varning er þeim skiljanlega ekkert vel við að flíka viðkvæmum málum sem þessum. En þegar verk er slegið á 45 milljónir dala (rúman tvo og hálfan milljarð króna), eins og átti sér stað þegar Nútíma- listasafnið í New York (MOMA) keypti port- rettið af póstinum „Joseph Roulin“ (1888-89) eftir van Gogh, sem drepið var á að ofan, þýðir víst lítið að þegja þunnu hljóði og láta sem ekkert hafi í skorist. Yfirleitt reyna söfnin að veija sig með því að reyna að telja mönnum trú um að þau hafi aðeins verið að „laga til“ í kjallaran- um og losað sig við listaverk í algjörum B-klassa í skiptum fyrir eitthvað miklu betra. Þess konar „hreingerningarlógík" dugði forráðamönnum Nútímalistasafnsins í New York skammt, því að myndirnar sjö sem safnið varð að fórna til að eignast port- rettið eftir van Gogh höfðu allar mikið sögu- legt, fræðilegt og listrænt gildi, en þær voru: „Stúdíó í máluðum ramma“ (1956) og „Röndótt treyja“ (1943) eftir Picasso, „Blá framhlið/Kompósisjón 9“ (1913-14) eftir Mondrian, „Evangelísk kyrralífsmynd" (1916) eftir de Chirico, „Vatnaliljur“ (um 1920) eftir Monet, „Nakin kona“ (1902) Arið 1983 keypti forstöðumaður málaradeildarinnar við Paul Getty-safnið í Kaliforníu „Breton dreng með gæs“ eft- ir Gauguin fyrir stofnunina. A síðastliðnu ári seldi síðan eftirmaður hans myndina vegna þess að honum þótti hún ekki vera safninu samboðin. ' - eftir Renoir og „Landslag frá Murnau" (1908) eftir Kandinsky. Hér var því greinilega ekkí um neina kjall- araafganga að ræða enda þótt yfirmaður málara- og skúlptúrdeildar MoMa, Kirk Varnedoe, hafi gefið sögulegt frat í mynd Renoirs. í samræmi við hans útreikninga átti safnið fullt af málverkum eftir de Chirico frá tuttugusfa áratugnum og vænan slurk eftir Picasso frá þeim íjórða og fimmta. Hins vegar áfti það ekkert eftir Kandinsky frá Murnau-skeiðinu, en hafði verið lofað öðru verki eftir málarann frá sama ári. Hvað Renoir-myndina áhrærði viðurkenndi Varnedoe, að safnið ætti ekkert svipað eftir hann í sínum fórum. Sagði hann verkið harla ómerkilegt og kallaði það list- fræðilegt hliðarspor sem passaði einfaldlega ekki inn í þá sögu sem safnið vildi segja. Samkvæmt Varnedoe er van Gogh-portrett- ið byijunin á nýjum straumum í 20. aldar myndlist, sem höfðu djúpstæð áhrif á Mat- isse og fleiri, einkum hvað varðar þá hug- mynd að hægt sé að afhjúpa persónuleika manna með litasamspilinu einu samán. Þennan kapítula sárvantaði þá alveg hjá safninu og án hans ætluðu þeir ekki að klára sína sögu. Þeir sem héldu að safninu væru einhveij- ir hlutir heilagir urðu ekki lítið bit á þessu tiltæki, sérstaklega þar sem myndin var keypt á þeim tíma þegar verð á van Gogh ætlaði að sprengja alla skala. Forráðamenn- irnir leyfðu sér að benda á að verkið hefði boðist á sérstaklega hagstæðum kjörum vegna þess að eigandinn hefði viljað vita af því á safni frekar en í höndum einkaað- ila og hafi verið til í að slá af kröfum sínum í samræmi við það. Auk þess fullyrtu þeir að engin þeirra mynda er safnið hafi orðið að láta frá sér hefði vanalega verið til sýn- is. Blaðamaður New York Times, sá er fyrst- ur varð-til að breiða út fréttina, gramsaði aðeins í málinu og komst að því að Kand- inskymyndin hefði verið fyrir augum al- mennings síðastliðin fimm ár. Aðspurður um þetta atriði neitaði Varnedoe í fyrstu Til að leysa úr fjárhagserfiðleikum sínum ákvað PhiIIips Collection í Washington að selja „Fiðluna“ (1914) eftir Braque á uppboði hjá Sotheby. 170 sem safnið átti. Var andvirðið notað til kaupa á listaverkum eftir samtímamenn málarans og því lofað að ekki einn einasti Kandinsky yrði látinn af hendi í viðbót á meðan safnið stæði ofan jarðar. Þetta áramótaheit stóðst ekki frekar en fyrri daginn og í þetta skipti voru meistar- inn og samverkamenn hans, Modigliani og Chagall, látnir ganga upp í stórt safn af verkum eftir minimalista frá sjöunda og áttunda áratugnum í eigu ítalska greifans Giuseppe Panza di Biumo. Samanstendur safnið einkum af verkum eftir amerísku málarana Robert Mangold, Brice Marden og Robert Ryman, og skúlptúristana Carl Andre, Dan Flavin, Donald Judd, Robert Moitís og Richard Serra, auk Englendings- inS Richard Long, sem sýndi á listahátíðinni heima hér um árið ásamt Falvin. Greifinn ætlar síðar að bæta 105 verkum við þennan pakkasamning, svo og óðalsetri fjölskyld- unnar í Varese rétt fyrir utan Mílanó. Slot- inu á að breyta í útibú frá safninu og tala menn nú um „alheims Guggenheim“, en það hefur nú þegar komið ár sinni fyrir borð í Feneyjum og hyggst fljótlega ætla að planta sér niður í Salzburg í Austurríki líka. „Afmælið" (1923) eftir Chagall var á meðal þeirra málverka er Guggenlieim- safnið lét af hendi í síðastliðnum maí í skiptum fyrir 211 verk eftir minimalista frá sjöunda og átt- unda áratugnum. að svo hefði verið, en eftir að hafa kíkt í safnskrána viðurkenndi hann, að myndin hefði hangið viðstöðulaust í aðalsal safnsins frá 1984-89, eða þar til hún var seld. í óðagotinu við að skrapa saman aurum fyrir van Gogh var Kandinsky hreinlega rifinn niður fyrir sjónum manna og seldur beint af veggnum. Nútímalistasafnið í New York er ekki eitt um það að hafa gaman af því að hanna söguþræði. Metropolitan-safnið, Solomon R. Guggenheim og margar aðrar heims- þekktar stofnanir vilja líka vera með í leikn- um, hver með sína sérstöku útgáfu á lista- sögunni. Um svipað leyti og MOMA varð sér út um van Gogh-myndina seldi Met, eins og Metropolitan-safnið er kallað af kunnugum, frá sér tvö olíumálverk eftir Renoir, „Stúlkur með blómakörfu“ og „Stúlku að lesa ávexti." Auðséð er á öllu að Renoir blessaður er fallinn alvarlega úr tísku og var salan afsökuð á þeim forsendum að myndirnar væru ósamboðnar þeim háu gæðakröfum sem safnið gerði. Þrátt fyrir að forstöðumaðurinn, Philippe de Monte- bello, hefði gefið út yfirlýsingu þess efnis að ekki kæmi til greina að selja myndir af veggjum safnsins, er vitað mál að þessi verk Renoirs höfðu verið til sýnis í salar- kynnum Met um margra ára skeið. Guggenheim-safnið vildi ekki vera neinn eftirbátur hinna og lét slá þijár lykilmyndir á uppboði hjá Sotheby rétt á eftir Met og MOMA: „Fúga“ (1914) eftir Kandinsky, „Piltur í bláum jakka“ (1918) eftir Modigl iani og „Afmælið" (1923) eftir Chagall, eitt af þekktari verkum listamannsins. Allar þessar myndir, sem samtals voru metnar á um 35 miljónir dala, höfðu margoft verið til sýnis í Guggenheim og í láni hjá mikils- virtum söfnum víðsvegar um heim. Kand- insky-myndirnar hafa löngum þótt vera ein aðalrósin í hnappagati Guggenheim-safns- ins, en árið 1964 lét þáverandi forstöðumað- ur stofnunarinnar það verða eitt sitt fyrsta embættisverk að selja hvorki fleiri né færri en 50 myndir eftir listamanninn af þeim Klúðursögur Þó að safnstjórarnir telji sig að sjálfsögðu hafa mikið vit á myndlist hafa þeir oft mátt naga sig í handarbökin yfir glappaskot- um sínum og sinna fyrirrennara. En lexían virðist ekki auðlærð. Til að mynda lét Whitn- ey-safnið í New York, er sérhæfir sig banda- rískri list, allt sem það átti fra 19. öld fjúka , fyrir nokkrum áratugum. Um svipað leyti losaði Los Angeles County-safnið sig einnig við málverk eftir frumkvöðla bandarískrar myndlistar. Þetta var óvæntur glaðningur fyrir listaverkábraskarana, sem keyptu verkin á vildarkjörum og endurseldu þau næstum því samstundis með nokkrum ábata til annarra safna. í byijun síðasta áratugs, eftir að hugmyndalistin hætti að einoka markaðinn og málverkið öðlaðist aftur virð- ingarsess, þóttu landslagsverk brautryðj- endanna allt í einu ekki lengur púkó. Eftir- spurn eftir þeim magnaðist um allan helm- ing og listmiðlararnir sem höfðu farið spar- lega með sitt forðabúr græddu á tá og fingri. Sum söfn hafa samt ekki látið segjast. Síðasta sumar seldi Walker Art Center í Minneapolis 25 málverk eftir ameríska 19. aldar meistara nánast beint af veggnum. Var uppátækið varið á þeim forsendum að í framtíðinni ætlaði safnið einungis sýna nútímalist. Á uppboðinu voru slegin ný sölu- met á verkum Worthington Whittregde og Fredric Church, en mynd hins síðarnefnda, „Heima við stöðuvatnið" frá 1852, fór á 8,25 milljónir dala. Reyndar var Minnea- polis Institute og nokkrum öðrum stofnun- um fyrir kurteisis sakir boðinn forkaupsrétt- ur á myndunum áður en þær voru settar undir hamarinn, enda þótt það væri vitað mál að þessir aðilar hefðu ekki bolmagn til LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANÚAR 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.